Morgunblaðið - 21.12.1985, Blaðsíða 45

Morgunblaðið - 21.12.1985, Blaðsíða 45
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 21. DEgEMBER 1986 45 beri vitni sannleiksgildi þessara orða. Ritið ber einnig vitni djúpstaeðri þekkingu Jóns Þorlákssonar, vönd- uðum vinnubrögðum og öfgalaus- um málflutningi. Ég man fyrst þegar ég tók þátt í pólitískum deilum við sósíalista, og það var nokkuð snemma, var ritgerð Jóns Þorlákssonar: „Milli fátæktar og bjargálna", sannkallaður bjarghringur minn. í þeirri ritgerð segir Jón: „Sá, sem vill leita eftir efnalegri velgengni fyrir sjálfan sig, verður að gjöra það með því fyrst og fremst að leitast við að fullnægja sem best þörfum annarra. Þetta er fyrsta grundvaliarlögmál allrar heilbrigðrar efnahagsstarfsemi í því mannfélagi, sem byggt er á atvinnufrelsi og frjálsum viðskipt- um.“ Nú þegar skuldasöfnun erlendis er okkar mesta vandamái er fróð- legt og lærdómsríkt að lesa um skoðanir og athafnir í þeim efnum fyrir 60 árum. Þá sagði hann um skuldasöfnun ríkissjóðs: „Þetta má ekki verða endirinn á okkar sjálf- stæðissögu," og lét síðan verkin tala sem fjármálaráðherra og kom fjármálum í rétt horf. Þá er ekki síður ástæða til að vekja athygli á bókinni „Lággeng- ið“, sem kom út haustið 1924, og endurbirt er í þessu riti. Gengishækkunin 1925, sem Jón beitti sér fyrir hefur löngum verið umdeild, ekki síst þá er hún var gerð innan íhaldsflokksins sjálfs. Það er heldur ekki einsdæmi að skiptar skoðanir séu um stefnuna í gengismálum hér á í slandi. En auðséð er hvað hefur vakað fyrir Jóni Þorlákssyni. Hann vildi ekki, að fullvalda ríki þyrfti að búa við neinar kotungskrónur, eins og hann orðar það, heldur skyldi það í gengismálum halda í við aðrar þjóðir. Hér er sem endranær á fferðinni hinn ríki metnaður Jóns fyrir hönd íslendinga. Ég get ekki stillt mig um að segja dæmi um það, hvernig sá metnaður, vönduð vinnubrögð og forsjálni Jóns fyrir nær 60 árum komu okkur að gagni á þessum áratug og um framtíð alla. íslendingum barst fyrirspurn frá danska utanríkisráðuneytinu hvort íslendingar hefðu nokkuð við það að athuga, að Norðmenn eignuðu sér Jan Mayen m.a. til veðurathugana. Upplýst var að Danir ætluðu ekki að mótmæla. I svari Jóns Þorlákssonar 27. júlí 1927 til utanríkisráðuneytisins í Kaupmannahöfn er þess óskað, að sérstaklega verði lögð áhersla á við Norðmenn, að fsland hafi ákveðna hagsmuni sem næsti ná- granni þessarar eyjar og að svo miklu leyti, sem til mála komi að hagnýta eyjuna til annars en veð- urathugana, óski íslenska ríkis- stjórnin að gera þann fyrirvara að áskilja íslenskum ríkisborgu- rum jafnrétti á við ríkisborgara hvaða annars lands sem væri. Það er skemmst frá að segja, að samningar okkar við Norðmenn um Jan Mayen sem tryggja okkur sama rétt og Norðmönnum til fisk- veiða og hafsbotnsréttinda byggj- ast ekki síst á þessu bréfi Jóns Þorlákssonar, þáverandi forsætis- ráðherra. Ég verð nú að stytta mál mitt, en áður en ég lýk ræðu minni vil ég þakka forráðamönnum stofnun- ar Jóns Þorlákssonar fyrir það merka framtak að gefa rit hans út með þeim myndarlega hætti, sem raun ber vitni. Sérstaklega ber að þakka dr. Hannesi Gissurarsyni sem sá um útgáfuna, þetta lofs- verða framtak. Það er í senn merkilegt, að slík útgáfa rita Jóns Þorlákssonar