Morgunblaðið - 21.12.1985, Blaðsíða 37

Morgunblaðið - 21.12.1985, Blaðsíða 37
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 21. DESEMBER1985 inganefndarmenn, að þegar harðn- ar í ári í þjóðarbúskapnum og fyrir framleiðsluatvinnuvegunum og þjóðarframleiðslan hefur dregist saman eins og gerst hefur síðan 1981 þá verður ekki endalaust bætt lífsgæðapinklum um borð í skipið og þá stöndum við frammi fyrir þeirri nöpru spurningu, hvort ekki sé komið að því að við eigum ekki annars úrskosta en að ryðja einhverju af farminum fyrir borð. Hér væri ekki síður ástæða til að drepa á fleiri þætti hins félags- lega kerfis og hvernig þeir hafa þróast á síðustu árum en þá tvo sem nefndir hafa verið. Þar mætti til að mynda nefna til sögu ýmsa þætti heilbrigðismála, ekki síst á sviði sjúkratrygginga og þó eink- um lyfjakostnað og jafnvel læknis- hjálp. í þessum greinum eru býsna háar tölur á kreiki. Ég mun þó ekki gera þau mál að umtalsefni fyrr en e.t.v. við 3. umr. eftir að málefni Tryggingastofnunar ríkis- ins og ríkisspítala hafa verið tekin til afgreiðslu í fjárveitinganefnd. Meginatriði þessa máls míns er að vekja á því athygli, líkt og fyrrverandi formaður fjárveit- inganefndar gerði fyrir 4 árum, að við getum ekki í sífellu haldið áfram að auka þetta þjónustukerfi ríkisins án þess að á bak við það standi vaxandi þjóðartekjur eða stóraukinn sparnaður í einhverj- um greinum öðrum. En þegar harðnað hefur í ári eins og nú hefur gerst með áföllum í þjóðar- búskapnum og stórfelldum þreng- ingum í ríkisbúskapnum þá er það víst að við verðum að staldra við og hugsa okkar ráð. Á hvern máta getum við hindrað áframhaldandi hraðfara vöxt þessa þjónustukerf- is og á hvern hátt getum við sparað í einstökum greinum þess. Þetta tel ég, ásamt öðru, að hljóti að verða viðfangsefni okkar að móta till. um á næsta ári. Samdráttur útgjalda Ríkisfjármálin eru margslungin. Þar er mörg matarholan og þar þarf í sífellu að beita aðhaldi og festu við stjórnun. Ég hef hér lýst áhyggjum mínum með útþenslu hins félagslega kerfis á vegum ríkisins. Ef við viljum vernda þetta kerfi, vöxt þess og viðgang með líkum hætti og gerst hefur á síð- ustu árum, þá verðum við að gera okkur grein fyrir því að eitthvað annað verður að þoka í útgjöldum ríkisins og það er einmitt það sem gerst hefur síðustu árin. Við höfum nú dregið saman útgjöld ríkisins til flestra greina verklegra fram- kvæmda svo mjög, að þar verður ekki lengra gengið. Það er skoðun mín að við getum ekki gengið til fjárlagaafgreiðslu að ári liðnu undir sambærilegum kringum- stæðum hvað þessa málaflokka snertir, eins og við höfum neyðst til að gera nú. Það getur ekki gengið ár eftir ár. Við höfum einnig dregið saman fjárveitingar til flestra greina atvinnuvega, einkum þó orkumála, sem eðlilegt má telja með tilliti til þess orkuforða sem nú er í orkukerfi landsmanna. Við höfum þó aukið verulega fjárveitingar til einnar greinar atvinnulífsins sem er sjávarútvegurinn. í fjárlögum fyrir þetta ár var tekin upp svo- kölluð endurgreiðsla á söluskatti í sjávarútvegi, sem í frumvarpi til fjárlaga fyrir næsta ár er 600 millj. kr. Það hefur dregið verulega úr framlögum ríkisins til niður- greiðslna bæði á vöruverði og hús- hitunarkostnaði. í ágústmánuði 1982 höfðu niðurgreiðslur á vöru- verði áhrif á framfærsluvísitöluna til lækkunar um 8,54 stig. En í -««'11». V^terkurog k3 hagkvæmur auglýsingamióill! ágústmánuði síðastl. var þetta hlutfall komið niður í 0,98 stig. Allar þær aðgerðir til samdrátt- ar í útgjöldum ríkisins sem hæstv. fjármálaráðherra, bæði núverandi og fyrrverandi, ásamt hæstvirtri ríkisstjórn og stjórnarflokkum hafa gripið til, hafa verið nauðsyn- legar. Kröpp staða ríkisfjármála gerir það óhjákvæmilegt að taka fast á málum og þess vegna er nú gripið til ýmissa þeirra óþægilegu úrræða sem kynnt hafa verið á síðustu vikum. Einnig þess vegna höfum við haldið svo fast á málum í fjárveitinganefnd sem raun ber vitni um. En ég tel enga ástæðu til að leyna þeirri skoðun minni að þrátt fyrir mikla vinnu við undirbúning þessa fjárlagafrumvarps og vænt- anlega afgreiðslu þess hér á háttv. Alþingi þá höfum við enn ekki höndlað framtíðarlausn þessara mála. Að slíkum breytingum hefur margt verið vel unnið, bæði af hálfu fyrrverandi og núverandi hæstv. fjármálaráðherra, en það hefur einfaldlega þurft meira tóm til þess að ná þeim málum í höfn en svo, að það væri mögulegt við afgreiðslu þessara fjárlaga. Þær breytingar munu taka hvort tveggja til tekjuöflunarkerfis rík- isins og gjaldahliðar ríkisfjármál- anna. Hæstv. fjármálaráðherra lýsti við 1. umr. þessa máls nauð- syn þess að gerbreyta tekjöflunar- kerfi ríksins. Ég er honum sam- mála um knýjandi nauðsyn slíkra breytinga. Ég tel ekki tilefni til þess að ég ræði þessi mál mikið frekar nú, aðeins leggja áherslu á það sem fyrr hefur komið fram í máli mínu, að ef okkur tekst ekki að draga úr umfangi ríkisumsvifanna, minnka eða a.m.k. hægja verulega á út- þenslu þjónustukerfisins þá verður engin framtíðarlausn fundin, hvort sem okkur líkar betur eða verr, nema því aðeins að til komi stóraukin skattheimta eða nýjar og stórfelldar tekjur í þjóðarbúið. 37 Þaðfœst margt skemmtilegt í Álafossbúðinni, t.d. stílhrein matar- og kaffistell úr hvítu postulíni frá hinum þekkta framleiðanda Knberg. Þarna erauk þess að finna listilega hönnuð vínglös, hnífapörog ýmsa skrautmuni. /Mossbúöin VESTURGÖTU 2. SÍMI 13404 GIAFAVORUR I Húsatóftaætt Gunnhildargerðisætt Ölfusingar 1703-1980 Umsögn Sigurjóns Björnssonar um Húsatóftaætt í Mbl.: . .Niðjatalþettaerþannighið vandaðasta að allri gerð. Brot er þægilega stórt, pappír góður og fallegt band. Það er óefað eitt hið glæsilegasta rit sinnar tegundar sem hér hefur sést.“ Umsögn Jóns Þ. Þór um Húsatóftaætt í NT „Brot bókarinnar er handhægt, hún er vel unnin og höfundi og útgefanda til sóma að öllu leyti.“ Sögusteinn - bókaforlag, Týsgötu 8, sími 28179 I
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.