Morgunblaðið - 14.09.1980, Blaðsíða 31

Morgunblaðið - 14.09.1980, Blaðsíða 31
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 14. SEPTEMBER 1980 71 I STUTTU MALI Tónabíó: Sagan af 0 Þegar SAGAN AF O kom út í Frakklandi fyrir mörgum árum, vakti hún ge.vsimikla athygii og umtal, þótti bersögul með eindæmum á þess tíma mælikvarða, og ekki þótti það síður hneykslanlegt að höfundur þessarar „listrænu pornógrafíu", var kvenkyns. Síðan hefur mikið vatn runnið til sjávar og nú telst þetta „tímamótaverk", tæpast til djarfra bókmennta frekar en „Fru Lúna í snörunni", eða „Elskhugi Lafði Chatterley". En óneitanlega er bókin skrifuð af stílista sem hefur úr ríkulegu og margsnúnu hugmyndaflugi að moða. En, í stuttu máli, þá veldur myndgerðin vonbrigðum, hvorki fugl né fiskur, líkt og frænkur hennar flestar. Leikstjórinn er sá hinn sami Justin Jaecin og gerði EMANUELLE um árið. Virðist, líkt og þá, prýðisefni í svitalyktareyðis og sjampóauglýsingargerðarmann. Erótík sögunnar gloprar hann niður, því hér er á ferðinni enn ein sykursæt hálfklámsvellan þar sem mannleg náttúra er afskræmd af getuleysi og ódug aðstandenda. Mynd fyrir guðsgeldinga. Væntanlegar myndir í Tónabíó Stallone lætur ekki deigan síga í ROCKY II Alvardo og Jeremy Levy, fara með titilhlutverkin, við góðan orðstír, en með- al annarra leikara er Paul Dooley, (faðirinn í BREAKING AWAY). Leikstjórn annast Robert Young, sem gerði mynd- ina undir verndarvæng Robert Altmans, sem hef- ur verið hliðhollur mörg- um, efnilegum leikstjór- um eins og Robert Benton við gerð THE LATE SHOW og Alan Rudolph, (WELCOME TO L.A.) GO TELL THE SPARTANS Þykir raunsæ lýsing frá upphafi hernaðarátaka Banda- ríkjamanna í Viet Nam, og segir heldur dapurlega sögu af tilgangsleysi og eyðileggingarmætti styrj- alda. Með aðalhlutverkið fer gamli harðjaxlinn Burt Lancaster en leik- stjóri en Ted Post. JACKSON COUNTY JAIL, nefnist hasarmynd úr Suðurríkjunum, ættuð úr B-mynda smiðju Roger Corman. Með aðalhlut- verkið fer Yvette Mimi- eux. Síðast, en ekki síst, ber svo að geta velkominna endursýninga nokkurra, frábærra stórmynda frá United Artists, sem kvik- myndaunnendur munu örugglega bíða eftir með óþreyju, en það eru THE GRADUATE, (sem sýnd verður mjög fljótlega), THE RUSSIANS ARE COMING, THE RUSSI- ANS ARE COMING, IN THE HEAT OF THE NIGHT og hin óglevman- lega MIDNIGHT COWBOY. Kynjaverur í kynjaveröld LORD OF THE RINGS Áströlsk kvikmynda- gerð er á mikilli uppleið, og nýtur vaxandi virð- ingar hvarvetna. Ein þeirra mynda sem gert hafa garðinn frWgan er MAD MAX, sem gerist í náinni framtíð. Segir hún j af tveim hópum mótor- hjólakappa sem berjast um völdin á, þá, auðum hraðbrautum Ástralíu. Hér er mikið um „stunt“- atriði, sem þykja ein- staklega vel heppnuð. MAD MAX er fyrsta mynd leikstjórans George Miller. Leikstjórinn John. G. Avildsen er kunnastur fyrir myndirnar JOE og ROCKY, en fyrir þá síð- arnefndu hlaut hann Oscars-verðlaunin. SLOW DANCING IN THE BIG ; CITY er næsta mynd hans og fjallar um gjör- ólíkt efni — ástarævin- J týri milli harðsvíraðs J dálkahöfundar, (Paul Sorvino), og upprennandi ! ballettdansmeyjar, sem ' leikin er af hinni kana- dísku ballerínu Anne j Ditchburn, (hennar fyrsta hlutverk á hvíta tjaldinu). Bakgrunnurinn ! er New York borg. Tónabíó hefur haldið nafni Jean-Paul Bel- mondo á lofti hérlendis, | öðrum