skuli ekki hafa fyrr séð dagsins ljós og svo hitt að ástæða sé til að gefa út rit hans 50 árum eftir fráfall hans. Ég býst við því, að fátt eitt, sem nú er sagt eða birt í stjórnmálaum- ræðunni þoli birtingu að meira en 50 árum liðnum. En þetta rit á svo sannarlega erindi til íslendinga einmitt þegar við þurfum margan erfiðan vanda að leysa, og fordæmi Jóns Þorláks- sonar í lífi og starfi mætti vissu- lega verða sem flestum til eftir- breytni. Frá fundi stofnunar Jóns Þorlikssonar, þegar riti Jóns var fylgt úr hlaði. Vitni um djúpstæða þekkingu og öfgalausan málflutning — eftirGeir Hallgrímsson Mér er það mikil ánægja og heiður að fylgja úr hlaði ritsafni Jóns Þorlákssonar með nokkrum orðum nú þegar það er gefið út á 50 ára ártíð hans. Ég þekkti ekki Jón Þorláksson persónulega, enda var ég aðeins 9 ára þegar hann fellur frá langt fyrir aldur fram. En ég man hann á götu og minnist með hvílíkri virðingu um hann var talað og skrifað. Mér er líka minnisstætt úr foreldrahúsum, hve mikil áhrif andlátsfregn Jóns Þorlákssonar hafði á foreldra mína og hve mikill missir fráfall hans var talið. Okkur sjálfstæðismönnum er minning Jóns Þorlákssonar einkar hugstæð. Eftir fullveldisviður- kenninguna 1918 fóru stjórnmála- flokkar eins og kunnugt er að taka meira mið af öðru en sambandinu við Dani. Af því leiddi að flokkar tóku að riðlast og nokkur umbrot áttu sér stað áður en menn skipuðu sér í nýjar fylkingar. Á þriðja tug aldarinnar var Jón Þorláksson frumkvæðismaður að sameina frjálslynd borgaraleg öfl, en fátt sýnir betur að við ramman reip var að draga, að á þessu tímabili var stofnað til samtaka undir nöfnum eins og Sjálfstjórn, Sparn- aðarbandalagið og Borgaraflokk- ur, áður en íhaldsflokkurinn var stofnaður 1924, en hann sameinað- ist síðan Frjálslynda flokknum við stofnun Sjálfstæðisflokksins 1929. Það hefur verið ómetanlegt að svo vel tókst til að sameina frjáls- lynd borgaraleg öfl á íslandi undir forystu Jóns Þorlákssonar sem fyrsta formanns Sjálfstæðis- flokksins. Lengi býr að fyrstu gerð og enn er upprunaleg stefnuskrá Sjálfstæðisflokksins í fullu gildi, sjálfstæði þjóðar og einstaklinga. Engum hefur tekist betur en stofn- endum Sjálfstæðisflokksins að meitla stefnu flokksins eins og gert var í upphaf i: 1. Að vinna að því og undirbúa það, að ísland taki að fullu öll sín mál í eigin hendur og gæði lands- ins til afnota fyrir landsmenn eina, jafnskjótt og 25 ára samnings- tímabil sambandslaganna er á enda. 2. Að vinna í innanlandsmálum að víðsýnni og þjóðlegri umbóta- stefnu á grundvelli einstaklings- frelsis og atvinnufrelsis með hags- muni allra stétta fyrir augum. En eins og fram kemur í þessu riti í ræðu frá 1916 hafnaði Jón Þorláksson kenningum manna eins og t.d. Jónasar Jónssonar frá Hriflu og Ólafs Friðrikssonar um stéttaflokka. Jón Þorláksson hefur sérstak- lega skýrt það, að nafngift flokks- ins var ekki einungis dregin af fyrra stefnuskráratriðinu, að vinna að fullu að sjálfstæði þjóðar- innar, heldur og engu síður af öðru stefnuskráratriðinu, sem gefur til kynna þjóðfélagsstefnu hins nýja flokks almennt. Með orðum Jóns Þorlákssonar var skýringin: „í innanlandsmálum bendir sjálf- stæðisnafnið allvel á þungamiðju þess ágreinings sem skilur milli flokksins og sósíalistanna... í þessu felst