Morgunblaðið - 14.09.1980, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 14.09.1980, Blaðsíða 1
Sunnudagur 14. september Bls. 41—72 Islenska flugmntýrié Þegar Loftleiöir hófu flug yfir Atlantsála á lægra veröi en önnur flugfélög var þaö ör- þrifaráð stjórnenda fyrirtækisins til aó mæta samkeppninni. Félagiö hafói yfir aó ráöa mun ófullkomnari og hægfleygari flugvélum en stóru flugfélögin og samkeppni var óhugsandi á jafnréttisgrundvelli. Fyrirtækiö haföi í skjóli gagnkvæms flugferðasamnings íslands og Banda- ríkjanna lendingarleyfi í Bandaríkj- unum og naut í raun stuönings áhrifamikilla ráðamanna í Washing- ton, þegar boóin voru lægri fargjöld en hjá fyrirtækjum innan Alþjóöa- sambands flugfélaga, IATA. Loft- leiöir voru ekki meðlimir í þeim samtökum og margir voru andvígir einokunarstefnu Alþjóöasambands- ins. Árum saman var fyrirtækiö ódýrasta flugfélagiö á Atlantshafs- flugleiöinni og efnaminna fólki var í fyrsta sinn gert kleift að feröast milli Bandaríkjanna og Evrópu. Áður var þaö einungis á færi auðmanna. Jafnframt uröu umsvif félagsins meiri og meiri og þúsundir manna höföu viöurværí sitt, beint og óbeint, af vexti þess og viögangi. En skjótt skipast veöur í lofti. Olíukreppan 1973 olli fyrirtækinu nokkrum búsifjum, en þaö sama ár var endanlega gengiö frá samein- ingu Loftleiöa og Flugfélags ís- lands, sem veriö höföu samkeppnis- aðilar allt frá fyrstu tíö. Eftir valdatöku Jimmy Carters í Bandaríkjunum 1976 var tilkynnt um nýja stefnu Bandaríkjanna í flugsamgöngum, sem nefnd hefur veriö „free skies“. Samkeppní fór harönandi á flugleið- inni yfir Atlantshafið og félögin fóru aó bjóöa niöur fargjöldin. Þegar á árinu 1977 varö Ijóst að Flugleiðir gátu ekki lengur boöiö ódýrustu fargjöldin á þessari flugleið. Miklar deilur hafa verið innan Flugleiöa allt frá sameiningu Loft- leiða og Flugfélags íslands 1973 og flugmenn félaganna hafa til dæmis aldrei náó saman. Innri óeining í fyrirtækinu hefur ekki auöveldaö forráöamönnum þess baráttuna út á viö, þar sem sífellt hefur sigiö á ógæfuhlióina. Fyrirtækiö varó aó segja upp stórum hópi starfsmanna á miðju ári 1979 og til sömu örþrifa- ráöa var enn gripið í ágúst 1980. Nú er svo komið aö fáir eygja von um þaö, aö Atlantshafsflugið, sem veriö hefur stórkostleg gjaldeyristekjulind íslendinga, veröi nokkurn tíma aftur sú gullkista sem það var. Flugleið- ir standa á miklum tímamótum, eins og svo oft áóur í sögu íslenskra flugfélaga. Mestu máli skiptir aó viö veröi brugóist meö sömu hug- kvæmni og dirfsku og réöi geröum manna í upphafi ævintýrsins. Nú ríóur á aó finna frumlega og óvænta útleiki sem snúa vörn í sókn. Vafalaust finnast þeir, ef gengið veróur aö verkinu í anda frumherj- anna. Morgunblaöiö hefur nú upprifj- un á sögu Flugleiða og stöóu fyrirtækisíns i dag. Fyrsta greinin fjallar um upphafið, næsta grein um sameiningu Loftleiöa og Flugfé- lags íslands og sú þriöja um vanda fyrirtækisins og framtíóarhorfur.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.