Lesbók Morgunblaðsins - 20.12.1997, Blaðsíða 2

Lesbók Morgunblaðsins - 20.12.1997, Blaðsíða 2
TÓNLEIKUM ÚTVARPAÐ BEINT UM EVRÓPU TÓNLEIKUM á vegum Ríkisútvarpsins og Evrópusambands útvarsstöðva verður út- varpað beint um Evrópu frá Hallgríms- kirkju sunnudaginn 21. desember kl. 11. A tónleikunum, sem eru fimmtu Evróputón- leikar Ríkisútvarpsins á jafnmörgum árum, koma fram fimm kórar, alls um 200 söngvar- ar, böm og fullorðnir, auk fjögurra orgel- leikara. Kóramir era Mótettukór Hallgrímskirkju undir stjóm Harðar Áskelssonar, Dómkór- inn, undir stjóm Marteins H. Friðrikssonar og Gradualekór Langholtskirkju undir stjóm Jóns Stefánssonar. Auk þess koma fram Drengjakór Laugameskirkju er Frið- rik S. Kristinsson stjómar, við undirleik Peter Mátés og Skólakór Kársness undir stjóm Þórannar Bjömsdóttur. í lok tónleik- anna sameinast kóramir í söng. í þessari söngdagskrá, sem Guðmundur Emilsson hefur valið og kynnir á tónleikun- um, er leitast við að lýsa í stóram dráttum söngsögu Islands frá upphafi með hliðsjón af hræringum í tónlistarlífi á meginlandi Evrópu. Tónlistin tengist öll jólunum, allt frá fomum íslenskum kirkjusöngvum og al- þýðulögum til stórra kórverka á borð við mótettu og messuþætti Palestrina. Þá verða fluttir jólasálmar af þýsk-dönskum uppruna er bárust til íslands á 19. öld. I lok tónleikanna verða fluttir nokkrir þeirra jólasöngva er RQdsútvarpið hefur fal- ast eftir af tónskáldum á undanfömum ár- um. Að auki framflytja kóramir jólalag Ut- varpsins í ár. Það nefnist Jólakvöld og er eftir Tryggva M. Baldvinsson við texta Da- víðs Stefánssonar. Tónleikunum lýkur með Agnus Dei eftir Jónas Tómasson og leikur Hörður Askels- son á orgel Hallgrímskirkju. Öllum er heimill aðgangur að tónleikun- um meðan húsrúm leyfír. Morgunblaðið/Ásdís Hallgrímskirkja. JOLALEIKUR í LEIK- BRÚÐULANDI iLEIKHÚSIÐ Tíu fingur, brúðu- leikhús Helgu Amalds, sýnir Jólaleik sunnudaginn 21. des- ember kl. 21 á Fríkirkjuvegi 11, Leikbrúðulandi. Þetta er eina opna sýningin sem leikhúsið verður með á Jólaleik á þessu ári. Jólaleikur er útfærsla á jóla- guðspjallinu þar sem Leiðinda- skjóða, dóttir Grýlu og Leppalúða, segir söguna um fæðingu frelsarans með hjálp barnanna og nokkurra leik- brúða sem gægjast uppúr jóla- pökkunum hennar. Leikstjóri er Ása Hlín Svavarsdóttir. Handrit er eftir Hallveigu Thorlacius og Helgu Arnalds. Leikmynd gerði Tómas Ponzí. Brúður og leik sér Helga Araalds um. LEIKBRÚÐUSÝNINGUNA er hægt að setja upp nánast hvar sem er. ENN SYNGUR VORNÓTTIN í SÖNGSKÓLANUM STJÓRN Listasafns ASÍ hefur ákveðið að afhenda Söngskólanum í Reykjavík mynd úr safni sínu til varðveislu. Tilefnið er að Söng- skólinn hefur tekið í notkun nýjan tónleika- sal, „Smárann“ þar sem áður var Smjörlíkis- gerðin Smári. Ragnar