Lesbók Morgunblaðsins - 20.12.1997, Blaðsíða 23

Lesbók Morgunblaðsins - 20.12.1997, Blaðsíða 23
GOÐSOGNIN UM DREKABANANN EFTIR HEIMI STEINARSSON Eitt vinsælasta myndefni málara fyrr á öldum var heilagur Georg að drepa drekann sem ella hefði gleypt kóngsdótturina Kleódolindu. En hver var hann þessi drekabani? Af honum eru margar sögur, en fæddur var hann tæp- um 300 árum eftir Krists burð í Tyrklandi og hann er einn af elztu dýrlingum kristninnar. HELGISÖGNIN um heilagan Georg hefur í aldaraðir orð- ið fjölmörgum listamönnum að viðfangsefni. Afrek hans hafa verið skáldum ótæm- andi uppspretta helgi- og hetjukvæða og hinar marg- víslegu dáðir hans hafa frjóvgað ímyndunarafl jafnt lærðra sem leika. Á miðöldum var saga hans sögð í ótelj- andi útgáfum um hinn gjörvalla kristna heim og má segja að hún hafi verið eitt vin- sælasta söguefni þeirra tíma. Myndlistar- mönnum hefur dýrlingurinn verið sérstak- lega hugleikinn og varla var til sá íkonamál- ari, sem ekki spreytti sig á að lýsa frægðar- verkum kappans. Bardaginn við drekann Af öllum sögum um heilagan Georg er vafalaust jjekktust sú af einvígi hans við drekann. I díki nálægt borg einni er Silena hét, hélt sig mannskæður dreki, sem dag- lega heimtaði matfórn af borgarbúum. Þeg- ar birgðir gengu til þurrðar, sáu menn sig tilneydda að færa skrímslinu ungmenni borgarinnar til að seðja græðgi þess. Var þá varpað hlutkesti og dag þann er Georg bar að hafði það fallið í hlut hinnar yndisfögru kóngsdóttur, Kleódolindu, að hljóta hin grimmu örlög. Konungurinn reyndi eftir megni að forða einkabami sínu ffá þessum ömurlega dauðdaga, en þorði ekki að setja sig upp móti borgurunum, sem höfðu mátt sjá á eftir börnum sínum í skepnuna. Vai’ prinsessan því búin sínu fegursta skarti og leidd út fyrir múrana til að mæta ógninni. En rétt í þann mund sem drekinn ófrýnilegi var að því komin að ráðast á stúlkuna birtist heilagur Georg á fríðum og fagursöðluðum fáki, klæddur skínandi hertygjum með skjöld og lensu og blaktandi fjaðurskúfa. Leggur hann ótrauður til atlögu gegn óvættinni, sem þenur kjaft og klær og spúir eldi og eitruðum gufum mót hinum hugum- stóra riddara. En í krafti trúar sinnar geys- ist hinn djarfi stríðsmaður fram og rekur spjót sitt af fullri hörku í gin drekans og særir hann til ólífis. Sigurreifur ríður hann loks með hina fógru mær til hallarinnar á meðan drekinn engist í dauðateygjum. Þrenging og blóðskírn En píslarsagan, sem kirkjan kennir, er þó á allt annan veg. Þar er greint frá því að Ge- org hafi fæðst árið 280 e.Kr. í Kappadókíu ESL ' yj'1;tV B ■ I jli. M RAFAEL: Heilagur Georg drepur drekann. Ein fegursta og frægasta mynd iistasögunnar af þessu myndefni. við Svartahafið, þar sem nú er Tyrkland. Hann var af göfugum ættum og alinn upp í kristinni trú. Ungur réðist hann til her- mennsku í her Díokletusar keisara, sem stjórnaði Rómaveldi á þeim tíma, og var frami hans skjótur. En í kringum árið 303 hóf Díokletus mikl- ar ofsóknir á hendur kristnum mönnum í því skyni að útrýma þeim úr ríki sínu. Gekk hann fram gegn söfnuðinum af mikilli hörku og ógurlegri grimmd. Georg, sem þá var háttsettur herforingi, reis upp á móti harð- stjóranum. Hann játaði sig kristinn mann og kvaðst hvorki mundi taka þátt í morðum keisarans né tilbiðja hin heiðnu skurðgoð hans. Díokletus brást æfur við, lét handsama Georg og pynta hann miskunnarlaust. Mátti hann þola óbærilegar píslir og var reynt að þvinga hann til afneitunar með því að berja hann til blóðs og svíða hann með logandi bröndum. Hinn helgi maður lét þó hvergi bugast og mætti þjáningum sínum af slíkri reisn að viðstaddir komust ekki hjá því að fyllast aðdáun. Jafnvel húðlát og hjóldrátt stóðst hann án þess að hafa meint af. Sagt er að mitt í þessum raunum hafi heyrst rödd fi’á himnum sem hvatt hafí dýrlinginn til dáða og lofað honum að launum íyrir stöð- uglyndi sitt hlutdeild í bikar hins smurða og kórónu eilífs lífs. En þrátt fyrir alla hai’ð- neskjuna tókst böðlunum ekld að gera út af við dýrlinginn og var hann jafnvel látinn tæma eiturbikar, en ekkert fékk á hann. Þá létu níðingarnir draga hann nakinn gegnum borgina, æstum múgnum til skemmtunar. A endanum vai’ farið með hann í musteri helgað guðinum Appolló og áttu hofprest- arnir að snúa honum frá trúnni með særing- um og fjölkynngi. En Georg hóf upp raust sína, lofaði Drottin og bað um tákn til frels- unar lýðnum. Féll þá eldur mikill af himn- um, sem eyddi musterinu og prestum þess.w Segir sagan að eftir þessa sýn hafi mikill mannfjöldi tekið skírn og lofað Guð. Díoklet- us, sem var orðinn vitstola af bræði, lét þá að lokum hálshöggva Georg. En í augum hinna trúuðu, sem áfram máttu þola of-Þ LESBÓK MORGUNBLAÐSINS ~ MENNING/LISTIR 20. DESEMBER 1997 23

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.