Lesbók Morgunblaðsins - 20.12.1997, Blaðsíða 12

Lesbók Morgunblaðsins - 20.12.1997, Blaðsíða 12
KÓNGSINS Nýjatorg í Kaupmannahöfn 1934. í Kaupmannahöfn vann Rannveig í Sendiráði íslands. Ekkert gleður hjarta íslendings í útlönd- um fremur en bréf; yfir „bréfadegi" ríkir sér- stök birta. Og skáldið okkar allra orti: „Vjer o.s.frv. Killian til hvítrar konu hinumegin við fjörðinn á afmælisdegi hennar 10. febrúar 1928: Og einatt hljómar litla lýran mín við lítinn orðstí fyrir köldum steinum. Menn skilja ekki eingang góðlátt grín oggeta ekki púðrið séð íneinum. Og gamlar konur segja, að jeg sje svín, því soddan ljóð eru eitur í þeirra beinum. Og efjeg kveð þeim alminnilegan sálm og ætla mér að kenna því að trúa, þá ansar fólkið: Hvílíkt fjandans fálm, æ, farðu held’r að gifta þig og búa!- þá fínst oss oft það ætti að borða hálm og eiga heima ífjósi meðal kúa. Þó hef jeg hrifínn lagt í hvert mitt ljóð leyndustu tárin fædd í þjáning minni, hneyksluðum fólum bauð jeg allt það blóð, sem brann und mínu veika, fólvt skinni. 0, blessi Drottinn þessa aumu þjóð og þrífí ‘ana með náðarhendi sinni! Ó, gef mjer Drottinn eina únga sál með ofurlítið skilningsbros á vörum, er gæti horft sem bam á öll þau bál, sem brenna í mínum spurningum og svör- um. Slík er oss skáldum drukkin dýrust skál og dándust rós á vorum hinstu börum. Utgefið á stúdíó Magnúsar, af vorri lýrisku fátækt, undir voru skáldlega nafni og innsigli. Killian I.“8 Og Rannveig lýsir Halldóri þannig í einum af mörgum fyrirlestrum sínum um Island: „Síðast en ekki síst höfum við hina rísandi stjörnu á bókmenntahimni Islands. Halldór Kiljan Laxness. Furðulegt... Blöðin á ís- landi vanda honum ekki kveðjurnar þegar þau gagnrýna hann. Hann skrifar af miklum ofsa, stíllinn er fullkominn og algjörlega hans eiginn. Lýsingar hans eru myndrænar og verða þér hugfastar. Oft kaljar hann fram bros og tár í sömu andrá. Adeila hans er þaulhugsuð. Eg hef aldrei vitað neitt annað skáld sem getur lýst söguhetju sinni þannig að hún sé rangeygð og illa vaxin en um leið gefið þér það á tilfinninguna að hún sé feg- ursta stúlka í heimi. Auðvitað ýki ég en fer þó nærri sannleikanum. Laxness er afar nútíma- legur, afar hreinskilinn.....9 Og enginn þurfti nokkru sinni að óttast að Rannveig gæti ekki þagað yfir því sem henni var trúað fyrir. A sumardegi árið 1930 skrifar Halldór Laxness Rannveigu bréf sem hlýtur að hafa fyllt sál hennar kyrru sólskini og hjartað mikilli gleði: „... I Höfn var ég aðeins þrjá daga og upptekinn alla daga. Þegar heim kom tók þessi fræga alþíngishátíð við og hefur verið lítill friður síðan. Ég er enn ekki farinn að gera neitt síðan heim þom, en býst við að fara að vinna á morgun. Ég ætla að gefa út eina skemmtilega ljóðabók í haust fyrir fólkið. Hér hefur verið óskaplegt vesen eins og þú getur skilið og bærinn fullur af allra landa kykvendum. Eg var þrisvar sinnum á Þíng- RANNVEIG í Kaupmannahöfn, 22 ára. völlum, - fór heim á kvöldin, en notaði tím- ann til að gánga í skóginn lángt frá öðru fólki, því að það eru orðin mörg sumur síðan ég hef notið íslenskrar náttúru, en hinsvegar orðinn dauðleiður á veislum og ræðuhöldum. Einn daginn gekk ég leingi í skóginum hjá Þíng- völlum í miklum hita, fór út á hvert smánes í vatninu og var að tala við jurtimar og horfa á lambærnar, sem ég hef einu sinni orkt um eitthvað þessu líkt: Stoltara er fátt en fógur ær í haga, fegurra ei neitt en lambið mitt í dalnum .... ogísama kvæði stendur eitthvað þessu líkt um það sem gerist á íslandi um vomætumar: Og bóndinn fer í ferð um hvíta óttu með fjóra vagna og aktýgjaðar drógar Tryppin í dalnum taka sprett til skógar, tvævetlan karar nýgotúnginn smáa og döggvum ölvað dreymir grasið bláa.10 Þetta bláa gras er líklega hrafnaklukka eða gleymméreyar eða kanski fjólur. Ég sit oft tímum saman og