Lesbók Morgunblaðsins - 20.12.1997, Blaðsíða 31

Lesbók Morgunblaðsins - 20.12.1997, Blaðsíða 31
JÓLASKREYTINGAR á götu í París. JÓLADAGUR í PARÍS: KAMPAVÍN, KALKÚN OG FOIS GRAS EFTIR MARGRÉTI ELÍSABETU ÓLAFSDÓTTUR Það er aldrei sest að borðum á jóladag fyrr en um tvöleytið. Við erum átján í allt. Auðvitað er lifrarkæfa í forrétt. Hún er snædd með ristuðu brauði og drukkið rauðvín með. Þegar allir eru 1 búnir að borða vel af kæfunni er röðin komin að fyllta kalkún- inum. Það er Jeanne sem býr til fyllinguna, umræðuefnið y fir aðalréttinum. Aðfangadagskvöld í París. Götumar eru fullar af fólki þó klukkan sé orðin sex. Það eru ekki ennþá komin jól í hugum Frakka. Þau hefjast ekki fyrr en á miðnætti. Á morgun. Peigne fjölskyldan hittist engu að síður á aðfangadagskvöld og borðar ostrumar snemma. Eða á venjulegum kvöldmatartíma, um áttaleytið. Á eftir em pakkarnir opnaðir. Það er því ekki hefð fyrir miðnæturmálsverði á þessu heimili, né beðið með gjafímar fram á löglegan jóladag. Það breytist ekki þótt bömin séu orðin að stálpuðum unglingum. Antoine er nýorðinn 17, Vincent verður 16 ára í apríl. Eins og flestir jafnaldrar þeirra úr hærri millistétt eru þeir góðir námsmenn sem fyrir löngu hafa sett markið hátt. Peigne fjölskyldan býr syðst í sextánda hverfí, einu af fínu hverfum Parísar. Þau búa í íbúð sem fylgir starfi Jeanne, sem er bæklun- arlæknir á einkaspítala. Á góðviðrisdögum má sjá út um stofugluggann sjúklinga á hækjum viðra sig í bakgarðinum. Það er ys og þys á Au- teuil götu, verslunargötunni, þegar komið er upp úr metró, og örtröð í lúxusmatbúð Lenðtre. Jeanne kaupir hjá honum litlu ofn- bökuðu lystaukana sem við fáum með kampa- víninu á undan matnum. Og ísinn. Hún hefur hins vegar bakað jólakökuna sjálf, brúna rúllutertu með hvítu kremi, trjábolskökuna; La buche de noel. Hún er mun girnilegri en kökur með sama nafni sem fást í öllum bakaríum á þessum árstíma og jafnvel innpakkaðar í stór- mörkuðum mörgum vikum fyrir jól. Eins og alltaf á þeim jólum sem ég hef eytt með Peigne fjölskyldunni eru afinn og amman mætt til veislu. Frú Peigne - eða mammy eins og strákarnir kalla ömmu sína -, er afar sett- leg eldri kona, vönd að virðingu sinni og viss- ara að gæta að málfarinu í nærveru hennar. Það er auðvelt að hneyksla hana, hún er ekki af þeirri gerðinni sem nær að vera í takt við ung- dóminn og strákarnir eiga auðvelt með að slá hana út af laginu þó þeir fari fínt í það. Og nú er frú Peigne loksins komin á grafarbakkann - að því er hún segir sjálf. En það er ekkert nýtt, hún býst alltaf við því að hver jól séu sín síð- ustu. Samt er hún ekkert sérlega ellileg, þó vissulega hafi henni farið aftur á þeim sjö árum sem ég er búin að þekkja hana. Hreyfingarnar eru orðnar hægari og röddin titrar örlítið eins og hún sé við það að bresta. í fylgd með henni er örverpið, yngsti sonurinn Jeröme. Hún dekrar við hann segir Pierra, en hann gerir líka allt fyrir hana í staðinn. Jeröme hefur leti- legar hreyfingar eldri bróður síns, sem reglu- legar tennisæfingar beggja virðast engu geta breytt um. Þeir eru að því leytinu ólíkir systir sinni, Marie, sem er elst og ógift eins og Jer ^ ome. Marie sem er létt á fæti og kvik í hreyfingum, hneykslaði bróður sinn fyrir nokkrum árum þegar hún keypti sér íbúð á efstu hæð í lyftulausu húsi. Hún er ekki eins upptekin af eigin hrömun og Pierre, sem reyn- ir að berjast gegn henni með skokki og tennis- leik. Hann segir við mig, að ég sé ung kona í gömlum líkama þegar ég neita að koma með honum út að skokka klukkan níu á