Morgunblaðið - 21.12.1985, Blaðsíða 48

Morgunblaðið - 21.12.1985, Blaðsíða 48
I #'381(8230 .IS HU0AGHA0IJAJ,CH(IAJHWIK)5!0M MORGUNBLAÐIÐ, LAUG ARDAGUR 21. DESEMBER1985 Fjárlagafrumvarpið afgreitt í dag: Útgjöldin hafa aukist um 4,3 milljarða kr. ÞRIÐJA umrHa um fjárlagafrumvarpið fór fram á Alþingi í gær og í dag verða greidd atkvæði um það. Fjölmargar breytingartillögur hafa borist frá meirihluta og minnihlutum fjárveitinganefndar og einstökum þingmönnum og má því búast við að afgreiðslan taki nokkurn tíma. Pálmi Jónsson, formaður fjárveit- inganefndar, fylgdi frumvarpinu úr hlaði við umræðuna í gær og gerði grein fyrir þeim breytingum, sem það hefur tekið í meðförum nefndarinnar frá því annarri umræðu lauk. í ræðu hans kom fram, að verði frumvarpið sam- þykkt á þann hátt sem meirihlut- inn leggur til verða niðurstöðutöl- ur á tekjuhlið þess 37.853,7 millj. kr., en voru þegar frumvarpið var lagt fram 33.539,5 millj. Hækkunin nemur 4,3 milljörðum kr. Pálmi gat þess að miðað við þessa niðurstöðu yrðu skatttekjur ríkisins á næsta ári ekki nema um 28% af vergri þjóðarframleiðslu og er þá miðað við að þjóðarfram- leiðslan verði 136 milljarðar kr. Útgjöld fjárlagafrumvarpsins aukast frá 2. umræðu um 4.361,0 millj. kr. og verða samtals 37.670,7 millj. kr. Tekjuafgangur á rekstr- aryfirliti fjárlaga myndi því verða að tillögum meirihlutans sam- þykktum 183,0 millj. kr. Meginhluti hækkunar á gjalda- bálki fjárlagafrumvarpsins er til kominn vegna hækkunar á verð- lags- og launaforsendum fjárlag- anna. Launaforsendur fjárlaga- frumvarpsins við 3. umræðu eru reiknaðar upp um 12,2%, með ákveðnum undantekningum. Þessi 12,2% hækkun er fundin þannig, að fyrst er reiknuð 4% hækkun launa frá áætlun frumvarpsins til þess sem orðið hefur í raun til ársloka 1985. Síðan er samkvæmt ákvörðun ríkisstjórnarinnar reiknuð 10% hækkun launa frá árslokum 1985 til þess verðlags. sem ákveðið er í frumvarpinu. I þriðja lagi er tekið inn í þetta dæmi lækkun um 2% samkvæmt sparnaðaráætlun ríkissstjórnar- innar, sem kynnt var við 1. umr. fjárlaga. Geir Gunnarsson (Abl.-Rn.) gagn- rýndi að talsvert vantaði upp á að verðlag í frv. væri rétt metið. Hann nefndi að i stað þess að hækka launaliði í frv. um 14,58% í sam- ræmi við forsendur Þjóðhags- stofnunar um gjöld og tekjur væru launaliðirnir í raun hækkaðir um 12,2%. Rekstrargjöld hefðu á sama hátt verið hækkuð frá grunni fjár- lagafrv. um 15,4% í stað 17,5%, eins og forsendur Þjóðhagsstofn- unar um verðlagsþróun á næsta ári segðu. „Hér er samtals um að ræða gat á útgjaldahlið fjárlaga um 250— 300 millj. króna og hefur það ekki verið skýrt með öðru en almennum hugleiðingum um sparnað, en slik fyrirheit við síðustu fjárlagaaf- greiðslur hafa jafnan reynst mark- laus og útgjöldin þvert á móti aukist,“ sagði Geir. I lok ræðu sinnar sagði Geir, að fjárlagaafgreiðslan bæri merki um örvæntingarfulla leit að aðferðum til þess að ná sem næst endum saman á pappírunum, enda þótt um raunverulegan hallarekstur væri að ræða. Fjárlög 1986 Greiðsluyfirlit ríkissjóðs verði breytingatillögur fjárveitinga- nefndar, meirihluta fjárveitinganefndar, samvinnunefndar samgöngumála og þingmanna í menntamálanefnd beggja þing- deilda samþykktar við 3. umræðu. Rekstrarreikningur M.kr. M.kr. Tekjur 37.854,0 Gjöld: