Morgunblaðið - 21.12.1985, Blaðsíða 34

Morgunblaðið - 21.12.1985, Blaðsíða 34
MORGUNBLAÐIÐ, LAUG ARDÁGUR 21. DÉSEMBER1985 Þjóðkirkjur Norðurlanda þinga Ráðstefna um stöðu og framtíð norrænu þjóðkirkjanna í Slagelse í Dan- mörku dagana 11.—14. nóvember sl. Dr. Einar Sigurbjörnsson, prófessor í trúfræði við Háskóia íslands. Á ráðstefnunni var fjallað um sjálfsmynd þjóðkirkjanna. Er þjóðkirkjan bara fyrir presta, er hún samfélag heilagra eða tákn þjóðarinnar. Frá Pétri Péturseyni. fréttnritarm Morgun- blmésins í Lundi í Sviþjóé. Ráðstefna um stöðu og framtíð norrænu þjóðkirknanna í Slagelse í Danmörku dagana 11.—14. nóv- ember sl. Að þessari ráðstefnu stóð Kirknasamband Norðurlanda en aðild að því eiga auk hinna evang- elísk-lúthersku þjóðkirkna flestar kirkjudeildir á Norðurlöndunum. í tengslum við Kirknasambandið var nýlega stofnuð þjóðkirkju- skrifstofa sem gegnir upplýsinga- og þjónustuhlutverki fyrir þjóð- kirkjurnar. Ráðstefnunni var m.a. ætlað að fjalla um markmið þess- arar skrifstofu sem hingað til hefur aðeins haft yfir að ráða einum ritara í hálfri stöðu. Markmið ráðstefnu þessarar var mjög víðtækt, enda var ekki aðeins boðið til hennar guðfræðingum og prestum, heldur einnig lögfræð- ingum og félagsfræðingum. Þar voru einnig nokkrir biskupar og aðrir stjórnunarmenn kirknanna ank fulltrúa annarra kirkjudeilda sem eiga aðild að Kirknasamband- inu, eða alls um 50 manns, karlar og konur. Mættir voru fyrir hönd íslensku þjóðkirkjunnar Jónas Gíslason dósent í kirkjusögu við Háskóla íslands er héit inngangserindi um sögu og stöðu íslensku Þjóðkirkj- unnar í dag. Prófessor Einar Sig- urbjörnsson hafði framsögu í ein- um hinna sjö undirhópa sem störf- uðu á ráðstefnunni. Þá voru einnig á ráðstefnunni sem fulltrúar fyrir ísland þeir séra Árni Pálsson sem nú dvelur í námsorlofi í Kaup- mannahöfn og séra Jakob Hjálm- arsson sem stundar nám í trúfræði við háskólann í Lundi í Svíþjóð. Auk undirritaðs var þarna einnig dr. Hjalti Hugason en hann er starfsmaður Norræna kirknasam- bandsins og prestur íslendinga í Svíþjóð. Hinar evangelísk-lúthersku þjóðkirkjur Norðurlanda eiga það sameiginlegt að stærsti hluti þjóð- anna tilheyrir þeim, eða um og yfir 90%. Af sögulegum ástæðum eru náin tengsl milli þessarar kirkjudeildar og ríkisvaldsins og veitir það þeim viss forréttindi þótt trúfrelsi hafi verið í lög leitt. Á ráðstefnunni komu fram ýmsar skoðanir á því hvort þessi „forrétt- indi“ væru í raun hagstæð eða yfirleitt samrýmanleg lifandi kristnu trúfélagi. Fulltrúar hinna kirkjudeildanna drógu í efa að svo væri, en það komu einnig fram sterkar raddir úr röðum fulltrúa þjóðkirknanna sem töldu þjóð- kirkjufyrirkomulagið og tengslin við ríkisvaldið úrelt fyrirbrigði, a.m.k. eins og þau eru nú. Á meðai þeirra var danskur prófessor í trú- fræði við Kaupmannahafnarhá- skóla, Peder Hojen. Hann tók mjög sterkt til orða og fullyrti að faðm- lög ríkis og kirkju væri búin eða í þann veginn að kæfa alla kristna starfsemi í þjóðkirkjusöfnuðinum. Hann var einnig mjög gagnrýninn á það hvernig skírnin er notuð án allra skuldbindinga af hálfu for- eldranna um að barnið verði alið upp í kristinni trú. Sagði