jóladags- morgun. Það er Marie sem aðstoðar Jeanne við mat- arundirbúninginn í eldhúsinu. Hún kann lagið á húsmóðurinni, því það er ekki auðvelt að þóknast henni. Jeanne er ein af þessum konum fyrir hverja hjálpin verður alltaf meira til trafala en léttis. Svo ég læt mér yfirleitt nægja að taka af borðunum eftir matinn og setja í uppþvottavélina með Pierre. Það vantar aðeins eitt Peigne systkinanna, miðbróðurinn Frédéric, tenniskennara á Normandí. Eiginkona hans Florence var kom- in á steypirinn og fæddi dóttur þennan að- fangadagsmorgunn. Ó aumingja barnið! Hvað það er óheppið að hafa fæðst á jólunum! Nú verður aldrei haldið upp á afmæli þess, hrópar fjölskyldan í kór. Mér varð hugsað til Christine vinkonu minnar á Islandi sem á afmæli á annan í jólum og fannst það alltaf fínt. Frábært að fá svona mikið af gjöfum í einu, fyrst á aðfanga- dagskvöld og svo aftur á annan ... Með frétt- um af fæðingunni fær fjölskyldan að vita að nýi fjölskyldumeðlimurinn komi til með að bera nafnið Anouk. Jeanne býsnast yfir nafngiftinni; henni hefur aldrei geðjast að Florence og þarf því að hafa eitthvað til að fjasa út af. Hún er bara þannig hún Jeanne. Fogel fjölskyldan, fjölskylda Jeanne, er ólík Peigne fjölskyldunni, sem er afskaplega borg- araleg og pínulítið snobbuð. Systkini Jeanne koma ekki til hennar á jólunum, nema Catherine, sem býr með annan fótinn í Rúanda og hinn í Belgíu. Hin systirin er bóndakona og pólitíkus í Suðvestur-Frakklandi og bróðirinn er blaðamaður, nýbúinn að gefa út bók um Kúbu, þar sem hann var búsettur um tíma, bók sem á eftir að koma í ljós að enginn í fjölskyld- unni hefur nennt að lesa frá a til ö. Afinn, herra Fogel, er hins vegar mættur til elstu dóttur sinnar á jólunum. Hann er gamall atvinnuher- maður, var sjóliðsforingi í franska flotanum og þjónaði lengi á frönsku nýlendunum í Norður- Afríku. Jeanne er því fædd í Marokkó og bjó fyrstu æskuárin í Alsír. Fogel fjölskyldan er því pied noir (svartfætlingar). En Fogel afi er löngu hættur að sigla og býr nú í sveitinni skammt frá þeirri dótturinni sem elur gæsir og geitur. Það er hún sem býr til gómsætu lifrarkæfuna foie gras sem við fáum í forrétt á jóladag. Fogel gamli er lífsnautnaseggur, finnst gott að borða og drekka. Holdafar hans ber þess vitni, hann er breiður um sig. í vor fékk hann slæma kransæðastíflu, lá við dauðans dyr um tíma og þarf því að fara varlega. En það er Fogel gamla ekki beinlínis að skapi. Hann er því dálítið geðstirður þar sem hann situr með tómt viskýglasið fyrir matinn og vill meira; sakar Jeanne um að hafa falið flöskuna. En Jeanne heyrir ekki í honum, hún er inni í eld- húsi. Antoine hefur hins vegar hraðan á og sveiflar fram viskýflöskunni sem hafði í raun verið innan seilingar allan tímann. Við hin er- um í kampavíninu eins og venjulega. Peigne fjölskyldan er kampavínsfólk. Ástæðan er Pierre og andúð hans á vinum. Við fáum samt vín með matnum, enda ekki annað hægt þegar gestir eru. Jeanne hefur takmarkað fjöldann af flöskum, en Fogel er ekkert á því að láta segja sér hve mikið hann má drekka og borða. Og áður en máltíðinni er lokið hefur Jeanne þurft að hlaupa niður eftir meira rauðvíni, að beiðni föður sins. Tilraunir hennai- til að hafa stjórn á fæðu- og drykkjar- inntöku hans fara því fyrir litið. Hann hlýðir þó þegar hún kemur með skál af hrísgrjónum á milli reykta laxins og kavíarsins og ostranna og humarsins. Það urgar í afanum sem lætur sig hafa það að fara að þessu læknisráði og klárar hrísgijónaskammtinn. Á eftir slær hann hins vegar ekki