Morgunblaðið - 14.09.1980, Blaðsíða 25

Morgunblaðið - 14.09.1980, Blaðsíða 25
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 14. SEPTEMBER 1980 65 Fljúgandi konur ÞÆR VORU að leggja upp í fluKÍerð norður á Blonduós o« til baka í vikunni konurnar. er Ólafur K. Magnússon Ijósmynd- ari Mbl. rakst á þær úti á Reykjavíkurflugvelli. Til vinstri er Jytte Marcher. flug- kennari hjá flugskóla Ilelga Jónssonar. og til hægri er nem- andinn, Selma Hannesdóttir. Selma er með svokölluð sóló- réttindi og er langt kominn með að Ijúka einkaflugprófi. Að sögn Helga Jónssonar hóf Selma flugnám fyrir rúmu ári og hefur hún þegar lokið bóklegu námi, sem er hluti af einkaflug- mannsprófi. Selma er húsmóðir, og sagði Helgi, að færst hefði í aukana að undanförnu að full- orðið fólk byrjaði flugnám sér til ánægju. Um þessar mundir væru þrjár konur í flugnámi hjá flugskólanum, og í gegnum árin hefði ein og ein kona útskrifast úr skólanum. Fyrrverandi þingmaður hreppti lystisnekkju MEÐAL vinninga í fjórða flokki Happdrættis DAS var skemmtisnekkja með öllum búnaði til úthafs- siglinga. Snekkjan kom á miða númer 57656 í umboði Hreyfils, og reyndist eig- andinn vera Steingrímur Aðalsteinsson, fyrrver- andi alþingismaður. Hér sést hann ásamt eigin- konu sinni og syni taka við bátslyklunum úr hendi framkvæmdastjóra happ- drættisins, Baldvins Jónssonar. Málverkasýning á afmœli Kekkonens í TENGSLUM við áttra'ðisafmæli Uhro Kekkonens. forseta Finn- lands. hinn 3. þessa mánaðar. var þessum þremur virðulegu konum boðið á málverkasýningu hjá próf- essor Aimo Kanerva. i Galerie Finnforum í Helsinki. Myndirnar eru vatnslitamyndir, og voru á sýningunni meðal annars myndir sem hann málaði hér á landi í júní síðastliðnum. t bakgrunni má til dæmis sjá myndir af Esju og frá Hveragcrði. Konurnar eru, talið frá vinstri: frú Kristín, eiginkona Guðmundar Benediktssonar ráðuneytisstjóra, frú Hólmfríður, kona Ingva Ing- varssonar sendiherra, og frú Vala Thoroddsen forsætisráðherrafrú, eiginkona dr. Gunnars Thoroddsens. Forsíða handaríska hlaðsins Ballet News. en þar er sem sjá má stór mynd af Helga Tómassyni. Helgi Tómasson: ,JVánast fullkominn “ HELGI Tómasson er vafalaust einn kunnasti núlifandi íslend- ingurinn. og hrttður hans fer víða um heim. Helgi er af gagnrýnendum talinn einn allra besti ballettdansari heims um þessar mundir og hann er einn helsti burðarás hins kunna halletts New York City Ballet í New York. A forsíðu nýjasta tölublaðs Ballet News sem gefið er út í Bandaríkjunum er stór litmynd af Helga og inni í blaðinu er grein um hann upp á sjö síður, prýdd fjölda litmynda. Meðal annars er í miðopnu blaðsins stór litmynd af „dansstjörn- unni“, eins og blaðið orðar það. Viðtalið, eða öllu heldur greinin um Helga í blaðinu, er skrifuð af Eric Taube, og ber fyrirsögnina „Just about perfect" — „Nánast fullkominn". Pétur meö pizzu PÉTUR Sveinbjarnarson. veit- ingamaður á Aski. er orðinn einn umsvifamesti maður í þeim „bransa“, en áður hefur hann getið sér orð fyrir að kenna íslendingum að aka á ha'gri vegarkanti og vekja at- hygli á gæðum islensks iðnaðar. Hér er Pétur annars að hand- leika pizzu upp á ítalskan máta í einu af þeim eldhúsum, sem Askur rak á sýningunni Heimil- ið ’80 í Laugardalshöll fyrir skömmu.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.