Morgunblaðið - 14.09.1980, Blaðsíða 19

Morgunblaðið - 14.09.1980, Blaðsíða 19
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 14. SEPTEMBER 1980 59 Þotuöld hefst á islandi meö komu Boeing 727-vélarinnar Gullfaxa 1967. Ingólfur Jónsson samgöngumálaráðherra er í ræðustóli. Gömul stjórnarmynd frá Flugfélagi íslands. Á myndinni eru frá vinstri: Jakob Frímannsson, Richard Thors, Bergur G. Gíslason, Guðmundur Kristjánsson, Friðþjófur Ó. Johnson og Örn Ó. Johnson. Kristinn Olsen og Alfreð Elíasson við komu fyrstu Rolls-Royce-vélarinnar til Loftleiða. haft mikið sölulegt gildi þegar unnt var að auglýsa flug Loftleiða með Rolls-Royce yfir Atlantshaf- ið! Cargolux og Air Bahama Loftleiðamenn sýndu sömu hugkvæmni þegar þeir endurnýj- uðu flugflota sinn á árunum í kringum 1970. Fremur en að leggja vélunum stofnuðu þeir flutningafélagið Cargolux, ásamt sænska skipafélaginu Salinias og Luxair. Átti hver aðili þriðjung en Loftleiðir og Salinias stofnuðu félag um flugvélarnar og leigðu þær Carglux. Það var upphafið að fyrirtæki sem í dag er hið fjórða stærsta sinnar tegundar í heimin- um. Á þessum árum varð breyting á fargjaldamálum yfir Atlantshaf- ið. Sala Loftleiða dróst saman í suðurríkjum Bandaríkjanna og úr vöndu var að ráða. Til að missa ekki þennan markað var gripið til þess ráðs að kaupa flugfélagið Air Bahama af breskum aðila. Air Bahama heldur uppi áætlunar- flugi milli Bahama-eyja og Lúx- emborgar og voru kaupin á félag- inu gerð til þess að halda hlut Loftleiða í Atlantshafsfluginu. Lúxemborg kom inn í áætlun Loftleiða 22. mái 1955. Frá þeim tíma, sem síðan er liðinn, hefur vegur fyrirtækisins aukist mjög þar í landi og félagið verið mikil lyftistöng í atvinnulífi þarlendra. Það sést best á því, að þegar Lúxemborgarmenn réðust í smíði fyrsta nýja hótelsins eftir stríð töldu þeir nauðsynlegt að hafa Loftleiðir með. Það var Areogolf- hótelið sem Loftleiðir áttu þriðj- ung í. Árið sem Loftleiðir og flugfélag Islands sameinuðust í Flugleiðum, var farþegafjöldi félagsins á flug- leiðinni Bandaríkin-Luxemborg kominn yfir þrjú hundruð þúsund manns og mörg þúsund íbúa landsins höfðu atvinnu, beina eða óbeina, af öllum þeim fjölda ferða- manna. Það var í maí 1970 að þotur voru fyrst teknar í notkun á flugleið- inni milli Luxemborgar og New York, en rúmu ári síðar á flugleið- um til Norðurlanda og Bretlands. Þá voru þotur í öllum flugferðum félagsins. Þær voru af gerðinni DC-8-63 með sæti fyrir 249 far- þega. Hinar fyrstu voru á leigu frá bandaríska flugfélaginu Seaboard World Airlines og síðar sam- kvæmt kaupleigusamningi við Seaboard. í júlí 1975 var loks gengið frá kaupum á tveimur af þessum vélum og hinni þriðju í október 1976 og eru þær nú í eigu Flugleiða. í næsta þriðjudagsblaði: SAMEINING FLUGFÉLAGANNA Önnur grein „islenska flugævintýrsins“ birtist nk. þriöjudag og veröur þar greint frá sameiningu Flugfélags íslands og Loftleiða. Sagt er frá eignaskiptingunni, eignum félaganna og þeirri gagnrýni sem sú eignaskipting hefur fengið. m Á Ráðhústorginu sumarið 1945 eftir fyrsta millijandaáætlunarflug Flugfélagsins þang- aö. Áhöfn Katalínu-flugbátsins, sem flogið var meö, ásamt umboðsmanni félagsins í borginni viö sundið. Taliö frá vinstri: Páll Stephensen, Jóhann Gíslason, Smári Karlsson, Jóhannes R. Snorrason og Sig- urður Ingólfsson. Áöur en Ameríkuflugíð hófst fyrir alvöru fóru Loftleiðamenn nokkrar leiguflugferðir með innflytjendur frá Líbanon til Suður- Ameríku og var millilent í Reykjavík. Hér sjást nokkrir þeirra stíga á land í Reykavík. ■ Gullfaxi kemur til 4ís íSl&'TS vw A Halldór Jónasson frá Eiðum í 10 ára afmælishófi Loftleiöa 1954. Hann stofnaði Flugfélag íslands ásamt Garðari Gíslasyni 1919. Með honum á myndinni eru Björn Pálsson flugkappi og Björn Jónsson starfsmaður flugumferðar- stjórnar.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.