Lesbók Morgunblaðsins - 20.12.1997, Blaðsíða 26

Lesbók Morgunblaðsins - 20.12.1997, Blaðsíða 26
NOKKUR VERALDARUNDUR ITÓMARÚMI HEIMSINS GRJÓTNÁMUVÖRÐURINN, ein af ófullgerðu styttunum í Ranó Rarakú á Páskaey. EFTIR TERRY G. LACY Hér segir frá viðkomustöðum á fjarlægum slóðum í sunnan- verðu Kyrrahafi, svo sem á Páskaeyjunni sem fræg er fyrir sínar furðulegu myndir, á Pitcairn sem þekkt er í sambandi við uppreisnina á Bounty og Púka Rúa á Túmótueyjum, en þær eyjar tilheyra Frönsku Pólýnesíu. KYRRAHAFIÐ er tómarúm heimsins og þar er Páskaey, af- skekktasta mannabyggð ver- aldar. Hollendingur nokkur, sem fann hana á páskadag 1722, gaf henni þetta nafn, en á pólýnesísku heitir hún Rapa Nuí. Hún er um 150 km2 að stærð, mynduð úr þremur samrunnum eld- fjöllum. Það stærsta gaus fyrir u.þ.b. 3 millj- ónum ára. íbúar eyjarinnar eru um 3.000. Flestir þeirra búa í sjávarþorpinu Hanga Róa. Þeir eru afkomendur hinna polýnesísku frumbyggja og fólks sem flutti þangað frá Chile að áeggjan stjómarinnar þar, en hún vildi fjölga íbúunum. Ekki er langt síðan menn þurftu að útvega sér snekkju til þess að geta heimsótt eyna. Nú er ferðaþjónusta orð- in aðaltekjulindin. Þangað eru nú reglulegar flugferðir og a.m.k. þrjú lítil hótel. Þau bjóða upp á fjölbreyttan mat og á meðal kræsing- anna er ferskur túnfiskur og humar. Það sem laðar menn fyrst og fremst að Páskaey eru að sjálfsögðu hinar 800-1.000 risastóru moai eða styttur, sem finna má á eynni á ýmsum stigum smíðar eða veðrunar. Fyrsta moai sem farið var með okkur til var á Te Píto Kúra, „nafla alheimsins". Heimilið er hverjum manni miðja heimsins. Hjá mörgum er heimilið einnig miðja sköpunarinnar. Eyj- arskeggjar bjuggu svo lengi einangraðir frá öðrum Polýnesíubúum og upprunastað sínum, Marquesaseyjum, að þeir höfðu æma ástæðu til að líta á eyjuna sína sem „nafla alheims- ins“. Til tákns um það trónir á Te Pító Kúra - sem og annars staðar á eynni - stórt stein- egg, sem liggur mitt í vandlega gerðu stein- hreiðri. Andar áanna komu til Páskaeyjar með fyrstu polýnesísku landnemunum frá Marquesaseyjum á 4.-8. öld e.Kr. Um alla Polýnesíu sjást styttur af áum _sem reistar eru í þakkarskyni fyrir landið. Á Páskaey eru þessar styttur gífurlega stórar. Styttan á Te Píto Kúra vegur 82 tonn. Þær voru skreyttar höfuðbúnaði úr rauðu gjalli, en hann gat aukið hæð þeirra um 2 metra og þyngdina um 11 tonn. Þegar höfðingi lést, var reist af honum stytta. Þannig táknar hver stytta ættboga. Ætlað er að það hafi tekið sautján verkamenn átta mánuði að höggva út styttu. Ef höfðing- inn sem styttan var af hafði látið eftir sig nóg til að hafa þá lengur í fæði, gat styttan hans orðið stærri og gnæft yfir aðrar styttur, sem reistar voru á sama grunni eða ahú. Þegar áinn varð of fom var stytta hans fjarlægð eða endurunnin og stundum notuð sem uppfylling í nýjan ahú, reistan ofan á þeim gamla. Menn héldu að áamir byggju í hafinu, þar sem fólk- ið hafði komið yfir hafið, og þangað hurfu menn aftur er þeir dóu. Styttumar snera þó að þorpinu en ekki hafinu. Pallamir vora æv- inlega í grennd við vatn og þaðan varð að vera auðvelt að koma kanóunum til sjávar. Stytt- umar vora dregnar á pálmaröftum frá grjót- námunni. Síðan vora þær settar á skáhleðslu úr torfi og grjóti til að koma þeim upp á ahú (granninn). Okkur var ekið hringinn í kringum eyna til þess að skoða það sem hver staður hafði upp á að bjóða af moai. Flestar styttumar era gerð- ar úr gráu móbergi úr