Morgunblaðið - 14.09.1980, Blaðsíða 23

Morgunblaðið - 14.09.1980, Blaðsíða 23
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 14. SEPTEMBER 1980 63 Flytjcndur: Egill Ólafsson: Soniíur, píanú/ bórður Árnason: Gitar og söngur/ Tómas Tómasson: Bassagítar, söngur og ásláttur/ Ásgeir Óskarsson: Trommur/ Karl Sighvatsson: Orgei píanó. harmonikka og söngur/ Rúnar Vilbergsson: Fagott og tromm- ur. Upptökumenn: Jónas R. Jónsson, Gunnar Smári Helga- son. Baldur Már Arngrímsson og Björgvin Gíslason. Hljómieikar Þursaflokksins í Þjóðleikhúsinu var án efa einn af merkari rokkviðburðum ársins. Hljómleikarnir sem haldnir voru 19. maí síðastliðinn voru ekki einungis merkir fyrir það eitt að „alþýðu“tónlistarmenn fengu sal- inn til umráða heldur fyrir það hversu vel þeir heppnuðust. Hljóðfæraleikararnir Egill, Þórð- ur, Ásgeir, Karl, Tómas og Rúnar eru reyndar sannreyndir fyrsta flokks tónlistarmenn, en á þessum hljómleikum sýndu þeir enn betur en áður að þeir eru í sífelldri þróun og hæfni þeirra hefur síður en svo minnkað. Þessir tónlistarmenn hafa að baki sér brautryðjandi hljóm- sveitir eins og Rifsberja, Spilverk Þjóðanna og Stuðmenn, alR hljómsveitir sem settu svip sinn á tónlistarlíf okkar. Þessi þriðja plata Þursanna kann ef til vill að vera lokaplata þeirra í þeirri tónlistarstefnu sem þeir sköpuðu í upphafi. Platan er þar af leiðandi merk margra hluta vegna. Hún er skrásetning hljómleik- anna, hún er endurminning þeirra sem komu og nutu hljómleikanna og hún er staðfesting á þróun hljómsveitarinnar tónlistarlega. Það sem aftur á móti má telja henni til frádráttar er hversu fáguð hún er og mörg laganna langdregin, en slíkt fer oft ekki jafnvel á hljómplötunni eins og á hljómleikum. Platan hefst á Lúðrasveit Reykjavíkur leika Bjarnarborg- armarsinn en Lúðrasveitin lék í suddanum fyrir utan Þjóðleikhús- ið á meðan fólkið var að þyrpast að. Síðan demba Þursarnir sér beint út í „Búnaðarbálkinn" hans Egils, sem hefði sæmt sér vel á plötu með King Crimson. Taktur- inn og sérstaklega trommuleikur Ásgeirs eru gersemar þessa lags, sem er hér í betri útfærslu heldur en upphaflega útsetningin á fyrstu plötunni. „Orðsending" lag Þursanna við texta Ara Jósefssonar, reyndar með innskotstextum Þursanna sjálfra. Lagið sjálft er hálfgert „boogie" með þungum málm- hljómandi bassaleik, og fagottið leikur nokkurs konar bassa hlut- verk í laginu, en gítarinn, og orgelið sjá um lagið. Lagið var fyrst flutt á ferð þeirra um landið Hinn íslenski Þursaflokkur (Fálkinn FA 016) 1980 en þeir munu hafa verið með fleiri lög við texta Ara. Eftir stuðlabergsbrandara heyrum við næst eitt besta lag Þursanna „Brúðkaupsvísur". Þetta lag Egils hefur náð gífur- legum krafti i auknum flutningi þeirra og það eitt væri nóg til að eiga þessa plötu. Gítarleikur Þórðar er sérlega öruggur hér hvað þá trommuleikurinn og orgelleikurinn. Ef einhver hefur þróast vonum framar í tíð Þursa þá er það Ásgeir Óskarsson sem er örugglega orðinn okkar allra besti trommuleikari. „Bannfæringin“ fylgir á eftir og þrátt fyrir sérlega skemmtilega gítarrunu og flutning Egils, föln- ar það þegar það er flutt á eftir „Brúðkaupsvísunum". Annars er það jafn vel flutt og allt annað hér. Brot úr laginu „Sjö sinnum ...