Rekstrarliðir 32.811,2 Samneysla 13.867,3 Neyslu- og rekstrartilfærslur 16.268,2 - Sértekjur stofnana -1.131,3 Fjármagnsgjöld, vextir 3.807,0 Jöfnuður 5.042,8 Fjárfesting 4.871,5 Stofnkostnaður 1.857,0 Fjármagnstilfærslur 3.014,5 Tekjurumframgjöld 171,3 Lánahreyfingar Afborganir 2.559,0 Afborgarnir af teknum lánum 4.405,0 Innheimtar afb. af veittum lánum ... -1.846,0 Veittlán 960,0 Til B-hluta ríkissjóðs 960,0 Hluta-ogstofnfjárframlög 100,0 Viðskiptareikningar 1.150,0 Útstreymi umfram innstreymi 1,150,0 Lánsfjárþörf A-hluta ríkissjóðs 4.597,7 Lántökur 4.650,0 Innlendútgáfaverðbréfa 2.100,0 Erlend lántaka ríkissjóðs 2.550,0 Greiðslujöfnuður, sjóðsbreyting 52,3 Skák og mát ÞEIR tveir sem hér sjást að tafli í kringlu þinghússins eru Garðar Sigurðsson og Albert Guðmundsson, sem mjög komu við sögu í uppákomum þingmanna í tengslum við samskipti Útvegsbanka og Hafskips hf. Það er stundum talað um refskák í heimi stjórnmálanna. Sé hún fyrir hendi er hún leikin í þingsölunum. í kringlunni er það hin hefðbundna skák sem stjórnmálamenn hverfa til í hvíld frá erli þingsins. En það er engu að síður harkan sex, skák og mát, í kringlunni en þingsalnum. Kvótafrumvarpið að lögum KVÓTAFRUMVARPIÐ varð að lög um í fyrrakvöld er efri deild al- þingis samþykkti það með áorðnum breytingum með 11 atkvæðum gegn 7 að viðhöfðu nafnakalli. Allir stjórnarliðar í þingdeild- inni, að Eyjólfi Konráð Jónssyni (S.-Nv.) og Þorvaldi Garðari Kristj- ánssyni (S.-Vf.) undanskildum, greiddu atkvæði með frumvarpinu. Þorvaldur greiddi atkvæði á móti, en Eyjólfur Konráð sat hjá. Lýsti hann því yfir að hann hefði heitið samflokksmönnum sínum að taka ekki þátt i alkvæðagreiðslunni, en enginn ætti samt að vera i vafa um andstöðu hans við frumvarpið. Kvaðst hann heita því að berjast gegn því er það kæmi næs^ á dagskrá þingsins. Allir þingmenn stjórnarand- stöðu greiddu atkvæði gegn frum- varpinu, nema Helgi Seljan (Abl.- Al.) , sem var með frumvarpinu, og Sigríður Dúna Kristmunds- dóttir, sem var fjarverandi. Hún hafði hins vegar greitt atkvæði með því þegar það var afgreitt til þriðju umræðu. Nýtt hús — ný lög Það er við hæfi að birta mynd af nýju Seðlabankahúsi með frásögn af nýju frumvarpi að nýjum Seðlabankalögum. Frumvarp að nýjum Seðlabankalögum: Hluti hagnaðar renni í ríkissjóð Ráðningartími bankastjóra sex ár FRAM hefur verið lagt stjórnarfrumvarp til laga um Seðlabanka fslands í tíu köflum og fjörutíu og þremur greinum. Frumvarpið er byggt á tillögum bankamálanefndar, sem skipuð var 1981, og umsögnum fagaðila um þær. Hlutverk Seðlabanka er m.a. sagt að annast seðlaútgáfu, láta slá og gefa út mynt, vinna að því að peningamagn í umferð og framboð lánsfjár sé hæfi- legt, að varðveita og efla gjaldeyrisvarasjóð er nægi til að tryggja frjáls viðskipti við útlönd og fjárhagslegt öryggi þjóðarinnar út á við, að kaupa og selja erlendan gjaldeyri, fara með gengismál og hafa umsjón og eftirlit með gjaldeyrisviðskiptum, að vera ríkisstjórn til ráðuneytis um gjaldeyris- og peningamál, að annast bankaviðskipti ríkissjóðs, að vera banki inniáns- stofnana, hafa eftirlit með bankastarfsemi og stuðla að heilbrigðum verð- bréfa- og peningaviðskiptum, að gera sem fullkomnastar skýrslur um áætl- anir um allt sem varðar hlutverk bankans og annast önnur verkefni, sem