Morgunblaðið - 14.09.1980, Blaðsíða 18

Morgunblaðið - 14.09.1980, Blaðsíða 18
58 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 14. SEPTEMBER 1980 íslenzka flugævintýrid Áræðni og frumlegar hugmyndir notkun. Innritun farþega í New York fór fram á 17. hæð í stórhýsi á 42. götu og það var ekki heiglum hent að vera sölumaður Loftleiða í milljónaborginni á þessum árum! Árið 1950 hafði verið tímamótár í sögu félagsins. Önnur millilanda- vélin, Geysir, brotlenti á Vatna- jökli. Nokkru síðar brann Hekla á flugvellinum í Róm og miklar vangaveltur voru innan félagsins um það hvort flugi skyldi haldið áfram eða hvort nýta bæri trygg- ingarféð í einhvern annan rekstur. Engin slys urðu á mönnum við þessi óhöpp, en í Geysissiysinu hafði það komið fyrir að banda- rísk skíðavél, sem send var eftir áhöfn Geysis, festist á jöklinum og var skilin þar eftir. Loftleiða- menn keyptu þessa skíðavé! ári síðar fyrir lítinn pening og fóru á jökulinn til að freista þess að ná vélinni. Skemmst er frá þyí að segja að það tókst og flugvélin var óskemmd. Loftleiðamenn seldu hana til Spánar og fengu þannig kærkomið fjármagn til að rétta rekstur sinn af. Sem fyrr segir voru uppi raddir innan Loftleiða um að hætta flugstarfsemi og fara í annan rekstur. Sumir eldri hluthafanna seldu sinn hlut í fyrirtækinu og nýjir menn komu í þeirra stað og það sjónarmið að halda flug- rekstri áfram varð ofaná. Af þeim nýju mönnum sem komu inn í fyrirtækið á þessum tíma má nefna Kristján Guðlaugsson, Svein Valfells og Sigurð Helgason. „We are Slower, but we are Lower“ Það var í ársbyrjun 1953 að stjórn félagsins tók ákvörðun um að bjóða lægri fargjöld en önnur flugfélög á leiðinni yfir Atlants- ála. Að öllum líkindum var það lítið fjárhagslegt bolmagn Loft- leiða sem réði því að sú leið var farin. Eitt af þeim vandamálum sem mætt hafði stjórnendum Loftleiða eftir að innanlandsfluginu var hætt, var að tryggja grundvöll fyrir vikulegum ferðum til og frá New York með það hraðfleygri vél að hún stæðist samanburð við vélar annarra flugfélaga. Stjórn- endum félagsins var ljóst að íslenski markaðurinn var það tak- markaður að tæpast var unnt að byggja á honum. Því vaknaði hugmyndin um lendingarstað í Evrópu. Samkeppni við stóru flug- félögin var nær útilokuð með einni Skymaster vél og félaginu var ókleift að komast yfir nýrri flug- vélar. Raunar var Skymaster-vél- in hin traustasta — hún var aðeins mun hæggengari en yngri og fullkomnari vélar. En hvers vegna ekki, að bjóða lægra fargjald fyrir lengri tíma í flugi? Reynslan hefur sýnt að þetta var í raun eina færa leiðin og jafnframt sú skynsamlegasta fyrir I/oftleiðir. Slagorðið: „We are Slower, but we are Lower" varð til og Loftleíðir höfðu numið nýtt land í farþegamarkaðinum vestan hafs. Hjólin fóru að snúast hjá fyrirtækinu og til marks um það má geta þess að fyrsta árið sem Loftleiðir buðu lægri fargjöld en önnur félög var farþegafjöldinn um 5 þúsund manns, ári síðar hafði hann meira en tvöfaldast. Tíu árum síðar, árið 1963, var farþegafjöldinn kominn upp í rúm 80 þúsnd og sætanýting