Morgunblaðið - 14.09.1980, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - 14.09.1980, Blaðsíða 6
46 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 14. SEPTEMBER 1980 lífi — þeir sem voru útundir sig og höfðu lært á kerfið, höfðu mesta möguleika til að komast af. Sumir fanganna höfðu þraukað þarna í meira en tíu ár — þeir voru flestir haldnir kvalalosta og lögðust á samfanga sína við hvert tækifæri. Þessir menn voru orðnir geðveikir af meðferðinni sem þeir höfðu hlotið." Hvað veldur því að svona víti verður til, — að mannskepnan leggst svona djúpt i grimmd og skepnuskap. Kannt þú einhver svör við þeirri spurningu? „Þessu er ekki auðvelt að svara en svona lagað er einkenni á flestum einræðisríkum þó það gangi varla eins langt og í tortím- ingarbúðum nazista — þar sem ríkti algert djöfulæði á stríðsár- unum. Gengdarlaus áróður, um- hverfið þarna og sífelldur ótti um eigið öryggi mótaði menn á þenn- an hátt. Það var eins og virð- ingarleysið fyrir mannlegu lífi og mannlegum þjáningum væri smit- andi, og vörðunum var refsað ef þeir sýndu föngunum linkind. Þeir lifðu í stöðugum ótta um að verða sendir til Austurvígstöðvanna og áttu mjög erfiða ævi þarna í fangabúðunum. Veldi nazista byggði á fangabúðum fyrst og fremst. Þeir handtóku alla, sem sýndu þeim minnsta mótþróa, og kvöldu þá miskunnarlaust í þess- um fangabúðum öðrum til viðvör- unar. Þannig tókst þeim að koma í veg fyrir að nokkurn tíma mynd- uðust samtök sem hnekkt gætu veldi þeirra. Versta meðferð fengu svokallað- ir pólitískir fangar — menn sem höfðu andæft nazismanum á ein- hvern hátt. Þeir voru nefndir NN-fangar (Nacht und Nebel — nott og þoka) og var farið þannig með þá að þeir entust sjaldan lengi. Flestir þeirra lentu í sér- fangabúðum s.s. Natzweilerfanga- búðunum, — þar lifðu menn að jafnaði ekki nema í þrjá mánuði og þeim var sagt þegar þeir komu þar, að þaðan myndu þeir ekki sleppa lifandi." Var mikið um að menn reyndu að strjúka? „Nei, flótti var hér um bil vonlaus og varðaði í felstum tilfellum dauðarefsingu. Þeir sem komust út úr fangabúðunum náð- ust í felstum tilfellum aftur og voru þá venjulega teknir af lífi. Ef flótti átti að heppnast, þurftu menn að hafa góð sambönd; verða sér úti um gild skilríki og tala lýtalausa þýzku. Jafnvel Þjóðverj- um, sem struku úr fangabúðunum, gekk illa að dyljast í Þýzkalandi nazismans því allstaðar voru þef- arar.“ Að lokum langar mig til að spyrja þig um myndaflokkinn Þegar Bandamenn náðu til fang abúðanna gat hvervetna aö líta hrúgur af líkum sem Þjóðverjar hðfðu ekki náö aö brenna Helförina. sem sjónvarpið lauk sýningu á í siðustu viku — hvað fannst þér um þessa mynd.? „Mér finnst að hún eigi fullan rétt á sér, — og ef nokkuð getur komið í veg fyrir að þessir atburð- ir endurtaki sig þá er það að fólk fái að vita hvað gerðist þarna. Myndin er mjög áreiðanleg og ég er sannfærður um að ekki er um neinar ýkjur að ræða í henni. Hún fjallar að vísu um annað svið hörmungarsögu stríðsáranna en ég þekki af eigin raun — ég er allan tímann í fangabúðum og kynntist lífinu fyrir utan ekki mikið. En í Sachsenhausen voru margir fangar, bæði Gyðingar og Pólverjar, sem sögðu okkur frá hvernig fjölskyldur þeirra voru fluttar til útrýmingarbúðanna í