Lesbók Morgunblaðsins - 20.12.1997, Blaðsíða 4

Lesbók Morgunblaðsins - 20.12.1997, Blaðsíða 4
STEFNT AÐ KJARNA SÓLARUÓÐA EFTIR HERMANN PÁLSSON Þegar kynngi mögnuð kvæði á borð við VÖLUSPA og SOLARUOÐ eru brotin til mergjar er ekki nóg að vita hvaðan skáld leggur af stað, hvert ferðinni er heitið og í hverjum tilgangi; vitund óðsmiðs skiptir miklu máli. Vaka, draumur og hindurvaka eru meqinatriði sem varða innsta eðli bess skáldskapar, í bundnu máli og lousu, sem hættir sér út fyrir blákaldan veruleikann og glímir við annarlega reynslu. A 1. Formálsorð ÞINGI sem háð er í því tvennu Æk skyni að votta mikilvirkum og góðvirkum fræðimanni þakkir Æ vorar og virðingu fyrir afrek í þágu íslenskrar menningarsögu og á hinn bóginn að rýna í trú- M m arlíf forfeðra vorra á þrettándu öld - á slíkri samkundu hljóta Sólarljóð að vera skyldur fróðleikur. Sá skerfur sem Régis Boyer hefur lagt fram með rannsóknum á andlegu lífí og bókmenntum íslendinga fyrr á öldum mun seint fymast, og á hinn bóginn eru Sólarljóð einhver fegursti vitnisburður sem vér eigum um iðkun kristni hérlendis á þrettándu öld. Ég kann frumkvöðlum þessa málþings miklar þakkir fyrir að bjóða mér að taka þátt í þeim umræðum, sem hér fara fram fyrir opnum tjöldum, og sú er mín von að áhlýðöndum verði nokkur forvitnibót að hugvekju minni. Sólarljóð eru býsna örðug viðfangs, og af þeim stafar því- lík ógn að ég treysti mér ekki til að vaða út í þau umsvifalaust, heldur verð ég að hafa nokkum formála. 2. Hindurvaka Lærðir forfeður vorir á þrettándu öld greindu á milli þrenns konar vitundar. Auk DRAUMS og VÖKU var gert ráð fyrir annar- legu ástandi, sem hafði OFSKYNJAN að mikil- vægu auðkenni. Þeir sem komust í hina þriðju vitund sáu þá og heyrðu miklu fleira og langt- um skýrra en þeim var unnt í vöku, enda gátu þeir skynjað fólk og fyrirburði sem vom víðs fjarri. Ofskynjanir af þvílíku tagi mega heita óháðar tíma og rúmi, og erfítt getur verið að gera sér grein fyrir þeim til hlítar með náttúm- legum rökum. Einstaka hræður vom svo fjöl- kunnugar að þær gátu leyst önd sína úr viðjum líkamans og ferðast síðan lausar og liðugar út um hvippinn og hvappinn. Þeim var jafn vel gefínn sá undarlegi máttur að geta litið sjálfa sig annarlegum augum, án þess að þurfa á spegli eða skuggsjá að halda, rétt eins og segir á sínum stað um Jóhannes guðspjallaskáld, sem var svo magnaður að hann gat séð sjálfan sig í amar líki við hliðina á guðdóminum sjálfum. Þegar fengist er við að skýra spádóma og ann- an skyldan skáldskap verður yfirleitt ekki kom- ist hjá því að sinna þrískiptingu vitundar; venjuieg mannleg reynsla hrekkur skammt tii að átta sig á hlutunum með öðra móti. Hugmyndina um þriskipta vitund má ráða af ýmsum innlendum frásögnum, og hún birtist einnig í ritum af suðrænum toga. Þann hátt vit- undar sem hefur ofskynjanir í för með sér köll- uðu lærðir íslendingar fyrr á tímum EXTASIS, að hætti latínumanna; orðið er komið úr grísku og merkti upphaflega það ástand „að vera utan við sjálfan sig“. Þetta íærða orð kemur tvívegis fyrir í íslenskri þýðingu á