námunni í Ranó Rarakú. Hundrað af slíkum styttum má enn sjá í grjótnámunni á ýmsum smíðastigum. Sumar liggja flatar með bakið fast við bergið eins og þær sofl vært. Aðrar era dreifðar um hlíðina og stara blindum augum út í fjarsk- ann. Á norðurströnd Anakena er hvít sand- strönd. Það kemur á óvart, því að eyjan er að mestu kringd klettum. Jarðskjálfti hafði fellt styttur af pöllum sínum áður en Evrópumenn fundu ejma og 1960 velti flóðbylgja fleiri styttum um koll. Hér hafði moai verið lyft aft- ur á ahú þeirra og augun máluð. Eg fékk mér hinn ágætasta sundsprett í hlýjum sjónum. Hann var gersamlega laus við þang, því að E1 Ni~no, sem olli tímabundinni hitnun þessa hluta Kyrrahafsins 1983, hafði eytt því. Frá brúninni á Ranó Kaó-gígnum gátum við horft niður í sigdældina fulla af vatni. Yfir- borð þess er 100 m yfir sjávarmáli. Tótóra- reyr, sem eyjarskeggjar nota í mottur og reipi, hefur vaxið í gígnum frá því fyrir land- nám. Efst á hvassri brún Órongó má enn sjá steinbyrgi til minja um fuglamannstrúna, en þá hefð má rekja aftúr til 1760. Pólýnesíubúar ofnýttu allar sínar lands- nytjar og útrýmdu víða ýmsum fuglategund- um. Eins og annars staðar í Polýnesíu leiddi matarskorturinn á Páskaey til ófriðar. Æski- legt var að höfðinginn væri feitur, til marks um að hann gæti séð fólki sínu fyrir mat. Á Páskaey var fuglamannssiðurinn lausn til að binda enda á ófrið. Kappar, sem voru fulltrú- ar fyrir höfðingjana, klifruðu berfættir niður hraunhlíðina, syntu yfir mjótt en háskasamt sundið út í Fuglaey og kepptust um að ná fyrsta þemuegginu. Eggið var tákn frjósemi og yfimáttúralegra krafta. Sigurvegarinn þurfti að komast til baka sömu leið með eggið óbrotið. Höfðingi hans varð fuglamaður næsta árs og varð þá að dvelja í einangran í einu af steinbyrgjunum. Þessi siður var lagður af 1868 þegar eyjarskeggjar tóku kaþólska trú. Þama era um 20 pallar, en hver þeirra táknaði um þúsund manna þorp. íbúar hafa því verið um 20.000. Nú era þeir 3.000 og víst er það fróðleg spuming hvemig þeim gat fækkað svona. Eyjarskeggjar eyddu pálmun- um með því að nota þá við styttuflutningana. Þeir útrýmdu fuglum, og gengu þannig á mat- arforðann. Breskir trúboðar, sem komu á 19. öld, fluttu með sér sjúkdóma ásamt köttum til að éta rottumar. Rotturnar höfðu verið notað- ar til matar, en kettimir vora óætir. Sam- kvæmt einkar fróðlegri kenningu sem nýrri er af nálinni olli óvenjuöflugur E1 Nino ský- falli og því fylgdi mikil jarðvegseyðing þar sem trjánum hafði verið eytt. Afkomumögu- leikar breyttust og af því leiddi stórfellda fólksfækkun. Söfnuðurinn stóð við sunnudagsguðsþjón- ustuna í kaþólsku kirkjunni. Kona las úr ritn- ingunni og því nær allir kyrjuðu sálmana ut- anbókar, háróma og nefkvæðir. Stjómin í Chile hefur reynt að innleiða vestræna menningu á Rapa Nuí. Hún sendi þangað fiðluleikara en áheyrendur hlógu svo ákaft að konunni, sem stóð þarna og sargaði í gríð og erg á kassa sem hún studdi við höku sér, að tónleikarnir fengu skjótan endi. I ann- að skipti var sent þangað myndband þar sem Fílharmóníusveit New York borgar lék undir stjóm Leonards Bernstein. Og enn ætluðu eyjarskeggjar að rifna úr hlátri. Þeim fannst svo fyndið að sjá svona marga hljóðfæraleik- ara spila, bara til þess að einn maður gæti dansað! Þrátt fyrir ýmis afglöp eins og stéttabar- áttu og styttur úr plasti og vír á Órangó- tindi gerði kvikmyndin „Rapa Nuí“ eyjarskeggjum nokkurt gagn. Hún færði þeim tekjur og vakti áhuga