Lesbók Morgunblaðsins - 20.12.1997, Blaðsíða 29

Lesbók Morgunblaðsins - 20.12.1997, Blaðsíða 29
mér margar fallegar sögur, sem allar gerð- ust í Betlehem. Ég var kominn góðan spöl frá samyrkju- búinu, en þorði samt ekki að gefa í og láta vaða, vildi ekki vekja athygli lögreglunnar á ferðum mínum. Ég var ekkert undir það bú- inn að svara bjánalegum spurningum. Það var farið að halla degi og ég hafði engar áhyggjur af því að skila ekki hjólinu um kvöldið, eins og ég hafði lofað ísak. Það var hvort sem er aldrei ætlunin að standa við það loforð frekar en önnur loforð. Nú var ég orðinn nokkuð naumur á bens- ínið. Mælirinn var farinn að síga og engin bensínstöð í sjónmáli. Ekki hafði ég þó ekið lengi þegar fór að grilla í ljósglætu framundan. Þama voru nokkrir skúrkumbaldar og bensíndæla. Asni stóð inni á milli skúranna, japlandi heyradda úr poka, sem var hnýttur um hausinn á honum. Um leið og ég renndi í hlað, kom út úr veitingaskúrnum ungur maður, skeggjaður með fíngert andlit og blíðleg augu, mæðu- legur og að sjá mjög þreyttur. Eftir að við höfðum heilsast og kynnt okkur, gekk hann að hjólinu og dáðist að því. „Það var einmitt Harley Davidson hjól, sem trésmíðameistarinn minn átti,“ og hann bætti við: „Hann sendi mig oft á hjólinu eftir ýmsu smáegis svo sem naglapakka og þess háttar." Og nú var kominn glampi í augun, „þvflíkur gripur, samt var það mun eldra en hjólið þitt.“ Svo spurði hann mig á hvaða leið ég væri. Ég sagði honum það. Þá spurði hann hvort ég gæti gert honum stóran greiða. Hann væri með konuna sína, barns- hafandi, nánar til tekið, alveg komna að því að fæða. Þau hefðu komið á asnanum og það væri fyrirsjáanlegt að þau myndu ekki ná til Betlehem í tæka tíð. Þegar inn var komið í skúrinn, sat konan þar. Hún var fremur smávaxin og smáfríð. Hún brosti undurblítt til mín og rétti mér smágerða hönd sína. „Eg lét mér detta í hug, hvort þú myndir gera okkur þann ómetanlega greiða að taka konuna með á hjóhnu, til Betlehem?“ spurði eiginmaðurinn og bætti við, „sennilega get ég engan veginn launað þér gi’eiðann.“ Nánast áður en hann hafði lokið við að bera upp bón sína, sagði ég háum rómi, að ekkert væri sjálfsagðara en að lána honum hjólið. Ég greiddi fyrir bensínið, fór út og sótti farangurinn minn, fór síðan inn og lagði lyklana á borðið og sagði glaðklakka- lega um leið, „hvar era svo lyklarnir að asnanum?“ Ungu hjónin trúðu vart sínum eigin eyrum og nú var þeim ekki lengur til setunnar boðið. Þau tíndu til pinkla sína og hnýttu þá síðan upp á hjólið. „Nú ættum við að komast til Betlehem í tæka tíð,“ sagði konan, um leið og hún reis hægt og þunglamalega á fætur. Hún gekk til mín, kyssti mig á vangann og hvíslaði í eyra mér, „nú hefur þú gert góðverk og þér mun verða launað, þótt seinna verði,“ og hún brosti dulúðlegu brosi til mín. „Bara að hún amma mín, sáluga, hefði nú heyrt þetta,“ sagði ég svona eins og við sjálf- an mig. Konan þokaði sér til dyranna, þar sem maður hennar beið. Ég sýndi honum hvern- ig ætti að gangsetja hjólið og stjórna því. Nú voru þau ferðbúin og hjólið hökti af stað. „Hvar get ég svo hitt ykkur?“ kallaði ég á eftir þeim. „Á fyrsta gistihúsinu, sem þú kemur að í Betlehem og spurðu bara eftir Jósef.