prófessor Hojen að oftast meini fólk ekkert annað með skírnarbeiðninni en að presturinn setji hátíðarblæ yfir fjölskylduathöfn, sem í raun og veru kemur kirkjunni ekkert við. „Þess vegna er kirkjan full af skírðum heiðingjum,“ sagði hann. Eftir þennan lestur stóðu dönsku biskuparnir upp hver eftir annan og mótmæltu harðlega með tilvísun í Gruntvíg gamla, sem var nýbúinn að eiga stórafmæli. Grundtvíg virðist nú eiga miklu meira fylgi að fagna í dönsku þjóð- kirkjunni en þegar hann var upp á sitt besta á öldinni sem leið og vitna danskir klerkar ávallt til hans þegar þeir þurfa að verja þjóðkirkjufyrirkomulagið og benda á það sem er sérdanskt. Henrik Christiansen biskup í Ála- borg, hressilegur eldri maður, benti prófessornum á að kirkjan væri þar sem guðsþjónustan fer fram þar sem Orðið er boðað og sakramentunum útdeilt. Vegna þjóðkirkjunnar er Kristur tengdur þjóðinni (Folket) órjúfandi bönd- um. Þjóðin hvílir í Kristi á meðan kirkjan boðar Orðið og söfnuður- inn, hinn lifandi söfnuður, tekur þátt í guðsþjónustunni, lofgjörð- inni til Guðs. Fulltrúar frá Finn- landi og Noregi tóku undir mikil- vægi sambandsins við þjóðina alla og hlutverk kirkjunnar fyrir heild- ina. Bent var á að í þessum löndum hefði þjóðkirkjan verið nátengd örlögum þjóðarinnar og að hún yrði að taka þátt í kjörum hennar. Minnst var á hlut kirkjunnar í varðveislu þjóðareiningar á dögum hernámsins í seinni heimsstyrjöld- inni. Stokkhólmabiskup, Krister Stendal, flutti merkilegan fyrir- lestur þar sem hann fjallaði um þjóðkirkjufyrirkomulagið út frá 30 ára veru sinni í Bandaríkjunum. Hann taldi að þjóðkirkjufyrir- komulagið væri gengið sér til húð- ar en að það hefði gegnt vissu hlutverki sem millistig milli ríg- bundinnar ríkiskirkju og frjálsrar evangelískrar kirkju. Hann taldi alls ekki vist að slík kirkja yrði einstrengingslegri og lokaðri en þjóðkirkjurnar eru og benti á að sænsku fríkirkjurnar eiga nú við svipuð vandamál að stríða og þjóð- kirkjan þar áýmsum sviðum. Þjóð- kirkjufyrirkomulagið hentar ekki þjóðfélagsgerð sem er fjölþætt xig menningarlega margbrotin. Þjóð- kirkjufyrirkomulagið er einnig ósamrýmanlegt algjöru trúfrelsi og lýðræði að hans mati og benti hann á að í Svíþjóð væru nú ýmsar nýjar kirkjudeildir sem vaxið hefðu úr grasi með innflytjendun- um sem komið hafa inn í landið eftir seinna stríð, auk annarra trú- arbragða en kristinna. Þeir voru þó mun fleiri sem bentu á hinar jákvæðu hliðar þjóð- kirkjufyrirkomulagsins. Kirkjan má ekki einangrast frá fólkinu, sérstaklega ekki nú þegar svo virð- ist sem fólk í hinum ýmsu stöðum og þjóðfélagshópum líti til kirkj- unnar og vænti svars af henni í hinum ýmsu vandamálum. Sá stóri hluti þjóðarinnar sem telur sig til eða eru taldir til meðlima kirkj- unnar, en skeyta lítið um tilveru hennar að öðru leyti, eru í raun og veru trúboðsakur fyrir kirkjuna og það væri þar af leiðandi mikil mistök að skera á þau bönd sem þó tengja þennan hóp við kirkjuna. En þá vakna upp ýmis vandamál svo sem hvernig kirkjan á að ná til þessa fólks, hvað hún á að segja, getur hún yfirleitt verið stuðningur fyrir þetta fólk, verið ljós sem lýsir fram á veginn? Hverjar eru kröfur