Lesbók Morgunblaðsins - 20.12.1997, Blaðsíða 28

Lesbók Morgunblaðsins - 20.12.1997, Blaðsíða 28
SPURÐU BARA EFTIR JÓSEF M/nd: Freydís Kristjánsdóttir. sögn Betty Christian. Hún sýndi okkur heim- ili sitt og kynnti okkur fyrir foreldrum sínum öldruðum. I garðinum hennar var, líkt og ann- ars staðar, þró til að safna vatni vegna hugs- anlegs eldsvoða. Tréhillur frá gólfi til lofts skilja milli herbergja, galopnar til beggja hliða. Þurrmeti er geymt í frystinum til að forða því frá skordýrum. Rafstöðin er sett í gang tvisvar á dag. Eyjarskeggjar rækta sitt eigið grænmeti, en hafa enga tækni til að nýta eigin fiskimið, einungis tvo litla álbáta, króka- spjót og færi. Eyjan er hæðótt og ekkert rúm fyrir flug- braut. Þangað verður aðeins komist með bát. Akkerinu úr Bounty er stillt upp á litla þorps- torginu. Þau okkar sem fóru að kafa, köfuðu niður að kjölfestunni úr Bounty. Pitcaimbúar eru þekktir fyrir mállýsku sína. Hún er fomleg enska blönduð nokkram polýnesískum tökuorðum. Kort af eyjunni sýnir bæði enskuna þeirra og vanda þess að lifa af uppi á bröttum hömranum. Meðal stað- amafna era: Tom Off, Where Dan Fall, Hea- dache og Oh Dear. Við voram tvo heila daga að komast til næsta áfangastaðar. Við sigldum yfir haf sem er laust við svif, ólíkt Norður-Atlantshafinu. Það er ótrúlega blátt - heiðblátt, safírblátt, jafnvel purpuralitt í skugganum af skipinu. Skípstjórinn hafði eftir ferðamönnum skemmtilegar spumingar, eins og: „Er þetta sama tungl og heima?“, „Nær vatnið allt í kringum eyna?“, „Er skipshöfnin heima á nóttunni?" Loks komum við til Púka Rúa á Túamótu- eyjum, en þær tilheyra Frönsku Polýnesíu. Með einni undantekningu eru þessar eyjar lág og flöt kóralhringrif, vaxnar kókospálm- um, heitar og heldur þreytandi. Fjörleg kennslukona, Esther að nafni, var meðal þeirra sem tóku á móti okkur. Allir fengu lei til að setja um hálsinn og okkur var boðið að sjá bömin dansa á ströndinni við lónið. Þorpið var snyrtilegt, girðingar og veggir kringum garðana. Hljómsveitin lék á gítara og trumb- ur. Ein tramban var stór plastgámur. Þarna fengust bamapelar og gleraugu, fólk var bólusett og tveir vora í hjólastól. Síðdegis næsta dag lentum við í Púka Púka. Þar var það sama á dagskrá: lei, (bonjour madame; merci madame) og dansar. Þama voru horað- ir litlir hundar. Sumir þeirra hafa e.t.v. verið hafðir í matinn um kvöldið. Lífshættulegt er að búa á þessum lágu eyj- um. Eftir ofviðri 1992 var Púka Púka nokkra metra undir vatni. Ibúamir leituðu hælis í samkomuhúsinu, sem er einmitt með þetta í huga byggt á stólpum. Til styrkingar era þeir reknir 9 metra niður í kóralinn. Þar era geymdar birgðir matar og vatns. Þegar vatnið sjatnaði þremur dögum seinna var kaþólska kirkjan eina byggingin sem enn var uppi- standandi. íbúamir vora fluttir til Tahiti. Þegar þeir fluttu heim árið eftir, gaf franska stjómin hverri fjölskyldu einingahús. í lóninu er sérstök ostrategund, sem gefur af sér verðmætar rauðleitar perlur. Upp úr hádegi daginn eftir komum við inn í hina undursamlegu höfn í Fatú Híva sem er á Marquesaseyjum. Þær era sæbrattar eld- fjallaeyjar og alls ólíkar Túamótueyjum. Trú- boðamir gáfu höfninni nafnið Meyjavík (Baie des Vierges). Frá þeirra sjónarmiði var það til mikilla bóta frá hinu íranska nafni, Reðurvík (Baie des Verges). Okkur er heilsað með söng og dansi og okkar bíður notaleg ganga upp þröngan dalinn. Þegar ég fór til baka um sól- arlagsbil sá ég konu sitja í grasinu og syngja og glamra undir