Jónsson átti hana og rak í þessu húsi, Veghúsastíg 7. Ragnar var jafnframt geysileg lyftistöng fyrir allt menn- ingarlíf á Islandi. Hann rak bókaútgáfu og sýningarsal í húsinu og 1961 gaf hann „ís- lenskum erfiðismönnum" málverkasafn sitt og renndi þannig stoðum undir Listasafn ASÍ. í kvöld kl. 20.30 er Jólavaka Söngskólans í Reykjavík og mun Kristín G; Guðnadóttir forstöðumaður Listasafns ASÍ afhenda þar myndina „Enn syngur vomóttin“ eftir Krist- ján Davíðsson. Stjóm Listasafns ASÍ vill með þessu heiðra minningu Ragnars og tryggja að þetta nýja menningarsetur Söng- skólans prýði mynd úr gjöf þessa merka for- göngumanns í íslensku menningarlífi. Morgunblaöiö/Sigurður Hallmarsson GÓÐUR rómur var gerður að söng barnanna í Englakórnum. OFLUGT SONGLIF A REYÐARFIRÐI Rejyöarfirði. Mor^unhlaöið. SÓNGHÁTIÐ var í samkunduhúsi Reyð- firðinga, Félagslundi, sunnudaginn 14. desember sl. Fram komu þrír kórar, Bamakór Grunnskóla Reyðarfjarðar, Englakórinn og kór Reyðarfjarðarkirkju ásamt einsöngvurunum Hrafnkatli Björg- vinssyni og Berglindi Ósk Guðgeirsdóttur og Fjarðarvísnavinum. Skipuleggjendur tónleikanna og jafn- framt stjórnandi var Gillan Haworth, skólastjóri Tónlistarskóla Eskifjarðar og Reyðarfiarðar, en hún hefur verið ásamt eiginmanni sínum, Guðjóni Magnússyni, driffjöðrin í tónlistarlífi staðarins undan- farin ár. Guðjón annaðist undirleik ásamt þeim Guðmundi Frímanni Guð- mundssyni, Erni Inga Ásgeirssyni og Árna ísleifs djassleikara, en þetta er annað árið sem hann kennir við tónlist- arskólann. Húsfyllir var í Félagslundi og góður rómur gerður að söngvurum, ekki síst börnunum sem skiluðu sínu hlutverki með prýði og greinilegt að hér er góður efniviður á ferð sem náð hefur ótrúlega góðum árangri undir sljóra Gillan. LEIÐRETTING í LESBÓK 13. des. sl. var grein um Einar í Garðhúsum í Grindavík og verzlun hans í til- efni þess að öld var liðin frá stofnun verzlun- arinnar. Greinarhöfundur var ranglega til- greindur Ólafur Einarsson, sem var sonur Einars í Garðhúsum og skrifaði stundum greinar í Lesbók fyrr á áram. Ólafur er ný- lega látinn, en greinin sem hér um ræðir er hinsvegar eftir son hans, Einar Ólafsson, sem er kaupsýslumaður og minntist afa síns með þessum hætti. Eru hann og lesendur beðnir velvirðingar á þessum nafnaruglingi. MENNING/ LISTIR NÆSTU VIKU MYNDLIST Þjóðminjasafn íslands í Bogasal: Allii' fá þá eitthvað fallegt. Jólasýning, til 5. janúar. Listasafn íslands í öllum sölum safnsins er sýning á verk- um Gunnlaugs Schevings og sýnd sjón- varpsmynd daglega um Scheving. Til 21. des. Listasafn Siguijóns Ólafssonar Sýning vetrarins, Svífandi form. Verk Siguijóns Ólafsson. Safnið verður opið samkvæmt samkomuiagi í des. og jan. Ásmundarsafn - Sigtúni Yfirlitssýning á verkum