Morgunblaðið - 14.09.1980, Blaðsíða 5

Morgunblaðið - 14.09.1980, Blaðsíða 5
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 14. SEPTEMBER 1980 45 Grinifangabúðirnar Einn daginn var ég kallaður út úr klefanum og tilkynnt að dvöl minni þarna væri lokið. Ekki hvarfiaði annað að mér en að nú væri ég orðinn frjáls maður aftur — en þar skjátlaðist mér hrapal- lega. Ég var ásamt nokkrum öðrum föngum rekinn upp í bifreið og eftir hálftíma akstur var numið staðar við Grinifangabúðirnar — alræmdustu fangabúðir Þjóðverja í Noregi. Þetta var um miðjan janúar 1943 og voru það harkaleg við- brigði að koma úr fangaklefanum í Grinifangabúðirnar þar sem við vorum hafðir í þrælkunarvinnu úti alla daga — hvernig sem viðraði. Fyrsta daginn sem ég var í skála þeim, sem ég bjó í þar, tók ég eftir að veggurinn í horni skálans varð alveg hvítur af hrími. Ég hugsaði með sjálfum mér að þarna myndi ekki of heitt og það rættist því miður alltof vel. I febrúarmánuði var jafnan 15— 20 stiga frost og skálarnir óþéttir þannig að ískalt varð í þeim jafnskjótt og kulnaði í ofninum. Þarna var farið með fangana eins og skepnur og allt gert til að lífið yrði þeim sem erfiðast. Við fengum rétt nóg að borða til að geta dregið fram lífið og liðum stöðugt hungur. Skemmtanir yfir- mannsins Þegar yfirmaður fangabúðanna hélt veizlur, sem oft kom fyrir, gerði hann það sér og gestum Einu sinni um vorið voru um fimmtán fangar úr „yfirstéttinni" að gera hegningarleikfimi. „Yfir- stéttin" voru þeir fangar sem unnu skrifstofustörf. Voru þeir látnir skríða á maganum í blautu moldarflagi og á milli þeirra og „slátrarans", þýzka SD-mannsins sem stjórnaði æfingunum, var moldarhaugur. Skaut maðurinn yfir höfuð fangana ef honum fannst þeir ekki skríða nógu flatir. Auk þessarar hegningarleikfimi voru menn oft barðir og þeim misþyrmt svo blóðið lagaði úr þeim. Bareflin, sem varðmennirn- ir notuðu, voru venjulega bara einhverjar spýtur sem þeir rákust á en auk þess beittu þeir höndum og fótum af miklu kappi. Þetta var þó aðeins forsmekkurinn að því sem ég síðar átti eftir að kynnast í Þýzkalandi. Til Þýzkalands Þrældómurinn, hungrið og kuld- inn varð mér ofraun, og ég fékk lungnabólgu eftir að hafa verið þarna í nokkurn tíma. Það hefur líklega orðið mér til lífs, þótt undarlegt kunni að virðast, því annars hefði ég verið fluttur til Þýzkalands þegar um veturinn. Að lenda í „transport" til Þýzkalands um hávetur, þreklaus af hungri og illa klæddur, var það sem við óttuðumst mest á Grini. Sá ótti var síður en svo ástæðulaus því mikill fjöldi manna fórst í þessum vetrarflutningum. Vegna veikind- anna komst ég hjá því að vera fluttur þar til um sumarið. Frá Osló vorum við sendir með fangaskipinu Monte Rosa til Ar- ósa í Danmörku en þaðan fórum Litandi beínagrind sínum til skemmtunar að reka Gyðinga í fangabúðunum út um miðja nótt til þess að gera hegn- ingarleikfimi. Voru þeir látnir ganga „froskagang" eða stökkva „krákustökk" sem er alveg ótrúleg áreynsla — ég get dæmt um það því ég reyndi hvoru tveggja í Þýzkalandi. Og væru Gyðingarnir ekki nógu snarir í snúningum, var sparkað milli fóta þeirra aftanfrá eða eins og gestirnir hittu í ölæði sínu. Kvenfólkið, „dömurnar", meðal gestanna, skemmtu sér prýðilega við þetta. Morgnana eftir svona aðfarir mátti sjá blóðpolla á vellinum. við með járnbrautarlest til Flens- borgar og svo áfram til Sachsen- hausen-fangabúðanna við Orani- enburg í Þýzkalandi. Frá járn- brautarstöðinni til fangabúðanna var um það bil tuttugu mínútna gangur. A leiðinni sáum við fyrstu fangana þar — grindhoraða vesal- inga sem varla minntu á mennska menn. Þeir voru berhöfðaðir og snoðklipptir, skeggjaðir og hræði- lega óhreinir — þeir höfðu ein- hverntíma verið í röndóttum föt- um sem ekki voru orðin