horfi í augun á hrafnaklukk- unni, sem hefur undarlegan lit, svo mig fer að dreyma. Þetta er alveg satt. Alt þetta var ég að prófa á Þingvöllum svo þú getur skilið, að ég hef haft mjög viðkunnanlega alþíngishátíð. Svo þennan dag í skóginum, sem ég var að tala um, þegar ég gekk þar í hitanum, þá varð ég syfjaður og lagðist fyrir í laut og sofnaði, og mig var eitthvað að dreyma, og svo vakna ég alt í einu og hvað heldurðu? Það var komin dynjandi rigning, og ég leit upp og það var glaðasólskin. Þetta kemur stundum fyrir í skóginum á Þíngvöllum, að það fer að rigna í glaðasólskini, og fjöllin hinu megin við vatnið vóru jafn skínandi fögur í sólskininu eins og þegar ég fór að sofa og eins fjöllin Skjald- breiðsmegin. Það rigndi bara á svolitlum bletti og ekki meira en svo, að kýrnar á Vatnskotstúninu sáu ekki ástæðu til að standa upp og eftir hálftíma var skúrin búin. 6 - i- UaVÍv^' Va\**\ v&' Oj Aru&áj) kíjfftu-0-^/ lyY"lV*- tUAA. ...... ^ ‘Uit DJ- i ■ £ •< ~Yl_ ^ c 1 ítLU-. e-H öSUr- ! K'V-. • o (Í&. ÍUJU. cS ^ J j mí «( L&aÆ, UoUr 'l ■ ~ (UUytLsvf'rn Á Á.v-o-G. Wru-u. . l: a rfLJirt v_ ‘vj ____________ lývítA*'.. ,...................... «/n^w ÚR BRÉFI Halldórs Laxness til Rannveigar. í greininni er bréfið birt í heild. Um nóttina fór ég heim og saung alla leiðina á heiðinni. Svona getur maður verið lukkulegur hér á jörðinni... „ Dýrðarinnar bréf. Hver gæfi ekki gull fyrir slíkt tilskrif? Rannveig gerði sér far um að fylgj- ast vel með því sem var að gerast heima á landinu kalda, einkum á menningarsviðinu. Hinn 8. mars 1928 skrifar Kristján Albertsson Rannveigu eftirfarandi línur: „... Eg kann yður bestu þakkir fyrir bréf yðar og hin hlýju ummæli um Vökugrein mína, sem glöddu mig mjög. Hveijum skrifandi manni er það ómetanleg gleði og örvun að verða þess var, að gott fólk meti einhvers það sem frá honum kemur - og þegar íslensk kona sendir mér þakkarorð fyrir ritgerð alla leið vestan af Kyrrahafs- strönd, þá er það dálítill viðburður í minni ekki altof stórspennandi rithöfundaræfi hér á Islandi. Við höfum ekki sést síðan haustið 1921, er eg kvaddi Danmörku, en eg hefi fengið þær góðu fréttir að þér ættuð ánægjulega æfi vestan hafs. Eg er nú á förum til Suðurlanda - farinn frá ritstjórninni - og tek nú til við önnur ritstörf. Kannski sjáumst við seinna -1930? Með alúðarkveðju yðar einlægur... „ Ekki kom Rannveig heim á Alþingishátíð- ina þannig að ekki sáust þau Kristján þá. Striðsárin Á þessum árum flytur Rannveig um 80 fyr- irlestra um Danmörku og ísland, skrifar fjölda greina í íslensk, dönsk og bandarísk blöð, auk Heimskringlu, blaðs Vestur-íslend- inga. Þótti Rannveig skemmtilegur fyrirles- ari. Kryddaði hún frásögn sína með fjörleg- um sögum úr hversdagslífinu. Mátu Danir gi-einar hennar mikils. Fékk hún m.a. bréf, dagsett 29. apríl 1940 frá danska sendiráðinu í Washington D. C. þar sem stendur: „.. af miklum áhuga hef ég lesið grein yð- ar „Danir hjálparvana gagnvart nasistum“ í „Great Falls Tribune" frá 19. apríl. Greinar eins og yðar, sem gefa upplýsingar um hinar raunverulegu aðstæður í Danmörku, og út- skýra m.a., hvers vegna það var ógjörlegt að verja Danmörku, eru til mikilla hagsbóta fyr- ir málstað Dana... „ Fyrir þessa landkynningarstarfsemi er Rannveig síðar sæmd Riddarakrossi Fálka- orðunnar af forseta íslands og Frihedsmeda- ljen frá danska konunginum fær hún m.a. fyrir starf sitt fyrir Danmörku meðan á stríð- inu stóð. Frá Kaupmannahöfn berast bréf. Tvö þeirra eru frá Sveini Björnssyni, fyrrverandi yfirmanni Rannveigar. Hið fyrra er dagsett 12. janúar 1940, hið síðara í Chr. d. VII. Palæ, Amalienborg, þann 6.3.1940 með innsigli og tilheyr- andi (trúlega til þess að bréfið kæmist með diplomatapósti): „Kærafrú. Alúðarþakkir fyrir vinsamlegt bréf, góðar óskir og hlýleg orð um mína lítilfjörlegu og óverð- ugu