Morgunblaðið - 21.12.1985, Blaðsíða 73

Morgunblaðið - 21.12.1985, Blaðsíða 73
MORGUNBLAÐIÐ, LAUG ARDAGUR 21. DESEMBER 1985 73 Borgarráð: Tillaga um lóðakaup fyrir barnaheimilið Ós hlaut ekki stuðning Á FUNDI borgar ráós hinn 6. desember síðastliðinn lagði Sigurjón Pétursson, borgarfulltrúi Alþýðubandalagsins, fram tillögu þess efnis að borgin keypti lóð við Bergstaðastræti til að tryggja áframhaldandi starfsemi barnaheimilis- ins Óss. Tillagan hlaut 2 atkvæði og því ekki stuðning í borgarráði. Forsaga þessa máls er sú, að árið hefur starfað þar síðan, en 19 börn 1977 fékk barnaheimilið leiguhús- hafa haft þar pláss. Barnaheimilið næði á Bergstaðastræti 26b og Ós hefur notið rekstrarstyrkja frá Rekstrarhalli Borgarspítalans: 50—60 % sjúkrarúm auð mest allt árið af þessu tilefni: „Þótt Borgarspít- alinn hafi misst verulegar dag- gjaldatekjur þar sem mörg sjúkra- rúm hafa staðið auð langtímum saman vegna skorts á hjúkrunar- fólki skýrir það ekki að fullu þenn- an mikla halla. Ekki verður séð, að dregið hafi úr launakostnaði þrátt fyrir mikinn skort á starfs- liði eða úr kostnaði við hjúkr- unargögn o.fl. þrátt fyrir að 50-60 sjúkrarúm hafi staðið auð mest allt árið. Gengið verður eftir fullnægj- andi skýringum á þessum atriðum við yfirstjórn spítalans og jafn- framt lögð áhersla á, að meira aðhalds verði gætt í resktrinum." DAVÍÐ Oddsson, borgarstjóri, sagdi í ræðu sinni um fjárhagsáætlun Reykjavíkur fyrir 1986, að í ár hefði rekstur Borgarspítalans „fallið í verri farveg en nokkru sinni fyrr“. Er nú áætlað, að rekstrarhalli spítal- ans verði um 205 millj. kr. um ára- mótin. Daggjöldum er ætlað að standa undir rekstrinum og tækja- kaupum spítalans, en borgarsjóður þarf stöðugt að leggja út mikið fé til rekstrargjalda, sem síðan á að greiða með halladaggjöldum árið eftir. Um áramótin má ætla, að greiðslustaða borgarsjóðs gagnvart Landsbankanum verði um 160-180 millj. kr. lakari en ella vegna hall- ans á Borgarspítalanum. Borgarstjóri sagði meðal annars Reykjavíkurborg frá upphafi. Síð- astliðið haust var húseignin aug- lýst til sölu og barst þá borgaryfir- völdum beiðni frá foreldrum og aðstandendum barnaheimilisins um að borgin keypti húseignina og lóðina og leigði barnaheimilinu, til að tryggja áframhaldandi starf- semi þess. Borgarstjóri leitaði umsagnar félagsmálaráðs, en á fundi ráðsins var samþykkt að mæla ekki með erindi barnaheim- ilisins þar sem ekki væri reiknað með framlagi til þessara kaupa á fjárhagsáætlun og ekki séð, að af þátttöku Reykjavíkurborgar gæti orðið án þess að skerða framlag til framkvæmda við önnur dagvist- arheimili á vegum borgarinnar. J lok nóvember barst borgaryfir- völdum ítrekuð beiðni frá barna- heimilinu um kaup borgarinnar á húseigninni og lóðinni. Á fundi borgarráðs hinn 6. desember var lögð fram umsögn borgarritar vegna þess máls þar sem tekið er undir álit félagsmálaráðs. Enn- fremur er bent á, að húsið skagi fram í gangstétt. Verði byggt upp á lóðinni og þau hús sem þar standa nú fjarlægð, verði auðvelt að tryggja kauprétt á umræddum fermetrum án þess að kaupa lóðina alla. Á þessum borgarráðsfundi lagði Sigurjón Pétursson fram áð- urnefnda tillögu, sem ekki hlaut stuðning við atkvæðagreiðslu. Kjötkrókur vid afgreidslu „Og passaóu þig svo á umferðinni," sagði Kjötkrókur við þennan við- skiptavin Hagkaups á Akureyri — er blaðamaður Morgunblaðsins leit þar inn á dögunum,“ en Kjötkrókur hafði komið þar við til að aðstoða starfsfólkið ásamt einum bræðra sinna.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.