Lesbók Morgunblaðsins - 20.12.1997, Blaðsíða 19

Lesbók Morgunblaðsins - 20.12.1997, Blaðsíða 19
SMÁSAGA EFTIR________________ FREYSTEIN JÓHANNSSON I Hlátur málarans flæddi skyndilega yfir sal- inn. Ég var staddur í Hótel Valhöll, hafði ekki tekið eftir málaranum, þegar ég kom, en nú leyndi hann sér ekki lengur. Það var nokkuð um liðið síðan leiðir okkar höfðu legið saman. Ég kynntist honum snemma í blaða- mennskunni. Hann var að setja upp sýningu í Norræna húsinu og ég átti að taka við hann stutt fréttaspjall af því tilefni. Þetta var áður en Listasafn Islands keypti myndir hans, meðan hann átti bezta að bónda, sem borgaði honum í hrossum, og kaupsýslumann, sem gat torgað stóru myndunum. Mér féll hann strax og mér líkuðu líka málverkin. Ég meira að segja keypti eitt á staðnum. Samtölin urðu fleiri, sýningamar fleiri og myndheimur hans varð minn. Stundum kætt- um við okkur með harðfiski og viskí. Og nú sat hann þarna hinum megin í saln- um, sjálfum sér líkur. Ég bað þjóninn að fara og spyrja, hvort ég mætti senda honum vín- flösku. Hann þáði hana, stóð upp og hneigði sig til mín með sveiflu. Ég stóð upp og gerði eins og þannig reigðum við okkur stundar- korn salinn á enda. Skvaldur matargestanna dó út á meðan það var ekkert í salnum, nema ég og málarinn. Svo héldu allir áfram að borða. Eftir matinn kom málarinn til mín. Við færðumst allir í aukana og þegar barnum var lokað.bauð málarinn til sýningar. Hann var að mála á Þingvöllum og hafði eitt herbergi á hótelinu undir málverk. Þegar hótelstarfsmenn höfðu komið fjórum sinnum til að þagga niður í okkur, hótuðu þeir að henda okkur út. Það fannst okkur bara fýnd- ið. En þegar þeir hótuðu að henda málverkun- um út, sáum við að nú var alvaran - og fórum sjálfir. Við gengum niður frá hótelinu. Nóttin var hlý og mjúk og allt í einu uppgötvaði ég, að raddir okkar, sem höfðu skömmu áður farið eins og hi’yðjuverkamenn um svefn hótelgest- anna voru nú léttar og lágværar, næstum hvíslandi. Allt í einu beygði málarinn út af veginum og ég elti hann drjúgan spöl yfír gróður og stein. Hann fór hratt yfir. Ég mátti hafa mig allan við, að missa ekki af honum, og reyndar rann ég frekar á hljóðið frá ferð hans, en að ég sæi, hvert við vorum að fara. Næst lá leiðin niður í móti og áður en ég vissi af, var ég nærri kominn í bakið á málaranum. Hann stóð þarna eins og dæmdur og horfði. Svo benti hann mér á blómið. Ég hafði aldrei séð svona blóm fyrr. Og satt að segja á ég enn erfitt með að lýsa því. En það var gult. Mjög gult - miðjan var gul, en út frá henni stóðu margir litir og reyndar skipti þar um meðan ég horfði, rautt og blátt, brúnt og grænt, brúnt og blátt, rautt og grænt... Litirnir hrifu mig með sér. Svo stóð ég þarna allt í einu einn. Það var eins og jörðin hefði gleypt málarann. Ég hafði ekki heyrt hann fara. En blómið var á sínum stað. Það var lokað og blóðrautt eins og mið- nætursól. Ég kallaði nokkrum sinnum í mál- arann, en fékk ekkert svar. Svo gekk ég til baka, eins og ég hélt að leið okkar hefði legið frá hótelinu. En ég villtist. Loks kom ég niður að vatninu og þá áttaði ég mig. Það var kominn nýr dagur. II Málarinn var bara brattur, þegar ég rakst á hann fyrir utan hótelið upp úr hádeginu. Hann svaraði mér engn, þegar ég spurði, hvað hefði orðið af honum um nóttina. Hann hló