Lesbók Morgunblaðsins - 20.12.1997, Blaðsíða 18

Lesbók Morgunblaðsins - 20.12.1997, Blaðsíða 18
SVIÐ lífsins, 1834-1835, var síðasta olíumynd málarans. Sama ár fékk hann hjartaáfall og málaði ekki fleiri olíumyndir. og lítt sást hann í félagsskap kvenna. Ein 4 sem þekkti hann, Helen von Kiigelen kallaði hann „mestan piparsvein allra piparsveina“. Það kom þessvegna öllum í opna skjöldu árið 1818 þegar Caspar David hafði allt í einu gengið að eiga Caroline Bommer, dóttur kaupmanns í Dresden og var hún töluvert yngri en málarinn. Ekki breytti þó hjóna- bandið lífsstíl málarans, en nýtt myndefni kom til sögunnar: Kvenlíkaminn, að vísu sið- samlega kappklæddur. En konu sína málar Caspar David í stafni seglbáts 1819 og ná- unginn hjá henni, sem snýr baki í áhorfand- ann og heldur í hönd konunnar, er enginn annar en hann sjálfur. Þijár myndir eru þó til þar sem sést framan í hann; teikning frá yngri árum, sjálfsmynd sem sýnir að maður- inn var snemma frábær teiknari og teiknar sig sem sorgmæddan, rómantískan lista- mann. Hinar myndimar af Caspar David eru málverk eftir vin hans og sýna hann við trön- umar á vinnustofunni. Þunglyndi og afbrýðissemi Þeim hjónum varð þriggja bama auðið og enn batnaði í búi þegar málarinn var útnefnd- ur prófessor án kennsluskyldu við Akademí- una í Dresden. En litlu síðar, á árinu 1824, fór að bera á alvarlegu þunglyndi Caspars Davids, svo og sjúklegri afbrýðissemi gagn- vart eiginkonunni. Allt setti það dimman svip á heimilið. Það hallaði smám saman undan fæti og 1835 fékk hann hjartaáfall og náði sér aldrei til fulls eftir það. Þótt þunglyndið væri lengi búið að liggja á honum eins og mara, tók hann sér tak árið fyrir hjartaáfallið og málaði þá eitt af lykil- verkum sínum, Svið lífsins. Sú mynd er nú varðveitt á Museum der Bildende Kunste í Leipzig. Hér er eitt og annað sem minnir á málverk Einars frá Galtafelli, enda er inntak- ið táknrænt: Utan af opnu hafi sigla mörg, svört seglskip og virðast öll á leið upp í sömu fjöra, þar sem fólk bíður. Þar era böm sem lyfta fána, ung kona, fullorðinn maður sem lítur aftur til gamals manns, en hann staulast við staf. Með einhveijum hætti er þetta af- skaplega norræn mynd. Eftir því sem heilsan versnaði lagði Caspar David Friedrich oftar frá sér málaratólin. Hann gat til að mynda aldrei málað með olíu- litum eftir hjartaáfallið 1835 og 1839 hafði hin x stöðuga hönd málarans svikið hann. Þá var kominn tími til að setja punktinn aftan við ævistarfið, en þegar hann loks fékk hvíldina í mai 1840, var þokuslæðingur gleymskunnar þegar fallinn á nafn hans. MORGUNN á Riesengebirge, 1811. Það er hluti myndarinar sem hér sést. JÓNÍNA KOLBRÚN CORTES EKKI Augu mætast Augu sjá Augu þrá Augu skilja Sálin mín, sálin mín Vitundin, vakir eða sefur Hugurinn, man eða gleymir Samviskan fer heim - og þjáist eða ekki? Ekki, ekki, ekki Höfundur er tækniteiknari. UNNUR SÓLRÚN BRAGADÓTTIR JÓLANÓTT Bíllinn mjakaðist í næturkyrrðinni. Snjókornin fiögruðu búlduleit úrjólaboðunum, spjölluðu og hlógu, Gunna frænka alltaf söm við sig, Siggi frá Skógargerði með nýja pípu, Malla og Gestur með litla angann, Halla fór heim með Fal, en sum voru einræn, misstu flugið og bráðnuðu á húddinu. Hugfangin steighún út, og sveifá leið, sagði frá jólaboðinu sem henni var aldrei boðið í, vinunum sem voru, blankheitum og brostnum vonum. Þau hlógu oghún búlduleit ogrjóð settist á topp stóra trésins í miðjum bænum ogskein ájólabarnið sem hafði gleymst undir trénu. Það vantaði í það rafhlöðuna. Höfundurinn er Ijóðskáld og einkaritari ! Reykjavík. GUÐRÚN G. JÓNSDÓTTIR GEFÐU MÉR TÍMA Gefðu mér tíma ég bæti ráð mitt Gefðu mér tíma Hafi ég sært þig sýndu mér biðlund hafi ég sært þig Sýni ég framför sæstu þá við mig sýni égframfór. Höfundurinn er handverkskona og fv. kennari í Reykjavík. 18 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS ~ MENNING/USTIR 20. DESEMBER 1997

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.