Morgunblaðið - 21.12.1985, Blaðsíða 86

Morgunblaðið - 21.12.1985, Blaðsíða 86
'86 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 21. DESEMBER1985 • Þorgils Óttar er geysisterkur um þessar mundir. Hér má sjá kappa rétt áður en hann skoraöi eitt at mörkum sínum í síðari leiknum gegn Spánverjum í Digranesi um síöustu helgi. Hvað gera íslensku strákarnir? Þrír leikir viö Dani milli hátíðanna Danir sterkir en áhorfendur geta haft áhrif ÍSLENSKA landsliðið (handknatt- leik sem mætir Dönum milli hátíð- anna er geysisterkt og þar sem Danir koma með sitt sterkasta lið má búast við skemmtiiegum leikj- um, eins og reyndar alltaf þegar þessar þjóöir eigast viö á íþrótta- sviöínu, sama í hvaða íþróttagrein þaðer. íslensku strákarnir hafa staðiö í ströngu nú aö undanförnu og undirbúningur þeirra fyrir heims- meistarakeppnina í Sviss á næsta ári er eins mikill og góöur og frek- Leikir Islands og Danmerkur 19. 2. 1950 Kaupmannahöfn 6:20 12. 2. 1959 Slagelse 16:23 1. 3. 1961 Karlsruhe 13:24 HM 13. 3. 1961 Essen 13:14 HM 19. 1. 1966 Nýborg 12:17 HM-f. 2. 4. 1966 Reykjavík 20:23 HM-f. 6. 4. 1968 Reykjavík 14:17 7. 4. 1968 Reykjavik 15:10 9. 2. 1969 Helsingör 13:17 28. 2. 1970 Hagondang 13:19 HM 4. 3. 1971 Reykjavík 15:12 5. 3. 1971 Reykjavik 15:16 22. 2. 1973 Randers 18:18 3. 3. 1974 Ehrfurt 17:19 HM 5. 2. 1975 Bröndby 15:17 23. 3. 1975 Reykjavik 20:16 24. 3. 1975 Reykjavik 19:21 4 11.12. r* 12.12. 1975 Randers 16:17 1976 Bröndby 23:20 18.12. 1976 Vestmannaeyjar 16:19 19.12. 1976 Reykjavik 22:23 29.10. 1977 Reykjavík 25:25 NM 28. 1. 1978 Randers 14:21 HM-A 17.12. 1978 Reykjavik 19:26 18.12. 1978 Reykjavík 13:16 9. 1. 1979 Randers 18:15 12. 1. 1980 Oldenburg 20:28 2. 7. 1980 Taastrup 17:22 25.10. 1980 Elverum 16:18NM 23. 1. 1981 Ribe 17:29 27.12. 1981 Reykjavik 25:23 28.12. 1981 Reykjavík 23:24 29.12. 1981 Akranes 32:21 28.12. 1982 Reykjavik 22:21 29.12. 1982 Reykjavík 22:26 26. 1. 1983 Fredriksund 19:18 27. 1. 1983 Nyköbing/F 20:23 27.10. 1984 Finnland 22:26 NM 27.11. 1984 Odense 21:19 28.11. 1984 Horsens 19:19 Leikir eru 40 til þessa, vinningar eru 10, þr|u jatntefli og 27 leikir tapaöir. ís- lenska liöió hefur skoraö 715 mörk en Danir 802. ast er unnt. Tvær síöustu helgar léku strákarnir fimm landsleiki, þrjá viö Vestur-Þjóöverja og tvo viö Spánverja. island vann þrjá af þessum fimm leikjum og er þaö mjög góöur árangur og greinilegt aö liöiö er á réttri braut í undir- búningi sínum fyrir stóru stundina sem nú nálgast óöum. Liðið sem leikur gegn Dönum er þannig skipaö: Mwkvtfðif *fu: Kristján Sigmundsson, Víkingi Brynjar Kvaran, Stjörnunni Ellert Vigfússon, Val « ft.l. I— H-m.nm AOflf ætkftlOftii. Þorbjörn Jensson, Val Þorgils óttar Mathiesen, FH Guömundur Guömundsson, Víklngi Bjarni Guömundsson, Wanrte-Eickel Steinar Birgisson, Víkingi Jón Árni Rúnarsson, Fram Guömundur Albertsson, Víkingi Siguröur Gunnarsson, Tres de Mayo Páll Ólafsson, Dankersen Kristján Arason, Hamein Egill Jóhannesson, Fram Geir Sveinsson, Val Július Jónasson, Val Jakob Sigurösson, Vai Valdimar Grímsson, Val Eins og sjá má eru Valsmennirn- ir fjórir, Geir, Júlíus, Jakob og Valdimar, allir komnir i hópinn aftur en þeir voru á italíu er síöustu landsleikir fóru fram hér á landi. Liöió er því orðiö eins og þaö mun væntanlega veröa á lokakeppninni í febrúar nema hvaö þeir Alfreö Gíslason og Atli Hilmarsson eru ekki meö. Einnig vantar Sigurö Sveinsson en hann hefur veriö meiddur í allan vetur en mun væntanlega ná síöustu leikjunum i undirbúningi liösins og leika meö í Sviss. Óvíst er enn hvort Páll Ólafsson nær að leika nema fyrsta leikinn þar sem félag hans vill fá hann til liös viö sig um næstu heigi. Landsliöiö þaö sem viö eigum nú í handknattleik er trúlega eitt sterkasta liö sem ísland hefur átt í handknattleik fyrr og síöar. Liöiö er mjög jafnt og heilsteyptara en verið hefur