kvikmyndahúsum fremur, og bregður ekki útaf hefðinni, því á næstu | grösum er myndin FLICK OU NOYOlí, sem gæti útlagst „Löggur og bófar“, innihaldið semsagt í j dæmigerðum Belmondo- ! hasarstíl. Einn eftirminnilegasti samleikur fyrr og síðar: Dustin Hoffman og John Voight í MIDNIGHT COWBOY. Seinni hluti INVASION OF THE BODY SNATCHER, læt- ur kunnuglega í eyrum kvikmyndaunnenda, enda er það nafnið á klassískri s-f mynd sem Don Siegel gerði árið 1956. En nú bíður ný útgáfa þessarar frægu myndar, sýningar í Tónabíó, og hefur hún hlotið mjög góða dóma. Leikstjórinn er hinn eft- irtektarverði Philip Kauf- man, sem gerði eftir- minnilegan vestra sem nefndist THE GREAT NORTH FIELD, MINNE- SOTA RAID. Með aðal- hlutverkin fara Donald Sutherland, Brooke Adamas, Leonard Nimoy og Jeff Goldblum. HARIÐ, þarf ekki að kynna fyrir kvikmynda- húsagestum, svo mikið hefur verið rætt og ritað um kvikmyndagerð þessa fræga söngleiks. En nú er von á þessari stórkostlegu mynd Formans áður en langt um líður. Leikstjóranum, (og teiknaranum) Ralph Bakshi, hefur tekist það sem flestir töldu ógjörn- ing — að festa hið klass- íska verk J.R.R. Tolkiens, THE LORD OF THE RINGS, á filmu. En þessi rómaða teiknimynd þykir öllum aðstandendum til Ur kvikmyndaheimi borgarbúa Síðasta vika var tíðindalítil, enda gekk allt með venjulegum hætti í kvikmyndaheimi borgarbúa. Eastwood og Siegel hafa enn einu sinni sannað hressilega karl- mennsku sína, því FLÓTTINN FRÁ AL- CATRAZ, hefur gengið við metaðsókn í Háskóla- bíó. Sama máli gegnir um myndina um kvenskör- unginn NORMU RAE í Nýja Bíó. I Stjörnubíó og Austur- bæjarbíó, kitla enn þeir ágætu grínistar Dom DeLouise og Gene Wild- er, hláturtaugar bíógesta, og er lítið lát á aðsókn- inni á myndir þeirra. LÖGGAN BREGÐUR Á LEIK, og FRISCO KID. Tónabíó hefur nú dustað rykið af SÖG- UNNI AF 0, sem “finnur hina fullkomnu fullnægju í algjörri auðmýkt". (sjá umsögn annars staðar á síðunni). I Laugarásbíó þenja sig þekktir hálsar, Jerry Lee Lewis og Chuck Berry, og má þar kenna velþekkta slagara frá uppgangsár- um rokksins. En myndin AMERICAN HOT WAX, fjallar einmitt um þetta öndvegistímabil. sóma, og brátt munu blasa við furðuverur Miðjarðar Tolkiens.á gafli Tónabíós. Myndin PIRANHA, mun vera náskyldur ætt- ingi JAWS, sem hrelldi áhorfendur uppúr sætum sínum fyrir nokkrum ár- um. Meginmunurinn er sá, að nú eru það ekki hákarlskjaftar sem hrella baðstrandargesti, heldur sá smávaxni fiskfjandi er nefnist Piranha. Með önnur hlutverk far Brad- ford Dillman, Kevin McCarthy og Keenan Wynn. Flestir héldu (og marg- ir vonuðu), að Sylvester Stallone, sigldi ferli sín- um í strand með mynd- inni ROCKY II, en allar bölbænir urðu að engu og gagnrýnin hljóðnaði þeg- ar framhaldsmyndin birt- ist, sem margir telja að taki jafnvel þeirri fyrri fram. ROCKY II, er önnur útgáfa svipaðs efnis og með sömu aðalleikurum, eða þeim Stallone, Taliu Shire, Burgess Mender- didt, Carl Weathers og Burt Young, og forverinn, en nú hefur „ítalski stóð- hesturinn", eins og Stall- one er löngum kallaður vestra, einnig bætt við sig leikstjórninni. RICH KIDS, nefnist mynd sem vakið hefur mikla eftirtekt og hlotið góða dóma vestan hafs í sumar. Efnið er sérstætt og óvenjulegt, eða hvernig tólf ára unglingar bregð- ast við hjónaskilnaði í fjölskyldunni. Þau Trini

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.