Morgunblaðið - 21.12.1985, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 21.12.1985, Blaðsíða 4
4 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 21. DESEMBER1985 Athugasemd frá Ragnari Kjartanssyni MORGUNBLAÐINU hefur borizt eftirfarandi athugasemd frá Ragnari Kjartanssyni, stjórnarformanni Haf- skips hf.: Hr. ritstjóri. í fréttaskýringu í Morgunblað- inu 19. des. sl. um Hafskipsmálið er látið að því ligRja, að ekki hafi verið samstaða í stjórn félagsins um sl. áramót um hlutafjárútboð félagsins og þær leiðir, sem farnar voru og að undirritaður hafi orðið undir í átökum um þessi efni. Engin átök áttu sér stað í stjórn félagsins og full samstaða var um aðgerðir eins og stjórnarfundar- gerðir gera staðfest. Þá er kenning um flokkadrætti og nafnabirtingar í því sambandi einnig röng og þar getið manna, sem lögðu sig mjög drengiiega fram að leysa úr vandamálum fé- lagsins og eiga slíkt síst skilið. Orðalag um, að undirritaður hafi öðrum fremur gert sér grein fyrir rekstrarerfiðleikum ársins 1984, fæst ekki staðist. Þessi mál voru til mjög ítarlegr- ar umfjöllunar í stjórn félagsins er leið á vetur, og var þá m.a. skipuð sérstök stjórnarnefnd til að vinna á milli stjórnarfunda að viðnámstillögum. í þessari nefnd voru auk undir- ritaðs Ólafuv B. Ólafsson, varafor- maður, Sveinn R. Eyjólfsson, rit- ari, Davíð Sch. Thorsteinsson og Hilmar Fenger auk forstjóra, Björgólfs Guðmundssonar — þar fór fram mjög ítarleg umræða, en ekki verður minnst neins málefna- legs ágreinings um rekstrarerfið- leika félagsins og nauðsyn við- námsaðgerða sbr. hlutafjárútboðs o.fl., ef félagið ætti að halda áfram starfsemi sinni. 1 stjórnarnefnd- inni var ennfremur ekki ágreining- ur um þær könnunarviðræður, er þá fóru fram við Hf. Eimskipafé- lagíslands. Með þökk fyrir birtinguna. Ragnar Kjartansson Viðræðumar við Rio Tinto Zink Metals: Sameiginleg yfír- lýsing á mánudag EM í skák: Davíð tapaði DAVÍÐ Ólafsson tapaði fyrir Skot- anum Mark Burgess í þriðju umferð Kvrópumeistaramóts unglinga í skák. Davíð gafst upp eftir 52 leiki og hefur hlotið einn vinning að loknum þremur umferðum. Efstur er Sovétmaðurinn Khalifmann, sem sigraði Piket frá Hollandi í æsi spennandi skák í gær. Sovétmaður- inn hefur 3 vinninga, en í kjölfarið fylgja nokkrir skákmenn með 2'í vinning. Bifreið valt á Keflavíkurvegi ÞRÍR menn voru fluttir í slysa- deild eftir að bifreið þeirra valt á Keflavíkurvegi til móts við Sæ- dýrasafnið um hálftvö aðfaranótt föstudagsins. Þeir voru á leið til Reykjavíkur frá Keflavík. Tveir þeirra voru ennþá í Borgarspítal- anum í gær, en meiðsl þeirra ekki talin alvarleg. Þykir mikil mildi að ekki hafi hlotist stórslys þegar bifreið þarra flaug fram af hárrj vegarbrúninni og gjöreyðilagðist. Grunur leikur á, að ökumaður hau verið undir áhrifum áfengis. SAMEIGINLEG yfirlýsing um við- ræður Rio Tinto Zink Metals og íslenska ríkisins um hugsanlega byggingu kísilmálmverksmiðju á Reyðarfirði verður gefin út í Lon- don og Keykjavík á mánudagsmorg- uninn. Undirbúningsfundur Ken Sangsters, tæknilegs fram- kvæmdastjóra breska stórfyrir- tækisins, og íslensku viðræðu- nefndarinnar, var haldinn í Reykjavík í gær. Sangster heldur til síns heima á ný árdegis í dag. Ekkert verður látið uppi um við- ræðurnar fyrr en á mánudag, að sögn Geirs Gunnlaugssonar, fram- kvæmdastjóra Kísilmálmvinnsl- unnar hf. í íslensku samninganefndinni eiga sæti Birgir ísleifur Gunnars- son alþingismaður, sem er formað- ur nefndarinnar, Guðmundur G. Þórarinsson verkfræðingur, Geir H. Haarde aðstoðarmaður fjár- málaráðherra og Axel Gíslason aðstoðarforstjóri SÍS. Auk þeirra tóku þátt í fundinum í gær þeir Halldór J. Kristjánsson lögfræð- ingur í iðnaðarráðuneytinu, Magn- ús Magnússon framkvæmdastjóri Sjóefnavinnslunnar hf. og Geir Gunnlaugsson. 