í gegnum árin. Slæmi kaflinn sem oft kom í upphafi siöari hálfleiks hér á árum áður virðist vera úr sögunni og nú leikur liöiö mun agaöri handknattleik en áóur. Þrátt fyrir aö þaö vanti þá Alfreö og Atla í þessa leiki þá hafa strák- arnir sýnt þaö aö maður kemur i manns staö, nú síöast gegn Spán- verjum, og þaö er af nógu aö taka þó tveir menn komist ekki í einn leik. Gott dæmi um þetta er aldeil- is frábær markvarsla Kristjáns Sigmundssonar í seinni leiknum viö Spán en þá tók hann stööu Einars í markinu meö stuttum fyrir- vara og mark varsla hans þá gleym- ist seint. Þeir sem unna góöum hand- knattleik og vilja styöja viö bakið á strákunum okkar í erfiöum undir- búningi þeirra fyrir lokakeppni heimsmeistarakeppninnar ættu aö fjölmenna á þessa þrjá leiki því leikir þessara þjóöa hafa veriö framúrskarandi spennandi og skemmtilegir. LANDSLEIKIRNIR við Dani í hand- knattleik eru nú orðnir 40 talains. Fyrsti leikurinn fór fram í Kaup- mannahöfn áriö 1950 og þá unnu Danir, 6:20. Síðast iéku þjóöirnar í Horsens í nóvember í fyrra og lauk þeim leik með jafntefli, 19:19. En hvað segja gömlu stjörnurnar um viðureignir þessara þjóða og liöið ísienska? Haft var samband viö Axel Axelsson og Ingólf Óskarsson og fara svör þeirra hér á eftir. „Ég tók alltaf leikina viö Dani eins og hverja aöra landsleiki. Þaö er ef til vill vegna þess aö ég er hálfur Dani,” sagöi Axel og hló. „Nei, grínlaust þá varö ég vissulega var viö alveg ákveðna stemmningu meðal leikmanna og áhorfenda þegar landsleikir viö Dani voru annast vegar, enda voru þeir leikir jafnan spennandi og umfram allt skemmtilegir, þvt Danir leika léttan og skemmtilegan handbolta." Axel sagöist halda aó vió ættum góöa möguleika á hagstæöum úr- slitum í leikjunum milli hótíöanna, en: „Þaö er aldrei hægt aö bóka neitt fyrirfram í leikjum viö Dani, þeir eru engin lömb að leika sér vö. Því höfum viö íslenskir hand- knattleiksmenn fengiö aö kynnast ígegnum árin.“ — Hvernig finnst þér íslenska landsliöið í handknattleik um þessar mundir? „Mór líst mjög vel á landsliöiö í Þrír landsleikir veröa við frænd- ur vora Dani i milM hátíðanna. Fyrsti leikurinn er í Laugardals- höll föstudaginn 27. desember klukkan 20, annar leikurinn er laugardaginn 28. klukkan 13.30 á Akranesi og þriðji og síöasti leik- urinn er ( Laugardalshöll sunnu- daginn 29. desember klukkan 20. Þessar tvær þjóðir hafa leikið 40 landsleiki og staöan er nú þannig að viö höfum unniö 10 leiki, Danir hafa unniö 27 og jafntefli hafa oröiö í þremur leikjum. Markatala liðanna er 715 mörk skoruð gegn 802 mörkum þannig að við höfum tækifæri til að laga stöðuna að- eins. Danir mæta hér meö sitt sterk- asta liö eins og þeir gera venjulega þegar viö erum annars vegar. í liöi þeirra má sjá menn eins og Morten Stig Christiansen, sem er þeirra leikreyndastur með 134 landsleiki aö baki, Eric Rasmussen sem er einn besti maöur Gummersbach í Þýskalandi, Hans Henrik Hatten hornamaöurinn knái sem leikur í Sviss, vinstri handar skyttan há- vaxna Claus Sletting Jensen og auövitaö veröur stórskyttan Jens Eric Roepstorff meö í feröinni. Danska liðiö veröur annars þannig skipaö: Markveröir: Paul Sörensen Karsten Hoim Jens C. Kristensen Aörir leikmenn Roepstortf Kim Jacobsen Erik Rasmussen Keld Nielsen Klaus Jensen Morten Stig Christensen Otto Mertz Hans Henrik Hattesen Jörgen Gluver Michel Fenger Lars G jöls-Andersen dag og þaö er aö mínu áliti eitt þaö sterkasta sem viö höfum nokkru sinni teflt fram. Breiddin í liöinu er mikil og þaö er jafngott. Viö höfum yfir hörkuskyttum aö ráöa, sprækum línumönnum og jafngóðri markvörslu. Helsti veik- leiki liösins er aö þaö vantar ógnun i horn í sóknarleiknum. Þaö kemur ekki nógu mikiö út út hornaleik- mönnunum í leikjum liösins. Þaö er auövitaö Ijóst aö Kristján Arason er kjölfestan í þessu annars jafna liöi. Hann stjórnar sókninni og bindur saman vörnina. Þaö breytir þó ekki þeirri staöreynd aö liöiö núna, miöaö til dæmis viö þau liö sem ég lók meö, er skipaö jafn- betri leikmönnum. Veikleikar liös- ins eru færri en oftar áöur og allur leikur liösins er mun agaöri. Þetta er mikilvægt því enginn keöja er sterkari en veikasti hlekkurinn. Liöiö ætti aö geta náö langt í Sviss en þaö er þó rétt aö vera hóflega bjartsýnn því í erfiðum mótum sem heimsmeistarakeppninni getur allt gerst.