Péturs sögu postula sem er varðveitt í Skarðsbók frá því um það bil 1365 og yngri handritum. Sögunni mun hafa verið snarað á móðurmálið á þrettándu öld. í fertugasta og þriðja kafla þessarar fróðu sögu er rætt um guðhræddan ítala sem hét Comeli- us og var kristinnar trúar. „Á einum degi sem hann flutti fram bæn sína á hinni níundu stundu dags,“ segir sagan, „sá hann, eigi í svefni held- ur IN EXTASI - það er eftir alþýðutali þá er HELJAR reip/ komu harðlega/ sveigð að síðum mér. Úr myndröð, 1988-1990, eftir Gísla Sigurðsson sem byggð er á Sólarljóðum. maðurinn er millum svefns og vöku og rétt- legar þá er maðurinn er birtur með þeirri sýn sem yfir fram gengur hátt mannlegrar sýnar, o.s.frv. [...].“ Síðan er lýst þeirri kynlegu sýn sem bar fyrir Comelius. Frásögn þessi gefur glögglega í skyn að hér sé um að ræða yfirnátt- úralegt fyrirbæri. I sömu þýðingu segir um annan góðan mann að á hann félli EXTASIS, sem er skýrt á þessa lund: „Það er svo mikil firring náttúrlegrar hugsanar að hann neytti eigi meðan mannlegum skilningi.“ Þegar þessi náungi var í slíku ástandi bar fyrir hann undarlega sýn: Hann sá himininn opnast og ker eða dúk síga þaðan til jarðar. Með því að hinum forna íslenska þýðanda, sem snaraði Péturs sögu á móðurmál vort, láðist að finna heppilegt heiti um hina þriðju vitund, sem gengur langt fram yfir „hátt mannlegrar sýnar“ og felur í sér „firring náttúrlegrar hugsanar“, þar sem mað- ur neytir ekki mannlegs skilnings, þá leyfi ég mér í nafni þeirrar norðlensku sem ég nam ungur að árum, að kalla slíkt ástand HINDURVÖKU, til aðgreiningar frá eðlilegri VÖKU annars vegar og DRAUMI hins vegar. Síðar í Péturs sögu postula víkur þýðandi aftur að þrískipting vitundar og staðhæfir þá að til- tekinn atburður gerðist MEÐ SANNLEIK, en eigi í DRAUMI eða annarri SÝN. Hér eru enn gefnar í skyn þrenns konar vitundir, eftir því hvort atburðir era SANNIR, þ.e.a.s. gerðust í raun og vera, DREYMDIR, ella þá SÝNDIR, en þá era þeir annarlegs eðlis og gerast eða birtast manni sem er í hindurvöku. Víðar í fomritum er orðið SANNUR notað um „veruleika" fremur en „sannleika". Skáld Sólarljóða varar við ofmetnaði og segir síðan: „Það hef ég sannlega séð“, enda er þá verið að fást við vandamál sem hafði bortá fyrir í vöku fremur en hindurvöku. Og þegar Útgarða-Loki kveðst ætla „að segja hið sanna“, þá er um að ræða veraleikann sjálfan í andstæðu við þær sjónhverfingar sem hann gerði Ásum. Um eitt kynlegt atvik í Péturs sögu segir að postuli vissi ekki til fulls „hvort það var SÝN eða SANNLEIKUR er fyrir hann bar,“ hvort þar var heldur um vitrun eða veruleika að ræða. Nú er tækileg tíð að minna á svokallaða Op- inberun Jóhannesar sem er heldur kauðalegt heiti á kynngi mögnuðu riti. í Tveggja postola sögu Jóns ogjakobs er verkið hins vegar kallað ANDARSÝN hins foma guðspjallaskálds og útlegðarmanns og er þá kennt við sjáanda, en á öðram stöðum við sýnina sjálfa og heitir þá Himnasýn Jóhannis. Vitaskuld verður glöggur greinarmunur á þeirri hindurvöku sem stafar af iðkun seiðs og hinni sem sprottin er af guð- legum eða jafnvel djöfullegum innblæstri. 