Lesbók Morgunblaðsins - 20.12.1997, Blaðsíða 22

Lesbók Morgunblaðsins - 20.12.1997, Blaðsíða 22
A FERÐ MEÐ FRU DAISY, JOLALEIKRIT LA, FRUMSYNT A RENNIVERKSTÆÐINU * DÁLÍTIÐ HORN- ón I ÚN ER dálítið hornótt,“ segir I Sigurveig Jónsdóttir sem leikur ■________■ titilhlutverkið í jólaverkefni Leik- I félags Akureyrar, Á ferð með frú I Daisy, sem frumsýnt verður á I Renniverkstæðinu við Strand- I götu annan dag jóla. Aífred Uhry ■ samdi leikritið og var það frum- sýnt í New York fyrir tíu árum, 1987, og vann það Pulitzer-verðlaunin sama ár. TVeimur árum síðar fékk kvikmyndin Driving Miss Daisy sem gerð var eftir leikritinu til fjölda Óskarsverðlauna. Sýning Leikfélags Akureyrar er frumsýning þess hér á landi. Þráinn Karlsson fer með hlutverk þeldökka bíl- stjórans Hoke Colebum og Aðalsteinn Bergdal leikur son Daisy Boohe Werthan. Leikstjóri er Ás- dís Skúladóttir, Elísabet Snorradóttir þýddi leik- ritið, Ingvar Björnsson hannar lýsingu og Hlin Gunnarsdóttir leikmynd og búninga. Leikritið gerist í Atlanta í Georgíu á árunum 1948 til 1973 og er Daisy Werthan 72ja ári í upp- hafi þess. Hún er gyðingur, líkt og foreldrar höf- undarins, en honum fannst hann upplifa bernsku sína í Georgíu og færast nær gyðingdómnum við það að skrifa um frú Daisy. Hann var 53 ára gam- all þegar hann skrifaði þetta leikrit og er það fyrsta verk hans sem ekki var söngleikur, en hann hafði haslað sér völl á þeim vettvangi að loknu námi. Verkið hefst sama ár og Israelsríki er stofn- að og helför gyðinga er mönnum þá enn í fersku minni. Þrátt fyrir nöturlegan bakgrunn gæðir Uhry leikrit sitt hlýrri kímni og lýsir af næmni kynnum þeirra Daisy og Hoke, sem bindast sterk- um böndum þótt þau komi úr gjörólíku umhverfl og forsendur þeirra í lífinu séu misjafnar. Öndvegiskona „Frú Daisy er afskaplega sjálfstæð kona, hún hefur verið ekkja í mörg ár og vill stjórna. Hún verður alveg ómöguleg þegar hún verður fyrir því óhappi að keyra á, en í kjölfarið heimtar sonur hennar að hún hætti að keyra sjálf og þá versnar nú aldeihs í því. Nú kemst hún ekki ein ferða sinna og finnst þar af leiðandi að hún eigi ekki neitt einkalíf,“ segir Sigurveig um frú Daisy. Hún segist ævinlega leita að jákvæðu punktun- um í þeim persónum sem hún leikur hverju sinni og þannig finnst henni frúin öndvegiskona á sinn hátt. „Hún er gyðingur, hefur horft upp á margt í _; lífinu og reynt margt misjafnt sjálf, alin upp í fá- tækt og við mikinn sparnað, er svolítið sparsöm, en hefur margar góðar hhðar. Mér þykir ofsalega vænt um hana.“ í upphafi æfingatímans fór leikstjórinn Ásdís Skúladóttir yfir mikið efni, m.a. gyðingatrú og á hverju hún byggist og réttindabaráttu blökku- manna. „Þetta var góður grunnur að byggja á,“ segir Sigurveig. Snöggar skiptingar Sigurveig segir að hlutverkið sé erfitt, það er heilmikið um að vera baksviðs, búningaskipti ör og þá færist aldurinn yfir eftir því sem líður á leikritið, en Daisy er orðin 97 ára þegar leiknum lýkur. I einni skiptingunni fer hún út á einum stað, þarf að hlaupa út úr húsinu á meðan nokkrum árum er bætt á og kemur svo inn á öðrum stað. „Það eru mjög snöggar skiptingar og við erum á fullu allan * tímann,“ segir Sigurveig en sviðið tekur líka breyt- ingum, leikritið gerist á heimili Daisy, í bílnum, heima hjá syni hennar og á skrifstofu. „Hart í bak gekk svo vel að við fengum sviðið seint, álagið er því meira á öllum sem nærri koma, en fólk hefur lagt sig fram og þannig smellur þetta aht saman.“ Sigurveig byrjaði að leika hjá Leikfélagi Akur- eyrar árið 1949 í Örustunni á Hálogalandi, lék þá færeysk/danska stúlku en þau eru orðin ófá hlut- verkin sem hún hefur farið með hjá félaginu. Hún hefur búið í Reykjavík síðustu ár en ávallt komið af og til sem gestaleikari hjá leikfélaginu og kann því vel. Síðast lék hún Karólínu spákonu í Djöfla- eyjunni. „Það er afskaplega góður hópur hérna, við höfum leikið mikið saman, ég, Þráinn og Aðal- •r steinn og gjörþekkjum hvert annað.“ Frumsýning er sem fyrr segir annan dag jóla, kl. 20.30, þrjár aðrar sýningar verða milli jóla og nýjárs, 27. 28. og 30. desember. Þá verður tekið hlé þar til sýningar hefjast að nýju aðra helgina í janúar. Morgunblaðið/Kristján A FERð með frú Daisy. Sigurveig Jónsdóttir og Þráinn Karlsson í hlutverkum sínum. „HÚN er dálítið homótt,“ BÍLSTJÓRINN og sonurinn. segir Sigurveig um Daisy. Þráinn Karlsson og Aðalsteinn Bergdal. 1 22 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS ~ MENNING/LISTIR 20. DESEMBER 1997

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.