Morgunblaðið - 21.12.1985, Side 69

Morgunblaðið - 21.12.1985, Side 69
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 21. DESEMBER1985 Pólitísk hugtök iiðinna áratuga hafa breyst, íhaldssöm þjóðernis- stefna er illa séð af þeim öflum sem vilja efla opið hagkerfi, en talsmenn þess kerfis voru fyrrum nefndir íhaldsmenn. Þessar breyt- ingar eru alls ekki bundnar við Þýskaland, þær eiga sér stað um alla Evrópu. „Efnahagsundriö“ Höfundurinn rekur lauslega þróun efnahagsmála í Þýskalandi frá lokum síðari heimsstyrjaldar, talar um „efnahagsundrið", aftur- kippinn eftir olíuverðshækkun o.fl. o.fl. Atvinnuleysið er nú vanda- mál, sem herjar Þýskaland og önnur ríki, þar. sem iðnaður er aðal uppistaða atvinnu. Þótt reynt sé að hamla gegn því t.d. með styttri vinnutíma og starfsskipt- ingu, þá á aukin framleiðni og mettun markaðar sök á þeirri kreppu. Tryggingakerfi Þjóðverja á sér langa sögu. Bismark varð fyrstur til þess að koma á ríkis- reknu tryggingakerfi sem tryggði hag sjúklinga og þeirra atvinnu- lausu. Skilningur þýskra kapítal- ista á því að sæmileg iaun verka- fólks yki arðinn er ekki nýr af nálinni og átti ekki lítinn þátt í „efnahagsundrinu", á sínum tíma. Þær stofnanir sem stuðluðu best að því jafnvægi sem hefur ein- kennt þýskt hagkerfi undanfarna áratugi, eru bankarnir. Þjóðverjar hafa átt skynsama forystumenn í fjármálum og bankarekstri. „De- utsche Bank“ hefur löngum verið áhrifamestur og svo voldugur, að sumir hafa álitið að hann væri einhverskonar ríkisbanki, en svo er ekki. Skynsamlegur rekstur þýskra lánastofnana byggist á því að þær hafa forðast alla ævintýra- mennsku og látið vera að ánetjast „engilsaxneskum" hagkenningum. Höfundur fjallar um vísinn að endurmati á sögu Þýskalands á 20. öld og þær hættur sem steðja að í þýskum stjórnmálum, m.a. ný- nasista. Hann spyr hvort þýskum stjórnmálamönnum takist að halda því jafnvægi sem hann telur að forði þjóðinni frá að fylgja einhverjum pípuleikaranum út í foraðið. Laqueur fjallar um fjölmörg önnur efni en þau sem um er getið í þessari umsögn og rekur ná- kvæmlega þær breytingar sem hafa orðið í þýsku stjórnmálalífi frá stríðslokum svo og stöðu Þýskalands milli austur- og vest- urblokkanna, friðarbaráttuna og baráttu umhverfismanna, sem er hvað ákveðnust í Þýskalandi, vegna þeirra augljósu afleiðinga sem iðnaðarmengun hefur á allt lífríki, ekki síst á skógana. Þetta er efnismikil bók og hófsamleg í ályktunum. Blönduós: MorKU„b“ð,ð/J6T’s,g- Kveikt á jólatrénu Fjöldi fólks var samankominn í fallegu vetrarveðri þegar kveikt var á jólatré á kaupfélagsplaninu á Blönduósi. Jólatréð er gjöf frá Moss í Noregi, en það er vinabær Blönduóss. Árni Sigurðsson formaður Norræna félagsins afhenti Hilmari Kristjánssyni oddvita tréð. Fyrirlestur um við- horf í alþjóðamálum „OPIÐ HÚS“ verður í húsakynnum MÍR, Menningartengsla íslands og Káðstjórnarríkjanna, að Vatnsstíg 10, laugardaginn 28. desember 1985 og hefst kl. 16. Sérstakur gestur MÍR og fyrirlesari að þessu sinni verður sendiherra Sovétríkjanna á íslandi, Évgení A. Kosarév. Ræðir hann viðhorfin í alþjóða- málum nú nokkrum vikum eftir fund þeirra Gorbatsjovs leiðtoga sovéska kommúnistaflokksins og Reagans Bandaríkjaforseta. Er- indi sendiherrans verður túlkað á íslensku. Þá verður sýnd kvikmynd með ensku skýringatali um Síberíu, einkum Vestur-Síberíu, náttúru og landkosti þar, atvinnulíf og þjóð- menningu. Eins og jafnan áður á opnum húsum MÍR siðasta laugar- dag í mánuði verða kaffiveitingar á boðstólum 28. desember. (Fréttatilkynning.) HVADNU? Víðtæk úttekt á því, hvort, og þá hvernig, íslenskum konum hefur miöað í átt til jafnréttis undir merki kvennaárs og áratugar. 14 sérfróðar konur skrifa hver sinn kaflann um lagalega stöðu kvenna. menntun. atvinnu- og launamál, félagslega stöðu, konur í forystustörfum, heilbrigði kvenna og heilsufar, listsköpun, sögu og kvennahreyfingar á tímabilinu. Óvenjulegt rit þrýtt fjölda listaverka eftir íslenskar myndlistarkonur. Hagnaður af útgáfunni fer til kaupa á færanlegu leitartæki brjóstkrabbameins, m.a. til notkunar á landsbyggðinni. ■J! • ‘ V'vsÍSV 1 N % /■ mm- ><■» T ,17: J*>*VV*- ’85 NEFNDIN KENWOOD BESTA ELDHÚSHJÁLPIN THORN HEIMILIS OG RAFTÆKJADEILD I TRAUST MERKI MEÐ ÁRATUGA REYNSLU Á ÍSLANDI Fullkomin varahluta- og viögerðaþjónusta HF LAUGAVEGI 170- 172 SIMAR 11687 • 21240 PRlSMA

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.