Morgunblaðið - 14.09.1980, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 14.09.1980, Blaðsíða 16
56 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 14. SEPTEMBER 1980 Islenzka flugævintýrid Áræðni og frumlegar hugmyndir Ljósmyndir: Ólafur K. Magnússon. Fyrsta flugvél í eigu íslendinga 1919. Vélin er á „flugvellinum" í Vatnsmýrinni. Snemma fjerðu menn sér gran fyrir því, að flugið |væri lykillinn að fullkomnum samgöngum á ís- landi. Flugferðir höfðu tekið mikl- um framförum í fyrri heimsstyrj- öldinni og árið 1919 hófst reglu- legt farþegaflug í Evrópu. Þá var aðeins hálfur annar áratugur lið- inn frá því, er þeir bræður Orville og Wilbur Wright hófu sig fyrstir manna til flugs í Kitty Hawk í Norður-Karólínufylki í Bandaríkj- unum árið 1903. Arið sem farþegaflug hófst í Evrópu stofnuðu nokkrir fram- sýnir menn Flugfélag Islands og voru helstir hvatamenn að stofn- un þess þeir Garðar Gíslason stórkaupmaður og Halldór Jón- asson frá Eiðum. Félagið fékk kaftein úr lofther Breta, Cecil Faber að nafni, til liðs við sig og keypt var tveggja sæta Avro-vél með 110 hestafla Le Rohme-mót- or. Vélin var ný af nálinni og keypt af bresku stjórninni. Tími flugsins var þó ekki kom- inn fyrir alvöru á íslandi við þessi tímamót og félagið varð að hætta starfsemi árið 1921. Tilraunin var þó ekki með öllu árangurslaus, því hún hafði vakið flugáhuga íslend- inga og opnað augu þeirra fyrir gildi flugsamgangna. Þess má geta að útbúinn var „Flugvöllur" fyrir þessa vél í Vatnsmýrinni á þeim slóðum þar sem nú er Reykjavíkurflugvöllur. Ahugi framsýnna Islendinga dvínaði aldrei fyrir flugsamgöng- um og Eric Nelson hélt mönnum við efnið er hann lenti flugvél sinni í Hornafirði þremur árum síðar, eftir rúmlega 8 klukku- stunda flug frá Kirkwall á Orkneyjum Það var einn af áföngunum í hnattflugi Bandaríkjamanna árið 1924. Nels- on var fyrsti maðurinn sem kom loftleiðis til íslands og hann markaði því ekki einungis tíma- mót í sögu íslands heldur einnig í sögu alþjóða flugsamgangna. Súlan og veiðibjallan Árið 1928 var gerð önnur til- raun til að stofna Flugfélag Is- lands. Aðalforystumaður þess var dr. Alexander Jóhannesson, síðar háskólarektor. Félagið hafði til umráða þýska sjóflugvél af Junkers-gerð með 230 hestafla Sidney-Puma hreyfli. Sú flugvél gat tekið 5 farþega. Þessi flugfé- lagstofnun var gerð í samvinnu við þýska flugfélagið Lufthansa og stóð yfir í fjögur sumur. Síðari tvö árin voru tvær Junkers-vélar í förum á vegum félagsins, hét önnur Súlan og hin Veiðibjallan. Þrátt fyrir áhuga stofnendanna varð þetta flugfélag að leggja upp laupana árið 1932 og það var ekki fyrr en fimm árum síðar, að félag var sett á stofn sem lifði af byrjunarörðugleikana. Það var Flugfélag Akureyrar sem síðar varð það Flugfélag íslands sem lengst lifði. Áhugi manna á flug- samgöngum var þó áfram mikill og heimsóknir erlendra flugkappa höfðu sitt að segja í því efni. Þar nægir að minna á hópflug ítala 1933 þegar tuttugu og fjórar ítalskar flugvélar heimsóttu Reykjavík á leið sinni vestur um haf. Leiðangursstjóri í þeirri ferð var Balbo hershöfðingi, flugmála- ráðherra Ítalíu. Sama ár fór bandaríski flugkappinn Charles Lindberg í könnunarflug fyrir Pan-American flugfélagið um Forsíðan Myndirnar á forsíöu þessa blaös tók Ólafur K. Magnússon, Ijós- myndari Morgunblaösins, með þrjátíu ára millibili. Önnur er af Magnúsi Guðmundssyni flug- stjóra og hin af