Morgunblaðið - 21.12.1985, Blaðsíða 22

Morgunblaðið - 21.12.1985, Blaðsíða 22
22 MORGUNÐLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 21. DESEMBER1985 íslendingar virkir í hjálparstarfínu Höfum skyldur við Afgani sem hafa verið sviptir frelsi Rætt við Guðmund Einarsson framkvæmdastjóra Hjálparstofnunar kirkjunnar Það hefur tæpaat farið fram hjá nokkrum manni að Hjálparstofnun kirkjunnar stendur þessa daga fyrir söfnun meðal landsmanna, þar sem þeir eru hvattir til að leggja af mörkum til styrktar afgönskum flóttamönnum annars vegar og sveltandi börnum f Eþíópíu hins vegar. Jólasafnanir Hjáiparstofnun- arinnar undir heitinu „Brauð handa hungruðum heimi“, hafa öðlast viss- an sess í hugum fólks og hjá mörg- um manninum hefur það nánast fylgt sjálfu jólahaldinu, að láta af hendi rakna í söfnun Hjálparstofn- unar kirkjunnar til handa fólki víðs vegar um heim, sem á um sárt að binda. Guðmundur Einarsson er fram- kvæmdastjóri Hjálparstofnunar kirkjunnar hér á landi. Morgun- blaðið leitaði til Guðmundar og bað hann gera grein fyrir starf- semi stofnunarinnar og þeim helstu verkefnum, sem í gangi væru á hennar vegum. En fyrst var Guðmundur Ein- arsson spurður um upphaf þessar- ar hjálparstarfsemi á hendi kirkj- unnar. Hann sagði: „Ég hef alltaf svaraði þessari spurningu þannig, að Hjálparstofnun kirkjunnar hafi í raun alltaf verið til. Ekki með stofnunarheitinu, heldur er það svo að frá því að kristnir menn fóru að boði Krists um að liðsinna náunga sínum, þá hófst hjálpar- starf kirkjunnar. Kristur sagði að það sem við gerðum okkar minnstu bræðrum það gerðum við honum. Og kristnir menn hafa haft þessa skyldu alveg frá fyrstu tíð og þannig er formleg stofnun Hjálp- arstofnunar kirkjunnar árið 1969 aðeins samhæfing þessa hjálpar- starf. Þá er þetta verkefni fært til nútímalegri hátta; aukið er skipu- lag þeirrar þjónustu sem kristnir menn telja sér skylt að veita ná- unganum í neyð, náunganum sem er hjálparþurfi." — Er þessi aðstoð landamæra- laus? „Já, við virðum ekki landamæri í þeim skilningi, að þau setji okkur skorður, ef við vitum af fólki sem þjáist. Það er grundvallarregla, að við spyrjum ekki fólk um litarhátt, trú þess eða pólitískar skoðanir. Ef fólk þjáist þá er það kall um hjálp — ákall til okkar sem getum hjálpað. Og það er skilyrðislaus skylda okkar að fara til aðstoðar." — Nú er það hin kristna kirkja sem stendur að baki starfsemi Hjálparstofnunar kirkjunnar. Það hefur aldrei verið neinn þröskuld- ur í ykkar hjálparstarfi, þótt það fólk sem þjáist sé annarrar trúar? „Nei, alls ekki. Það er einn af hornsteinum kristinnar trúar, að allir menn eru jafnir frammi fyrir Guði. Þess vegna er það í anda kristinnar trúar að sinna með- bræðrum, áður en spurt er hverrar trúar þeir séu.