Morgunblaðið - 21.12.1985, Blaðsíða 59

Morgunblaðið - 21.12.1985, Blaðsíða 59
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR21. DESEMBER 1«85 59 Skrýtinn karl Pétur Bókmenntir Jenna Jensdóttir Sven Nordqvist Pönnukökutertan Porsteinn frá Hamri íslenskaði iðunn Reykjavík 1985 Þetta er sagan um karlinn Pétur og köttinn hans Brand. Þeir bjuggu í litlu húsi hjá ökrunum, enginu og skóginum. Pétur var skrýtinn karl sem fór sínar eigin leiðir. Þess vegna sagði fólkið að hann væri eitthvað vit- laus. Það var gott að Pétur og kötturinn hans voru öðruvísi en aðrir. Þá hafði fólkið eitthvað til að tala um og forvitnast um. Þrisvar á ári lét Pétur köttinn sinn eiga afmæli — þá bakaði hann pönnukökutertu handa Brandi. Þeir skröfuðu líka mikið saman. En fyrir eitt afmælið þegar Pét- ur ætlaði að baka tertuna — fór allt í handaskolum enda vantaði líka efni í tertuna. Pétur klifraði alltaf yfir þakið á húsinu sínu þegar hann þurfti að fara út í búð. Þetta athæfi og margt annað varð Pétri og Brandi til trafala. Meira að segja nautið í þorpinu kemur við sögu. En allt sem gerðist staðfesti kviksögurnar um Pétur, sem hann Gústi hafði komið af stað. Þetta er áreiðanlega bráð- skemmtileg saga fyrir yngstu les- endurna og hlustendurna. Þeir eiga eftir að hlæja mikið að Pétri og kettinum hans. Þýðandi er Þorsteinn frá Hamri. Margar og stórar litmyndir prýða bókina en ekki er þess getið hver er höfundur þeirra. Bók um Gunn- hildargerðisætt SÍKIlJSTEINN-bókaforlag hefur gefið út bókina Gunnhildargerðisætt, scm er annað bindið I ritröðinni „íslenskt ættfræðisafn — Niðjatöl. Galtarætt er talin frá þeim hjónum Sigmundi Jónssyni og Guðrúnu Ingi- björgu Sigfúsdóttur, sem bjuggu í Gunnhildargerði í Hróarstungu á seinni hluta nítjándu aldar og í byrjun þessarar. Níu börn þeirra hjóna komust upp og er stór ættlegg- ur frá þeim kominn, sem ber sterkt ættarmót. Auk niðjatals og framætta Sigmundar og Guðrúnar eru í bók- inni greinar um gamla bæinn í Gunnhildargerði og um þau hjónin, sem eru góðar heimildir um líf og hagi bændafólks á Úthéraði á ofan- verðri nítjándu öld og öndverðri þessari. Fjöldi Ijósmynda prýða bók- ina. Hundakofi í Paradís l0, Bókmenntir Sigurjón Björnsson Hundakofi j Paradís Höfundur: Armann Kr. Einarsson Myndir: Brian Pilkington Prentverk: Prentsmiðjan Rún sf. Bókband: Bókfell hf. Útgefandi: Námsgagnastofnun Þetta er enn ein bókin sem Námsgagna- stofnun sendir frá sér stirðlæsum til hjálpar. Hér er það kennari og víðfrægur rithöfundur*- sem söguþráðinn spinnur, enda hefir í alla staði vel til tekizt. Bræður tveir, Litli-Jón og Stóri-Jón, eru aðalsöguhetjurnar. Þeir eru í nýju umhverfi, og ekki laust við þeim leiðist. En þá finna þeir garðinn Paradís og hundinn Salómon Þór. Saman eignast þeir skemmtilegar stundir. Já, Ármann er ekki í neinum vandræðum með að raða ævintýrum á sviðiö, notar það sem börn heyra um í fréttum úr borginni sinni. Andúð á hundahaldi teflir höfundur móti nytsemi af vitrum hundum fyrir sjónskerta og hruma og einnig við leitarstörf, er fólk týnist. Allt fellt og fágað eftir regíum fag- mannsins. Málfarið á þessari bók er nær venjulegu tali, en þyngra en á hinum tveim, er eg hefi lesið úr þessari samkeppni Náms- gagnastofnunar. Myndir Pilkingtons eru lista- vel gerðar, ekki aðeins mikil bókarprýði, held- ur auka gildi bókarinnar mjög. Prentverk vel unnið. Hafið þökk fyrir góða bók, höfundur og myndlistarmaður. Gódca og vandadar bœkur Árni Óla Reykjavík íyni tíma II Tvœr cd Reykjavíkurbókum Áma Óla Skuggsjá Reykjavíkui og Horít á Reykjavík endurútgeínar í einu bindi Saga og sögustadir veröa ríkir aí lííi og írá síðum bókanna geíur sýn til íortídar og íramtíðai - nútímamaðurinn öðlast nýjan skilning á höíuðborg landsins og íorverunum er hana byggðu. Eíni bók- anna er íróðlegt íjölbreytt og skemmti- legt. Fjöldi mynda írá Reykjavik íyrri tíma og aí persónum sem mótuðu og settu svip á bœinn prýða þessa vðnd- uðu útgáíu Pétur Zophoníasson Víkingslœkjarœtt n Þetta er annað bindið í endurútgáíu á hinu mikla œtttrœðiriti Péturs, niðjatali hjónanna Guðríðar Eyjólísdóttui og Bjama HaUdórssonar hreppstjóra á Víkingslœk. í þessu bindi eru niðjar Höskulds, Brands, Eiríks, Loíts og Jóns eldra Bjamasona. Fyrsta bindið kom út 1983, en œtlunin er að bindin verði alls íimm í þessu bindl eins og því íyrsta, em íjölmargar myndii aí þeim sem í bókinni em neíndir. PÉTUR ZOPWONÍASSON VÍKINGS LEKjARÆITII NIOJATAL GUORlDAR EYJÓLFSOÖTTUR OG BMRNAHAU.OORSSONAR HREPPSTJORA A VlKlNOSLÆK Birtan að handan Saga Guörúnar Sigurðardóttui írá Torfuíelli Sverrír Pálsson skrádi Guðnln Sigurðardóttii var landsþekkt- ui miðill og héi er saga hennai sögð og lýst skoðunum hennar og líísvið- horíum Hún helgaði sig þjónustu við aðra til hjálpai og huggunar og not- aði til þess þá hœíileika sem henni vom geínir í svo ríkum mœli skyggni- gáíuna og miðilshaeíileikana. Þetta er bók, sem á erindi til allra Ásgeir Jakobsson Einars saga Guðíinnssonar Þetta er endurútgáía á œvisögu Einars Guðíinnssonar, sem verið heíur óíáanleg í nokkur ár, en hlaut óspart loí er hún kom fyist út 1978. Þetta er baráttusaga Einars Guðfinnssonai frá Bolungaivík og lýsir einstökum dugnaðarmannl sem baiðist við ýmsa erfiðleika og þuríti að yfiistíga maigar hindranir, en gaíst aldiei upp; var gœddui ódrepandi þrautseigju, kjarM og áiœði. Einnig er í bókinni mikill fróðleikur um Bolungarvík og íslenzka sjávarútvegssögu. \s«.l llt • .IVkOllSMIN saaa (ifliÖi SKUGGSJA - BOKABÚÐ OLIVERS STEINS SF.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.