Morgunblaðið - 21.12.1985, Side 52

Morgunblaðið - 21.12.1985, Side 52
52 MORGUNBLAÐIÐ, LAUG ARDAGUR 21. DESEMBER1985 i Hátíð í SanU Fe. Leirhús Puebloindíána f Pueblo de Taos, New Mexico. Bakaraofn í skotinu. Taos sem er þorpskirkjan í Ranch- os, rétt fyrir norðan Santa Fe. Mikið var um að vera í Santa Fe 8. september sl. Hátíðarhöld við torgið, útihljómleikar mexikansk- ar lúðrasveitar, indiánakonur selja varnig sinn í bogagöngum torgs- ins, litskrúðugt fólk i þúsundatali og svo um kvöldið var hápunktur dagsins þegar um 15.000 manns söfnuðust saman á íþróttavellinum þar sem brennd var allhá stytta sem tákna átti frjósemisguð. Þá var farin blysför í náttmyrkrinu sem þúsundir manna tóku þátt i. Ekki vantar góða veðrið hér til slíkra útisamkoma, en veðurfar er þurrt og heitt að sumri en aldrei óbærilegt. Fylkið er í um eitt þús- und metra hæð fyrir ofan sjávar- mál. Veturinn getur verið harður, en fólk léttir sér þá bara upp við skíðaiðkun i fjöllunum. Það er óhætt að segja að vilji maður kynnast mannlifinu vel í Banda- ríkjunum þá er að minum dómi vænlegast að heimsækja minni bæi og smáþorp. í New Mexico er gnægð slíkra tækifæra og alls staðar tekið vel á móti. Ahrif indíánamenningar eru mikil, list- sköpunin, húsagerðarlist, hin svo- nefnda Abode list er allsráðandi í upprunalega forminu og eftirlik- ingum. Hin svo nefndu Abode-hús eru hús Pueblo indíána byggð úr blöndu af hálmi vatni og leir. Fyrst eru búnir til nokkurs konar mát- steinar úr þessu efni, þeir þurrkað- ir og húsin hlaðin og fyllt upp með leir á milli steinanna. Þegar þetta er þornað eru húsin pússuð að utan með hálmi, leir, vatnsblöndunni og bakast þetta til nokkurrar hörku í sólinni. 1 borginni Pueblo de Taos rétt fyrir norðan lista- Fimmta stærsta fylki Bandaríkjanna að flat- armáli er New Mexico. Fylkið liggur að landa- mærum Mexíkó í suðri, Arizona til vesturs, Colorado og Utah í norðri og Texas lýkur hringnum í austri. Akaflega tilkomumikið er að lenda á flugvellin- um fyrir utan Albuquer- que, sem er stærsta borg fylkisins með um hálfa milljón íbúa. í austri er borgin umluk- in fjallgarði, miklu skíðasvæði. Upp á tind- ana má komast með lengstu svifbraut í heimi. Brautin er svissnesk að gerð og eru tveir kláfar sem flytja farþega á fímm- tán mínútum á tindinn, flmmtíu í hverri ferð. Geysilega fallegt útsýni er yfír borgina og til vesturs og norðurs í átt- ina að Santa Fe. Bakhlið kirkjunnar í Ranchos de Taos, þetta mótff málaði Georgia O’Keefee fyrir um fimmtfu árum og er sú mynd með þekktarí myndum í Bandaríkjun- um. Ivestur frá Albuquerque eru aðallega hásléttur alla leið inn í Arizona. Innan fylkis- ins ægir saman fornminjum og framtíðarsýn, en á síð- árum hefur orðið mikil ný- sköpun í hátækniiðnaði. Sköpuð hafa verið um 100.000 ný störf innan framtíðarrannsókna. Rann- sóknir við lasergeislatækni, Iækn- isfræði auk hernaðarrannsókna. Stórir hlutar fylkisins eru bann- svæði fyrir almenning sökum hernaðarrannsókna. Stórir hlutar fylkisins eru bannsvæði fyrir almenning sökum hernaðarum- svifa. Kjarnorkuvopnarannsóknir hafa þar lengi farið fram. Þegar haldið er í norður frá Albuquerque er haldið í vit ævintýra. Brátt er komið að borginni Santa Fe sem I hugum margra tengist kúreka- myndum, indíánum og gömlu járn- brautalestinni, er fór um Santa Fe. Santa Fe er höfuðborin, þar er þingið og íbúar eru um 50.000. Mikill aðflutningur hefur átt sér stað á undanförnum árum, enda þykir hinum efnuðu hvergi flnna að búa i dag heldur en í Santa Fe. Þar eru margir frægir listamenn, stjórnmálamenn, leikarar og aðrir. Hin fræga listakona Georgia O’Keefee býr þar við háan aldur. Ein frægasta mynd hennar er bakhlið kirkjunnar í Ranchos de Beóið eftir heitu mafsbrauði með hunangi.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.