Lesbók Morgunblaðsins - 20.12.1997, Blaðsíða 11

Lesbók Morgunblaðsins - 20.12.1997, Blaðsíða 11
DÆTUR Þorvarðar Þorvarðarsonar prentara og Sigríðar Jónsdóttur frá Skálholtskoti. Myndin er tekin um 1905. Talið frá vinstri: María, Sigríður, Ágústa og Rannveig. í KALIFORNÍU 1927 eða ‘28: Rannveig og Halldór Laxness í gamansamri uppstillingu. Halldór peisklæddur og virðist gefa í skyn að ekki veiti af svo skjólgóðri flík á þessum stað. Sveins Björnssonar, síðar forseta, í níu ár. Oft minnist hún þessara ára í skrifum sínum: „Gullnu eplin sem dansa í Storka-gos- brunninum í Kaupmannahöfn á afmælisdegi konungs. Ljósgræn beykitrén í Danmörku á vordegi, þegar jarðvegurinn er þakinn marg- litum skógarblómum.“2 Rómantíkin blómstrar. Ungu mennimir, íslenskir sem danskir, yrkja til Rannveigar. Eitt ljóðið er skrautritað. Ber franskt nafn „Berceuse" sem þýðir vögguvfsa eða ljóð. „Þey þey og ró ró þögul er nótt Sorgvana hvílist hin svefnþunga drótt. Hví eru andvaka augun þín blá? Ottastu auðnina undir húmsins brá? Ottastu auðnina og uggir þig að þar bíði fólur dauðinn að blása á þitt skar! Húmið er sannleikur. Hafðu um þig hljótt; við skulum fela okkur fyrir auðn og nótt. Við skulum fela okkw faðmi lífsins í og bíða þess með jörðunni að birti á ný. Lokaðu andvaka augunum þá. Ég skal segja þér sögur sumardölum frá. Ég skal segja þér sögur og syngja við þig hljótt. Þey þey og ró ró þögul er nótt. Ekki lætur skáldið nafns síns getið. Eina undirskriftin er 14. 2. ‘23. Löngu síðar rifjar Rannveig upp árin í Höfn: „Mjer er minnisstætt hvað margir stórir og myndarlegir Islendingar vora í Höfn á þeim árum. Flestir þeirra gengu á háskól- ann eða á verkfræðingaskólann. Þar var Valgeir Björnsson, sem nú er bæjarverk- fræðingur í Reykjavík, vinsæll maður og framúrskarandi skemmtilegur að rífast við, Þorlákur bróðir hans las læknisfræði, hann var með stiltustu mönnum sem sögur fara af. Hrókar alls fagnaðar voru þeir frændur Muggur Thorsteinsson málari, og Þorsteinn Scheving Thorsteinsson, sem nú er lyfsali í Reykjavík. Hjeðinn Valdimarsson, nú mikill pólitíkus heima á Fróni, við þektumst vel og kom oftast nær vel saman. Við þjeruðumst, þótt við værum bekkjarsystkin í 6 ár í barnaskólanum. Mjer dettur í hug, að Hjeð- inn mundi víst ekki una sjer allskostar með- al Vesturíslendinga, sem ekki fást mikið við að þjera. Helgi Guðmundsson söng og spil- aði vel og hafði hug á að leggja það fyrir sig, en nú er hann bankastjóri heima í Reykja- vík. Gáfumaðurinn Kristján Albertsson hafði altaf einhverjar ritsmíðar á döfinni og eins hafði Tryggvi Svörfuður, eins og segir í bókinni hans Þórbergs Þórðarsonar „Is- lenskur aðall“. Emil Thoroddsen spilaði á pí- anó og málaði og var í mestu vandræðum með hvern lífsferilinn hann ætti að kjósa, jeg held að það hafi verið synd að hann hætti að mála. Valtýr Stefánsson, nú rit- stjóri Morgunblaðsins var altaf upplagður í kappræður. Kristinn Ármannsson var óvenjulega háttprúður maður. Guðmundur Kamban var þá að byrja sína glæsilegu rit- höfundabraut og var altaf hlustað á hann með athygli þegar landar söfnuðust saman á La Reine, sem var matsöluhús úti við vötnin. Þar var alltaf fullt af löndum og gat maður setið þar heilt kvöld yfír einum kaffibolla fyrir krónu.