Auschwitz. Þeim sögum bar alveg saman við það sem fram kemur í þessari mynd. Við umræðurnar, sem voru í sjónvarpinu eftir að lokaþáttur myndarinar hafði verið sýndur á miðvikudagskvöld, vil ég hins veg- ar gera athugasemd. Þátttakend- urnir í þessum umræðum virtust vita næsta lítið um það sem raunverulega gerðist í Þýzkalandi á stríðsárunum. Sumt af því sem þessir menn sögðu fannst mér beinlínis villandi. Einn þátttak- endanna talaði t.d. um að hann hefði um tíma búið í grennd við Buchenwaldfangabúðirnar og átti ekki orð yfir hversu umhverfi þeirra væri fagurt. Þá minntist hann eins vinar síns, sem sat þar inni í þrjár vikur — hann var snoðaður þegar hann kom út úr fangabúðunum en hafði að öðru leyti „ekki yfir neinu að kvarta". Það er varla hægt að skilja þetta öðruvísi en að maðurinn hafi átt þarna hreinustu sæluvist. En fólk verður að hafa í huga hvers konar þjóðfélagsástand rík- ir þegar þetta gerist. Þessi maður hefur verið mjög heppinn að sleppa úr fangabúðunum eftir svona skamma dvöl. En ef hann hefði sagt eitt orð um það, sem hann varð vitni að innan fangels- ismúranna, hafði hann þegar í stað verið fangelsaður á ný og ekki sloppið eins vel í það skiptið. Ég skil það ve' að þessi maður skyldi láta vel af fangavist sinni og „hefði ekki yfir neinu að kvarta“. Það hefur áreiðanlega verið vitur- legast fyrir hann að þegja yfir sannleikanum. Og þetta finnst mér að allir ættu að gera sér ljóst sem kynni höfðu af þjóðfélags- ástandinu í Þýzkalandi nazism- ans,“ sagði Leifur að lokum. Bragi Óskarsson Það kom líka fyrir að menn væru hengdir á vinnustað. Það var gert við tvo Hollendinga og vissu félagar þeirra varla fyrr en þeir héngu dánir í gálganum. Voru Hollendingarnir ásakaðir um að hafa unnið skemmdarverk. Líkt kom fyrir Pólverja einn sem vann að næturlagi í her- gagnaverksmiðju. Gætti hann véla en það var einfalt og tilbreyt- ingarlítið starf og sofnaði hann frá því eina nóttina. Stöðvaðist vélin og skemmdist eitthvað, en lítið að sögn manna. Pólverjinn var sakaður um skemmdarverk og settur í SK-hegningardeiId. Skömmu síðar var hann leystur úr . hegningardeildinni og settur í sömu vinnuna aftur. Hélt hann því að sjálfsögðu að þessi slysni hans væri gleymd. Fáeinum dög- um síðar var komið með gálga á vinnustaðinn og Pólverjinn hengdur í viðurvist félaga sinna. Þá kom það oft fyrir að menn frömdu sjálfsmorð með því að hengja sig þegar þeir voru orðnir úrkula vonar um að sleppa nokkru sinni út aftur. Eins kom fyrir að SS skipaði skálafyrirliða að neyða einhvern tiltekinn fanga til að fremja sjálfmorð. Var SS þá eitthvað í nöp við manninn og vildi losna við hann á þægilegan hátt. Blóðbað Venjulega voru fangarnir í Sachsenhaus'>n 16—17 þúsund en veturinn 1944—45, þegar margar fangabúðir í austri voru rýmdar, komst talan um tíma upp í 25 þúdsund. I byrjun febrúar, þegar Rússar höfðu verið í stórsókn síðan snemma í janúar, greip mikill ótti SS-mennina og tóku þeir til við að eyðileggja öll sönnunargögn um manndrápin í búðunum. Þá varð og mikið blóð- bað í heila viku, og samkvæmt skýrslum, sem fangarnir komust í á skrifstofunni, voru þá drepnir fjögur þúsund menn, þar af fimm- tán hundruð á einum degi. Þessa daga stóð sífellt mikill reykjar- strókur upp úr