Morgunblaðið - 21.12.1985, Síða 69

Morgunblaðið - 21.12.1985, Síða 69
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 21. DESEMBER1985 Pólitísk hugtök iiðinna áratuga hafa breyst, íhaldssöm þjóðernis- stefna er illa séð af þeim öflum sem vilja efla opið hagkerfi, en talsmenn þess kerfis voru fyrrum nefndir íhaldsmenn. Þessar breyt- ingar eru alls ekki bundnar við Þýskaland, þær eiga sér stað um alla Evrópu. „Efnahagsundriö“ Höfundurinn rekur lauslega þróun efnahagsmála í Þýskalandi frá lokum síðari heimsstyrjaldar, talar um „efnahagsundrið", aftur- kippinn eftir olíuverðshækkun o.fl. o.fl. Atvinnuleysið er nú vanda- mál, sem herjar Þýskaland og önnur ríki, þar. sem iðnaður er aðal uppistaða atvinnu. Þótt reynt sé að hamla gegn því t.d. með styttri vinnutíma og starfsskipt- ingu, þá á aukin framleiðni og mettun markaðar sök á þeirri kreppu. Tryggingakerfi Þjóðverja á sér langa sögu. Bismark varð fyrstur til þess að koma á ríkis- reknu tryggingakerfi sem tryggði hag sjúklinga og þeirra atvinnu- lausu. Skilningur þýskra kapítal- ista á því að sæmileg iaun verka- fólks yki arðinn er ekki nýr af nálinni og átti ekki lítinn þátt í „efnahagsundrinu", á sínum tíma. Þær stofnanir sem stuðluðu best að því jafnvægi sem hefur ein- kennt þýskt hagkerfi undanfarna áratugi, eru bankarnir. Þjóðverjar hafa átt skynsama forystumenn í fjármálum og bankarekstri. „De- utsche Bank“ hefur löngum verið áhrifamestur og svo voldugur, að sumir hafa álitið að hann væri einhverskonar ríkisbanki, en svo er ekki. Skynsamlegur rekstur þýskra lánastofnana byggist á því að þær hafa forðast alla ævintýra- mennsku og látið vera að ánetjast „engilsaxneskum" hagkenningum. Höfundur fjallar um vísinn að endurmati á sögu Þýskalands á 20. öld og þær hættur sem steðja að í þýskum stjórnmálum, m.a. ný- nasista. Hann spyr hvort þýskum stjórnmálamönnum takist að halda því jafnvægi sem hann telur að forði þjóðinni frá að fylgja einhverjum pípuleikaranum út í foraðið. Laqueur fjallar um fjölmörg önnur efni en þau sem um er getið í þessari umsögn og rekur ná- kvæmlega þær breytingar sem hafa orðið í þýsku stjórnmálalífi frá stríðslokum svo og stöðu Þýskalands milli austur- og vest- urblokkanna, friðarbaráttuna og baráttu umhverfismanna, sem er hvað ákveðnust í Þýskalandi, vegna þeirra augljósu afleiðinga sem iðnaðarmengun hefur á allt lífríki, ekki síst á skógana. Þetta er efnismikil bók og hófsamleg í ályktunum. Blönduós: MorKU„b“ð,ð/J6T’s,g- Kveikt á jólatrénu Fjöldi fólks var samankominn í fallegu vetrarveðri þegar kveikt var á jólatré á kaupfélagsplaninu á Blönduósi. Jólatréð er gjöf frá Moss í Noregi, en það er vinabær Blönduóss. Árni Sigurðsson formaður Norræna félagsins afhenti Hilmari Kristjánssyni oddvita tréð. Fyrirlestur um við- horf í alþjóðamálum „OPIÐ HÚS“ verður í húsakynnum MÍR, Menningartengsla íslands og Káðstjórnarríkjanna, að Vatnsstíg 10, laugardaginn 28. desember 1985 og hefst kl. 16. Sérstakur gestur MÍR og fyrirlesari að þessu sinni verður sendiherra Sovétríkjanna á íslandi, Évgení A. Kosarév. Ræðir hann viðhorfin í alþjóða- málum nú nokkrum vikum eftir fund þeirra Gorbatsjovs leiðtoga sovéska kommúnistaflokksins og Reagans Bandaríkjaforseta. Er- indi sendiherrans verður túlkað á íslensku. Þá verður sýnd kvikmynd með ensku skýringatali um Síberíu, einkum Vestur-Síberíu, náttúru og landkosti þar, atvinnulíf og þjóð- menningu. Eins og jafnan áður á opnum húsum MÍR siðasta laugar- dag í mánuði verða kaffiveitingar á boðstólum 28. desember. (Fréttatilkynning.) HVADNU? Víðtæk úttekt á því, hvort, og þá hvernig, íslenskum konum hefur miöað í átt til jafnréttis undir merki kvennaárs og áratugar. 14 sérfróðar konur skrifa hver sinn kaflann um lagalega stöðu kvenna. menntun. atvinnu- og launamál, félagslega stöðu, konur í forystustörfum, heilbrigði kvenna og heilsufar, listsköpun, sögu og kvennahreyfingar á tímabilinu. Óvenjulegt rit þrýtt fjölda listaverka eftir íslenskar myndlistarkonur. Hagnaður af útgáfunni fer til kaupa á færanlegu leitartæki brjóstkrabbameins, m.a. til notkunar á landsbyggðinni. ■J! • ‘ V'vsÍSV 1 N % /■ mm- ><■» T ,17: J*>*VV*- ’85 NEFNDIN KENWOOD BESTA ELDHÚSHJÁLPIN THORN HEIMILIS OG RAFTÆKJADEILD I TRAUST MERKI MEÐ ÁRATUGA REYNSLU Á ÍSLANDI Fullkomin varahluta- og viögerðaþjónusta HF LAUGAVEGI 170- 172 SIMAR 11687 • 21240 PRlSMA
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.