“ Rannveig minnist þessara ára með ljúfum trega. Þá „áttu heiðurshjónin Ditlev Thomsen konsúll og frú Agústa heima í Höfn, indælis manneskjur og voru þau mörgum Islending- um haukar í horni. Konsúllinn var af dönsk- um ættum, en alinn upp á Islandi, frú Agústa er dóttir Hallgríms biskups og dönsk í móð- urætt, sannari íslendingar eru vandfundnir en þau hjón. A hverju gamlárskvöldi, ár eftir ár, höfðu Thomsenshjónin boð mikið inni fyr- ir fjölda Islendinga, mest ungt námsfólk, stúlkur og pilta, þann dag voru mörg kjólföt- in sótt í klæðaskápinn hans „frænda" (Stúd- entar pantsettu kjólfot sín hjá „frænda“ sem kallað var og oft var innleyst á undan böllum í íslendingafélaginu. Daginn eftir ballið hékk svo kjóllinn aftur í klæðaskápnum hjá „frænda". Innskot gr.höf.) og margir stúd- entar, sem daglega nærðust sparlega hjá frú Hansen í Rprholmsgade eða frú Rasmussen í Ole Suhrsgade - þeir kölluðu það að eiga heima í „súrnum" - nutu þess að setjast að blómskreyttu veisluborði, þar sem fram- reiddar vora steiktar rjúpur* og aðrar ís- lenskar kræsingar, að ógleymdum gömlum og ljúffengum vínum í háum krystalsglösum. Þarna voru þá ótal Islendingar staddir á gamlárskvöld, í framandi landi, en þetta var gamlárskvöld í íslenskum anda. Það var sungið og dansað og farið í leiki en á slaginu tólf söfnuðumst við öll kringum hljóðfærið og ungar, sterkar raddir sungu „Nú árið er liðið í aldanna skaut“.4 En það er heldur ekki gott að vera of rómantískur. Rannveig giftist einum þess- ara ungu, aðlaðandi stúdenta. Hann var kall- aður „eilífðarstúdentinn" því aldrei lauk hann prófi, hvorki í Höfn eða Hamborg. Hann lét þessa gáfuðu, fallegu konu sjá fyrir sér þar til hún komst að því að áhugi hans var meiri á peningunum hennar, og að eyða þeim í annað en lærdóm, en henni sjálfri. Skildi hún þá við hann - að öllum líkindum árið 1921. Rannveig hafði ævinlega brennandi áhuga á leiklist og lét sig menningarmál miklu varða. Hún kynntist persónulega Clöru Pontoppitan, einni frægustu leikkonu Dana, Tore Segelcke, frægri norskri leikkonu, Jo- hannes Hohlenberg, rithöfundi og málara, svo og ýmsum dönskum kvenrithöfundum svo sem Thit Jensen og Agnes Henningsen. Með Rannveigu og dönsku listakonunni Hed- vig Collin, sem síðar kom til íslands, mynd- skreytti íslenskar barnabækur og teiknaði myndir af íslenskum konum og börnum, tókst ævilöng vinátta. Ekki vanrækti Rannveig heldur æskuvinkonuna úr Þingholtunum Onnu Borg og var tíður gestur á heimili þeirra Paul Reumerts. Glæsileiki Rannveigar örvar enn skáldin. Einhver yrkir svo, seint á árinu 1923: In memoriam Þó skilji höfin dökk og bárubreið og beri skip mitt út af réttri