annað en óhreinar druslur. Skömmu síðar komum við auga á fangabúðirnar. Umhverfis þær var samfelldur tveggja metra hár múr en ofan á honum var gaddavírsgirðing. Hingað og þangað voru varðturn- ar þar sem vopnaðir verðir höfðu aðsetur sitt. Við fangelsishliðið, sem var geysirammgert járn- grindarhlið, stóðu SS-menn vörð. Verðirnir sem með okkur komu sýndu skilríki sín og hliðinu var lokið upp. Þar með vorum við komnir í forsal helvítis — því ef nokkru má líkja við helvíti hér á jörð þá eru það tortímingarfanga- búðir nazista. Sachsenhausen Sacsenhausen fangabúðirnar voru einhverjar elztu og illræmd- ustu tortimingarbúðir nazista. Siðari hluta stríðsins breyttist þó aðbúðin þar og var þeim breytt í þrælkunarvinnubúðir eins og fjöl- mörgum öðrum fangabúðum, eftir að skortur varð á vinnuafli í Þýzkalandi. Þeir skiptu tugum þúsunda sem létu lífið og dóu með harmkvælum í þessu víti nazism- ans. Gamlir fangar, sem höfðu dregið fram lífið þarna í tíu ár, sögðu mér að hlaupandi númer fanganna hefðu einu sinni verið komin yfir 100.000 en þá var byrjað frá einum á nýjan leik. Þegar ég slapp eftir tveggja ára fangelsisvist var talan komin upp i 140.000 svo ekki er ósennilegt að þarna hafi farist um hundrað þúsund manns — að ótöldum þeim sem urðu heilsulausir vesalingar ævilangt af vistinni þarna — þau tólf ár sem „þúsund ára ríki“ nazismans stóð. í Sachsenhausen kynntist ég öllum tegundum mannlegrar eymdar og svo viðbjóðslegri grimmd að engin orð ná þar yfir. Ljót sar Nokkru eftir að ég kom til Sachsenhausert fékk ég kvalafulla ígerð í annan fótinn og bólgnaði hann allur upp. Ég reyndi í lengstu lög að komast til vinnu og vann við mikil harmkvæli um nokkurn tíma. Loksins komust læknarnir að þeirri niðurstöðu að ég væri óvinnufær og lá ég þá umhirðulaus í skálanum um hálfs- mánaðar tíma. Þegar loksins var gerð aðgerð á fætinum batnaði mér tiltölulega fljótt og var orðinn rólfær eftir mánaðar legu á sjúkrahúsinu. Það kom oft fyrir, þegar sjúklingarnir voru farnir að hressast, að hjúkrunarmennirnir leyfðu þeim að hjálpa til í sjúkra- sölunum, svo þeir lentu ekki strax í erfiðisvinnu. Þessi vinna var fólgin í því að þrífa til á sjúkra- húsinu auk tveggja tíma vakta, fimm nætur í viku. Þennan mán- aðartíma, sem ég var þarna, sá ég marga ljóta sjón. Ég aðstoðaði stundum við að búa um sár og fékk þá oft tækifæri til að kynn- ast, hvað menn urðu og gátu þolað. Þó manni þætti þröngt í sjúkra- skálanum var vistin þar himnaríki á móts við „schonungs“-skálana. Þeir voru fyrir sjúklinga sem ekki voru mjög þungt haldnir eða voru að ná sér. Þar voru þrengslin ægileg, sóðaskapurinn keyrði úr hófi fram og eftirlitið var ekkert, því læknar og hjúkrunarmenn voru allt of fáir. Versnaði ein- hverjum sjúklinganna skyndilega, var venjulega um seinan að veita honum hjálp, þegar þeir komust um síðir að því. Þjóðverji, Bráuer að nafni, lá á stofunni sem ég sá um. Hann hafði marga skurði á handleggj- unum sem öllum var haldið opnum sextugt. Magi hans var eitt opið sár. Hann hafði fengið mikla ígerð sem skorið var í. Hafði húö verið tekin af maga hans og strekkt yfir sárið til þess að gréri fyrir, en það misheppnaðist alveg. Var maður- inn nærri dáinn af völdum þess mikla sárs sem hlaust af þessari aðgerð. Hann lá rúmfastur í ár en þegar hann komst loks á fætur var hann sendur áleiðis til pólsku landamæranna með 14 öðrum Norðmönnum. Þetta var veturinn 1945 þegar Rússar sóttu inn i Þýzkaland og Þjóðverjar byrjuðu að rýma fangabúðirnar. Voru fangarnir fluttir í opnum járn- brautarvagni í fimm sólarhringa samfleytt og fraus Norðmaðurinn þá í hel ásamt fimm norskum félögum sínum. Það virtust vera örlög þessa manns að hann fengi ekki að hverfa aftur heim til Noregs. Læknarnir sögðu það hreinasta kraftaverk að