Lesbók Morgunblaðsins - 20.12.1997, Blaðsíða 21

Lesbók Morgunblaðsins - 20.12.1997, Blaðsíða 21
EITT AF mörgum ástarbréfum sem Níels Jónsson skrifaði til Guðrúnar Bjarnadóttur. Með lit- um og teikningu gefur hann bréfinu rómantíska áherzlu. UPPHAF bréfs frá Níels til Guðrúnar í ársbyrjun 1893. SKÁPUR sem Níels Jónsson smíðaði, en hann var oddhagur vel og teiknaði auk þess á skáp- inn ýmis dýr merkurinnar. Skápurinn er nú varðveittur á Byggðasafninu á Reykjum í Hrútafirði. tíminn flýgur eins og ör, og ætla sjer einlægt að gjöra mikið þá og þá, en sú stund kemur aldrei, þeir eru svo vanir við að tíminn líði án þess að birja á því að þeir geta ekki annað enn dregið það, en ekki fleikt frá sjer þessu móki, þessu bölfaða ætlunar móki! og deyja svo þýð- ingar lausir limir á þjóðlíkamanum eða þjóðar heildinni. Æ guð styrki okkur í fyrirtækjum okkar, og þá von hef jeg að við eigum gleðilega framtíð fyrir höndum elskulega hjartans unnusta! jeg vinn glaður fyrir mig og lifi í þeirri von að þú einnig getir verið glöð, og not- ið þín og tímans þessa góðu stund.“ Skilningur Níelsar á hvað í hamingjunni felst er endurtekinn á einn eða annan hátt í flestum bréfum hans. Hann sem fátækur bóndasonur og síðar lausamaður er að velta fyrir sér framtíðarmöguleikum sínum og unnustunnar, og kemst jafnan að þeirri niður- stöðu að þeii’ felist í öflun menntunar og fræðslu. Hann verði að öðrum kosti dæmdur til eilífðar lausamennsku eða húsmennsku og hokurs. Níels var enginn afglapi. Hann skildi að efnahagsleg gæði væru undirstaða hagsældar. Fátæktin blasti við honum í hverju fótmáli og það sem merkilegt verður að teljast, er að hann skuli hafa séð í hendi sér að hagnýt menntun gæti snúið hamingjuhjólinu á rétta braut. Smíðanám var lausnin, en þrátt fyrir góðan ásetning komst Níels aldrei suður og þau Guðrún settust að á Gjögri í skjóli for- eldra hennar. Níels endar bréfið á eftirfarandi hátt: „Nú er ekki meira til í þetta brjef, sem markvert er, enda er ekki langt síðan jeg skrifaði þó nokkuð skjal, svo orðin eru nú nokkuð mörg, en ekki öll sem gagnlegust. Hjer á bænum er allt eins og vant er, allt eins og mjer líkar illa og allt er „domm“ hjer í sveitinni', ekkert sveitablað en þó er Dalbúinn orðinn 20 númer hjá Halda, og hreint ekki „domm“ hjá okkur, dagblöðin koma með lif- andi lopt utan úr heimi, og það gleypum við, og svo hressir okkur lestrarfjelagið dálítið, svo andinn er hvergi nærri frosinn enn í skrokkn- um, en úr þessu fer hann víst að hitna og gott ef ekki kviknar í honum á endanum!!! Húrra þá (?) Jeg bið kærlega að heilsa Sigríði á Brekku með kæru þakklæti fyrir brjefíð fá henni. Jeg vona eptir brjefi frá þjer og þar segir þú mjer vona jeg jeg til allt þitt með og mótlæti í rjettri mynd, þó jeg líklega geti ekki bætt úr því, en jeg vil þá bera það á sálunni með þjer, því hvort sem þú grætur eða gleðst, aðeins að jeg viti það, gengur það sama yfir hjarta mitt, það veit guð. Nú enda jeg þetta brjef með mikið betri hlýari og viðkvæmari hjartans tilfynnningum en jeg get hjer með orðum lýst, jeg get bara ekld málað þær með orðum. Jeg óska af heitu hjarta og innstu sál- arrót, að guð gleðji þig og styrki og farsæli hvert þitt fyrirtæki atvik og spor, og snúi öllu þjer tö yndis gæfu og blessunar, og þú verðir til gleði og farsældar öllum vinum þínum og aumum aumingjum.