Morgunblaðið - 14.09.1980, Blaðsíða 17

Morgunblaðið - 14.09.1980, Blaðsíða 17
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 14. SEPTEMBER 1980 57 upphafi og þrír frá ársbyrjun 1939. Fyrstu DC-vélina eignaðist Flugfélag íslands árið 1946 og í kjölfar hennar komu tvær Katal- ínaflugvélar til viðbótar. Síðar bættust við fleiri DC-3 vélar og loks Grumman Goose og Nordin Norseman flugvélar. Frá því í ársbyrjun 1952 ánnað- ist Flugfélag íslands meginhluta alls áætlanaflugs innanlands og bættust þá meðal annars flugleið- irnar Reykavík-Vestmannaeyjar og Reykjavík-Isafjörður inn á áætlun félagsins. Á þeim árum sem síðan hafa liðið hefur farþegafjöldinn margfaldast og til marks um það má nefna að árið 1955 voru farþegar félagsins í innanlandsflugi 44.512. tíu árum fjórir og flugstjóri var Jóhannes R. Snorrason. Alls voru farnar þrjár ferðir það sumar, þar af tvær áfram til Kaupmannahafnar og voru farþegar samtals 56! Sjóflugvélar þóttu óhentugar til millilandaflugs og vorið 1946 voru tvær Liberatorflugvélar teknar á leigu hjá Scottish Airlines. Hvor vél gat tekið 24 farþega og var flogið til Prestwick í Skotlandi og áfram til Kaupmannahafnar. Þetta flug stóð fram til ársins 1948 er Flugfélag íslands eignað- ist sína fyrstu millilandaflugvél. Það var DC-4 Skymastervélin Gullfaxi sem rúmaði 60 farþega. Það ár var tekið upp flug til Osló og Lundúnir bættust við ári síðar. Önnur Skymastervél, Sólfaxi, var Eisenhower, síðar forseti Bandarikjanna, ferdaöist með gamla Gullfaxa frá Reykajvík til Keflavíkur, þegar hann var hér á ferð um 1950. Með honum á myndinni er Kristín Snæhólm flugfreyja. Stjórn Flugfélags íslands 1942 fyrir framan Beechcraft-vél- ina TF-ISL. Talið frá vinstri: Kristján Kristjánsson, Agnar Kofoed-Hansen, Örn Ó. Johnson, Bergur G. Gíslason og Jakob Frímannsson. síðar voru þeir orðnir 93.489 og árið 1975 voru þeir 205.176. Gagn- ger endurnýjun innanlandsflug- flotans hófst árið 1965 með komu fyrstu Fokker-Friendship flugvél- arinnar. Evrópuflug Flugfélagsins Millilandaflug Flugfélags ís- lands hófst jafnskjótt og séð var fyrir enda síðari heimsstyrjaldar- innar, nánar tiltekið 11. júlí 1945 er Katalínaflugbáturinn TF-ISP lagði upp frá Skerjafirði og lenti i Largs Bay í Skotlandi sex klukku- stundum síðar. Farþegar voru keypt árið 1954 og vorið 1955 flutti Flugfélag íslands viðkomustað sinn í Skotlandi frá Prestwick til Glasgow. Sama ár hófst flug til Hamborgar sem stóð óslitið fram til ársins 1962, en til Stokkhólms var flogið sumarlangt árið 1955. Árin 1962—1968 hélt félagið uppi áætlunarflugi milli tslands og Bergen og árið 1963 hófst Færeyjaflugið. Þrettán árum áður hófst flug Flugfélags íslands til Grænlands sem hefur síðan verið liður í flugstarfsemi félagsins. Vorið 1957 voru keyptar tvær nýjar fjögurra hreyfla Vicker Viscount skrúfuþotur sem rúmuðu 63 farþega hvor. Á árunum 1961 og 1962 voru keyptar tvær DC-6B Cloudmasterflugvélar. Bylting Farþegar úr fyrstu ferð Loftleiða frá New York 12. júní 1947. Alfreð Elíasson er á leið niður landganginn með flugleiðsögubækurnar. Fyrsti Katalínu-flugbátur Flugfélags íslands, oft nefndur „Pétur gamli“, á Skerjafirðinum. varð aftur á móti í millilanda- flugflota Flugfélags íslands árið 1967 með komu Boeing-727 þot- unnar Gullfaxa. Önnur þota af sömu gerð, Sólfaxi var keypt í Bandaríkjunum snemma árs 1971. Með