Morgunblaðið - 21.12.1985, Blaðsíða 10

Morgunblaðið - 21.12.1985, Blaðsíða 10
iö MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 21. DESEMBER1985 Opið bréf til Halldórs Halldórssonar Kammersveit Reykjavíkur: Handel-tónleik- ar í Áskirkju TÓLFTA starfsár Kammersveit- ar Reykjavíkur hefst með því, að flutt verða verk eftir Georg Friedrich Hándel. Tónleikarnir verða í Áskirkju 29. desember, undir lok árs tónlistarinnar. Eins og kunnugt er á sú nafngift rætur sínar að rekja til þess, að nokkur af þekktustu tónskáldum sög- unnar áttu stórafmæli á árinu. Tveggja þeirra, Bachs og Albans Berg, var minnst á tónleikum Kammersveitarinnar á síðasta starfsári. Á Hándel-tónleikunum verða tveir einleikarar. Ann Toril Lindstad, norskur orgel- leikari, sem er búsett hér á landi, flytur konsert í B-dúr op. 4 nr. 6 fyrir orgel og kammersveit. Unnur Sveinbjarnardóttir, lág- fiðluleikari, kemur heim í jóla- leyfi frá Þýskalandi og flytur konsert í h-moll fyrir lágfiðlu og kammersveit. Með þessum hætti minnist Kammersveitin þess, að 300 ár eru nú liðin frá fæðingu G. Fr. hándels. Á öðrum tónleik- unum, sem verða 23. mars, gefst hlustendum tækifæri til að kynn- ast verkum þriggja meistara tón- bókmenntanna. Tveir voru uppi á þessari öld, Paul Hindemith og Béla Bartók, en Johannes Brahms vann að listsköpun sinni á síðara helmingi 19. aldar. Á þessum tónleikum verður annars vegar fluttur blásarakvintett og hins vegar tveir strengjakvart- ettar. Þriðju tónleikar starfsárs- ins verða síðan í byrjun júní. Þá fær Kammersveitin Paul Zukof- sky enn til liðs við sig sem leið- beinanda og stjórnanda. Ef marka má viðbrögð tónleika- gesta og gagnrýnenda þykir það með merkari viðburðum í tónlist- arlífi landsins, þegar Kammer- sveitin efnir til tónleika með Zukofsky. Að þessu sinni verður tekist á við útsetningu Schön- bergs og Eislers á sinfóníu nr. 7 í E-dúr eftir Anton Bruckner. En það var þessi sinfónía, sem á árinu 1884 tryggði Bruckner óbif- anlegan sess sem virt tónskáld. Vegna þess hve mannfrekur flutningur sinfónía Bruckners er hafa þær sjaldan verið fluttar hér á landi. Á þessum lokatón- leikum tólfta starfsárs Kammer- sveitar Reykjavíkur verður 7. sinfónían flutt í útsetningu fyrir kammersveit. (Frétutilkynning) Jónas Friógeir Eiíasson vængbrotin orÖ FJÖLVAÚTGÁFAN hefur gefið út fimm Ijóðabækur í flokknum Ljóðasafn Fjölva og eru þá komnar út 18 bækur í þessum flokki. Nýju bækurnar eru; Jarðljós eftir Aðal- stein Ásberg Sigurðsson, Spjaldvís- ur eftir Hallberg Hallmundsson, Heiðríkjan blá eftir Jakob Jónsson frá Hrauni, Vængbrotin orð eftir Jónas Friðgeir Elíasson og Augu í draumi, Ijóð eftir Agneta Pleijel í þýðingu l»óru Jónsdóttur. Jarðljóð er fimmta ljóðabók Áðalsteins Ásbergs Sigurðsson- ar. Hún skiptist í fjóra kafla, sem í eru 37 ljóð. Bókin er skreytt dúkristum eftir Guðjón Davíð Jónsson. Spjaldvísur er þriðja ljóðabók Hallbergs Hallmundssonar. Hún skiptist í fjóra hluta og eru í þeim 76 Ijóð. Þórhildur Jóns- dóttir myndskreytti bókina. Heiðríkjan blá er önnur ljóða- bók Jakobs Jónssonar frá Hrauni. Hún skiptist í tvo meg- inkafla, sem í eru 32 ljóð og einnig eru í bókinni þula og kvæðið ísland. Andrína Jóns- dóttir myndskreytti bókina. Vængbrotin orð er fjórða bók Jónasar Friðgeirs Elíassonar. Hún skiptist í þrjá meginkafla aöaístemn ásberg sigurösson jarbljóö og eru 52 ljóð í þeim. Guðrún E. Ólafsdóttir myndskreytti bók- ina. Augu í draumi eftir Agneta Pleijel er gefin út með stuðningi Norrænu menningarmálanefnd- arinnar og er fyrsta þýdda ljóða- bókin í Ljóðasafni Fjölva. ALMENNA bókafélagið hefur gefið út bókina 20 sönglög eftir Gylfa Þ. Gíslason í útsetningu Jóns Þórarins- sonar. í fréttatilkynningu frá AB segir: „Sönglög Gylfa Þ. Gíslasonar eru bæði aðlaðandi og fögur, enda virðast þau hafa náð til hjarta fólks því að þau eru þegar mörg hver á flestra vörum. Tuttugu af lögum hans koma nú út á nótum í frábærri útsetningu Jóns Þórar- inssonar tónskálds.