leið hið hulda tímans Góð, ég þrái þig uns þrýtw sigling og ég hvíli mig í svölum sæ. Þú veist að aldrei lifnar það sem deyr og ég veit að við Gnnumst aldrei meir því kaldráð örlög okkar skilja stig en athvarf lífs mfns er að hugsa um þig hvert sem mig ber. Þó ólgi hrönn um höGn bárubreið skal beita í horGð, sækja fram á leið - og þegar nóttin dregur dökkvann sinn á djúpið bláa, lít ég svipinn þinn í köldum sæ. Ef til vill er hér sama skáldið á ferð sem fyrr er getið. Ef til vill minnir kvæðið á Davíð Stefánsson. Hver veit? En á þessum tíma voru skáldin okkar svo mörg, svo frábær og flest afar rómantísk. Já, þeir kepptu margir um hylli Rannveig- ar. Fátt jafnast þó á við langt ástarbréf, þrungið heitum og örvæntingarfullum tilfinn- ingum - að öllum líkindum ritað áður en Rannveig giftist hið fyrsta sinni. Þar velur bréfritari þessai' ljóðlínur sem inngangsorð: „Ein veldur þú Sigrún frá Sefafjöll- um!... .“6 Bréfið er ritað í formi tónverks. Skyldi nokkur íslensk kona fá slíkan ástaróð framar á íslenski-i tungu? „... Eg er að fara, kveðjuorðin líða út í þögnina eins og hvítir svanir fram til heiða. Eins og farfuglar sem á gjóstugu hausti leggja út á dimmúðgan æstan sæ, - þannig hverfa kveðjurnar og minningarnar mást. - Eg er að fara - Hugur minn er sem æstur sær, sem dimmúðgar heiðar á hausti og því veldur þú Sigrún frá Sefafjöllum, valkyrjan mín. -.... ... Hvar á ég að leita þín sem ég elska? Eg kvaddi emi mína til flugs og sendi hauka mína á skóg en þeir hurfu aftur að óloknu er- indi. Landsynninginn sjálfan spurði ég um þig en hann vissi ekkert til ferða þinna. - Hvert ertu horfin að ég ekki finn þig, þú sem ég elska? Þey! Þú hvíslar í blænum. Þey! Ég heyri hlátur þinn í lindinni. Þey! Ég finn nærveru þína í ylnum, - vorinu. Þú ert að koma, ó þú sem ég elska og ég sé þig í sólskininu ... Ég spurði holtasóleyjuna um þig - blómvarirnar önduðu móti mér nafni þínu. - Loks kemur þú sem óboðinn fegins gestur til byggða ein- búans og smáir ekki sælukofann. Þú sem ég elska, ég vil kveða þér lítið ljóð. - Hlustaðu, húmið er vort og nóttin er hljóð.- ... ... Kvöldið er dimmt. Dimmt er og í hug- skoti mínu. Dimmt og reimt af glottandi gát- um - af illum öndum sem hvísla að mér horfnum sorgum og ókomnu bölvi. Ég sé blakkar böldróttir sækja að mér úr skuggun- um. Bleikar vofur hins liðna glotta við mér og grímur framtíðarinnar stara á mig steinköld- um ósjáandi augum. - Myrkrið þjappast að mér, sækir að mér hryllilega óvirkilegt. Ég veit að yst í þessu myrkri fer hann sem fer síðast hógværlega ríðandi á bleiku - And- skotinn. - ... Ég er að fara valkyrjan mín. Hljótt breiðist húmið um Hindarfjall og blámi fjar- lægðarinnar lykur þegar um Sefafjöll. - Hljóð lykur þögnin um kveðjurnar og minn- ingarnar. Minningarnar sem hvíla í berg- krystallskistunum á framblöðum vorsins. Minningarnar sem geyma eitt hið besta sem mitt fátæka líf eignaðist. Minningamar um þig. Ég þakka þér valkyrjan