“ Verkefnin fjölmörg og af ýmsum toga — Hvar hafið þið borið niður í hjálparstarfinu á þessum sextán árum sem liðin eru frá stofnun Hjálparstofnunar kirkjunnar? „Það er langur listi. Það sem ber ef til vill hæst I minningunni núna, er frá Eþiópíuþurrkunum frá 1974, Kambódía og hörmungarnar þar, verkefni í Súdan svo fáeinir staðir af fjölmörgum séu nefndir, þar sem íslenska Hjálparstofnunin hefur látið til sín taka í hjálpar- starfi. En ekki aðeins höfum við komið á vettvang eftir að hörm- ungarnar hafa dunið yfir heldur höfum við einnig verið þátttakend- ur í ýmsum fyrirbyggjandi aðgerð- um á borð við vatnsboranir, vega- uppbyggingu, heilsugæslu, skóla- byggingar og svo framvegis. Við erum aðilar að 11 verkefnum af þessum toga víða um heim. Og við erum að tala um Afríku, Asíu og Suður-Ameríku þegar litið er til þeirra landsvæða í heimin- um, þar sem Hjálparstofnunin hefur lagt hönd á plóginn. Hérna heima höfum við einnig tekið til höndum. Má í því sam- bandi minna á aðstoð við upp- byggingu heimilis fyrir vangefna, við byggingu sundlaugar Sjálfs- bjargar, við radíóvæðingu björg- unarsveita landsins, svo eitthvað sé nefnt. Þá vil ég ekki gleyma síðasta verkefni okkar, átak fyrir aldraða, sem skilaði mörgum milljónum fyrir aðeins einum og hálfum mánuði. ónefnd er einnig aðstoð við hundruð einstaklinga hér á landi, sem af einhverjum ástæðum standa illa og fá óvíða aðstoð, m.a. vegna gats í kerfinu eins og það er nefnt. Við höfum hins vegar kosið að fara ekki hátt með þessa hjálp til einstaklinga hér heima, einfaldlega til þess að fólk sé ekki sagt opinberlega á sveitina, þegar það nýtur aðstoðar Hjálparstofn- unarinnar. Á hinn bóginn er mér engin launung á því að okkur sárn- ar oft starfsmönnum hér, þegar við heyrum að okkur beri að líta okkur nær í hjálparstarfinu. Við teljum að Hjálparstofnunin hafi reynt að gegna því hlutverki, þó í kyrrþey sé. — Hvað ræður vali verkefna hverju sinni? Nú eru verkefni nær óþrjótandi; neyðina er víða að finna í heiminum. „Við erum aðilar að Lútherska heimssambandinu og Aikirkju- ráðinu og hjálparstofnunum þess. Á þessum vettvangi er unnið geysi- lega umfangsmikið starf í sam- bandi við þróunarhjálpina. M.a. er rannsóknarstarfsemi þessara stofnana mjög ítarleg og á grund- velli þeirra athugana eru unnar tillögur, sem eru sendar öllum aðildarsamböndum. Þetta eru þykkar bækur fyrir hvert ár, þar sem fjallað er um vandamál við- komandi þjóða á mjög ítarlegan hátt. Ennfremur eru lagðar fram óskir um þátttöku einstakra stofn- ana í ákveðnum verkefnum. Við hér uppi á íslandi njótum þess ef til vill, að vera það smá, að við getum valið okkur verkefni, þar sem við getum áður fullvissað okkur um að við komum hjálpinni til skila og að árangur af okkar tilleggi verði áþreifanlegur og sjá- anlegur. Þetta eru kannski forrétt- indi, því það kemur þá í hlut annarra að vinna á svæðum, sem eru óöruggari og fá þar af leiðandi oft ómaklega gagnrýni um að illa hafi til tekist. En í stórum dráttum höfum við tekið að okkur verkefni, þar sem við höfum áður kynnt okkur, að við getum starfað og að hjálpin komist örugglega til skila i gegnum hendur íslendinga sjálfra." Sjá fljótt árangur — En hver er heildarstefnu- mörkun Hjálparstofnunar kirkj- unnar í þessum efnum? Er stefnan sú að takast á hendur fá og stærri verkefni, eða teljið þið jafn skyn- samlegt að koma víða við og dreifa aðstoðinni á sem flesta staði? „Þetta er eilífðarspurning. Við viljum gjarnan vera þátttakendur í kirkju heimsins um verkefni og vera þar virkir þátttakendur í mörgum spennandi verkefnum. Hins vegar verðum við að