200 ára afmælíð: Lýsandi öndvegissúl- ur við borgarmörkin © INNLENT Á NÝÁRSDAG kveikir Davíð Oddsson, borgarstjóri, á sex önd- vegissúlum við borgarmörk Reykjavíkur. Er það til marks um upphaf 200 ára afmælisárs höfuð- borgarinnar, sem haldið verður hátíðlegt með ýmsu móti á árinu 1986. Hafist hefur verið handa við að reisa 6 níu metra háar öndveg- issúlur við landamörk Reykja- víkur við Korpúlfsstaði, nálægt Geithálsi og á Hafnarfjarðarvegi við mörkin gagnvart Kópavogi. Þetta eru Ijóssúlur, sem veg- farendur á leið til höfuðborgar- innar fara á milli á þjóðvegum til Reykjavíkur. Vinnumiðlun Hafskips: 30 komnir í fasta vinnu ÞRJÁTÍU starfsmenn Hafskips hafa nú fengið fasta vinnu hjá öðrum fyrir- tækjum fyrir milligöngu vinnumiðlun- ar þrotabús Hafskips og starfs- mannafélagsins. Einnig hafa 10—15 fengið loforð um vinnu í janúar og febrúar. Jón Hákon Magnússon, sem veitir vinnumiðluninni forstöðu, sagði að vinnumiðlunin hefði gengið framar vonum miðað við þennan tíma árs. Bjóst hann við að meiri skriður komist á ráðningar upp úr áramót- um, m.a. þegar línur varðandi sölu á eignum þrótabúsins skýrðust bet- Portúgal, Bandaríkin og Bretland með hagstæðustu viðskiptalöndunum Friðarljós á jólum Ávarp biskups „Frið læt ég yður eftir, minn frið gef ég yður,“ (Jóh. 14:27) — segir Jesús við lærisveina sína. — Friður Jesú er jóla- gjöf til mannanna. Á að- fangadagskvöld verður sem fyrr stefnt að því að samstilla hugi og hjörtu allra með tendrun friðarljóssins kl. 21, og að birta þess ljóss minni á bæn til Guðs um frið á jörð, — er nágrannar á hverjum stað sameinast um Ijósið ásamt óskinni um gleðileg jól. Pétur Sigurgeirsson Vöruskiptajöfnuður íslands fyrstu tíu mánuði ársins var óhagstæður um tæplega 3.600 milljónir króna og er þá miðað við útflutning á fob- verði og innflutning á cif-verði. Ef miðað er við fob-verð í báðum til- fellum, þ.e. flutningskostnaður er ekki reiknaður, með þá er viðskipta hallinn 447 milljónir króna. Við- skiptin við Bandaríkin eru íslend- ingum hagstæðusL en þangað voru fluttar út vörur fyrir 7.685 milljónir króna, en íslendingar keyptu bandarískar vörur fyrir 1.862 millj- ón króna. Útfluttar vörúr til Bahdaríkj- anna námu 28,3% af heildarút- flutningi janúar til október á þessu ári. Innflutningur bandarískra vara var hins vegar um 6%. Það voru fyrst og fremst sjávarafurðir sem Bandaríkjamenn keyptu og var verðmæti þeirra rúmlega 7.000 milljónir króna eða tæplega 35% af útfluttum sjávarafurðum. Þá keyptu þeir iðnaðarvörur fyrir 569 milljónir króna, landbúnaðarvörur fyrir 48 milljónir króna og aðrar vörur fyrir 7,5 milljónir króna. Annað hagstætt viðskiptaland Íslendinga fyrstu tiu mánuði árs- ins var Portúgal, en þau viðskipti voru hagstæð um 1.047 milljónir króna. Portúgalar keyptu vörur af íslendingum fyrir 1.865 milljónir króna, en innflutningur þeirra til fslands nam 818 milljónum króna. Það voru fyrst og fremst sjávaraf- urðir, einkum óverkaður saltfiskur sem Portúgalar keyptu. Utflutn- ingur til Portúgals var um 6,9% af heildarútflutningi. Viðskiptin við Bretland voru líkt og við áðurgreind lönd hagstæð. Útflutningur nam 4.821 milljónum króna, en breskar vörur voru flutt- ar inn til íslands fyrir rúmlega 3.000 milljónir króna. Viðskiptin voru íslendingum þvi hagstæð um 1.787 milljónir króna. Bretar keyptu sjávarafurðir fyrir 3.989 milljónir króna, landbúnaðarvörur fyrir 48 milljónir, iðnaðarvörur fyrir 753 milljónir og aðrar vörur fyrir rúmlega 30 milljónir króna. Utflutningur til Bretlands nam 17,7% af heildarútflutningi. Vestur-Þýskaland reyndist ís- lendingum óhagstætt viðskipta- land fyrstu tíu mánuði ársins um 1.938 milljónir króna. Vestur- Þjóðverjar keyptu íslenskar vörur fyrir 2.118 milljónir króna, en af þeim keyptu fslendingar vörur að verðmæti rúmlega 4.000 milljónir króna. Útfluttar sjávarafurðir námu 980 milljónum króna, iðnað- arvörur 1.059 milljónum króna og landbúnaðarvörur 46 milljónum króna. Útfluttar vörur til Vestur- Þýskalands voru 7,8% af heildar- útflutningi. Bifreiðir teknar með kranabfl LÖGREGLAN í Reykjavík hefur undanfarna daga gripið til þess ráðs, að láta fjarlægja bfla sem lagt hefur verið ólöglega í miðbæ Reykjavíkur og þannig hindrað eðlilega umferð. Eigendur hafa síðan orðið að sætta sig við sækja bfla sína til lögreglunnar gegn greiðslu kostnaðar. Brýnt er að í jólaösinni leggi menn bifreiðum i samræmi við lög og stuðli þannig að því að jólaumferðin gangi hnökralaust fyrir sig. MorgunbUðið/Bjarni
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.