“ Lögin í bókinni eru við eftirtalin ljóð: Ljósið loftin fyllir, Heiðlóar- — frá Tryggva Gíslasyni Vegna skrifa Helgarpóstsins í dag, neyðist ég til að senda þér stutt bréf. Á kennarafundi í Menntaskólanum á Akureyri fyrir hálfum mánuöi, voru ekki „greidd atkvæði um Jóhann Sigurjónsson aðstoðarskólameistara," heldur um það, hvort auglýsa bæri stöðu skólameistara, meðan ég hef leyfi frá störfum. Ýmsir þeir, sem greiddu tillög- unni atkvæði, gerðu það til þess að styðja það að Jóhann fengi stöðuna eftir að auglýst hefði verið. Fráleitt er því að gera því skóna, „að mikill ófriður verði um Jóhann fái hann starfið". Jóhann Sigurjónsson var settur aðstoðarskólameistari eftir um- sókn og að áeggjan kennara. Að- stoðarskólameistari skal vera stað- gengill skólameistara eins og segir í lögum um menntaskóla. Eg hef fengið leyfi til að gegna störfum deildarstjóra í skrifstofu Norrænu ráðherranefndarinnar í Kaupmannahöfn í allt að fjögur ár, eins og samningar milli Norð- urlandanna heimila. Það er því ekki aðeins, að ég vilji að Jóhann Sigurjónsson aðstoðarskólameist- ari verði skólameistari, heldur skal hann gegna því starfi. Að loknu starfi mínu í Kaupmannahöfn ætla ég að koma aftur að Menntaskól- anum á Akureyri. í grein Helgarpóstsins segir, að mál, sem legið hafi í þagnargildi, hafi nú „dúkkað upp“, m.a. fjármál sjálfs skólans og dýr silkihúfuyfir- bygging, sem orðið hafi í minni tíð. Fjármál skólans fara um hend- ur Fjármálaskrifstofu Mennta- málaráðuneytis, Ríkisendurskoð- unar og Ríkisféhirðis, og hefur engin athugasemd verið við þau gerð. En þetta kitlar og heldur fleiri blöð gætu selst, því fýsir eyru illt að heyra. Við hvað þú átt með dýrri silki- húfuyfirbyggingu veit ég ekki. Hins vegar starfar nú fleira fólk við skólann en fyrir 14 árum. Á þeim tíma hefur nemendum líka fjölgað úr 480 í 730. Og svo er það „tölvuskóli MA“. Rétt er, að námskeið á vegum skól- ans hafa verið kölluð Tölvuskóli MA. Nafnnúmer „tölvuskólans" er hins vegar hið sama og Mennta- skólans á Akureyri, og í öllum samningum hefur þetta nafnnúm- er verið notað, m.a. í samningum við Atlantis hf. Söluskattssvik eru þar engin, enda eru tölvur undan- þegnar söluskatti. Laun kennara á tölvunámskeiðum skólans eru hin sömu og fyrir aðra kennslu, en lægri en t.d. fyrir kennslu í öld- ungadeild, sem þó er sambærileg. Þessi laun hafa öll verið greidd á árinu 1985 og því fullsnemmt að segja að „þau séu jafnframt ekki talin fram.“ kvæði, Stora barnet, Hanna litla, Ég kom og kastaði rósum, í Vest- urbænum, Um sundin blá, Við Vatnsmýrina, Litla skáld, Ég leit- aði blárra blóma, Nótt, Barnagæla, Tryggð, Þjóðvísa, Amma kvað, Sokkabandsvísur, Tunglið, tunglið taktu mig, Sommerens sidste blomster, Lestin brunar, Fyrir átta árum. Ljóðin eru prentuð í heild með hverju lagi. 20 sönglög eru 54 bls. að stærð. (Jtgefandi er Almenna bókafélag- ið. Tryggvi Gíslason Enginn „skólastjóri" er við „tölvuskólann". Jóhann Sigurjóns- son hefur hins vegar fjallað um ýmis mál í Menntaskólanum á Akureyri sem varða tölvur og tölvukennslu vegna sérþekkingar hans og sérstaks áhuga. Hann er ekki umboðsmaður fyrir Atlantis hf. og hefur enga umbun þegið frá því fyrirtæki. Tölvur þær, sem skólinn á nú, eru keyptar fyrir gjafafé og tekjur af tölvunám- skeiðum. Sögusjóður Menntaskólans á Akureyri er stofnun, sem hefur sérstakt söluskattsnúmer. Laun við samningu verksins voru að miklum hluta greidd úr ríkissjóði og úr Launasjóði rithöfunda svo og með styrk úr Framkvæmdasjóði Islands. Sjálfur hef égengan mann beðið um að telja ekki fram greiðslur sem þeir hafa fengið úr sjóðnum. Mikilsvert er að hafa glögg- skyggna og réttsýna blaðamenn. Vandi fylgir hins vegar vegsemd hverri, líka þeirri vegsemd að vera blaðamaður og ritstjóri Helgar- póstsins. Ekki skil ég, hvað fyrir þér vakir að birta klausu eins og þá, sem þú birtir í dag eða hverjum það kann að vera til góðs. En ég vona, að þér takist ekki að vinna meiri skaða með þessum söguburði en þú hefur þegar gert. Söguburð- ur þessi er rangur og slík iðja er fyrirlitleg. Menntaskólanum á Akureyri 1985, Höíundur er skólameistari Menntaskóians í Akureyri. Gylfi Þ. Gíslason Fimm nýjar bækur í Ljóðasafni Fjölva Tuttugu sönglög Gylfa Þ. Gíslasonar
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.