tilkomu Boeing-vélanna var þotuöld hafin í flugsamgöngum Islendinga. Fyrstu ár Loftleiða Saga Loftleiða hófst í desember 1943 þegar þrír íslenskir flug- menn, Álfreð Elíasson, Kristinn Ólason og Sigurður Ólason, ákváðu að hætta störfum hjá hinum konunglega kanadíska flugher og flytjast heim til ís- lands. Þeir voru áhugasamir hug- sjónamenn og vildu nýta þekkingu sína og kunnáttu í þágu fóstur- jarðarinnar. Þeir höfðu með sér eina einshreyfils sjóflugvél af Stinson-Reliant gerð og stofnuðu Loftleiði í mars 1944. Fyrstu árin var starfsemin fólg- in í innanlandsflugi, sjúkraflugi og aðstoð við fiskiflotann. Verk- efnin urðu brátt það viðamikil að kaupa varð eina flugvél til viðbót- ar. Flugfélagið dafnaði vel og á átta ára afmæli þess voru í eigu Loftleiða 3 flugvélar af Stinson gerð, 5 Grumman Goose sjóflug- vélar, 2 Norseman flugbátar, 2 Avro-Ansen vélar og 2 Skymaster vélar auk 2 Catalína flugbáta. Mikij samkeppni var milli Flug- félags íslands og Loftleiða á þess- um árum á innanlandsleiðum og þegar stjórnvöld skiptu flugsam- göngum upp í sérleiðir og deildu þeim milli félaganna fannst Loft- leiðamönnum svo að sér kreppt að ákveðið var að hætta innanlands- fluginu og selja flugvélarnar. Síð- asta innanlandsflug Fiugleiða var farið 3. janúar 1952. Hér urðu mikil tímamót í sögu Loftleiða. Félagið hafði haft Skymaster vél í förum milli landa allt frá árinu 1947, en ekki tekist að koma upp föstum áætlunarferðum. Starf- semin erlendis var takmörkuð og skrifstofur aðeins í Kaupmanna- höfn frá 1948 og New York frá 1951. Allt flug Loftleiða lá niðri frá því er síðasta innanlandsflug- ferðin var farin og til þess dags er freistað var að koma upp viku- legum ferðum til og frá New York. Fyrsta reglubundna áætlunar- ferðin þangað var farin 12. júní 1952. „Loftleiðis landa milli“ Stofnendur Loftleiða höfðu frá uppphafi alið með sér þann draum, að hefja reglubundið flug yfir Atlantshafið með viðkomu á Islandi. Þeir vildu gera ísland að áfangastað á leiðinni yfir Atlants- hafið. Þegar árið 1946 ákvað stjórn félagsins að kaupa fyrstu millilandaflugvélina og þótti mörgum djarft teflt hjá félagi sem aðeins hafði flutt 4000 farþega árið áður, að ráðast í slíka fjár- festingu. Starfsmenn voru aðeins 15, flugfloti félagsins var með sæti fyrir 47 farþega og ein skrifstofa í leiguhúsnæði við Hafnarstræti í Reykjavík. Nýja vélin var 44 sæta DC-4 Skymaster og fékk nafnið Hekla. Þessi vél var fyrsta milli- landaflugvélin í eigu íslendinga. Fyrsta flug Heklu til íslands var frá Winnipeg í Kanada 13. júní 1947, en fyrsta áætlunarflug- ið var frá Islandi til Kaupmanna- hafnar á þjóðhátíðardaginn 17. júní 1947. Aðra vél af sömu gerð keypti félagið í Bandaríkjunum sumarið 1948 og sú vél fór fyrsta áætlunarflugið til Bandarikjanna 25. ágúst 1948. Sú ferð var farin í tilefni þess að þremur mánuðum áður hafði félagið fengið heimild til að halda uppi áætlunarflugi milli íslands og Bandaríkjanna í samræmi við samning milli ís- lands og Bandaríkjanna um gagn- kvæmar flugsamgöngur. Flug- stjóri í þeirri ferð var Alfreð Elíasson. Erfiðir tímar Samkeppnisaðstaða Loftleiða var örðug á fyrstu árunum eftir 1952. Flugkostur félagsins var sá sami og í upphafi millilandaflugs- ins en stærri félög höfðu tekið hraðskreiðari og þægilegri vélar í SJÁ NÆSTU SÍÐU

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.