þessa fólks og hvað getur kirkjan gert til að koma til móts við þær? Hver er játning kirkjunnar og hvernig tengist hún raunveruleikaogdaglegu lífi fólks- ins? Eiga ekki þjóðkirkjurnar sjálfar við innri vandamál að stríða, hver er eiginlega sjálfs- mynd kirkjunnar, hvað er kirkjan í nútíma þjóðfélagi? Samfélag heilagra? Viðmiðun trúaðra eða sameiningartákn þjóðarinnar? Þessar spurningar og margar aðrar voru ræddar á ráðstefnunni en hér er ekki rúm til að gera nánar grein fyrir fyrirlestrunum og umræðunum sem fram fóru bæði sameiginlega og í minni hóp- um. Fyrirlestrarnir og greinar- gerðirnar frá vinnuhópunum verða gefnar út í bókarformi af kirkna- sambandinu (Nordisk ekumenisk institut Box 438,75106, Uppsala). Undir lok ráðstefnunnar spurði ég þá Einar Sigurbjörnsson og Jónas Gíslason hvaða lærdóma íslenska þjóðkirkjan gæti dregið af þeim fyrirlestrum og umræðum Höfundur greinarinnar, dr. Pétur Pétursson trúarlífsfélagsfræðingur, stundar rannsóknir og kennslu við guðfræðideild háskólans í Lundi, Svíþjóð. Sr. Jónas Gíslason, dósent í kirkju- sögu við Háskóla íslands. sem fram hefðu farið og hvers virði ráðstefnur af þessu tagi væru yfir- leitt. Einar Sigurbjörnsson prófessor sagði: Norrænt samstarf er íslend- ingum lífsnauðsyn og þjóðkirkj- unni einnig. Þjóðkirkjurnar hafa sama játningargrundvöll, búa við svipað skipulag og stríða við sömu vandamálin. Það er með kirkju- málin eins og mörg önnur mál í norrænu samhengi, að hver þjóð fer sína eigin leið þótt þær komi oft með svipaðar lausnir á málun- um. Undanfarin 10 ár hafa átt sér stað breytingar á stöðu hinna þjóð- kirknanna gagnvart ríkisvaldinu. Þær njóta nú orðið mun meira frelsis fjárhagslega en við, sem erum að því leyti enn of háðir ríkisvaldinu. Við þurfum að gefa því gaum hvernig þeir haga skipan kirkjuþinga en hafa ávallt í huga okkar sérstöku aðstæður. Finnska og norska kirkjan eru athyglis- verðar. Breytingar á kirkjuskipan þar voru vandlega undirbúnar og náð var mjög breiðri samstöðu um málið áður en það var lagt fram. Að svona málum verður að huga rækilega frá hinum ýmsu hliðum, guðfræðilega, lögfræðilega og fé- lagsfræðilega. — Framtíð þjóðkirkjufyrir- komulagsins hefur verið rædd hér á ráðstefnunni. Hver er þín skoðun áþví máli? „Á Norðurlöndunum hafa menn valið áframhaldandi samband rík- is og kirkju. Sjálfur er ég í hjarta mínu sammála ráðumanni hér, sem sagði að sú skipan sé fyrir- komulag sem eigi sér fleiri ár að baki en framundan. Við fslending- ar þurfum líka að hugsa til þeirrar framtíðar." Séra Jónas Gíslason tók undir mikilvægi ráðstefnu sem þessarar þar sem hægt er að fá gagnlegan samanburð milli kirkna sem I grunninn eru líkar og eiga við svipuð vandamál að stríða, þótt mönnum verði oft starsýnt á það sem greinir þær að. Ég spurði Jón- as einnig að því hvað honum hefði þótt athyglisverðast í umræðun- um. „Mér fannst mjög athyglisvert að hlusta á þær umræður sem fóru fram um þjóðkirkjufyrirkomulag- ið og aðstöðuna í fjölhyggjuþjóð- félagi. Hér hefur mikið breyst frá því sem áður var. Athyglisverðast fannst mér hve finnska kirkjan virðist vera búin að öðlast mikið sjálfstæði, bæði í innri málum og einnig í