“ líkur fyrri hliðinni og hefði í sjálfu sér ekkert þurft að vera með hér. Seinni hliðin hefst á laginu „Norður við íshaP lag •••,................ ...... Egils Ólafssonar við texta Sigurð- ar Pálssonar. í þessu lagi þenur Karl Sig- hvatsson nikkuna í einföldu jazz- lagi sem minnir einna helst á léttleika Stuðmanna, þó Þursa- þunginn fái að heyrast líka að sjáifsögðu. (Þess má geta að þeir Þórður, Ásgeir og Tómas hafa undanfarið leikið í jazzhljómsveit Reynis Sigurðssonar.) „íshafið" er lagið sem Tómas dansaði eftir fyrir áhorfendur enda heyrist kliðurinn í áhorfendum. Textinn í þessu er ekki mildari en textar Bubba Morthens þó flutningurinn sé ekki á sama hátt. Þetta lag sem ef til vill er þekktara undir nafninu „Rangeyg af fýsn upp á bekk“ var eitt aðalnúmerið Þurs- anna á ferðalaginu um landið „norður við íshaf“. Næsta lag hefst á píanóieik Egils sem má líkja hér við spiladós með ljúfu lagi, við undir- leik hertrommutakts, sérstaklega myndræn framsetning á lagi sem fjailar um sjónvarpið og hvernig það hefur fólk að starandi sljóum vanhugsandi aumingjum(I) Lagið og textinn er Egils og nokkuð heilsteypt, sérstaklega er útsetn- ing hljóðfæra góð. Þórður tekur fyrir stef úr einni af myndum Clint Eastwood (Good Bad & The Ugiy!) og útsetur það á svipaðan hátt og Jimi Hendrix gerði með þjóðsöng Bandaríkjamanna á Woodstock. Rúsinan í pylsuendanum, pönk- kvartettinn hans Tomma. Lagið er „Jón var kræfur karl og hraustur" sem hann syngur sjálf- ur. Kynning Tómasar er líklega líflegust á plötunni og minnir jafnvel á léttleikann á hljómleika- plötu Ríótríósins. Krafturinn í rokkhljómsveit Þursanna minnir einna helst á John Lennon og Plastic Ono Band, eitthvað „pott- þétt“ við það en samt fullkomlega hrátt. Þessir náungar eru greini- lega færir í flestan sjó. Það efni sem á plötunni er, er ekki nema brot af þeim lögum sem flutt voru á hljómleikunum og valið nokkuð gott að því er virðist, þekktustu lögunum bland- að saman við lög sem bæði hafa ekki komið út áður og voru stór hluti af hljómH' " \\\a. þeirra. „The Swing of Delighf „Swing of Delight“ er ekki plata frá rokk/latin hljómsveit- inni Santana, heldur leiðtoga þeirra David Carlos Santana. og tónlistin ekki sú sem hljómsveit- in er írægust fyrir. Santana flytur hér jazz fusion tónlist eins og hún gerist einna best með hjálp allra helstu frumkvöðla þeirrar stefnu, Herbie Hancock, Wayne Shorer, Ron Carter, Tony Williams, Harvey Mason, og Russel Tubbs. Auk þess eru Santana liðsmenn hér í minni hlutverkum, David Margen, Gra- ham Lear, Armando Peraza, Raul Rekow, Alex Ligertwood, Frans- isco Aquabella og Orestes Vilato. Tónlistin er tekin upp á svokölluð „digital" tæki, þar sem upptöku- tækin fá inn forskrift af hreinni og fullkominni upptöku. Og til þess að kaupandi fengi nú enn betri hljómgæði en áður var lög- unum níu dreift á fjórar síður og er meðallengd hverrar síðu varla meira en tíu mínútur. Einstaka sinnum bregður fyrir latneskum stíl eins og t.d. í besta laginu „La Llave" sem er þrælgott