Morgunblaðið - 14.09.1980, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 14.09.1980, Blaðsíða 2
42 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 14. SEPTEMBER 1980 Bærinn að Ásum. Erum ánægð í sveitinni Að Ásum í Gnúpverjahreppi búa hjónin Halla Guðmundsdóttir og Viðar Gunngeirsson, ásamt foreldrum IIöllu. Viðar hefur lokið kandidatsprófi í guðfræði við Háskóla íslands, en Halla lauk prófi við Leiklistarskóla Þjóðleikhússins vorið 1972. Þau fluttust austur í október 1976. Þau eiga tvö börn, Hauk Vatnar, fjögurra ára, og Álfheiði, sem er tveggja ára. Á ferð um Gnúpverjahrepp kom blaðamaður Morgun- blaðsins við að Ásum og tók þau hjón tali. Ilalla Guðmundsdóttir. Viðar Gunngeirsson. „Ég útskrifaðist vorið 1972 úr Leiklistarskóla Þjóðleik- hússins, síðasta árganginum þaðan. Það verður að segjast eins og er, að atvinnuöryggi var og er ekki minna hjá neinni annarri stétt en hjá leikurum, nema ef til vill hjá óperusöngvurum. Ég þurfti þó ekki að kvarta því ég hafði alltaf eitthvað að gera og stundum nóg, þurfti þó alltaf að vinna aðra vinnu með leiklistinni, þar sem Viðar var við nám, auk þess sem hann hafði ekki miklar tekjur um sumarmánuðina. Þegar sú staða kom upp að Viðar hafði ekki, að svo stöddu, áhuga fyrir að leggja fyrir sig prestskap að loknu námi og foreldra mína vant- aði fólk, ákváðum við að ráða okkur í eins árs vinnu- mennsku hjá þeim. Ég hef ætíð verið mikil sveitastelpa í mér og þar sem við áttum von á fyrsta barninu okkar og ég hefði hvort eð er ekki getað leikið, ákváðum við að „slá til“. Eftir mikla um- hugsun og að höfðu samráði við foreldra mína ákváðum við að fara að búa með þeim og sjáum ekki eftir þeirri ákvörðun. Mér líkar mjög vel hér í sveitinni og það eina sem ég sakna úr borginni er leikhús- vinnan, en ég hef reynt að halda mér við og fylgjast með því sem þar er að gerast. Þá hef ég fært upp sýningar hér í Árnesi og víðar og bæði sótt og haldið námskeið í leiklist. Félagslífið hér í sveitinni stendur með mikl- um blóma og yfirleitt margs- konar starfsemi í gangi í einu á veturna, en eðlilega minna á sumrin þegar allir eru í heyskapnum. Hef alltaf verið mikið fyrir skepnur og útveru Ég hef alltaf verið mikið fyrir skepnur og útiveru og það ánægjulegasta sem ég geri er að hjálpa til við burð á vorin. En svo er aftur hin hliðin þegar þarf síðan að sjá eftir lömbunum á haustin. Ég hugsa að erfitt sé fyrir einyrkja að búa og vera bundinn við búið árið um kring. Hér getum við alltaf hliðrað til, foreldrar mínir og við hjónin. Við þurfum alls ekki kvarta undan skiln- ingsleysi né neikvæðum við- brögðum gagnvart nýjum hugmyndum og samskiptin milli okkar hafa alltaf verið mjög góð. Jörðin hefur bókstaflega verið lögð upp í hendurnar á okkur, ræktuð að einum þriðja hluta. Börnin finna til ábyrgðar gagnvart dýrum og umhverfi. Ég held að börn í sveit taki almennt meiri þátt í störfum fullorðins fólks en gerist í borgum og bæjum. Þau finna frekar til ábyrgðar gagnvart dýrum og umhverfi og upp- eldi þeirra mótast mikið af samskiptum þeirra við full- orðna fólkið, en síður af jafnöldrum. Leikir þeirra miðast einnig við störf hinna fullorðnu svo sem að gá til veðurs, og ýmis vandamál sem tengd eru störfum hinna eldri. Ég leyfi mér að segja að þau verða einnig fyrr undir það búin að tka þátt í daglegum störfum þar sem þau tengjast svo náið um- hverfi þeirra. Ég verða að segja að ég er mikið fegin að vera laus við allt „stressið" sem fylgir borgarlífinu og því lengra sem líður þá langar mig minna og minna til Reykja- víkur aftur og mér finnst hún vera sveitafólki óholl að mörgu leyti. Hinu skal ekki neitað að sveitabúskapnum fylgir annars konar álag, en það er þegar illa gengur og illa viðrar, rignir ofan í hálfþurrt hey o.s.frv. Það er hins vegar ekkert eins gam- an og þegar vel viðrar og vel gengur og allir eru í góðu skapi. „Ég fékk áhuga fyrir hest- um og sveitamennsku þegar ég var í sveit hjá Sigurði Óskarssyni í Krossanesi í Skagafirði, en annars er ég alinn upp í Reykjavík," sagði Viðar er blm. beindi orðum sínum til hans. „Það var ekki erfitt fyrir mig að gera upp hug minn, hvort ég vildi verða prestur eða bóndi, og ég held að ég megi segja ið ég njóti mín betur sem bóndi. Ég sé samt sem áður á engan hátt eftir að hafa lært guðfræðina, nema síður sé. Ég kann ljómandi vel við mig hér í sveitinni og enn að minnsta kosti hefur ekki hvarflað að mér að flytjast aftur til Reykjavíkur. Éf menn ætla sér að verða prestar þá finnst mér að þeir verði að trúa á það sem þeir eru að boða eða þá að vera algerlega samviskulausir. Ég ætti að minnsta kosti erfitt með að boða öðrum það sem ég tryði ekki á sjálfur. Auk starfa minna hér kenni ég einnig í Ásaskóla en hætt er við einstöku sinnum að álagið verði of mikið og það komi þar af leiðandi niður á störfunum. Fjár- hagslega höfum við hjónin það nokkuð gott, svo fremi ríkisstjórnin skeri ekki af okkur hausinn með kvóta- kerfinu nú í haust. Annars hef ég sótt um „frumbýlis- kvóta" og geri mér vonir um að hann verði nokkuð rýmri en sá sem okkur var ætlaður upphaflega. Að öðrum kosti má búast við að kjörin verði nokkuð kröpp. Það verður að segjast eins og er, að það er nokkuð seint að ætla sér að skella kvótanum á í ágúst fyrir þetta ár, þannig að frekar skammur tími gefst til aðlögunar. Annars hef ég ekki hugmynd um hvernig þeir ætla að framkvæma allan þennan áætlaða niður- skurð á framleiðslu landbún- aðarafurða, þar á meðal mjólkur, þegar fyrirsjáan- legt er að mjólkurlaust gæti orðið í Reykjavík og ná- grenni í vetur, sagði Viðar að lokum.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.