slöku við ostrurnar. Man vel að mér finnst þær ekki góðar. Ég hef hann lúmskt grunaðan um að hafa reiknað með að geta borðað minn skammt. En áður en röðin kom að ostrunum var Antoine horfinn frá borðinu. Hann hafði átt rétt á einu hvítvínsglasi sem hann drakk í ein- um teig eftir laumulega áskorun frá föðurbróð- ur sínum. Það hafði enginn tekið eftir neinu nema ég og Wincent. Það hafði ekki verið erfitt að mana Antoine upp í að klára úr glasinu, en honum varð um leið ómótt og því komst upp um frændann. „Hvers vegna varstu að þessu, Jerðrne?" sagði amman á meðan afinn lét sér fátt um finnast og Pierre sönglaði þrisvar: „Antoine er fullur.“ Og það var greinilegt að Antoine leið ekki vel. Hann var búinn að missa matarlystina, stóð upp frá borðinu og ákvað að fá sér göngutúr. Foreldrar hans hvöttu hann líka til þess og við sáum ekki meira af honum fyrr en komið var að eftirréttinum. Það var kakan heimatilbúna, sem Jeanne reyndi að skera við nögl þegar hún kom að föður sínum. Hann fékk svo örmjóa sneið að hún var gagn- sæ og því ekki nema von að gamli karlinn hefndi sín um leið og Jeanne sneri sér undan og skæri sér hnausþykka sneið. Enda var kak- an afar ljúffeng. En það er einhver losai-abragur á borðhald- inu. Kannski af því Antoine fór frá borðinu og af því Vincent á erfitt með að sitja kyrr. Sjálf er Jeanne á stöðugum þeytingi fram í eldhús og svo fer hún eina ferð niður í kjallara. Þetta er lítið hátíðlegt borðhald og dálítið stressað. Við Jeröme erum líklega þau einu sem eru sæmilega afslöppuð. Þegar búið er að kyngja kökunni er röðin komin að kaffinu, konfektinu og jólapökkunum. Antoine er kominn aftur. Þeir eru spenntir fyr- ir gjöfunum strákarnir eins og alltaf. Og eins og áður er ég áhorfandinn. Hver viðstaddra á sinn stað undir jólafrénu þar sem gefendurnir þurfa að lauma pökkunum svo „lítið beri á“, því auðvitað er ei’fitt að láta lítið fyrir sér fara. Pakkarnir era ómerktir, þeir eru „frá jóla- sveininum". En það er ekki nóg. Það vilja allir vita hver gaf hvað og það kemst alltaf upp að lokum. Yfirleitt af því að sá sem gaf gjöfina vill fá að vita hvort viðtakandinn er ánægður! Og allir gefendur gjafanna eru viðstaddir svo það er hægt um vik. Strákarnir fá tvo pakka frá sumum, aðrir fá einn. Þetta eru hagnýtar gjaf- ir. Slæður, klútar, sokkar, bindi, skyrtm-. ^ Pierre er sá eini sem fær nær eintómar bækur og diska. Aðeins strákarnir og Jeröme gefa hvor öðrum fyndnar gjafir. Hálfgerða einka- brandara: Vincent fær eintak af Lui (sem er franska útgáfan af Playboy) frá bróður sínum. Samræðurnar dragast ekki mjög á langinn. Amman og afinn eru þreytt. Afinn fer upp i herbergi og Jeröme ekur móður sinni heim, úti í Neuilly. Hann gistir liklega hjá hjá henni um nóttina. Það er hentugra því hann þarf hvort eð er að koma með hana aftur um hádegi dag- inn eftir. Frú Peigne er eini fjölskyldumeðlim- urinn sem fer til kirkju á jólunum, á jóladags- morgun. Hinir fara út að skokka. Undirbúningur hádegisverðarins hefstC snemma. Marie er komin aftur í eldhúsið líkt og hún hefði aldrei farið neitt og sama er að segja um Jeanne. Það er spenningur í loftinu enda von á fleiri gestum: Fjölskylda Catherine kemur frá Brussel. Maurice, síðari eiginmaður hennar, er Belgi. Hann er kennari í Rúanda þar sem fjölskyldan hefur búið síðustu árin, en kemur heim í skólafríum. Þau koma með böm- um Catherine, syni og dóttur sem eru á svipuð- um aldri og strákarnir. Að þessu sinni er einnig í för með þeim frænka úr sveitinni, sem er í menntaskóla í Brussel eftir að hafa gefist