“ Síðan hurfu þau út í fjarskann. Ég veifaði ósjálfrátt á eftir þeim og kall- aði út í nóttina, „góða ferð,“ gekk svo aftur inn í söluskúrinn, settist niður og pantaði mér einn skammt af kús-kús. Hvað hafði eiginlega gerst? Af hverju gerði ég þetta - og það af yfirlögðu ráði? Mér leið eins og ég hefði elst um nokkur ár. Hugsanir mínar voru skýrar og skilmerki- legar. Mér liggur við að segja rökvísar. Það er langt síðan það hafði gerst, ef það hafði þá nokkurn tíma gerst. Allt sem ég hafði gert hingað til var framkvæmt í algjöru ragli og án hugsana. Ég borgaði veitingar og var á leið út, þeg- ar veitingamaðurinn spurði mig hvort hann mætti vera svo frekur og spyrja frá hvaða landi maður kæmi, sem skipti á Harley Da- vidson mótorhjóli og útshtnu asnaræksni. Ég sagði honum hvaðan ég kæmi. „Þar vildi ég ekki eiga heima," sagði hann og þurrkaði sér um hendurnar á hand- þuirku, sem gekk úr buxnastrengnum. Ég gekk brosandi út í nóttina. Það var fullt tungl og stjörnubjart. Ég hafði aldrei áður tekið eftir því hvað himinninn gat verið bjartur og stjarnan í austri lýsti upp leiðina til Betlehem. Ég fór að huga að asnanum, sem stóð enn í sömu sporum og reyndi að nudda pokann fram af sér, enda löngu búinn með heyraddann. Ég tók af honum pokann og hann leit til mín sljóum, votum augum. Eg tók í tauminn og við röltum af stað. Við áttum langa ferð fyrir höndum. Ýmist sat ég á asnanum og hann skokkaði með mig á hörðu brokki eða ég hljóp með honum til að hvfla hann. Aldrei hafði ég upplifað slíka birtu. Það var sem um bjartan dag og stjömumar virt- ust hafa margfalda geislun. Ég fylltist hug- ljómun og hugleiddi hvort ég hefði nokkum tíma tekið eftir slíkri dýrð - eða var ég kannski vitni að einstæðum atburði? Og til að bæta á alla ljósadýrðina, hillti nú undh- borgarljósin í Betlehem. Asninn hafði hert brokkið, eins og hann ætti von á ein- hverju óvæntu á leiðarenda og þyi’fti því að hraða sér. Nú var ég farinn að nálgast fyrstu kofana í útjaðri Betlehem. Það var ótrúlega mikil umferð í nágrenni borgarinnar og austur- stjarnan skein skært þótt farið væri að rofa fyrir degi. Á hægri hönd var stæðilegt hús, með borðum og stólum í garði og fólk á rjátli allt um kring. Þetta var trúlega hið umrædda gistihús, þar sem ég átti að spyrja um Jós- ef. Gestgjafinn kannaðist við að maður á mótorhjóh hafi komið og beiðst gistingar fyrir sig og barnshafandi konu hans, en því miður var allt yfirfullt. „En ég benti honum á að fara inneftir göt- unni til vinstri, þar væra hjón sem stundum tækju inn á sig næturgesti." Ég hafði ekki farið langan veg þegar ég sá mótorhjóhð uppi við kofavegg. Ég ætla ekki að lýsa því hversu mér létti við þá sjón og ég er ég ekki frá því að asnanum hafi líka létt, alla vega heyrðist mér hann hrína feginsam- lega. Mér tókst að ná tali af húsmóðurinni, enda þótt hún væri á hlaupum og öll í upp- námi. „Því miður var ekkert laust rúm fyiir konuna inn í húsinu svo ég varð að búa um hana hérna úti í geitakofanum," og hún benti þangað sem hjólið stóð. „Það mátti ekki seinna vera,“ bætti konan við. „Hún var ekki fyrr lögst fyrir í garðanum, en fæðingin hófst.“ Konan þurrkaði svitann framan úr sér með svuntuhorninu. Jósef hafði nú komið auga á mig og hrað- aði sér til mín og faðmaði mig að sér. Hann var með tárvot augu af einskærri gleði. „Þú hefur fært okkur mikla gleði og ham- ingju. Okkur hefur fæðst sonur.“ Hann leiddi mig að kofadyrunum. „Hver heldurðu að sé kominn?" sagði hann við konu sína, um leið og hann ýtti mér inn úr dyranum. Ég óskaði þeim til ham- ingju með soninn. Konan fagnaði mér inni- lega. „Komdu nú hérna nær og sjáðu son okk- ar. Er hann ekki efnilegur?