hafði hækkað úr 59.5% í 76,56%. En það var með þessari stefnu sem Loft- leiðir urðu smám saman að því stórveldi, á íslenskan mælikvarða, sem það var er Loftleiðir og Flugfélag íslands voru sameinuð árið 1973. En fleira kom til. Frumlegar hugmyndir Forráðamenn Loftleiða brugð- ust við sérhverjum vanda með óvæntum og frumlegum mótleikj- um. Til marks um það var „Stop- over“áætlunin sem hófst 1963. Loftleiðir buðu farþegum eins til tveggja sólarhringa dvöl á Islandi á leiðinni yfir hafið. Flestir far- þeganna voru á leið til staða í Evrópu eða Bandarikjunum, en hvers vegna ekki að bjóða upp á stutta dvöl á sérkennilegum stað? Ekki þarf að orðlengja, að þessi áætlun tókst með ágætum og svo var komið að hótelrými í Reykja- vík annaði ekki eftirspurninni. Þá tóku Loftleiðamenn sig til og nýttu grunn, sem til var á Reykja- víkurflugvelli og ætlaður hafði verið nýrri flugstöð. Á þeim grunni reis fyrsti áfangi Hótels Loftleiða. Þessi starfsemi fyrirtækisins hafði mikil áhrif á upphaf ferða- mannaiðnaðar í landinu, sem varla var fyrir hendi áður en Loftleiðir tóku upp þennan þátt flugrekstrarins. Margskonar fyrirtæki skutu upp kollinum með allskyns þjónustu fyrir erlenda ferðamenn. Annað dæmi um hugmynda- auðgi Loftleiðamanna var þegar þeir endurnýjuðu flugflota sinn á árunum upp úr 1960. Eins og áður sagði hófst uppbygging milli- landaflugflota Loftleiða með kaupum á Heklu og Geysi. Þeir notuðust við sömu-flugvélategund fram yfir áramótin 1960. Þær vélar voru síðan smám saman leystar af hólmi af DC-6B Cioud- master vélum sem voru mun hraðfleygari og stærri. Alls eign- aðist félagið fimm vélar af þeirri gerð, sem keyptar voru af banda- ríska flugfélaginu Pan-American á árunum 1959—1962. í mai 1964 kom fyrsta 160 sæta Rolls Ro- yce-400 skrúfuþota félagsins til landsins. Þær urðu alls fimm og var hin síðasta keypt vorið 1968. Veturinn 1965—1966 voru þrjár þeirra lengdar og hin fjórða vetur- inn eftir, þannig að þá rúmuðu þær 189 farþega og voru um tíma sumarið 1966 stærstu farþegavél- ar á áætlunarleiðum yfir Norður- Atlantshafið. Rolls-Royce vélarnar voru keyptar af Canadair og voru af gerðinni CL-44. Vélarnar í þeim voru framleiddar af Rolls-Royce og sagan segir að Loftleiðamenn hafi fengið leyfi verksmiðjunnar til að skýra vélarnar upp. Það hafi Starfsmenn Flugfélags íslands vígja félagsheimili sitt á Reykjavíkurflugvelli sumariö 1947. Félagsheimilið var í gömlum stríösárabragga. Geysir og Hekla á Reykjavíkurflugvelli 1948. Viö komuna til Luxemborgar í maí 1955 er reglulegt flug Loftleiða hófst þangaö. í hópnum má þekkja meöal annarra Victor Dodson, samgöngumálaráöherra Luxemborgar, Ingólf Jónsson, samgöngumálaráöherra íslands, Alfreð Elíasson, Sigurð Helgason og í dyrunum stendur Kristinn Olsen. Flugferðirnar rufu einangrun fjölmargra byggöarlaga á Islandi. Þessí mynd var tekin 1954 eða 1955 þegar fyrst var flogið út í Grímsey. Eyjarskeggjum var boðið í flugferð og hér er hópurinn saman kominn við vélina, sem var af geröinni Douglas DC-3.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.