Ásmundar Sveinssonai-. Kjarvalsstaðir - Flókagötu Jóhannes Kjarval í austursal. Sýning á aðfóngum safnsins árið 1997 í vestursal og miðrými. Á sýningarvegg í austursal eru sýndar húsateikningar. Safn Ásgríms Jónssonar - Bergstaða- stræti 74 Kyrralífs- og blómamyndir ásamt mynd- um úr Reykjavík og nágrenni. Til febrú- arloka. Þjóðarbókhlaðan „Verð ég þá gleymd“ _ og búin saga. Brot úr sögu fslenskra skáldkvenna. Sýning á ritum og munum úr Kvenna- sögusafni. Til 31. jan. Stöðlakot, Bókhlöðustíg 6 Bjamheiður Jóhannsdóttir. Til 21. des. Dada, Art Gallery, Kirkjutorgi 4 Sölusýning á nútímalist. Einnig antik- munir frá Vestur-Afríku. Til 24. des. Norræna húsið - við Hringbraut Skartgripasýning til 31. des. Hafnarborg Brian Pilkington sýnir til 23. des. Taru Harmaala og Ása Gunnlaugsdóttir sýna skart til. 23. des. Gallerí Horn Bjarni Þór Bjamason. Til 23. des. Gallerí Listakot „Gnægtarborðið“, samsýning tfl. 3. jan. Galleríkeðjan Sýnirými Sýnibox: André Tribbensee. Gallerí Barmur: Ráðhildur Ingadóttir. Gallerí Hlust: Gunnar Magnús Andrés- son. Síminn er 551 4348. Gallerí Sævars Karls Pabbi í sparifótunum, út des. Ingólfsstræti 8 Haraldur Jónsson sýnir til 11. jan. Listasafn Kópavogs - Gerðarsafn Guðný Magnúsdóttir og sýning á nýjum aðfóngum til 21. des. Listhús 39 Strandgötu 39, Hafnarfirði Samsýning 14 hstamanna. Gerðuberg Valdimar Bjarnfreðsson. Til 18. janúar. Sjómigjasafn Islands við Vesturgötu f Hf. Almenn sýning og sýning á olíumyndum Bjarna Jónssonar. TONLIST Laugardagur 20. janúar Háskólabíó: SI jólatónleikar: Stjórnandi Bernharður Wilkinsson. Langholtskirkja: Kór og Gradualekór Langholtskirkju, kl. 23. Sunnudagur 21. desember Hallgrímskirkja: Fimmtu Evróputón- leikar RÚV og Evrópusambands út- varpsstöðva kl. 11. Langholtskirkja: Kór og Gradualekór Langholtskirkju kl. 20. Kópavogskirkja: Kammerhópurinn Camerarctica kl. 17. Hafnarfjarðarkirkja: Kammerhópurinn Camerarctica kl. 21. Kaffileikhúsið: Söngkvartettinn Rúdolf, kl. 22. Mánudagur 22. desember Dómkirkjan, Reykjavík: Kammerhópur- inn Camerarctica kl. 21. LEIKLIST Þjóðleikhúsið Hamlet - William Shakespeare, frums. 26. des. Borgarleikhúsið Dómínó, lau. 20., sun 21. des. Ráðhús Reykjavíkur Stúdentaleikhúsið og Freysleikar flytja Skírnismál við sólhvörf, laug. 20. des. kl. 16.30. Leikfélag Akrureyrar Á ferð með Daisy, frums. 25. des. Uppiýsingar um listviðburði sem óskað er eftir að birtar verði í þessum dálki verða að hafa borist bréflega eða á net- fangi fyrir kl. 16 á miðvikudögum merkt- ar: Morgunblaðið, Menning/listir, Kr- inglunni 1, 103 Rvík. Myndsendir: 5691222. Netfang: menning@mbl.is. 2 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS ~ MENNING/LISTIR 20. DESEMBER 1997

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.