“ sagði Jósef. Barnið leit til mín stórum, geislandi aug- um og rétti fram litlu hendurnar sínar, sem ég snart. Á sömu stundu fann ég ofurstyrk streyma til mín. Ég tók af mér gullhring, sem amma mín hafði gefið mér og lagði í lófa barnsins. Hjónin þökkuðu þessa fyrstu gjöf, sem syni þeirra hafði hlotnast og spurðu hvort þau mættu ekki eiga mig sem þeirra fyrsta og besta vin. Það var innsiglað með hlýjum kveðjum. Jósef fylgdi mér að hjólinu. Ég setti í gang og stefndi í átt til samyrkjubús- ins. Ég hafði öðlast nýja trú - trú á lífið. Höfundur rak Aðalbílasöluna um órabil. Aldrei hafði ég upplifað slíka birtu. Það var sem um bjartan dag og stjörn- urnar virtust hafa marg- falda geislun. Egfylltist hugljómun og hugleiddi hvort ég hefði nokkurn tíma tekið eftir slíkri dýrð - eða var ég kannski vitni að einstæðum atburði? BÆNIR, ÞULUR OG STEF FRÁ FYRRI ÖLDUM Bænir yfir börnum Sofðu nú sælin, og sofðu nú vel. Sofðu eins og Kordíá undir vængjum Máríá. Krossinn helgi lýsi þér með öllum sínum ljósum, hvers helgidóm vér hrósum. Dilli þérnú Drúþíus ogPálma, syngi yfír þér serimón og sálma. Sof þú, eg unni þér, allir helgir þjóni þér, Pétur og Páll á Rómi hjálpi þér á dómi, og sú hin mildasta mær, sem marga bæn af guði fær. Sankti Máría sé þér holl, sú er betrí en rauðagull, Hvar sem þú reikar á landi signi þig og svæfi sjálfur guð og heilagur andi. Pig svæfi guð ogguðs móðir, tíu englar og tólf postular, Thómás hinn trausti og tveir aðrh', Magnús og Marteinn; þig svæfí drottinn. Vaki englar vöggu hjá, varni skaðanum kalda, breiði Jesús barnið á blessun þúsundfalda. Sofðu blíða barnkind mín, byrgðu aftur augun þín, friðarins guð þér frelsi bjó, fyrirþað sofðu’ í góðri ró. Geyrni þín drottinn dýrðarhæst- urog dillidó. Sofna þú í fríði guðs, vakna þú í ljósi; svo bið egfyrírþessu barni, að Kristur minn á himnum það kjósi. Guð blessi börnin bæði ung og smá, vís erþeim vörnin voðanum frá, sæl eru þau þá. Bæn fyrir kúm í haga Þessa bæn skyldi lesa með uppréttum höndum, en gera síðan kross á eftir út í loftið með hægri hendi: Hott, hott í haga, kýrnar vilja naga; farið þið hvorki í mitt tún né annara manna tún! farið þið hvorki í mínar engjar né annara manna engjar! Sankti Jóhannes vísi ykkur veginn þangað sem grasið er. Sæl María, guðs móðir, seztu nú á stein oggáðu vel að kúnum mínum meðan eg fer heim. TEIKNING eftir Gunnlaug Scheving: Sæl María, guðs móðir, seztu nú á stein ... Bæn fyrir fé, Jpegar það er rekið úr kvíunum: Ber vængi kitta ditta, dynjandi nostra delicta. Guð heilagur andi! gættu að hjörðu minni; gefðu mér hana spaka, sendu mér hana heim. Eg gef hana á þitt vald. In nomine patrís, fílii et spirítus sancti. Bæn fyrir fé í haga Gangið þið heilar í hagann, gerið engum bagann; guð gefí ykkur gras í maga, mjólk í spena, fískíjúgur, hold á bein. Sankti María, sextu á stein. Guð gi'eiði götu mína, geng ég svo heim. Þulur um Maríu Máría gekk til kirkju, mætti helgum ki'ossi, hafði lykil á linda, lauk upp himnai'íki; kh'kjan stendur á sandi með hnappagullið á; það er hún jómfrú Máría, sem þetta húsið á; guð láti sólina skína yfírfagra fjallinu því, sem hún Máría mjólkaði kúna sína. Hestur minn stendur á Haugi, heitir veit eg Baugi, með bandfögru beizli, beygist niðr á vegi; þá kemur karl hinn gamli, klappar Baug á Haugi; hvað smíðarðu þjóðar þófti gamall með hamrí? „Ketil smíða eg,“ sagði karl, „úr kerlingar hríngju, rusla egí smíðunum mínum, þá presturínn hringir í klukkun- um sínum. LESBÓK MORGUNBLAÐSINS ~ MENNING/LISTIR 20. DESEMBER 1997 29

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.