upp á einhverri fínni Parísarmenntastofnun. Hún er uppáhalds barnabarn afa síns; þau eru einkavinir. Það er alltaf mikil eftirvænting í loftinu meðan beðið er komu „belgísku" ferða- langanna, enda sést fjölskyldan ekki oft. Svo eru þau líka alltaf pínulítið sein, það þarf að M bíða með matinn og allir orðnir glorsoltnir þeg- ar þau loksins birtast einhverntíma upp úr eitt. Það er því aldrei sest að borðum á jóladag fyrr en um tvöleytið. Eftir að búið er að heils- ast. Þessi jól er vinafólk Peigne hjónanna í mat ásamt syni og dóttur. Við erum átján í allt. Eins og kvöldið áður hefst máltíðin með því að opnuð er kampavínsflaska og borðaðar litlar brauðsneiðar og pizzur inni í stofu. Síðan þarf að raða öllum til borðs við langborðið. Böm og unglingar við einn endann, fullorðna fólkið við hinn. Samræður rækilega aðskildai- ef frá eru taldar nokkrar spurningar foreldranna til „barnanna" um gæði matarins. i* Það er auðvitað lifrarkæfa í forrétt. Bæði þessi sem systir Jeanne býr til og svo ein teg- und úr búðinni svo hægt sé að bera þær sam- an. Allir era sammála um að systirin búi til af- ar bragðgóða kæfu... Hún er snædd með ristuðu brauði eins og vera ber og drukkið rauðvín með. Kampavinið er látið nægja sem fordrykkur að þessu sinni. Þegar allir eru bún- ir að borða vel af kæfunni er röðin komin að fyllta kalkúninum. Það er Jeanne sem býr til fyllinguna, umræðuefnið yfir aðalréttinum! Hún er fræg í fjölskyldunni þessi fylling! Með henni og kjötinu eru svo auðvitað hinar ómissandi kastaniuhnetur. Heitar auðvitað. Og kartöflumús fyrir þá sem vilja. Á eftir er ekki hægt að sleppa ostínum og salatinu, annars væri máltíðin ekki fullkomin. Það er boðið upp á almennilega, lyktandi osta, sem annars sjást. sjaldan á þessu heimili vegna andúðar heimilis- foðurins á ostalykt! En það er auðvitað ekki hægt að láta gestina líða fyrir slíka sérvisku. Eftir þennan þunga og heita mat er því gott að fá is í eftirrétt. ísinn kemur úr matbúri Lenötre, og hefur sama lag og trjábolskakan kvöldið áður. Það eru tvær tegundir, hver með tveimur bragðtegundum. Jeanne vill vera viss um að allir fái eitthvað við sitt hæfi. Þegar þarna er komið sögu í borðhaldinu er unga kynslóð yfirleitt farin frá borðinu fyrir löngu, ýmist alveg eða að hálfu. Hún kemur aftur til að fá sér ís, ef hún hefur lyst. Hún borðar minna en fullorðna fólkið sem gefur sér tíma og fær sér helst tvisvar af hverjum rétti. Á eftir aðafréttinum og ostinum hefjast sam- ræður fyrir alvöru. Menn færa stólana aðeins frá borðinu á meðan beðið er eftir kaffinu, jafnvel standa upp og teygja úr sér. Það er*» ekki lengur talað aðeins við næsta sessunaut heldur ná samræðurnar yfir allt borðið. Það er yfirleitt Maurice sem hefur orðið. Hann segir skemmtilega frá og kann margar ævintýraleg- ar sögur frá Afríku. Það er ekki hægt annað en hlusta. Agndofa. Smám saman færist sam- kundan þó frá borðinu yfir í sófa og stóla í stofunni. Sjálft borðið er látið eiga sig. Upp- vaskið fær að bíða. Aðeins ísinn er settur í frysti. Þefr sem hafa ennþá pláss narta í belgískt konfekt með kaffinu. Það er ekki fyrr en farið er að dimma um hálfsex sem gestirnir fai-a að tygja sig heim. Ég veit ekki hvort þau ætla að borða kvöldmat, en ég er farin heim að lesa íslensku jólabókina mína. Á morgun fæ ég « mér hangikjöt og smákökur að heiman, til að lengja jólin að íslenskum sið, utanvið fransk- ar venjur. Höfundur býr í París. LESBÓK MORGUNBLAÐSINS - MENNING/LISTIR 20. DESEMBER 1997 31

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.