á gítarinn sinn. A Marquesaseyjum komum við líka við á Híva Óa, þar sem Gauguin er grafinn og Ta- húata. Næsta morgun komum við til Úa Pú. Róið var á kanóum til móts við okkur og að venju var okkur heilsað með söng og dansi. Skip koma sjaldnast við á þessari eyju, en mér fannst hún fegurri en Fatú Híva, sem er þó mun þekktari. Þegar ég gekk upp dalinn barst söngur úr kirkjunni. Þetta var fallegur og samstilltur söngur, án undirleiks. Þegar við fóram sigldi skipstjórinn skipinu upp að ströndinni. Landslagið var undrafagurt, risa- stór gígtappi og lítil eyja, morandi af fuglum. Þyrilhöfrangur lék listir sínar rétt við borð- stokkinn og þyrlaði sér hringi, en af því dreg- ur hann nafn sitt. A páskasunnudegi, tveimur dögum síðar, sneram við aftur til Túamótu á Rangiróa. Skipstjórinn mjakaði skipinu gegnum þröngt sundið inn á opið lónið. Grænblár liturinn á vatninu var svo skær að það var eins og vængir kríanna sem flugu yfir það væra bryddaðir grænbláum borðum. Síðasti viðkomustaður var Papeete (Tahiti). Það vora mikil viðbrigði að sjá aftur allan ferðamannaflauminn, en þar stigum við um borð í flugvélina sem flutti okkur áleiðis heim. Jóhanna Þráinsdóttir þýddi. Höfundurinn er fyrrverandi háskólalcennari og hefur lengi búið á íslandi. SMÁSAGA EFTIR HALLDÓR SNORRASON Hann spurði mig á hvaða leið ég væri. Eg sagði honum það. Þá spurði hann hvort ég gæti gert honum stóran greiða. Hann væri með konuna sína, barnshafandi/ nánar til tekið/ alveg komna að því að fæða. Þau heföu komið á asnanum oq það væri fyrirsjáanlegt að jau mundu ekki ná til Betlehem í tæka tíð. VINAFÉLAGIÐ, ísland og ísrael, auglýsti í Morgun- blaðinu eftir sjálfboðaliðum til appelsínutínslu á samyrkjubúi í ísrael. Við voram aðeins tveir ævin- týrafuglar, sem slógum til og ákváðum að fóma okkur í þrjár vikur fyrir nokkur tonn af Jaffa-app- elsínum. Þennan náunga, Bjöm, sem átti eftir að verða samferðamaður minn, hafði ég aldrei hitt áður. Hann sagðist vera í háskólanum, í félagsfræði og mannfræði sem hliðargrein, „svona til að kynnast sjálfum mér,“ eins og hann sagði. Við fengum frímiða suður eftir en brenni- vínið urðum við að borga sjálfir - en suður eftir komumst við vel slompaðir. Leiðina frá flugvellinum hossuðumst við aftan á vörabílspalli, ásamt fleiri sjálfboðalið- um og tveimur stráklingum í hergöllum með byssur, ósköp gæðaleg grey. Bjössi getur þakkað það sinni lélegu ensku, að hann slapp heill og ógataður ofan af vörabílspallinum, svo var hann búinn að svívirða þessa ungu pilta, sem höfðu ekkert gert á hans hlut. Þeir höfðu verið kallaðir úr skóla til að verja land- ið sitt. Bjössi kenndi þeim um upphaf seinni heimsstyrjaldarinnar og allar þær hörmung- ar. Svo fór nú í verra, þegar Bjössi skammaði þá fyrir að hafa krossfest Krist. Hefði ég ekki verið betur á mig kominn en Bjössi, hefði hann fengið að fljúga út í skógarkjarrið. Nú var byrjað að rigna, sem betur fór vorum við komnir á leiðarenda. Ekki beið okkar veisluborð né móttökunefnd, aðeins krús af svöra kaffi og kex. Svo var okkur sagt að ljósn yrðu slökkt klukkan tíu og allir vaktir klukkan sex. Þetta leist Bjössa alls ekki á og gerði uppistand, sem varð til þess, að vínlöggin var tekin af honum ásamt kaff- inu, sem hann hafði þegar blandað víni. Við félagamir voram ekki til stórræðanna klukkan sex næsta morgun. Við breiddum upp fyrir haus, þegar við áttum að fara framúr, en það reyndist skammgóður verm- ir. Einn af fyrirliðunum stóð yfir okkur og bunaði úr