reyndar, en ég fann hann var ekki samur. Ég spurði hvort honum lægi eitthvað sérstakt á hjarta. Hann þagði lengi með lokuð augun. Ég var farinn að halda að hann væri sofnaður. Svo leit hann á mig, ræskti sig og sagði. - Ég brá mér frá. - Já, ég varð heldur betur var við það. Málarinn leit upp við tóninn. Svo stóð hann snöggt á fætur. Komdu, sagði hann og var rokinn. Ég elti hann svipaða leið og við höfð- um farið um nóttina. Svo beygði hann út af veginum og öslaði áfram með mig á hælunum. Ég fann að við vorum á einhverju hringsóli út og suður og ætlaði að fara að kalla í hann, þegar hann nam staðar, sneri sér við og spurði. - Veiztu, hvar við erum? Ég leit í kring um mig. - Nei. - Gott, sagði hann og lagði aftur af stað. Eftir örfá skref stoppaði hann aftur - og þeg- ar ég náði honum, stóðum við frammi fyrir sama blóminu og um nóttina. Ég sá, að nú var það gult, eins og áður, en blöðin voru bleik. - Ég þarf að segja þér svolítið, sagði málar- inn og settist. Ég settist líka og beið. Hann ætlaði aldrei að koma sér að þessu. En svo sagðj hann. - Ég fann þetta blóm í vor. Ég var að mála hérna í lautinni og mér vannst vel. Það var notalegt að vera hérna. Svo er það eitt sinn, þegar ég er í miðju pensilfari, að ég heyri allt í einu sagt. „Komdu“ Ég hélt fyrst að ég hefði heyrt til ókunnugra, datt í hug elskhugi, sem væri að leiða ástina sína út í sumamóttina. Ég hlust- aði, en heyrði ekkert. Svo hélt ég áfram að mála. Þá allt í einu aftur. „Af hverju kemurðu ekki?“ Ég hætti að mála og leit upp. Nú þagnaði málarinn, leit á mig og spurði. - Viltu heyra meira? - Auðvitað. - Ég leit upp og þarna stendur þá þessi yndislega kona, horfir brosandi á mig og seg- ir. ^Af hverju kemurðu ekki?“ „Ég?“ „Já, þú.“ Ég stóð bara þama, eins og asni og glápti. Vissi satt að segja ekkert, hvað ég átti að gera. Ég hafði hvorki séð né heyrt þessa konu koma. En þarna var hún - í seilingarfjar- lægð. Og brosti. Svo hnykkti hún til höfðinu, dustaði eitthvað niður af sér - og hvarf. - Og hvað? - Hvarf. Bara rétt si svona. Var þarna - svo bara horfin. Ég varð eiginlega þrumu lostinn. Pípan mín hefur stundum gert mér þetta. En konur hafa aldi-ei komið og horfið svona í kring um mig, rétt eins og... ja, rétt eins og reykur. Nú hló málarinn dálítið vandræðalega. Horfði á mig. Svo beygði hann sig niður að blóminu, strauk það varlega, leit til mín og sagði. - En svo sá ég blómið. - Sástu hvað? - Blómið. - Þetta? - Já. - Og hvað með það. Mér sýnist það ekki lík- legt til að hverfa svona einn, tveir og þrír. Nú horfði málarinn á mig og ég sá, að hann var á báðum áttum. - Helvítis fífl ertu, sagði hann svo. Geturðu ekki reynt að skilja þetta. Ég hrökk við. Svo ákvað ég að reyna að sjá þetta fyrir mér. Ég lokaði augunum. Og allt í einu var hún komin. Rétt eins og hann hafði sagt. Geislandi kona með gulleitt tígul- hyrnt höfuð. Svo flaut það í litum, varð dropalagað og fékk um sig baug, sem var eins og glitrandi grænar perlur, sem skopp- uðu til og frá. Ég opnaði augun og hún var kyrr. Stóð þarna og glitraði. Svo sá ég, að hún stóð í blóminu miðju, eða blómið einhvern veginn óx niður úr henni. Málarinn var staðinn upp. Hann leit til mín - sveiflaði hendinni líkt og í kvejuskyni. Og var hoi'finn. Og konan líka. Ég hrökk við, einn með sjálfum mér og blóminu. En konan og