játa, að við erum fámenn og upphæðirnar sem héðan koma eru það litlar, að við höfum kosið hin síðari ár að verja þessum peningum í ákveðin verkefni, þar sem við sjáum fljótt árangur. Þetta hefur talsvert ráðið ferðinni af okkar hálfu. Aftur á móti getur það alltaf gerst að góð áform geta riðlast þegar óvænt atvik henta, sbr. þurrkarnir í Afríku, nú og styrj- aldir, náttúruhamfarir og annað þvíumlíkt." — Geturðu lýst nánar samstarfi ykkar viö Lútherska heimssam- bandið og Alkirkjuráðið og um- fangi þess starfs, sem unnið er á vegum þessara aðila? „Við erum formlegir aðilar að hjálparstarfi þessara aðila. Þessar tvær stofnanir vinna mjög náið saman og við njótum umfangsmik- ils og trausts upplýsingakerfis. Við erum í beinu telexsambandi við neyðarhjálparstöðvar þessara samtaka og fáum þar af leiðandi fljótt og vel góðar og traustar heimildir um gang mála og stöðu þeirra. Því er þó ekki að neita að við höfum af eigin metnaði og trú á eigin getu valið verkefni, sem við höfum að verulegu leyti séð um framkvæmd á sjálf. En vissulega Guðmundur Einarsson er þetta í samráði við okkar er- lendu samstarfsaðila. Þessi sjálf- stæða stefna, ef svo má kalla, á sér rætur í því, að við treystum raunverulega engum betur en okkur sjálfum til að ná árangri í þessum efnum. Ég vil hins vegar undirstrika að samstarf við þessar erlendu stofn- anir er einkar mikilvægt. Þróunar- og neyðarhjálparstarf á vegum þessara stofnana skiptir milljörð- um íslenskra króna í peningum talið og verkefnin eru um þetta leyti sennilega í gangi í yfir 60 löndum." íslendingar gjafmildir — Svo við víkjum að söfnunum ykkar. Hafa íslendingar tekið vel við ákalli ykkar um stuðning til handa því fólki sem bágt á og illa stendur? „Mér virðist sem íslendingar kunni vel að meta þá stefnu okkar, að vinna sjálfstætt að verkefnum í þróunarlöndunum. Það hefur fært landsmönnum heim sanninn um árangur starfsins og fært verk- efnin nær fólkinu hér heima. Við höfum unnið þetta sjálf. Það eru engir milliliðir á leiðinni sem fara höndum um þessa aðstoð og því sjá landsmenn svart á hvítu að söfnunarfénu er vel varið og kemur að miklu gagni. íslendingar hafa verið mjög virkir í hjálparstarfinu. Við þekkj- um engin dæmi um jafn mikla gjafmildi og meðal íslendinga. Norðmenn koma sennilega næst okkur í þeim efnum, en þó gefa þeir helmingi minna til hjálpar- starfsins á hvert mannsbarn en við íslendingar. Vissulega eru aðstæður hérlendis dálítið sérstak- ar. Við erum það fámenn, að auð- velt er að ná til fólks og unnt er að ná upp þessari fjölskyldu- stemmningu. Við þekkjum líka náttúruhamfarir af eigin reynslu og það er ekki langt síöan tslend- ingar þekktu hungur af eigin raun. En það er ljóst að hvergi er að finna tölur sem jafnast á við fram- lag Islendinga miðað við fólks- fjölda. Fólk er örlátt og áhugasamt um hag bræðra okkar og systra í þróunarlöndunum." Sumir halda því fram að við tslendingar séum einangrunar- sinnaðir og viljum sem minnst vita af gangi mála utanlands. Kemur þessi skoðun heim og saman við ykkar reynslu? „Nei, öðru nær. Ég held að ís- lendingar séu einstaklingar víð- sýnir og láti sig verulega skipta örlög annarra íbúa jarðarkringl- unnar. Að