“ Ingólfur Óskarsson: „Viö vorum miklu betri. Þeir geta ekkert í dag miöaö viö okkur þá," sagöi hann skellihlæjandi. „En í alvöru talaö, þá er allur saman- buröur dálítiö erfiöur í þessu sambandi. Viö vorum í þessu í fleiri fleiri ár, en náöum kannski ekki nema 30-40 leikjum. Strák- arnir í dag hafa miklu meiri reynslu koma hingaö til lands meö danska liöinu. Danir eru nú aö undirbúa sig fyrir lokakeppnina í heims- meistaramótinu eins og viö islend- ingar. Þeir hafa leikiö marga leiki núna í þessum undirbúningi og leikirnir hér eru þeim þýöingarmikl- ir í þessu sambandi. Leikir Islands og Danmerkur í handknattleik hafa ætíö verið mjög skemmtilegir og eldfjörugir. Nægir í því sambandi aö benda á síöasta leik þessara þjóöa sem fram fór á italíu fyrr í þessari viku. Þaö voru landsliö 21 árs og yngri sem þá áttust viö og lauk leiknum meö sigri Dana eftir aö tvivegis haföi verið framlengt. Ekki amalegur leikur þaö. islenska landsliöiö er staöráöiö í aö senda danska liöiö lúpulegt heim eftir leikina þrjá því eins og allir vita þá er enginn sigur í(þrótt- um eins sætur og sigur yfir Dönum. Eins og áöur er getið veröur einn leikurinn á Akranesi en þaö var einmitt 28. desember áriö 1981 sem viö unnum okkar stærsta sigur á Dönum. Tíu marka munur var er flautaö var til leiksloka og það voru ekki síst áhorfendur sem fleyttu (slenska liðinu svona langt þá en húsiö á Akranesj var troö- fullt af hressum og hvetjándi áhorf- endum. Þaö er kunnara en frá þurfi aö segja aö áhorfendur geta haft geysilega mikil áhrif á leiki enda tala öll lið sem hingaö koma um hve erfitt só aö leika gegn áhorf- endum því þeir séu mjög vel meö á nótunum og þaö sem meira er; íslenskir áhorfendur eru vel aö sér í handknattleik og því komast hvorki leikmenn né dómarar upp með neitt múöur. Ef Höllin og húsiö á Akranesi veröa full milli hátíö- anna þá er ekki nokkur vafi á þvi aö leikirnir veröa Dönum erfiöir. en viö þa, enda þótt þeir hafi ef til vill ekki spilaö nema í fáein ár í landsliöinu. Þeir æfa meira og betur en við geröum og þar af leiöandi gera þeir færri mistök. Þeir vita einfaldlega miklu meira um handbolta en viö þessir gömlu geröum á sínum tíma. j gamla daga var þetta meira og minna skotkeppni hjá stórskytt- unum. Skynsemin er meiri núna. Liösheildin er sterkari. En engu aö síöur eigum viö einstaklinga ennþá sem standa upp úr. Ég nefni Kristj- án Arason sem er ekki aöeins frá- bær skytta heldur líka sterkur varnarmaöur og meö gott auga fyrir línusendingum. Hann er stór- kostlegur handboltamaður. íslenska liöiö er feiknasterkt og mér líst vel á þaö. Ég get þó ekki litiö fram hjá því aö þrátt fyrir góöa og sterka liösheild þá finnst mér þaö galli á leik liösins aö hornin eru ekki nægiiega vel nýtt (sóknar- leiknum. Þetta veröur þjálfari liös- ins, Bogdan, aö langfæra.“ — Hvað um landsleikina núna? „Þaö skiptir mig engu máli hverj- ir eru heimsmeistarar í handbolta hverju sinni, óg fer ekki ofan af því að skemmtilegasta liö sem þú sérö leika handknattleik er danska liöiö í góðu formi. Danir leika þennan frjálsa, hraöa og opna handbolta sem áhorfendur þyrstir i. Þú veist aldrei hvaö gerist næst þegar Danir eru á fullu i leikjum sinum." Claus Munkedal Já, þaö eru engir aukvisar sem Hvað segja gömlu kempurnar? Islenska liðið er gott — segja þeir Axel og Ingólfur
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.