einmitt, að flokkurinn vill virða og efla sjálfstæði ein- staklinganna innan þjóðfélagsins, bæði manna, stofnana og félaga. Á framtaki einstaklinganna og frelsi þeirra til þess að beita kröftum sínum til hagsbóta, byggir þessi stefna fyrst og fremst vonirnar um framhaldandi umbætur í lífs- kjörum þjóðarinnar." Jóni Þorlákssyni hefur stundum verið lýst sem íhaldssömum kyrr- stöðumanni. Ekkert er fjær sanni. Um það ber rit þetta best vitni. Jón Þorláksson átti að vísu þátt í nafngift íhaldsflokksins en í rit- gerð sinni um íhaldsstefnuna segir hann að nöfnin íhald og íhalds- stefna séu almennt látin tákna þá lífsskoðun og landsmálastefnu, sem nefnd er konservativ á hinum norðurálfumálunum flestum. „Konservativ“ þýðir eiginlega varðveitandi eða hneigðir til varð- veislu og er íslenska orðið því fremur ófullkomin þýðing hins útlenda heitis," segir Jón og bætir Riti Jóns Þorlákssonar var fylgt úr hlaði á há- degisverðarfundi Stofn- unar Jóns Þorlákssonar síðastliðinn fimmtudag. Þar flutti Geir Hall- grímsson, utanríkisráð- herra, það ávarp, sem hér birtist. við: „Þess vegna er íhaldsheitið ekki nægilega skýr og ótvíræð táknun hinnar konservativu stefnu, varðveislustefnunnar." Og Jón Þorláksson bendir á gildi og nauðsyn varðveislustefnunnar, þegar móðurmálið og menningar- arfur okkar á í hlut. Hann nefnir og varðveislu gamalla húsa vegna listræns gildis þeirra, en var þó um leið frumkvöðuli þess, að híbýli landsmanna væru byggð úr stein- steypu. Jón Þorláksson biður ekki afsök- unar á íhaldsstefnu en rit þetta sýnir einmitt, að það voru orð að sönnu, þegar Jón Þorláksson lýsti áhugamálum sínum á stúdentsár- unum: „Verklegar framfarir lands og lýðs voru efni og uppistaöa allra ættjarðarhugsjóna minna á þess- um árum.“ Rit þetta og ævistarf Jóns Þorlákssonar sýnir, að hann lét ekki sitja við orðin tóm en lét hugsjónir rætast. Samstarf Hannesar Hafstein og Jóns Þorlákssonar var gæfuríkt á fyrstu heimastjórnarárunum. Jón Þorláksson var fram- kvæmdamaður þeirrar gerðar, sem Matthías Johannessen mundi væntanlega kalla athafnaskáld. Hann var einn mesti afkastamað- ur sinnar samtíðar, brúaði bilið milli orða og athafna, milli drauma og veruleika. Og gaman er að rifja upp ummæli Bjarna Benediktssonar, eftir að Jón Þorláksson tók að sér borgarstjóraembættið, að Jón hafi verið „ófeiminn við að láta uppi, hversu sér félli betur að undirbúa hinar miklu verklegu framkvæmd- ir Reykjavíkurbæjar svo sem Sogs- virkjun og hitaveitu, heldur en endalaust þóf á Alþingi." Þó lék enginn vafi á því að Jón Þorláksson naut sín vel á Alþingi. Tengdafaðir minn, Finnur Sig- mundsson landsbókavörður, var á námsárum sínum og fyrstu starfsárum þingskrifari fyrir tíma upptökutækja. Hann sagði mér: „En best var að skrifa eftir Jóni Þorlákssyni. Þótt hann talaði blaðalaust í hita umræðnanna, haggaðist hann hvergi, þótt þungi fylgdi orðum hans og ræðan var í heild svo rökföst og skipuleg, að ætla mætti að hún hefði verið samin fyrirfram orði til orðs frá byrjun til enda.“ Ég hygg að rit það, sem hér er að koma fyrir almenningssjónir Geir HaHgrímsson utanríkisráðherra flytur ávarp á fundi stofnunar Jóns Þorlákssonar. Við hlið hans sitja frú Vala Thoroddsen og dr. Gylfi Þ. Gíslason.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.