3. Forn dsemi „Að vera utan við sjálfan sig“ og öðlast um leið yfirmannlega sjón og aðra skynjan kemur lítt á óvart þeim fræðimönnum sem leggja stund á að skýra HAMFARIR og SEIÐ með forfeðrum vorum að fornu, enda eru lýsingar á EXTASIS með suðrænum þjóðum engan veg- inn óskyldar frásögnum af Oðni og samískum vitkum. Áður en komið verði að Sólarljóðum sjálfum þá er staður hér til að minna á ummæli Snorra Sturlusonar í Ynglinga sögu um Öðin, „sem skipti hömum. Lá þá búkurinn sem sofinn eða dauður, en hann var þá fugl eða dýr, fiskur eða ormur og fór á einni svipstund á fjarlæg lönd að sínum erindum eða annaiTa manna.“ Og þess skal minnst um leið að þeir snillingar sem fjall- að hafa um Sama undanfarna mannsaldra segja berum orðum að galdramenn þeirra frelsi önd sína úr líkamanum, rétt eins og Óðinn gerði forðum, og verði þá sjálfráðir að fara hvert sem þeir vilja. „Létt er laus að fara,“ segir í Sólarljóðum, og er þá ýjað að því frelsi að losa öndina við lík- amann. SEMSVEINUM (þ.e.a.s. samískum piltum; fyrri liðurinn er tökuorð úr samísku) í Vatnsdælu varð engin skotaskuld úr að skreppa í hamföram af Hálogalandi til íslands, skoða sig um í Vatnsdal og vera þó komnir til baka austur um haf eftir eina þrjá daga með glögga skýrslu um húnvetnskt landslag og felustað þess týnda grips sem Ingimundur gamli saknaði einna mest. Enginn skyldi ætla að völvan mikla fari með fleipur þegar hún kveðúr svo í Völuspá: „Níu man eg heima [...] fyr jörð neðan.“ Samískir fjölkynngismenn leika sér að því að skjótast óralangt aftur í fortíðina, ella þá í ann- arlega heima, rétt eins og völvan forðum, og þeir láta sig ekki muna um að kanna framtíðina í góðu tómi, þegar svo ber undir. Þegar kynngi mögnuð kvæði á borð við Völu- spá og Sólmijóð era brotin til mergjar er ekki nóg að vita hvaðan skáld leggur af stað, hvert ferðinni er heitið og í hverjum tilgangi; vitund óðsmiðs skiptir miklu máli. VAKA, DRAUMUR og HINDURVAKA era meginat- riði sem varða innsta eðli þess skáldskapar, í bundnu máli og lausu, sem hættir sér út fyrir blákaldan veruleikann og glímir við annarlega reynslu. Þótt mér séu nú mest í mun VAKA og HINDURVAKA, þá þykir mér rétt að minna snögglega á Gísla sögu, en henni er svo farið að í drjúgum spretti í síðara hluta hennar skiptast á VAKA og DRAUMUR. Annars vegar segir frá vera garps í Geirþjófsfirði fyrir vestan, þar sem hann dvelst með konu sinni og fóstru þeirra, en á hinn bóginn á hann tvær draumkonur sem veita honum beina um dimm- ar vetrarnætur; önnur þeirra veldur honum einstöku angri, sút og kvíða. 4. Gerð sólarljóða Þeir Bjame Fidjestol og Njörður Njarðvík skipta Sólarljóðum í þrjá bálka. Fyrsta hlutann kallar Njörður LÍFIÐ, og lýkur honum með þrítugasta og öðra erindi. Annar kafli, undir heitinu DAUÐINN, nær frá þrítugasta og þriðja erindi fram í hið fimmtugasta og annað, og þriðji hlutinn, EFTIR DAUÐANN, þaðan 4 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS ~ MENNING/USTIR 20. DESEMBER 1997

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.