persónu. Bréfið yðar kom milli jóla og nýjárs (dags. 14. nóv.). svo þér fáið máske ekki þessar línur fyrr en einhvemtíma í haust. Ég er sami sendisveinninn enn. Var sendur til London seint í september. Ég var heima á Islandi í sum- ar. Kom aftur 22. ág. Rétt þar á eftir byrjaði ófriðaratið. Eitt starfið var að koma fólki heim, héðan, frá Þýskalandi o.s.frv. Fyrstu þrjár vikumar fór milli 300 og 400 manns heim, sem við höfðum einhverja meðgjörð með, beint eða óbeint. Svo atið um að skaffa vörur o.s.frv. eins og í síðasta stríði. Krabbe þótti nóg um og fullmikið að lenda í slíku tvisvar á æfinni. - Nú er þetta alt rólegra, en samt sjá þeir í Rvík okkur fyiir sæmilega nægri vinnu. Annars var maður orðinn þreyttur á London og kvöld- myrkrinu þar. Þegar hingað kemur, er alvörusvipur á öllu, vantrú á framtíð... kveðjur frá okkur öllum í sendiráðinu og heima. Yðar ein- lægur.. „ Þjóðverjar hernema Dan- mörku 9. apríl 1940. Og í mars- mánuði sama ár fær Rannveig ákaflega fallegt og hugljúft bréf: „Kæri „gamli“ vinur minn og samverka- maður frú Rannveig Schmidt.- Það er að vísu skrítið, en þannig er það samt, að það er eins og mann langi því meira til að sjá og tala við gamla kunningja sem þeir eru lengra frá manni, og þá auðvitað ekki hvað síst, þegar þeir eru alveg hinumeg- inn á jörðunni eins og þjer... En það sem nú ollir því, að jeg, ef til vill of óvænt til þess yður geti þótt vænt um, gríp pennann, var myndin af yður í „Heimskringlu“ þar sem þjer sitið á tröppuþrepinu með blessaðan lít- inn strákhnokka í arminum. Þjer eruð svo ánægð á svipinn að mjer hitnaði um hjarta- ræturnar þegar jeg sá það, og hefði ekki ann- að verið, hefði jeg látið þar staðar numið og aðeins glatt mig við þá hugsun að yður hlyti þá að líða vel, en blessaður kúturinn, hann bræddi mig nú alveg, og hann og ekkert ann- að lagði fyrir mig brjefsefnið. - Þar til jeg fæ annað að heyra, eigna jeg yður svona elsku- legan dreng, enda er víst ekkert annað sem hefði getað lánað yður eins elskulegan svip á yðar eigin andliti eins og brosið sem þjer komið til dyra með í henni „Heimskringlu". Einhvern tíma þegar þjer nennið því, þá skuluð þjer gleðja mig með línu... Að vísu hefur margt á dagana drifið, sem yður og öðrum mun þykja gaman að lesa, þegar mað- ur fer að fletta ofan af æfiskeiði sínu og margra annara, en þó er mig nú farið að langa í átthagana gömlu eða „heim“ eins og gamla fólkið segir; hvar sem þetta „heima“ er að finna; jeg býst helst við að „heima“ sje „hinumeginn", þar sem allir ástvinir manns frá barnsárunum nú eru, en það fær maður nú bráðum að ganga úr skugga um. Kyssið þjer nú blessaðan litla kútinn frá mjer fyrir það, að hann ýtti pennanum í hönd mjer, sem alla tíð hefi hugsað vel til yðar og óskað þess, að yður líði vel, hvar sem væri í heiminum.- Yðar einlægur gamli vinur.“ Niðurlag í næstu Lesbók. Heimildir: 1 Rannveig Schmidt: Skotthúfan, Heimskringla, 16. apríl 1942. 2 Rannveig Schmidt: Hugsað heim. Rvk. 1944 bls. 140. 3 Á þessum tíma voru rjúpur útflutningsvara. 4 Úr óprentuðum fyrirlestri Rannveigar Schmidt. 6 Úr Helgakviðu Hundingsbana 2. Snorra-Edda, s. 6 Rannveig Schmidt: Hugsað heim, Rvk. 1944, s. 106. 7 Úr kaflanum: „Margt er minnisstætt" í bók Rannveigar Schmidt, Hugsað heim, Rvk.1944, s. 162 8 Birting þessa tjóðs og tilvitnana í bréf Laxness eru gjörð með góðfúslegu leyfi frú Auðar Laxness. 9 Þessi tilvitnun er tekin af litlum pappaspjöldum þar sem hún hefur punktað ýmislegt hjá sér. 10 Kvæðakver HKL kom fyrst út í Rvk. 1930. Heiti kvæðisins er „Vegurinn austur“. Þar endar þessi ijóðlína svo: „Og döggvum ölvað dreymir blómið smáa“.. Höfundurinn er rithöfundur og býr í Ástralíu. 12 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS ~ MENNING/LISTIR 20. DESEMBER 1997

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.