á siðum þeirra og venjum. Höfðingjann í myndinni lék Hawaii-búi, sem gat skilið polýnesísku mállýskuna sem töluð er á Rapa Nuí. Síðan finnst Páskeyingum þeir ekki eins einangraðir og áður. Frá Páskaeyju héldum við ferðinni áfram sjóleiðis. Eftir þriggja daga siglingu komum við til Ducie-eyjar. Hún er ekki annað en óbyggt kóralhringrif með sjávarlóni í miðju og neysluvatn er þar ekkert. Svo sannarlega myndi enginn nema ákafur náttúruunnandi nokkra sinni gera sér ferð þangað. Aðeins ein planta, strandrunni, vex á rifinu en lónið er undurfagurt og hægt er að ganga alveg upp að bjartþernunum. Daginn eftir fórum við til Hendersoneyjar. Hún er að mestu leyti brattir kalksteins- klettar, allt að 30 m á hæð. Sú eyja er nú í eyði, þar sem ekki er hægt að treysta á neysluvatn. Ströndin er þakin löngum purp- uralitum ígulkeranálum. Þangað fara menn frá Pitcaimey á smábátum að sækja mórí-við fyrir útskurð sinn og leggja þá oft líf sitt í hættu. Við sigldum framhjá Hendersoneyju um sólarlagsbil. Skipstjórinn sá til þess að við nytum útsýnisins yfir klettana og allar þær tilkomumiklu brimholur sem þar hafa mynd- ast. í hellunum hafa fundist bein, augljóslega líkamsleifar skipbrotsmanna. Næsti viðkomustaður var Pitcaim. Það var ótrúleg stund. Víst veit ég að Fletcher Christi- an gerði uppreisn, flýði á Bounty ásamt fá- mennum flokki sínum og nokkram innfæddum Tahitibúum og leitaði hælis á Pitcairneyju. En það er allt annað að koma þangað sjálfur og sjá afleiðingamar af sögulegu furðufyrirbæri sem ætti alls ekki að geta gerst. Hvenær sem skip kemur, hlaupa eyjarskeggjar frá því, sem þeir era að gera og fara allir niður að Höfn, en það er lítil steinsteypt bryggja, þar sem þeir raða upp söluvamingi sínum. Þar vora eftirlík- ingar af Bounty, útskomar úr rauðum mórí- viði, fallega ofnar körfur og frímerki Pitcairn. Eyjarskeggjar era sérkennilegir ásýndum, óvenjuleg blanda af Polýnesíubúum og Bret- um. Áugljóst er, að þeir era sælir í sínum hópi og sáttir við sjálfa sig. Ekki hefur það þó alltaf verið svo. I kjölfar uppreisnarinnar 1789 fylgdu morð og átök um forastu. Þetta ógnaði tilvera íbúanna fyrstu árin. Á 19. öld vora þeir tvívegis fluttir brott af Bretum, fyrst til Tahiti og svo Norfolkeyj- ar. Margir urðu sjúkdómum að bráð, sumir kusu að hverfa aftur heim. Afkomendur þeirra sem enn búa á Norfolkeyju heyra nú undir Ástralíu, Nýja Sjáland sér um þá 50 þeirra eða svo, sem búa á Pitcaim. Þeir fá eitthvað í aðra hönd fyrir að sjá um veðurat- hugunarstöð og sendistöð. Einnig hafa þeir tekjur af veiðileyfum innan 200 mílna land- helgi sinnar og einhverja aðstoð fá þeir frá Aðventistakirkjunni, en aðventistatrú tóku þeir 1887. Þeim er sendur grannskólakennari frá Nýja-Sjálandi og núorðið einnig hjúkrun- arkona. Skipslæknirinn okkar gerði þarna þrjár minniháttar aðgerðir, því að það er bæði erfitt og dýrt að komast til Nýja-Sjálands. íbúamir era oft upp á tilfallandi skipakomur komnir með lyf. En íbúum fækkar, því að fá tækifæri bíða unga fólksins, þegar það vex úr grasi. Við gátum annaðhvort gengið eða látið aka okkur upp í hlíðina á þriggja- og fjögurra drifa torfæravespum með stórum hjólbörðum. Hvarvetna blasir við blómlegur gróður, þarna vaxa á annað hundrað tegundir plantna, flest- ar þeirra innfluttar. Þær gefa af sér mat og trefjar. Ég var í fámennum hópi undir leið-^ 26 LESBÓK MORGUNBIAÐSINS ~ MENNING/USTIR 20. DESEMBER 1997

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.