sambalag. Þar syngur Ligertwood á meðan Ron Carter leikur á kontrabass- ann sinn. „Golden Hours" er aftur á móti ekta jazz fusion lag þar sem gítarleikur Santana og flautuleik- ur Tubbs er áberandi, en Hancock fer líka á kostum, en platan var að mestu leyti samvinna þeirra Sant- ana og Hancocks. Santana hefur nokkrum sinnum áður gefið út sólóplötur í svipuð- um stíl þó þessi sé kannski þeirra fremst, engin hinna hefur náð verulegum vinsældum. Fjögur laganna eru eftir Carlos sjálfan, „Song For My Brother", „Gardenia“, „La Llave" og „Golden Hours“. Auk þess eru þrjú lög eftir Sri Chinmoy, trúarlegan leið- toga þeirra Santana og Hancock, og leikur grunur á að þau lög hafi verið samin á æfingum með allri hljómsveitinni og Sri eignaður flutningsrétturinn. Þessi lög eru meira í „jam“ stíl þ.e. ieikin af fingrum fram eins og það er kallað af gárungum. Wayne Shorter, hinn víðfrægi saxófónisti, á mikið efni liggjandi eftir sig af löngum ferli (hann er annar aðalmaður í Wather Report og lék t.d. með Miles Davis á árum áður). Eitt af frægari lögum hans er tekið hér „Shere Khan, The Tiger" og flytja það ásamt Sant- ana, Hancock og Shorter, Ron Carter (bs) og Harvey Mason (trm). Þó lög Santana sjálfs séu falleg, er lagið „Love Theme From Spart- acus“ fallegasta lagið á plötunni. Það hefst með ljúfum gítar og píanóleik, en breytist síðan í latneskt lag í stil „Sampa Pa Ti“ og „Europa" sem Santana gerði vinsæl á árum áður. Lög Santana er góð eins og fyrr segir og hafa tvö þeirra verið nefnd. „Song For My Brother" er kannski ekki eins merkilegt og „La Llave" og „Golden Hours", en þar sýnir hann hæfileika sína sem gítarleikari í ríkum mæli. „Gardenia" er fallegt lag í latneskum jazzstíl þar sem hver maður fær að láta í sér heyra, en þeir sem leika í laginu eru auk Santana og Hancock, Wayne Shorter, Ron Carter og Tony Williams. Platan er við hæfi þeirra sem hlustuðu á Herb Alpert plöturnar en vilja ganga lengra í fágun og snilli. Þess má líka geta að þessi plata virðist ætla að ná verulegum vinsældum ef dæma má af þeim hraða sem hún fer upp jazzlistann í Ameríku. Ný 4ra laga plata frá Utangarðsmönnum Eftir helgina kemur út fjög- urra laga plata Utangarðsmanna sem er þeirra fyrsta plata saman. Á plötunni eru lögin „Ha Ha Ha (Rækjureggae)“, „13 til 16“, og lcikin útgáfa af „Rækju- reggae“. Eru öll lögin eftir þá sjálfa og stjórnuðu þeir sjálfir upptökun- um i Hljóðrita en Gunnar Smári Helgason sat við upptökuhorðið. í lok mánaðarins er svo vænt- anleg plata frá frænda Bubba Morthens, Hauki Morthens, sem var enn vinsælli hér á árum áður. Plata hans mun heita „Lítið brölt“, en hljómsveitin Mezzoforte sér um allan undirleik á þeirri plötu. Lögin á plötunni verða 11, öll samin af Jóhanni Helgasyni. Upptökustjórn var i höndum Mezzoforte og Baldurs Más Arngrímssonar, sem einnig sat við upptökuborðið. Báðar þessar plöt- ur koma út á merki Steinars hf. Einnig er væntanleg plata frá Rut Reginalds fyrir mánaðamótin en Geimsteinn hf. er útgefandi af henni. Haukur Morthens, ásamt Gunnari Hrafnssyni og Viðari Alfreðssyni.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.