Morgunblaðið - 14.09.1980, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - 14.09.1980, Blaðsíða 14
54 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 14. SEPTEMBER 1980 r virT--~m_L Pottarím Umsjón: SIGRÚN DAVÍÐSDÓTTIR í síðasta þætti nefndi ég að það væri sjálfsagt að halda uppskeruhátíð. En það er einnig tilvalið að fagna haustinu með því að búa til eitthvað gott úr sumaruppskerunni og geyma til vetrarins. Alls konar sætsúrt grænmeti er vinsælt með alls kyns mat. Það er hægt að kaupa býsn af slíku í búðunum, en það er yfirleitt ekki ódýrt. Auk þess er alltaf öryggi að búa það til í heimahúsum, og komast þannig hjá a’ukaefnum, sem eru gjarnan sett í fjöldaframleiddan mat. Það er fjarska einfalt að útbúa slíkt grænmeti, en ég ætla ekki að halda því fram að það sé fljótlegt. Það tekur tíma að hreinsa glösin eða krukkurnar rækilega, útbúa löginn og græn- metið. Það er óhætt að reikna með einu kvöldi í þetta. En eins og ég sagði er þetta einfalt, en kostar nokkur handtök. Afrekst- urinn er ósvikinn. Og eitt skuluð þið einnig hafa í huga. Svona grænmeti er tilvalið að gefa, t.d. vinum og kunningjum í afmælis-- gjöf eða við önnur tækifæri. Það er gott að hafa á bak við eyrað þegar jólin nálgast. Athugið einnig, að búið þið til súrt grænmeti, tekur jafn langan tíma að útbúa lítinn og stóran skammt. Þess vegna borgar sig betur að gera ríflegan skammt, hvort sem þið ætlið þetta aðeins handa ykkar nánustu eða ætlið að gefa vinum og kunningjum með ykkur. Góða skemmtun! Sætsúrir grænir tómatar Á haustin er hægt að fá óþroskaða tómata, því síðasta uppskeran nær ekki að þroskast, og tómatavísarnir verða aðeins grænir og harðir. Þeir eru býsna súrir, og því ekki mjög Grænir tómatar girnilegir, eins og þeir koma fyrir af plöntunum. Þó veit ég að sumum finnst þeir góðir í t.d. grænmetissalöt, ásamt t.d. blaðsalati, því þeir eru frískandi á bragðið. en þeir eru alveg ljómandi í edikslegi. Ediks- lögurinn getur verið margvís- legur, því það eru til ýmsar gerðir af ediki. Ein tegund er vínedik, sem er búið til úr víni sýrðu með gerlum. Önnur tegund er edik, sem er búið til úr sýru. Nú, svo er til eplaedik, búið til úr eplasafa. Það er smekksatriði, hvers konar edik þið notið. Edikið er þynnt með vatni og síðan sætt. Þið getið notað venjulegan sykur til þess, en ég mæli mjög með hunangi eða púðursykri, eða hrásykri, unnum úr sykurreyr, en ekki úr rófum, eins og venjulegur sykur. Af þessu finnst mér hunangið gefa bezt bragð, auk þess sem það er hollt. En nú sem áður veljið þið það sem ykkur lízt bezt á. Svo er hægt að krydda edikslög- inn. Og þá er aldeilis úr nógu að velja. Negulnaglar, pip- arkorn, múskathnetur, allra- handa, kanelstengur, engifer- rætur, kúmen, dillfræ, masi (mace) og svo chilipiparhylki, ef þið viljið hafa bragðið sterkt og jafnvel brennandi. Og allt gefur þetta góðan árangur, hvað svo sem þið kjósið að nota og blanda saman. En notið heilt krydd, því duft fer ekki mjög vel í leginum. Ef þið náið ekki í heilt krydd, getið þið sett duftið í grisju og notað það þannig. í staðinn fyrir tómatana getið þið notað annað græn- meti, t.d. gúrkur, rauðrófur, litla lauka eða blandað grænmeti, þ.e. pickles upp á enska vísu. Sætsúrt grænmeti er býsna gott með kjöti og fiski, hvort sem er heitum eða köldum mat. Það er mjög gott saxað og blandað í sýrðan rjóma. Slík sósa líkist mjög, en stendur ekki að baki, remúlaðisósu, sem virðist vera býsna vinsæl og ómissandi í öllum steikara- búðum, hér og erlendis. 1 kg grænir, litlir tómatar. Vatn + 1 msk. salt í hvern líter vatns. Edikslögur: 4 dl. borðedik, eplaedik eða hvítvínsedik. 