hann skyldi lifa það af sem hann varð að þola í veikindum sínum. Vegna kuldans í svona vetrarflutningum afklæddu hinir fangarnir jafnóð- um þá sem dóu til að afla sér meiri klæðnaðar. Hegningar Auk barsmíða og allskonar mis- þyrminga var einkum beitt tvennskonar refsingum í búðun- um: dauðarefsingu og að senda menn í aðrar fangabúðir sem oftast jafngilti dauðarefsingu. Það voru flutningarnir sjálfir sem menn óttuðust mest — þeir voru með þeim hætti að oft lét stór hluti fanganna, sem fluttir voru, lífið. Hengingar voru daglegur viðburður. Fyrst þótti manni þær voðalegar en sú tilfinning dofnaði Fré svefncal í einum skéla Sachsenhausenfangabúðanna Þau tvö ár sem ég var þarna voru hryllilegur tími. Við urðum sífellt að stríða við hungur, vosbúð og þrælkun en sættum misþyrming- um ef nokkuð bar útaf. Oþrifnað- urinn var yfirgengilegur og sjúk- dómar, sem af honum leiddu, drógu þúsundir manna til bana. Maturinn, sem okkur var borinn, myndi ekki vera talinn skepnum bjóðandi, enda var hann það alls ekki. En hungrið, sem sífellt þjáði okkur, gerði það að verkum að við hámuðum hann í okkur. Það yrði alltof langt mál að gera grein fyrir öllum þeim hörmung- um sem við gengum í gegn um þar. Ég hef skrifað bók um fangavist mína í Sachsenhausen (I fangab- úðum nazista, Helgafell útg. 1945) þar sem ég lýsti öllu í smáatrið- um. Bókina skrifaði ég meðan atburðirnir voru mér enn í fersku minni, en einnig studdist ég við litla dagbók, sem mér tókst að halda mér til minnis við og við, meðan ég var í fangabúðunum. Ég tel þó rétt að bregða upp nokkrum myndum frá Sachsenhausen til að lesendur geti gert sér grein fyrir hvers konar víti þessar fangabúðir voru. til að sárin gætu hreinsast. Eina nóttina rifnuðu sáraumbúðirnar og manninum blæddi svo mikið að rúmið varð einn blóðpollur. Hann var svo máttfarinn að hann gat ekki látið vita hvernig komið var. Síðar varð að taka af honum höndina og var hann að því búnu sendur til annarra fangabúða. Um sama leyti var lagður inn annar Þjóðverji frá “schonungs"- skálanum. Hann var kominn yfir fimmtugt, ákaflega magur og svo máttfarinn að hann gat ekki borðað hjálparlaust. Ég mataði hann og sá aðeins eina tönn uppi í honum. Hann hafði verið lagður inn í „schonungs“-skálann þrem vikum áður, af því að hann hafði verk í sitjandanum. Þar hafði honum hríðversnað en enginn sinnt honum og þegar hann kom til okkar var um seinan að hjálpa honum. Allur sitjandinn var eins og leðja og húðin umhverfis ljós- græn eins og mosi. Það var ekki hægt að sjá að þetta hefði nokkru sinni verið mannlegt hold. Hann rotnaði lifandi og lyktin var eftir því. Eftir þrjá daga var hann látinn. Þarna lá einnig Norðmaður um furðu fljótt. Hengingarnar fóru venjulega fram á kvöldin meðan á liðskönnun stóð. Gálginn var eins og stór rammi í laginu og var hægt að hengja í honum tvo menn í einu, en milli hengingardaga var hann venjulega tekinn niður. Flestir þeir, sem dæmdir voru til hengingar, höfðu verið staðnir að matarþjófnaði eða gerst sekir um skemmdir á vélum eða verk- færum fangabúðanna. Einnig voru menn hengdir fyrir að gera til- raun til flótta úr fangabúðunum. Yfirmönnum fangabúðanna þótti stundum ekki nóg að hengja fanga heldur létu þeir hýða þá fyrst. Einu sinni hafði fangi nokkur stolið leðurtösku og skorið sér skósóla úr henni. Var þetta álitið skemmdarverk af versta Lagi og fanginn settur í SK-hegningars- veit en síðan átti að hengja hann. Brátt rann upp sá dagur að hann skyldi tekinn af lífi. En áður en aftakan færi fram var vesalings maðurinn hýddur fimmtíu högg á sitjandann og síðan hengdur að okkur öllum ásjáandi. Uppi í gálganum hékk leðurtaskan sem hann hafði stolið, okkur hinum til viðvörunar. Hengdur félagi

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.