Boeing 727-þotu Flugleiöa í flugtaki. Norður-Atlantshafið og hafði hann viðdvöl á Islandi. Flugíélagið stofnað Aðalhvatamaðurinn að stofnun Flugfélags Akureyrar 1937 var Agnar Kofoed-Hansen, núverandi flugmálastjóri, en hann var þá nýkominn frá flugnámi í Dan- mörku. Hluthafar voru 15 og var Viihjálmur Þór kaupfélagsstjóri fyrsti stjórnarformaður, en með- stjórnendur voru þeir Guðmundur Karl Pétursson læknir og Kristján Kristjánsson forstjóri Bifreiða- stöðvar Akureyrar. Vorið 1939 lét Agnar Kofoed-Hansen af störfum hjá félaginu og Örn Ó. Johnson tók við. Hann gerðist forstjóri fyrirtækisins og eini flugmaður þess. Hann hafði þá fyrir nokkru lokið brottfararprófi frá flugskóla í Oakland í Kaliforníu og kynnt sér flugrekstur hjá Boeing-fyrir- tækinu. Árið eftir að Örn Ó. Johnson tók við stjórn fyrirtækis- ins var það endurskipulagt, hluta- fé aukið og aðsetur þess flutt til Reykjavíkur. Jafnframt var nafni félagsins breytt í Flugfélag ís- Iands. Við margvíslega erfiðleika var að glíma á uppvaxtarárum flugfé- lagsins. Engir flugvellir voru í landinu, engin flugþjónusta, rad- íóvitar ekki til og veðurlýsingar af skornum skammti. Fyrsta vél fé- lagsins var af gerðinni Waco Yks og var nefnd TF-Örn. Hun kom til landsins í apríl 1938 og var sett saman í Vatnagörðum í Reykjavík þaðan sem henni var flogið norður til Akureyrar 2. maí. Fyrsta far- þegaflug vélarinnar var tveimur dögum síðar, til Reykjavíkur frá Akureyri. Flogið var með strönd- um fram og var flugtíminn hátt á þriðju klukkustund. Önnur vél af sömu tegund kom til landsins árið 1940 og fékk nafnið haförninn. Alfreó Elíasson um þaó leyti er Loftleiöir buðu lœgri fargjöld yfir Norður-Atlantshafió en önnur flugfélög. Hann er með líkan af DC-4 Skymaster, en það var sú flugvélategund sem Loftleiðir höfðu í sinni þjónustu á áratugnum 1950—1960. Starfsmenn Loftleiöa 1949 eóa 1950. Þeir standa fyrir framan Grumman-flugbát í eigu félagsins. Eftir björgun bandarísku skíöavélarinnar af Vatnajökli 1952. Á myndinni eru frá vinstri: Kristjana Milla Thorsteinsson, Alfreð Elíasson, Kristinn Olsen og Hrafn Jónsson. Uppbygging innanlandsflugsins Vorið 1940 urðu nokkrar tak- markanir á flugstarfseminni í landinu af völdum hernáms Breta og var allt flug bannað um hríð. Sumarið 1941 var fyrsta áætlun- arleið félagsins opnuð á ný milli Reykjavíkur og Akureyrar, en það er sú flugleið sem enn í dag er fjölförnust allra áætlunarleiða innanlands. í árslok 1941 réðst félagið í að kaupa fyrstu tveggja hreyfla vél sína frá Bandaríkjun- um. Það var Öeechcraft-vél sem tók átta farþega. Hún kom til iandsins vorið 1942 og þá um sumarið var opnuð áætlunarleiðin milli Reykjavíkur og Egilsstaða. Næstu árin var hröð endurnýj- un á flugflota félagsins og áætlun- arleiðum innanlands fjölgaði. Tvær tveggja hreyfla De Havil- landvélar voru keyptar frá Bret- landi árið 1944 og um haustið það ár eignaðist félagið fyrsta Katal- ína-flugbát sinn, TF-ISP. Hann var keyptur frá Bandaríkjunum og tók 22 farþega. Með tilkomu hans jókst sætaframboðið um allt að helming og árið 1945 voru fluttir 7000 farþegar. Þess má geta til samanburðar að fyrsta heila starfsár Flugfélags Akur- eyrar 1938 hafði félagið flutt um 770 farþega, þannig að farþega- fjöldinn hafði næstum tífaldast. Er hér var komið í sögu hafði starfsmönnum félagsins fjölgað verulega, en þeir voru tveir í

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.