Morgunblaðið - 21.12.1985, Page 43

Morgunblaðið - 21.12.1985, Page 43
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 21. DESEMBER1985 43 Norsk olía leggur Svíþjóð undir sig Ösló, 20. desember. Frá J»n Erik Laure. fréturíura Morpmblateins. NORSK olía mun nú fljóta í stríð- vörur úr hráplasti. um straumi i sænskum markaði. Norska ríkisolíufélagið Statoil hefur tekið við rekstri 422 bensínstöðva í Svíþjóð gegn tveggja milljarða nkr. (um 11 milljarða ísl. kr.) greiðslu, en stöðvarnar voru áður í eigu ESSO. Með í kaupunum fylgir gjald- þrota fyrirtæki, sem m.a. framleiðir Kaup þessi hafa í för með sér, að Statoil verður stærsti aðilinn á bensínsölu markaðnum í Svíþjóð. Sænska ESSO-fyrirtækið hefur nú um 20% markaðshlutdeild í bens- ínsölunni þar. Áður hafði Norsk Hydro 5% af markaðnum, eftir að fyrirtækið keypti sænsku Mobil- samsteypuna. Það tók norsk og sænsk stjórn- völd níu mánuði að komast að samkomulagi um þessi kaup, enda um flókið mál að ræða: „En nú erum við búnir að ná endum saman og það kemur samvinnu Svía og Norðmanna á sviði iðnaðar mjög til góða,“ segir Thage G. Petersón, iðnaðarráðherra Svíþjóðar. Noregur: Flugvirkjar hætt- ir í hægagangi Ooió, 20. deoember. AP. FLUGFÉLAGIÐ SAS hóf í dag flug ( við norska flugvirkja sé enn óleyst. Flugvirkjar ákváðu að hefja aftur vinnu í nótt og fresta hæga- gangsaðgerðum sínum fram á jóla- dag til þess að hjálpa fólki að komast til sinna nánustu á jólun- um. Aðgerðir flugvirkja hafa ekki mælst vel fyrir hjá almenningi í landinu. „Utan fyrsta flugsins í morgun frá Björgvin til Oslóar ætti allt flug að vera samkvæmt áætlun í dag,“ sagði Even T. Hansen, blaða- Noregi á nýjan leik, þótt launadeilan fulltrúi, í morgun. Hægagangur flugvirkja hófst á miðvikudag og hafði slæmar af- leiðingar fyrir allt innanlandsflug í Noregi, en kom ekki jafn mikið að sök í utanlandsflugi. Flugvirkjar fara fram á 10 pró- senta launahækkun, en SAS hefur boðið 6,2 prósent hækkun. Fulltrú- ar SAS og stéttarfélags flugvirkja sátu á fundi í alla nótt án þess að komast að samkomulagi. AP/Símamynd Mikki í Frakklandi Mikki mús, góðkunningi barna á íslandi, sem og annars staðar í heiminum, er á myndinni kominn til Frakk- lands, þar sem hann er að kynna sér aðstæður fyrir nýjan skemmtigarð Disney-fyrirtækisins þar í landi, þann fjórða í röðinni. Mikki hlýtur að fara að verða sterkefnaður. Frakkland: Myrti einn, særði fjóra og framdi sjálfsvíg Strasbourg, 20. deaember. AP. MAÐUR nokkur skaut í gær af hálfsjálfvirkum riffli inn í veitinga- stað og eftir nærliggjandi götum í Strasbourg í Frakklandi í gær. Maðurinn varð einum að bana og særöi fjóra áður en hann beitti vopninu gegn sjálfum sér. Að sögn frönsku lögreglunnar heitir maðurinn Djilani Manhdi. Hann skaut fjórum sinnum inn í veitingahúsið, sem er í miðbæ Strasbourg. Eitt skotið hæfði eig- anda veitingastaðarins, Michel Zussy, og særðist hann alvarlega. Þá flúði Manhdi með gesti veit- ingahússins á hælunum og skot- hríðinni linnti ekki. Meðan á flótt- anum stóð skaut Manhdi mann að nafni Francois Lingelsen til ólífis og særði þrjá aðra. Þegar lögreglan kom á vettvang jókst byssugleði Manhdi um helm- ing og skaut hann í allar áttir og sundurgataði bifreiðir og hús- veggi. Síðan beindi hann vopninu að höfði sér og skaut sig til bana. Ný mynd- bandaleiga Við höfum opnað nýja leigu í stórglæsilegu húsnæði að Skipholti 50c, gegnt Tónabíói. Þar geturðu í rúmgóðu húsnæði leigt uppáhaldsmyndböndin í ró og næði. Við bjóðum yfir 1000 titla af öllum gerðum myndbanda; hasarmyndir, gamanmyndir, bamamyndir og allt þar á milli. Einnig höfum við á boðstólum fjölda framhaldsþátta auk styttri þáttaraða. Allt efni Myndbandaleigu kvikmyndahúsanna er með íslenskum texta. Kíktu inn á nýjustu myndbandaleigu landsins. Aðkoman er greið og næg eru bílastæðin. Við bjóðum gæða myndbönd frá eic VIDEO Columbia Emi Tefli Bergvik Orion Canon o.fl. o.fl. SKIPHOLTI 50C, GEGNT TÓNABÍÓI. S: 688040. Aö Myndbandaleigu Kvikmyndahúsanna standa nú Laugarásbíó, Regnboginn og Háskólabíó

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.