fjármalum. Kirkjan hefur þar góð fjárráð og við getum tekið okkur ýmislegt til fyrirmyndar. Það er mikilvægt fyrir okkur að geta lært af hinum sem lengra eru komnir og forðast þau mistök sem þeir kunna að hafa gert, þannig að við getum stytt okkur leið að markinu." — Hver er skoðun þín á sam- bandi ríkis og kirkju í framtíðinni? „Það má vel vera eins og kom fram hér áðan hjá fulltrúum frí- kirknanna að dagur þjóðkirkjufyr- irkomulagsins séu brátt taldir í fjölhyggjuþjóðfélagi; að það fari ekki saman þegar á það reynir að ríkið sé hlutlaust í trúmálum. En meðan svo er að yfir 90% þjóðar- innar er í íslensku þjóðkirkjunni og meðlimatakan hækkar frekar en hitt, þá er það ekki óeðlilegt að það sé náið samband milli ríkis og kirkju. Kirkjan styrkir ríkið ekki síður en ríkið kirkjuna. Á íslandi eru sögulegar forsendur fyrir þessu sambandi eins og hefur t.d. komið mjög sterkt fram í undirbúningi. Það hlýtur að verða sameiginleg hátíð kirkju og þjóðar. Hugmyndirnar um aðgreiningu ríkis og kirkju hafa ekki höfðað til fólks á íslandi á sama hátt og í hinum Norðurlöndunum." — Heldur þú að fólk standi nær kirkjunni á fslandi en á hinum Norðurlöndunum? „Ég held að það sé enginn efi á því að væntingar í garð íslensku kirkjunnar séu miklar hjá stórum hluta þjóðarinnar og spurningin verður miklu fremur hvort kirkj- unni takist að uppfylla þær eða ekki. Kirkjan hefur mikla mögu- leika til starfa ef hún nýtir sér þau tækifæri sem gefast og ef hún fær fleiri menn til starfa og fær að ráða meiru um það hvar mönnum er skipað til starfa. Þetta er ákaf- lega bundið eins og er og það þarf eiginlega að leita í hvert skipti til alþingis ef einhverju á að breyta. Ég held að þessar væntingar séu meiri heima en hér í Skandinavíu. Margir foreldrar sem hugsa um framtíð barna sinna spyrja sjálfa sig: Hvar er hjálp að fá? Hér er staða kirkjunnar mjög sterk. 1 þessu sambandi vil ég benda á niðurstöður nýlegrar skoðana- könnunar sem gerð var á vegum Galluppstofnunarinnar m.a. á ís- landi og sýndi að kirkjan var sú sem næstflestir Islendingar treystu best, eða 71% en á hinum Norðurlöndunum voru tölurnar frá 37—52%. Það er ábyrgð að standa undir þessu trausti og mikilvægt að alþingi geri kirkj- unni það kleift að bregðast við eftir þörfum." — Er eitthvað sem þú vilt taka fram að lokum varðandi þátttöku íslendinga í ráðstefnu sem þess- ari? „Þessi ráðstefna hefur verið mjög spennandi einkum vegna þess að möguleikar þjóðkirkjufyr- irkomulagsins hafa verið teknir fyrir frá hinum ýmsum sjónar- hornum. Það er ákaflega mikil- vægt fyrir okkur að geta sent fólk á ráðstefnur sem þessa og einnig að þeir kynni og geri öðrum grein fyrir stöðunni heima og þeim vandamálum sem við erum að fást við. En fjárskortur og fjarlægðin háir okkur alltaf. Að þessu sinni tókst þetta blessunarlega þar sem Kirknasambandið greiddi ferða- kostnað okkar sem að heiman komu vegna fyrirlesturs og fram- söguerinda og hinir voru staddir við nám eða störf í Danmörku og Suður-Svíþjóð, þannig að kostnað- urinn fyrir íslensku kirkjuna var tiltölulega lítill. Það er mikilvægt að kirkjan okkar einangrist ekki.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.