mín. Mikið gafstu mér og ekki var það þín sök að höfgi örlaganna hvíldi á muna þínum. En eigi skal syi-gja, aðeins sakna og saknandi skal ég hverfa á braut sem húmið og læðast sem and- vari næturinnar gegnum skógana. En á hverju vori mun ég koma sem pílagrímur til þymirunnans þar sem minningin um þig ligg- ur og leggja þar fyrstu blöð hins unga vors. Manstu ekki fjallið háa, brekkuna bröttu og bálið undir? Rannveig! Rannveig!" Skynjar ekki lesandinn tíðarandann? Róm- antíkina? Unga fólkið í dag segði sennilega: „Ykt kúl rnaður!" Siglt vestvr vm haf... Ur aðdáendahópnum valdi Rannveig sér að lokum glæsilegan, danskan eiginmann, Adam Vilhelm Schmidt að nafni. Fluttust þau til Bandaríkjanna árið 1925. Samkvæmt siðvenj- um varð nú Rannveig frú A.V. Schmidt. Bjuggu þau hjónin fyrst í Los Angeles en síð- an lengst af í San Francisco þar sem Rannveig starfaði á dönsku ræðismannsskrifstofunni í níu ár. Þá tóku við fimm ár í Montana og að lokum tvö í Santa Barbara, Kalifomíu, göml- um, spænskum bæ, þar sem Vilhelm lést árið 1944. Þeim hjónum varð ekki bama auðið. Ekki áttu margir Islendingar leið um Kali- forníu eða Montana á þessum áram. „Þegar ég var á ræðismannsskrifstofunni í San Francisco, og Islendingar komu þangað, en það kom fyrir svona einu sinni á ári, þá sá ég undir eins, að þeir vora landar og ávarpaði þá á íslenzku, áður en þeir komu upp orði.“° Hvernig skyldi Rannveig hafa þekkt þá? Glöggur lesandi kemst ef til vill að raun um það síðar í greininni. Saknaði Rannveig þess mjög að fá aðeins örsjaldan tækifæri til þess að tala íslensku. Eiginmaðurinn lærði aðeins tvær setningar á íslensku: „Talarðu málið?“ og „Maður er ég en engin tunna“. - Þó bar góðan gest að garði, sjálfan HaUdór Laxness. Tókst með þeim Rannveigu einlæg vinátta. Minnist hún oft á hann í skrifum sínum: „Þegar ég einu sinni bauð gestum í „pic- nic“ í Californíu, - meðal gestanna var Kilj- an Laxness; - við ókum í tvo klukkutíma, fundum skógarjaðar, breiddum dúk undir tré og uppgötvuðum, að ég hafði gleymt matnum heima.“7 I bréfi frá Los Angeles 26. maí 1928 segir HKL: „... Ætlarðu að senda mér línu, gamli vargur? Ég vona að það verði ekki hættulegt því eingin kona hefur með jafnmikilli energíu tekið það fram við mig, að hún væri ekki skotin í mér. Nei, það þurfti svei mér ekki að valda neinum misskilningi! ... 1.000.000 þakkir fyrir alt gott meðan ég var nyrðra! Gleymdu ekki að heilsa Vilhjálmi allra vin- samlegast frá mér. Æ, ég er svo mikill klaufi að skrifa sendi- bréf, heyrðu, góða, vertu blessuð,... já, þú verður það! Þú mátt eingum segja öll leynd- armálin, sem ég trúði þér fyrir meðan ég var nyrðra, heyrirðu það, þá drep ég þig! Var ég ekki vitlaus? Maður á ekki að segja svona margt. Ég er annars ekki vanur því!“ Og Halldór lýkur bréfinu á orðunum „Heyrðu, gleymdu ekki að senda línu!“ ► LESBÓK MORGUNBLAÐSINS ~ MENNING/LISTIR 20. DESEMBER 1997 1 1

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.