2 dl. vatn. 125 gr. hunang, púðursykur, hrásykur eða sykur. 2 kanelstengur. 8 negulnaglar. 3 bitar af masa. 10 allrahandaber. 1. Hitið nóg af vatni, eins og ykkur sýnist að þurfi til að fljóti yfir tómatana. Skolið tóm- atana, tínið burt lauf, og hend- ið tómötum sem eru skemmd- ir eða blettóttir. Stingið í þá með nál. Það er gert til þess að vökvinn fljóti betur inn í þá, og svo til þess að hýðið springi ekki, þó það sé ekki óbrigðul vörn. Þegar suðan kemur upp á saltvatninu, setjið þá tómat- ana út í og látið þá sjóða í 8—10 mín, eða þar til þeir mýkjast svolítið. Hellið þeim þá í sigti og látið renna af þeim. Setjið þá í skál. 2. Hitið nú edikslöginn ásamt öllu kryddinu, eða því kryddi, sem ykkur lízt á að nota. Hellið heitum leginum á tóm.- atana og breiðið eitthvað yfir, t.d. pottlok eða plastpoka. Látið standa til næsta dags. 3. Daginn eftir hellið þið leginum af tómötunum og sjóð- ið hann aftur, þ.e. látið suðuna koma upp. Hellið leginum sjóð- andi á tómatana og látið standa til næsta dags, eins og áður. Þá er þetta endurtekið. 4. Þá er komið að því að setja tómatana í glös eða krukkur. Nú ríður á að þvo þau sem allra bezt. Þið þvoið þau auðvitað úr heitu sápuvatni. Notið aðeins glerglös, sem þola suðu eða sjóðandi vatn. Plastílát er erfitt að hreinsa nógu vel, svo ég mæli ekki með þeim. Síðan er gott að sjóða þvegin glösin eða láta þau standa í 15—20 mín. í bakaraofni. Síðan eru tómatarnir settir í hrein glösin, og sjóðandi leginum hellt í þau. Látið mesta hitann rjúka úr, áður en þið gangið tryggilega frá loki á glösin. Bezt er að kæla þau svo á svölum stað, ef mögulegt er. I stað þess að sjóða löginn svona oft, getið þið látið nægja eitt skipti, ef þið ætlið ekki að geyma tómatana lengi. En það er nokkuð öruggt að þeir geymast vel, ef lögurinn er marg soðinn. Og svo má ekki gleyma því að það er hægt að sjóða tómatana niður í þar til gerð glös. Sjóðið þá löginn einu sinni og hellið yfir tómatana í hreinum glösunum. Lokið þeim síðan tryggilega og sjóðið þau í um 10 mín. í potti, þannig að vatnið nái um 2/3 upp á glösin. Það er bezt að láta þau standa ekki á pottbotninum. Viðbót Fyrir skömmu opnaði búð við Lækjartorg, sem meðal annars selur töluvert af kryddi og kryddjurtum. Þarna má t.d. fá heilar, þurrkaðar engifer- rætur og margt fleira. Grænar jurtir fást þarna þurrkaðar bæði í plastpokum og eins í grisju- pokum. Jurtirnar geymast auðvitað vel í plastinu, en síður í grisjunum. Því er áríðandi að jurtirnar séu alltaf nýjar. Þetta er mikil búbót, því enn sem komið er leggja fáar búðir sérstaklega fyrir sig sölu á kryddi og slíkum vörum. Hve- nær skyldi t.d. opna búð, sem verzlar sérstaklega með kaffi og te? Krydd má reyndar fá á ólíklegustu stöðum. í verzlun- inni Kúnígúnd í Hafnar- stræti má t.d. ekki aðeins fá úrvals pottjárnspotta, heldur einnig góðar kryddjurtir, þó úrvalið sé ekki mikið. Öllum þeim sem sendu mér kveðjur og gjafir á áttræðisafmæli minu, þann 28. ágúst s.l. sendi ég m inar beztu kveðjur og þakklæti. Áfzústa Jónsdóttir, Vatnsleysu. Hjartans þakkir til fjölskyldu minnar, frænd- fólks, vina og F.Í.S. fyrir hlýhug, heimsóknir og gjafir i tilefni 70 áranna. Lifið öll í Guðs friði. Jónína St. Jónsdóttir. f KAUPMENN- VERSLUNARSTJÓRAR AVEXTIR IKUMHAR $fri> rfOM$, epíli áppgttttfun stfthsmtn tftWffwWtfl, wáwk greetn fimw;, fet«ííun< necktnrímtt’, rfwtfttwf’ átiettse, avtmadc, tíwtiwiött gmtfMUtfltiHtjtitfute^ EGGERT KRISTJANSSON HF Sundagörðum 4, sími 85300 ! EF ÞAÐ ER FRÉTTNÆMT ÞÁ ER ÞAÐ í MORGUNBLAÐINU

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.