málarinn voru horfin. Ég sat þama í lautinni lengi, lengi. Reynd- ar veit ég ekkert hvað tímanum leið. Ég bara sat þama og reyndi að skilja það sem ég hafði séð. En ég gat það ekki. Svo fór ég. Frá blóm- inu, sem nú var blóðrautt. Það voru engir á ferli heima við hótelið. Ég fór inn á herbergi, skutlaði mér upp í rúm og tók fram bókina, sem ég var að lesa. Ég hef svo sofnað út frá bókinni, því ég hrökk upp við að það var bankað á dyrnar. Og áður en ég gat nokkuð sagt var málarinn kominn inn á mitt gólf, stóð þar með krosslagðar hendur á brjóstinu, horfði á mig líkt og ég væri fjall í fjarska og spurði. - Jæja? - Jæja. - Hvað fannst þér? - Sestu, sagði ég. Málarinn dró fram stól og settist við borðið. - Ég veit ekkert, hvað ég á að segja, sagði ég. Ég veit aftur á móti, að þú þarft að segja mér fleira. Það var ekkert hik á málaranum lengur. - Ég var búinn að segja þér, þegar ég sá konuna fyrst. Og hún hvarf. Ég skildi þetta ekki. Og á endanum ákvað ég að láta þetta eiga sig og fór heim á hótel. En daginn eftir fór ég aft- ur niður í laut- ina, til blóms- ins. Ég málaði ekkert, heldur sat bara og horfði á blómið skipta litum. Og ég sá marga liti, sem ég hafði aldrei séð áður, ekki nákvæmlega eins. Svo heyrði ég rödd hennar allt í einu. En hún var innan í mér. Eins og hvíslað væri inni í höfðinu. „Hvar ertu“, hugsaði ég. Og þá stóð hún allt í einu frammi fyrir mér, nákvæmlega eins og þú sást hana í morgun. Og blómið það bylgjaðist um fætur hennar eins og slóði. Svo sagði hún mér sögu. Hún skipti litum og baugurinn um höfuð henni sveiflaðist til og frá. Hún sagðist vera í mínum ævintýraheimi. En hann væri þó ekki bara ævintýri, heldur raunveruleiki, sem væri ekki af mínum heimi, en ætti þó í honum eitt blóm. Hún rétti fram höndina, tók mína í sína og mér fannst eins og himinninn væri opinn og það var ekkert í kringum mig nema eitt blóm, sem skipti stöðugt um lit og lögun. Hér þagnaði málarinn og leit til mín, líkt og hann vildi fullvissa sig um það að ég hlustaði á hann. - Hvað meira? sagði ég. - Ekkert meira þarna. En ég fór aftur og aftur. Og alltaf beið blómið mín og hún í því. Ég veit það ekki. Þetta tók mig heljartökum. Nú þagði málarinn lengi og horfði upp í loftið. - Viltu segja mér frá þessu? spurði ég svo. - Ég veit eiginlega ekki, hvernig ég á að lýsa þessu, sagði hann. Ég veit að í blóminu bíður mín eitthvað. Þar er allt í litum. Ég hef reynt að koma þeim á léreft, en mér finnst alltaf vanta eitthvað hjá mér. Það er eitthvert innra líf í þeim, sem ég næ ekki. Ekki ennþá. Það er mér keppikefli að ná þessum litum. Þess vegna sæki ég stöðugt til blómsins og alltaf þegar ég er hérna mejgin, er ég skít- hræddur um að það hverfi. Eg þori varla að fara frá því. Kannski einhver, þú eða einhver annar, myndir bara koma og slíta það upp. Svo mætti ég þér á barnum með blómið í hnappagatinu. Ég held ég sé að verða vitlaus af þessu öllu saman. - En hvað segir blómkonan um þetta? - Hún. Hún segir að ég verði að velja fyrr eða síðar. - Og hvað heldur þú? - Ég held bara að ég sé að verða vitlaus. Hvernig á ég að geta lifað í blómi. Getur þú séð mig sem einhvers konar blómálf? Nú hló málarinn í fyrsta skipti í þessu samtali. ► t LESBÓK MORGUNBLAÐSINS ~ MENNING/LISTIR 20. DESEMBER 1997 19

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.