Lesbók Morgunblaðsins - 20.12.1997, Blaðsíða 8

Lesbók Morgunblaðsins - 20.12.1997, Blaðsíða 8
„UR LIÐI ER OLDIN!" Jólaleikrit Þjóðleikhússins er frægasta verk leikhús- bókmennta heimsinS/ sag- an af Hamlet Danaprins eftir William Shakespeare. HULDA STEFÁNSDÓTTIR fjgllgr um uppsetningu Baltasars Kormóks sem fer ekki troðnar slóðir í túlkun sinni ó þessu verki sem leikhúsheimurinn hefur spreytt sig ó að túlka í tæpar fjórar aldir. KRISTINN INGVARSSON tók Ijósmyndir ó æfingu í vikunni. Ð VERA, eða’ ekki vera, þarna er efinn...,“ hefur frægasti Danaprins sög- unnar tautað fyrir munni sér í tæpar fjórar aldir. Eflaust lengur, því þó leikrit Shakespears um amlet Danaprins sé talið ritað á árunum 1601-2 hefur sagan af Hamlet verið kunn víða um lönd allt frá því að Saxi hinn danski rakti Amlóða sögu sína í Histor- ia Danica á 13. öld. Hamlet eftir Shake- speare, í þýðingu Helga Hálfdanarsonar, er jólaleikrit Þjóðleikhússins og verður frum- sýnt á annan í jólum. Leikstjóri er Baltasar Kormákur sem segir að þegar verið sé að fást við svo frægt leikverk sé mikilvægt að ganga ekki að túlkun verksins sem vísri. Skírskotanir í verkinu spanni enda breitt svið þó menn eigi það á hættu að taka leikrit- inu sem gefnu og veigri sér við að kryfja textann á nýjan leik, út frá eigin forsendum, oft af óöryggi og hræðslu við eigin skoðanir. „...hvort betur sæmi að þreyja þolinmóður í grimmu éli af örvum ógæfunnar, eða vopn grípa móti bölsins brimi og knýja það til kyrrðar." Hilmir Snær Guðnason fer með hlutverk Hamlets. Ingvar Sigurðsson leikur Kládíus konung og Tinna Gunnlaugsdóttir fer með hlutverk Geirþrúðar drottningar, móður Hamlets. Ófelíu leikur Þrúður Vilhjálmsdótt- ir og er þetta íyrsta hlutverk hennar hjá Þjóðleikhúsinu en Þrúður útskrifaðist frá Leiklistarskóla íslands í vor. Póloníus ráð- gjafa konungs og föður þeirra Ófelíu og La- ertesar leikur Erlingur Gíslason en Laertes leikur Sveinn Geirsson. Hóras, vin Hamlets, leikur Stefán Jónsson. Hirðmennina Rósin- krans og Gullinstjömu leika Þór Túliníus og Steinn Armann Magnússon. Gunnar Hans- son leikur Noregsprinsinn Fortinbras. Valdi- mar Öm Flygenring leikur nafna sinn Valdi- mar við hirð konungs, Ósrik leikur Randver Þorláksson og Marsellus er leikinn af Atla Rafni Sigurðarsyni. Sigurður Sigurjónsson fer með hlutverk leikarans og grafarans. Dramatúrg sýningarinnar er Bjarni Jóns- son. Leikmynd gerði Vytautas Narbutas frá Litháen sem áður hefur unnið leikmyndir fyrir uppfærslur Þjóðleikhússins á Mávinum og Þremur systram í samvinnu við leikstjór- ann Rimas Tuminas. Búningar era eftir Vytautas og Filippíu I. Elíasdóttur. Lýsingu annaðist Páll Ragnarsson og hljóðvinnsla sýningarinnar er í höndum Sigurðar Bjólu. Sögusvið verksins er kastali Danakonungs á Helsingjaeyri. Konungurinn Hamlet eldri lætur lífið með sviplegum hætti. Þegar verk- ið hefst steðjar mikil ógn að konungsríkinu. Kládíus, bróðir Hamlets eldri, hefur tekið við HAMLET stendur einn andspænis erfiðri ákvörðun og getur hvorki treyst móður sinni né ástkonu. „Áföll eins og þau sem dunið hafa á Hamlet myndu valda hverjum manni hugarangri," segir Baltasar. Geirþrúður drottning (Tinna Gunnlaugsdóttir), Kiádíus (Ingvar Sigurðsson), Hamlet og Ófelía (Þrúður Vilhjálmsdóttir). SAGAN af Hamlet er í senn glæpasaga, fjölskylduharmleikur, draugasaga, saga um stjórn- mál og vanda heils konungsríkis, þess vegna alls heimsins. Og síðast en ekki síst er Hamlet ástarsaga. konungstign og gengið að eiga drottninguna Geirþrúði, móður Hamlets. Fortenbras Nor- egsprins hefur hótað að hefna föður síns og vinna aftur lönd sem Danakonungur hafði áður unnið af Norðmönnum. Konungsríkið er veikburða hið ytra sem innra. Víða getur leynst óvinur og engum er treystandi. Ham- let prins er harmi sleginn yfir föðurmissin- um og veit vart sitt rjúkandi ráð þegar vofa föðurins birtist honum eina nóttina í hallar- garðinum og ber honum þau válegu tíðindi að Kládíus hafi gerst sekur um bróðurmorð. Symnum ber að hefna föðurins en um leið að vernda móður sína. „Heilabrotin gera oss öll að gungum,“ segir Hamlet og vangaveltur hans og hegðun hrinda af stað harmrænni atburðarás verksins. Baltasar segir að það hafi komið sér á óvart þegar Þjóðleikhússtjóri fór þess á leit við hann að stýra upp- færslu á Hamlet. „Þetta var áskor- un sem ég ákvað að taka en með þeim skilyrðum að ég fengi að vinna verkið algerlega á mínum forsendum því að öðrum kosti hefði ég ekki tekið verkefnið að mér,“ segir Baltasar. Umgjörð verksins er tímalaus fantasía, hvorki bundin af fortíð, nú- tíð né framtíð. „Eg reyni í senn að vera sjálf- um mér trúr og sögunni. Ég trúi t.d. ekki á hina klassísku draugsímynd frekar en jóla- sveina. Fyrir mér er draugur gamla kon- ungsins því ekki annað en martröð innra með Hamlet. Alveg á sama hátt hafa madrigalarn- ir, sem gjarnan hafa verið leiknir í uppfærsl- um á Hamlet, enga merkingu fyrir mér. Það gera hins vegar lög hljómsveitarinnar The Prodigie sem ég nota í sýningunni ásamt tón- list Jóns Leifs og þeirra Brians Enos, Adri- ans Belews og Roberts Fipps.“ Leikstjórinn veltir fyrir sér ríkriþörf fólks fyrir að réttlæta gjörðir sínar. I Handan góðs og ills talar Nietzsche m.a. um slíka hegðun og tekur dæmi af stórskáldum sem hann segir oft reyna að komast undan alltof traustu minni með því að lyfta sér í hæðir. En sá sem hefur öðlast raunverulega þekk- ingu á ástinni sem er fátæk, heimsk, hjálpar- vana, hrokafull, mistæk og betur til þess fall- in að granda en bjarga, sá sem þekki ástina á þennan hátt, leiti dauðans. „Hvað býr hand- 8 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS ~ MENNING/LISTIR 20. DESEMBER 1997

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.