bálstofureykháfn- um og lyktin sagði greinilega til um hvað brennt var. Grein í norska dagblaðinu Arb- eiderbladet 9. desember 1947 stað- festir það, sem við fangarnir óttuðumst mikið eftir áramótin 1944—45, — að Þjóðverjar höfðu í hyggju að tortíma okkur öllum, svo enginn væri til frásagnar um það sem gerðist í Sachsenhausen. I greininni er fjallað um þá áætlun þeirra að smala okkur saman og senda okkur á prömm- um út á Norðursjó, — þar átti að sökkva þeim á svo miklu dýpi að aldrei yrði uppvíst hver afdrif okkar hefðu orðið. Björgunarleið- angur sænska rauða krossins Sá atburður er ávailt mun verðá minnisstæðastur okkur Norð- mönnunum, sem vorum fangar í Sachsenhausen, er koma björgun- arleiðangurs sænska Rauða kross- ins. Fyrir atbeina leiðangursins gátum við loks yfirgefið þetta víti sem kvaldi tugþúsundir manna til dauða. Hin veika von, sem svo lengi hafði haldið okkur uppi- standandi, var í einni svipan orðin að veruleika — við gátum haldið heimleiðis. Björgunarleiðangur þessi þykir eitthvert mesta afrek sem hjálp- arstofnun hefur leyst af hendi á stríðstímum. Svíar, Danir og Norðmenn lögðu allir hönd á plóginn og leiðangursmenn stofn- uðu sér í mikla hættu okkar vegna. Aðalstjórnandi leiðangurs- ins var hinn heimsfrægi mannvin- ur Folke Bernadotte, greifi. Á leiðinni til Danmerkur varð, bíllinn, sem við ferðuðumst með, fyrir skotárás vegna mistaka með þeim hörmulegu afleiðingum að þrír af okkur félögunum létu lífið. Þetta gerðist 25. apríl 1945 — aðeins nokkrum dögum áður en stríðinu lauk. Þetta átti sér stað að nóttu til og héldu flugmenn Bandamanna að þarna væru her- flutningabílar Þjóðverja á ferð.“ Eftir að hafa hlýtt á þessa hörmungarsögu spyr ég Leif hvort oft hefði ekki verið freist- andi að gefast upp við þessar kringumstæður? „Ég get ekki neitað að slíkar hugsanir leituðu stundum á mann og eins var maður oft í vafa um hvort þrekið myndi endast til að halda þetta út. Ég var alltaf bjartsýnn á að ég kæmist heim og það hefur sjálfsagt hjálpað mér til að komast í gegn um þetta. — Annars var það undarlegt að hraustlegir menn gáfust oft fyrst- ir upp þarna — hinir sem voru væskislegir og virtust ekki til stórræðanna stóðust mun betur. Þrælkunarvinna í Sachsenhausen Það voru Rauða kross-pakkarn- ir sem raunverulega björguðu lífi okkar — ef þeir hefðu ekki borist myndu fæstir okkar hafa lifað þetta af. Bæði Norðmenn og Danir fengu þessa pakka og það skapaði þeim aðra og betri aðstöðu en hinum föngunum i búðunum. Það var hægt að verzla með innihaidið og múta vörðunum til að komast í skástu vinnuna. Fangarnir frá Noregi og Danmörku höfðu það best af öllum föngunum þarna e.t.v. vegna þess að við voru taldir fulltrúar hins aríska kynstofns. En samt var þetta ekkert sældar- líf — yfir tvö hundruð Norðmenn dóu þarna i búðunum. Eins hafði það mikið að segja á hvaða tíma maður kom í búðirnar. Ég kom að sumri til og hafði þannig tíma ti! að aðlagast lífinu þarna og verða mér úti um fatnað áður en veturinn hófst. Það hafði allt að segja að kunna á lífshætt- ina þarna. Aðalatriðið var að reyna að hverfa í fjöldann og spara kraftana eins og unnt var. Það var rétt eins og í borgaralegu í f angabúð- um nazis ta

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.