vísu er þar þó sá ljóður á, að ríkisvaldið hefur ekki staðiö sig í neinu samræmi við vilja almenn- ings í þessu sambandi, eins og hann hefur birst okkur hjá Hjálp- arstofnuninni. Þar á ég viÓ að framlög íslands til þessa mála- flokks eru ákaflega rýr og alveg til hreinnar skammar. Ég held að það hljóti að þurfa ótrúlegt hug- rekki fyrir ráÓherra hverju sinni að horfast í augu við kollega sína frá hinum Norðurlöndunum, þegar þessi mál ber á góma, því við erum svo langt frá öllum raunverulegum markmiðum sem við höfum sett okkur opinberlega í því efni. Ég vil lfka minnast á, að þær raddir sem eru einangrunarsinn- aðar, eru stundum háværar. Þar er oft á tíðum fólk sem skrifar f blöð og stundum af þvf tilefni, að við erum að safna fyrir þjáða úti í heimi og þá er þetta fólk gjarnan að berja okkur fyrir það og krefj- ast þess að eitthvað annað sé gert í staðinn. Ég hef hins vegar ekki séð mikið fara fyrir þessu fólki í innanlandshjálp af einu eða öðru tagi.“ — Það er ef til vill ekki sann- gjarnt að spyrja að því, Guðmund- ur, en hvers vegna gefur fólk í þessar safnanir ykkar? „Ég er ekki í nokkrum vafa um það, að fólk gefur fyrst og fremst vegna þess að það skilur neyðina. Og það vill vera hluttakandi í neyð náungans. fslendingar standa saman og hafa staðið saman, þegar eitthvað bjátar á hér heima og þessi samkennd virðist ekki eiga sér nein landamæri. Og þetta segi ég þjóðinni til hróss og ber vitni um það hve vel upplýstir íslend- ingar eru. Við sjáum einnig greinilega að eyrir ekkjunnar er í fullu gildi. Hér kemur fólk sem bersýnilega hefur það ekki of gott sjálft og leggur fram ótrúlega stórar upp- hæðir; svo stórar að maÓur skammast sín oft sjálfur fyrir að gera ekki betur. En það er fólk á öllum aldri og úr öllum þjóðfélags- hópum sem styður okkur og styrk- ir. Það sést kannski best á því að í föstum styrktarmannahópi okkar er að finna þverskurð af islensku samfélagi, bæði hvað varðar aldur, kyn, pólitík og hvaðeina." Peningar veröa að lífí — Þú segir fólk skilja neyðina. Virðist þér almennt sem almenn- ingur fylgist grannt með því starfi sem þiÓ innið af hendi, eða vill það aðeins leggja af mörkum og síÓan vera stikkfrí? „Mér finnst vakandi áhugi fólks á okkar starfsemi hafa aukist mikið hin síðari ár. Fólk gerir síauknar kröfur til þess að fá að vita í hverju þetta starf er fólgið og við fögnum því sérstaklega og fólk lætur sig það varða. Við erum ennfremur afskaplega þakklátir fjölmiðlum sem hafa fylgt okkur á vettvang til að sjá hvað við erum að gera og síðan gefið skýrslu hér heima og þannig upplýst almenn- ing hvernig söfnunarfé er varið.“ — Er það alveg öruggt að pen- ingarnir komast til skila og koma aðgagni? „Það er engin spurning um það i mínum huga. Ég myndi ekki lifa f þeirri lífslygi í þau 10 ár sem ég hef unnið hérna, ef svo væri ekki. Við höfum séð íslenska peninga öðlast ótrúlegt verðgildi þegar þeir koma í þriðja heiminn, verða til lífs og blessunar fjöldamörgum. Ég vil í þessu sambandi minna á starfsfólk okkar, hjúkrunarfræð- inga, lækna og hjálparsveitar- menn, auk fréttamanna og blaða- manna, sem hafa farið utan og
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.