Morgunblaðið - 14.09.1980, Blaðsíða 21

Morgunblaðið - 14.09.1980, Blaðsíða 21
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 14. SEPTEMBER 1980 61 Kristinn breKður mælistikunni á skilninKstréð. sem er rúmleKa 5 m. hátt birkitré og lifandi sönnun þess að Reykjanesskaginn er ekki ólifvænlcKri staður fyrir trjáKróður en hver annar. (Ljósm. Hildur IlelKa S.) Þarna hefur sauðkindin komist í nýKræðinK ok naKað. övíst er hvort þessi litla Kreniplanta á sér viðreisnar von eftir þá viðkynninKU. en Björn Þorsteinsson vill friða ReykjanesskaKann fyrir sauðfé. (Mynd. H.H.S.) hefur tekist misvel, því eins og áður sagði er girðingin ekki fjárheld nema að hluta til og er þeim, sem þarna hafa lagt fram starfskrafta sína á liðn- um árum því ekki nema í meðallagi hlýtt til sauðkindar- innar, eða réttara sagt eigenda búsmala, sem að þeirra dómi hirða ekki nægilega um að halda fé sínu innan hæfilegra marka. „En margar trjáteg- undir eru ótrúlega lífseigar," sagði Björn. „Og ef trjágróður vex, þá vex allt annað. Leirinn, sem hér er sums staðar, er dauður jarðvegur, en þar sem t.d. birki hefur náð að festa rætur, er lífefnaverksmiðjan komin í gang. Hér er, eins og sjá má, mikið um birki og það vex vel, þótt það fari seint af stað á vorin. Birkigróðurinn sýnir okkur hvernig Reykja- nesskaginn var, áður en eyð- ingin hófst. Þetta er allt mikið þolinmæðiverk. Fyrstu fimm árin gerist lítið, en eftir að rótarkerfið er komið, marg- faldast gróðurinn. A þessu svæði er ekkert grunnvatn en hér rignir meira en í Reykja- vík. Trjátopparnir eru í styttra lagi í ár og er það þurrkurinn, sem verið hefur, sem þar er að verki. Sumarið hefur annars verið gott og hvergi vottað fyrir maðki eða lús,“ sögðu þeir félagar Björn og Kristinn. Eins og fram hefur komið, er birkið ein höfuðprýði tilrauna- svæðisins og auk skilnings- trésins minna stórir og falleg- ir birkirunnarnir á það hvern- ig umhorfs var á Reykjanes- skaganum, er hann var eitt gróðursælasta svæði landsins, áður en sauðkindin og mann- skepnan eyddu honum í sam- einingu. Að sögn Björns Þor- steinssonar hefur talsvert ver- ið borið á birkirunnana, en birkið vex einnig utan girð- ingar. Hrauntungubirkið, eins og Björn nefnir það, er hvít- stofna og mjög harðgert. Ekki verður skilið við þenn- an gróðurreit í „tilraunastöð skaparans í landasmíð" án þess að minnast á lúpínuna, sem er undirstöðuplanta í landbroti, en að sögn þeirra Björns og Kristins sækir sauð- fé mjög í hana. En ekki var annað að sjá en að lúpínan myndi halda velli, líkt og flestar hinna mörgu tegunda, sem öðlast hafa griðland í þessum tilraunareit og verður eflaust fróðlegt að litast um í landi Straums að fáum árum liðnum, a.m.k. fyrir þá, sem kunna að hafa haldið að Reykjanesskaginn væri gróð- urlaus auðn og að sjálfsögðu einnig fyrir hina, sem vissu betur- H.H.S. Verksmiójusala Buxur á alla aldurshópa Herrabuxur úr flaueli, kakí og denim. Dömubuxur úr flaueli, flannel og kakí. Unglingabuxur úr flannel, flaueli og denim. Barnabuxur úr flannel, flaueli og denim. Sumarjakkar á börn og karlmenn. Geriö góð kaup í úrvalsvöru. Opiö virka daga kl. 9—18. Laugardaga kl. 9—12. BOT HF. Skipholti 7. Sími 28720. AHt ti! aö auka listina í hinni nýju teiknivörudeild Pennans Hallarmúla 2 höfum viö á boðstólum m.a.: olíuliti, acrylliti, vatnsliti, pastelliti, Pappir í flestum gerðum, ramma striga, blindramma, pensla allskon- fyrir grafikmyndir, dúkskuróarsett, ar, oliur, þurrkefni, pallettur og dúk og liti. trönur. Sendum í póstkröfu. Hallarmúla 2 sími 83211.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.