samrýmanleg eru tilgangi bankans sem seðlabanka. Hér á eftir verður getið helztu vexti verði lagt fram á Alþingi breytinga og nýmæla frumvarps- ins frá gildandi lögum: • 1) Rekstur Seðlabanka verður í auknum mæli bundinn hefð- bundnum seðlabankaverkefnum. Sú aðalregla er sett að innláns- stofnanir og ríkið verði einu við- skiptaaðilar bankans, en ráðherra getur með reglugerð kveðið svo á að aðrar peningastofnanir en inn- lánsstofnanir skuli eiga viðskipti við hann. Mun þá einkum átt við tilvik af því tagi að geyma þurfi erlent lánsfé með þeim hætti að það yrði notaö til tímabundinnar lánafærslu eða þar sem réttmætri lánsfjárþörf tiltekinna peninga- stofnana yrði ekki mætt nema með lánum úr Seðlabanka. • 2) Ákvæðum gildandi laga um bindiskyldu innlánsstofnana er breytt verulega, m.a. með hliðsjón af þeim breytingum sem orðið hafa á endurkaupum Seðlabank- ans á afurðalánum viðskipta- banka. Gert er ráð fyrir að þessu stjórntæki, bindiskyldu, sé einkum beitt þegar sérstaklega stendur á, til þess að stuöla að jafnvægi á peningamarkaði. • 3) Gert er ráð fyrir að Seðla- banki geti sett innlánsstofnunum reglur um lágmark og meðaltal lauss fjár sem þeim beri ætíð að hafa yfir að ráða. • 4) Lagt er til að almenn heim- ild Seðlabanka til að ákveða inn- láns- og útlánsvexti verði felld niður. Meginreglan verður að inn- lánsstofnanir ákveði þessa vexti sjálfar. Varnagli er sleginn, þess- efnis, að Seðiabanki geti við til- teknar aðstæður bundið ákvarðan- ir viðskiptabanka í þessu efni takmörkunum. Gert er ráð fyrir að sérstakt frumvarp um dráttar- „innan tíðar". • 5) Reglur um endurgreiðslur ríkissjóðs á lánum úr bankanum eru hertar. • 6) Felldur er niður umsagnar- réttur Seðlabanka varðandi stofn- un útibúa og verzlun með erlendan gjaldeyri. • 7) Mun ítarlegri reglur eru settar um starfsemi bankaeftir- litsins. Meðal annars er eftirlitinu falið að fylgjast með að útlán og aðrar skuldbindingar við innláns- stofnun séu í samræmi við áhættu, sem í viðskiptum felst, með hlið- sjón af greiðslutryggingum, fjár- hagslegum styrkleika innláns- stofnunar og eigin fé stofnunar- innar. Bankaeftirlitið á að geta beitt fleiri úrræðum en verið hefur gangnvart innlánsstofnunum. Meðal annars er lagt til að eftirlit- ið geti skipað eftirlitsmann með innlánsstofnunum sem ekki hefur sinnt kröfum eða athugasemdum bankaeftirlitsins um úrbætur. • 8) Heimild bankastjóra og aðstoðarbankastjóra Seðlabank- ans til að sitja í stjórn annarra stofnana og atvinnufyrirtækja eða taka þátt í atvinnurekstri að öðru leyti er þrengd. Verði frumvarpið að lögum má ekki eftir gildistöku þess ráða bankastjóra til lengri tíma en sex ára í senn. • 9) Loks er það nýmæli að hluti hagnaðar bankans rennur í ríkis- sjóð: „Árlega skal helmingur af meðalhagnaði næstliöinna þriggja ára, að frádregnu framlagi í Arðs- sjóð, skv. 2. mgr., greiddur í ríkis- sjóð. Skal við þann útreiking end- urmeta hagnað fyrri áranna til verðlags hins þriðja. Greiðsla skal fara fram hinn 1. júní ár hvert.“ Hlé á þingstörfum HLÉ VERÐIJR gert á störfum herra kemur þing síðan saman að Alþingis síðdegis í dag, þegar lok- nýju eftir jólaleyfi ekki síðar en ið er afgreiðslu fjárlagafrumvarps- 27. janúarnk. ins 1986. Að tillögu forsætisráð-
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.