“ Tjáning ástarinnar Níels skreytti gjarnan ástarbréf sín og verður það að teljast afar óvenjuleg ástai’játn- ing. Mikil vinna er lögð í teikningar nokkurra þeirra. Þetta samspil orðræðunnar og forms- ins hefur sannarlega verið áhrifaríkt tæki til að koma til skila þeim boðum að þarna var maður sem lá mikið á hjarta. Níels gerði sér grein fyrir áhrifamætti þessa og neðanmáls í lok bréfsins sem hér hefur verið vitnað til gat hann ekki stillt sig um að benda á það: „Rósin er ljót og lítil jeg hafði öngvan tíma til að búa þess háttai’ til, en allt fyrir það kunni jeg betur við að það væri frábrugðið öðrum brjefum eins og optari hefur verið því fáir munu skrifa svona, minnsta kosti veit jeg af öngvum eða hef heyrt getið um, Nú er nótt kl. 2 rúmlega. Vertu heitara kysst en hjartað getur hugsað. Og dreymi þig blíða engla, er beri þig til ást- vinar.“ Rósin sem Níels vitnar þarna í er fag- urlega gerð; græn og rauð að lit og hönd í hör- undslit heldur rósinni uppi. Mat hans á teikn- ingunni er notað til að draga fram í dagsljósið alvöruna sem fylgir bréfinu. Enginn annar skrifar bréf af þessu tagi eins og Níels bendir á. Lausamennska Það er engu líkara en að Níels og margir samferðamenn hans hafi svarað ákalli nítj- ándu aldar skáldanna og framsækinna for- ystumanna sjálfstæðisbaráttunnar á mai’gfalt kraftmeiri hátt en oftast hefur verið haldið fram af sagnfræðingum. Samtímaheimildir, eins og blöð og tímarit, hömpuðu heldur ekki þessum þjóðfélagshópi, það er ungu fólki í lausamennsku. Þvi var frekar haldið á lofti að tilvist þess spillti og tryllti ungdóminn sem ætti sér aðeins eina ósk, að komast í sollinn í þéttbýlinu. Bændasamfélagið átti undir högg að sækja, að mörgum fannst, sem kom fram í því að sífellt fleiri kusu að koma ár sinni fyrir borð annars staðar en í heimahögunum og helst í þéttbýli. Ódýra vinnuaflið sem svo lengi hafði nýst bændum leitaði í daglaunavinnunna við ströndina. Bændur uggðu því um sinn hag og vönduðu þessum „villuráfandi sauðum" ekki eðjurnar. Blöðin voru yfirfull af vamaðar- orðum; leti og iðjuleysi var talið verða hlut- skipti þeirra sem vildu losna undan vistar- skyldunni og leika lausum hala. Niðurstaða margra greinahöfunda var því sú að ungu fólki væri ekki treystandi fyrir eigin frelsi, það yrði að lúta styrkri stjórn bænda vel fram á þrí- tugsaldurinn. Astarbréf Níelsar varpar öðru ljósi á þankagang ungsfólks á tímabilinu. Þar stígur fram alvöramaður sem þráir verkefni morgundagsins og er tilbúinn til að leggja á sig mikið erfiði til að fá drauma sína uppfyllta. Léttúð og leti voru ekki á dagskrá hans. Höfundurinn er sagnfræðingur. ÞÓRUNN HÁLFDANARDÓTTIR VETUR í SKÓGI Geng ég í skóginn á góðum degi. Vetur er yíir, vötn eru frosin. Kátur fossinn í klakaböndum. För eftir dýr og fugla í snjónum. Minkur smýgur meðfram læknum, læðist um í leit að æti. Rjúpnaslóð í rjóður liggur. Mynstur líkt og menn hafí teiknað. Listaverk gert af liprum fótum. Nakið birkið í nepjunni stendur. Gamlar eikur greinamiklar. Leyndarmál geyma frá langri ævi. Heiðgulir standa humlar á víði. Segja mér að senn komi vorið. Vaknar þá skógur af vetrardvala. ÓSKASTUND Skógur að vakna við sífelldan fuglasöng. Teygir úrgreinum sínum og opnar brumin móti sól. Sól, sem á svo annríkt að hún dottar aðeins örstutta stund bak við fjallið undir roðagylltri himinsæng. Vorið er loksins að hafa betur í baráttu sinni við þrautseigan kulda. Innan tíðar hefur það unnið langþráðan fullnaðarsigur. Að ganga um þennan undraheim, ásamt vini sem er mér svo kær, feykti burt öllum mínum áhyggjum. Það var mín óskastund. STORMUR Hvín á glugga kaldur stormur. Feykir laufum fyllh' vitin fíngerðum salla fjarlægra slóða. Fellh' tré með feysknar rætur. Grípur með sér greinai' brotnar, gömul sporin grefur í sandi. Kemur róti á kyrran huga. Vekur menn af værum svefni veldur ótta og vonir tæth’. Ljóst er þó er lygnir aftur að stofnar flestir standa enn, sterkir bogna en brotna ekki. Höfundurinn er leiðbeinandi við Hallorms- staðarskóla. * v LESBÓK MORGUNBLAÐSINS ~ MENNING/LISTIR 20. DESEMBER 1997 21

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.