sér skömmum og reif síðan teppin ofan af okkur. Allir nema við Bjössi, virtust kunna þessum lífsmáta mjög vel. Þeir léku við hvem sinn fingur, rauluðu og sungu, sögðu gamansögur og hlógu. Það var hætt að rigna, en næturkulið var nöturlega kalt, þar sem við hossuðumst á vörubílspallinum út á akurinn, til að ráðast á breiður af fagurgulum appelsínum, sem dormuðu á trjánum. Þegar við vorum að skreiðast ofan af vörabílnum, renndi í hlað náungi á gömlu Harley Davidson-mótorhjóli. Nú varð ég að blanda mér í málið. Ég hafði einu sinni átt samskonar hjól, algjöran kjörgrip. Ég rölti til piltsins og tók hann tali, kynnti mig og sagði honum hvaðan ég væri. Hann ljómaði allur og fagnaði mér innilega og nú fór hann að tala við mig á íslensku. Hann sagð- ist heita ísak og hann hefði verið skiptinemi á íslandi, í Hreppunum, í eitt ár. Hann var, eins og ég, kominn í fyrsta sinn til Isarel. „Faðir minn sem er gyðingur á heima í New York og hann leyfði mér að taka hjólið mitt með,“ svo bætti Isak við á hreinni ís- lensku, „því annars hefði ég hvergi farið, eins og Gunnar á Hlíðarenda sagði forðum.“ Verkstjórinn blés í flautu, skipulagði dag- inn og dreifði hópnum um svæðið. Ekki vissi ég hvað varð af Bjössa. Mér var reyndar sama, ég var búinn að fá alveg nóg af rugl- inu í honum. Aftur á móti fylgdi Isak mér hvert fótmál eins og skuggi og neitaði al- gjörlega að tala við mig á öðru máli en ís- lensku. Hver dagur var öðram líkur. Allir voru þreyttir og fegnir að komast í hús á kvöldin. Eftir kvöldverð var farið í leiki og fluttir skemmtiþættir frá hinum ýmsu löndum. Við Bjössi höfðum ekkert með svona skríparugl að gera. Bjössi snapaði sér brennivín hvenær sem hann gat, en ég sníkti hjólið hjá ísak, hvenær sem tækifæri gafst og brenndi í næsta þorp. Stundum tvímenntum við ísak á hjólinu og rakum eitthvert út í buskann. Við Bjössi voram búnir að vera tvær vikur á samyrkjubúinu og einmitt þennan morgun mætti Bjössi ekki til vinnu. Verkstjórinn hélt mig samsekan í hvarfí hans og vildi gera uppistand. Ég bað hann blessaðan að gleyma þessu, Bjössi væri ekki þess virði að fara að leita hans. „Svo ætla ég líka að láta mig hverfa næsta sunnudag og þá ætlast ég til þess, að þú minnist mín með söknuði við matborðið." Ég tók í hendina á verkstjóranum og við hlóg- um báðir innilega. En það var nokkuð, sem hann vissi ekki. Ég var einmitt búinn að láta mig hverfa og hafði þegar samið við ísak, vin minn, að fá Harley Davidson hjólið hans lánað í einn dag. Ég sagði honum, að ég myndi koma til baka fyrir kvöldmat. Svo lítið bar á, tróð ég öllu mínu haf- urtaski í ferðatuðruna mína, laumaðist bak- dyramegin út, ýtti hjólinu góðan spöl út á veginn, til að vekja ekki athygli með hávað- anum. Síðan setti ég í gang og brunaði af stað. Ég tók stefnuna til Betlehem. Ekki hef ég hugmynd um hvað það var sem dró mig til Betlehem, trúlausan með öllu. Sennilega hafa það verið uppeldisáhrif frá ömmu minni sálugu, sem móktu innra með mér. Amma mín var einstaklega trúuð kona og samkvæmt hennar bestu vitund þá komu allar dýrðir og dásemdir, ásamt öll- um englaskara himnanna frá Betlehem. Þegar hún kom út á hlað á morgnana, leit hún til allra átta og tautaði við sjálfa sig, „hvar skyldi nú blessað Betlehem vera að finna þennan Guðs þakkar dag?“ Svo sneri hún sér til suðurs og signdi sig. Hún sagði 28 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS ~ MENNING/LISTIR 20. DESEMBER 1997

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.