Lesbók Morgunblaðsins - 20.12.1997, Blaðsíða 24

Lesbók Morgunblaðsins - 20.12.1997, Blaðsíða 24
sóknir keisarans, varð píslarvottur- inn brátt tákn hins upphafna stríðs- manns sem heill hefur náð ströndu á landi ódauðleikans. Þar sem sögulegar heimildir eru nokkuð á reiki, er óvíst hvar ná- kvæmlega og hvenær þessir atburð- "*ir áttu sér stað. Sumir segja hann hafa verið drepinn í Diospolis í Pal- estínu, aðrir í Míteleniu í Armeníu, en sennilegast er þó að þetta hafi gerst í Níkómediu þar sem nú er Lí- býa og að líkið hafi verið flutt af fylgismönnum hans til Díospolis. Ge- orgsmessa er sungin 23. apríl á ætl- uðum andlátsdegi dýrlingsins. Ljómi frægðar og hreysti Þótt heilagur Georg sé einn af elstu dýrlingum kristninnar og *"*hann hafi verið vegsamaður í Aust- urkirkjunni frá elstu tíð, barst helgi hans ekki til Vesturlanda fyrr en á 11. öld. Sagan um drekavígið er jafnvel enn yngri og sennilegt að henni hafi verið komið af stað til að leysa af hólmi hinar heiðnu goðsagnir sem nutu mikillar hylli á miðöldum. Það voru krossfararnir sem báru dýrkun Georgs með sér heim frá Miðausturlöndum, og á hann að hafa birst þeim við umsátur um borginna Antíokkíu í Sýríu, klæddur brynju með rauðum krossi á hvítum grunni. Sums staðar má lesa að Ríkarður ljónshjarta hafi sett heri sína undir vemd heilags > Georgs, en víst er að hvergi nýtur hann jafn mikillar hylli og einmitt á Englandi. En fleiri hafa kjörið sér Georg sem verndardýrling; Rússar og Portúgalar treysta á fyrirbænir hans og Georgíumenn hafa nefnt land sitt eftir honum. Hermenn og bændur hafa heitið á hann í gegnum tíðina, en á okkar dögum er það helst skátahreyfingin sem er þekkt fyrir að vegsama Georg. Hér á landi náði Georgsdýrkun aldrei mikilli út- breiðslu, þar sem siðaskiptin dundu ** yfir skömmu eftir að helgi hans barst tU landsins. Þó er sagt frá honum í Reykja- hólabók, en það er safn dýrlinga- sagna, sem Björn bóndi Þorleifsson þýddi úr þýsku snemma á 16. öld. Þá hefur mynd af honum ratað í hina íslensku Teiknibók frá 15. öld og má þar glöggt sjá hvernig mið- aldamenn á íslandi hafa gert sér hetjunna í hugarlund. Einnig sýnir útskurðurinn á Valþjófsstaðarhurð- inni frægu riddara sem sennUega er okkar maður. Loks má fínna hann standandi í einu hominu á altaris- bríkinni í Hóladómkirkju. Eins og ljóst má vera af ofangreindu hefur helgisagan um heilagan Georg tekið talsverðum breytingum í aldanna rás. Menn hafa ýmist hlaðið hana rómantískum ýkjum, eða sveipað hann dýrðarljóma trúarinnar, þannig að illa sést í hina raunveru- legu fyrirmynd. Þó er óhætt að full- yrða, að hin táknræna mynd sem stendur eftir hafi allt til þessa dags verið mönnum hvatning til að leggja ótrauðir til atlögu gegn því mótlæti sem mætir okkur á lífsins leið. Það voru krossfar- arnir sem báru dýrkun Georgs með sér heim frá Mi ða usturlön d um, og á hann að hafa birstþeim við um- sátur um borginna Antíokkíu í Sýríu, klæddur brynju með rauðum krossi á hvítum grunni. ufyfoi; eœir'msi íííwpuííA nnwon aitminií./woáfd imi-Ki úm immí-mm} ,I\k imimim npvíE.t! ; iltei metu- umit tki \ \\wm HHtJlfU HEILAGUR Georg. Mynd úr íslensku teiknibókinni í Árnasafni. TINTORETTO: HEILAGUR Georg drekabani, 1560. Málverkið er í National Gallery í London. VALÞJÓFSSTAÐARHURÐIN. Útskurðurinn sýnir riddara sem líklega er heilagur Georg. CARLO Crivelli: Heilagur Georg. Crivelli var ítalskur málari fyrir endurreisn. 24 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS ~ MENNING/LISTIR 20. DESEMBER 1997

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.