Morgunblaðið - 21.12.1985, Qupperneq 43

Morgunblaðið - 21.12.1985, Qupperneq 43
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 21. DESEMBER1985 43 Norsk olía leggur Svíþjóð undir sig Ösló, 20. desember. Frá J»n Erik Laure. fréturíura Morpmblateins. NORSK olía mun nú fljóta í stríð- vörur úr hráplasti. um straumi i sænskum markaði. Norska ríkisolíufélagið Statoil hefur tekið við rekstri 422 bensínstöðva í Svíþjóð gegn tveggja milljarða nkr. (um 11 milljarða ísl. kr.) greiðslu, en stöðvarnar voru áður í eigu ESSO. Með í kaupunum fylgir gjald- þrota fyrirtæki, sem m.a. framleiðir Kaup þessi hafa í för með sér, að Statoil verður stærsti aðilinn á bensínsölu markaðnum í Svíþjóð. Sænska ESSO-fyrirtækið hefur nú um 20% markaðshlutdeild í bens- ínsölunni þar. Áður hafði Norsk Hydro 5% af markaðnum, eftir að fyrirtækið keypti sænsku Mobil- samsteypuna. Það tók norsk og sænsk stjórn- völd níu mánuði að komast að samkomulagi um þessi kaup, enda um flókið mál að ræða: „En nú erum við búnir að ná endum saman og það kemur samvinnu Svía og Norðmanna á sviði iðnaðar mjög til góða,“ segir Thage G. Petersón, iðnaðarráðherra Svíþjóðar. Noregur: Flugvirkjar hætt- ir í hægagangi Ooió, 20. deoember. AP. FLUGFÉLAGIÐ SAS hóf í dag flug ( við norska flugvirkja sé enn óleyst. Flugvirkjar ákváðu að hefja aftur vinnu í nótt og fresta hæga- gangsaðgerðum sínum fram á jóla- dag til þess að hjálpa fólki að komast til sinna nánustu á jólun- um. Aðgerðir flugvirkja hafa ekki mælst vel fyrir hjá almenningi í landinu. „Utan fyrsta flugsins í morgun frá Björgvin til Oslóar ætti allt flug að vera samkvæmt áætlun í dag,“ sagði Even T. Hansen, blaða- Noregi á nýjan leik, þótt launadeilan fulltrúi, í morgun. Hægagangur flugvirkja hófst á miðvikudag og hafði slæmar af- leiðingar fyrir allt innanlandsflug í Noregi, en kom ekki jafn mikið að sök í utanlandsflugi. Flugvirkjar fara fram á 10 pró- senta launahækkun, en SAS hefur boðið 6,2 prósent hækkun. Fulltrú- ar SAS og stéttarfélags flugvirkja sátu á fundi í alla nótt án þess að komast að samkomulagi. AP/Símamynd Mikki í Frakklandi Mikki mús, góðkunningi barna á íslandi, sem og annars staðar í heiminum, er á myndinni kominn til Frakk- lands, þar sem hann er að kynna sér aðstæður fyrir nýjan skemmtigarð Disney-fyrirtækisins þar í landi, þann fjórða í röðinni. Mikki hlýtur að fara að verða sterkefnaður. Frakkland: Myrti einn, særði fjóra og framdi sjálfsvíg Strasbourg, 20. deaember. AP. MAÐUR nokkur skaut í gær af hálfsjálfvirkum riffli inn í veitinga- stað og eftir nærliggjandi götum í Strasbourg í Frakklandi í gær. Maðurinn varð einum að bana og særöi fjóra áður en hann beitti vopninu gegn sjálfum sér. Að sögn frönsku lögreglunnar heitir maðurinn Djilani Manhdi. Hann skaut fjórum sinnum inn í veitingahúsið, sem er í miðbæ Strasbourg. Eitt skotið hæfði eig- anda veitingastaðarins, Michel Zussy, og særðist hann alvarlega. Þá flúði Manhdi með gesti veit- ingahússins á hælunum og skot- hríðinni linnti ekki. Meðan á flótt- anum stóð skaut Manhdi mann að nafni Francois Lingelsen til ólífis og særði þrjá aðra. Þegar lögreglan kom á vettvang jókst byssugleði Manhdi um helm- ing og skaut hann í allar áttir og sundurgataði bifreiðir og hús- veggi. Síðan beindi hann vopninu að höfði sér og skaut sig til bana. Ný mynd- bandaleiga Við höfum opnað nýja leigu í stórglæsilegu húsnæði að Skipholti 50c, gegnt Tónabíói. Þar geturðu í rúmgóðu húsnæði leigt uppáhaldsmyndböndin í ró og næði. Við bjóðum yfir 1000 titla af öllum gerðum myndbanda; hasarmyndir, gamanmyndir, bamamyndir og allt þar á milli. Einnig höfum við á boðstólum fjölda framhaldsþátta auk styttri þáttaraða. Allt efni Myndbandaleigu kvikmyndahúsanna er með íslenskum texta. Kíktu inn á nýjustu myndbandaleigu landsins. Aðkoman er greið og næg eru bílastæðin. Við bjóðum gæða myndbönd frá eic VIDEO Columbia Emi Tefli Bergvik Orion Canon o.fl. o.fl. SKIPHOLTI 50C, GEGNT TÓNABÍÓI. S: 688040. Aö Myndbandaleigu Kvikmyndahúsanna standa nú Laugarásbíó, Regnboginn og Háskólabíó
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.