Lesbók Morgunblaðsins - 20.12.1997, Blaðsíða 7

Lesbók Morgunblaðsins - 20.12.1997, Blaðsíða 7
LITIR eru upprunalegir, hvelfing loftsins blámáluð og brúnn litur á veggjum. NÝ VIÐBÓT: Myndir úr steindu gleri eftir Leif Breiðfjörð eru nú í gluggum Reynistaðarkirkju. HRÓÐMAR Margeirsson bóndi á Ögmundar- stöðum er sóknarnefndarmaður og hefur verið f forsvari fyrir viðgerðinni. mikla reynslu á þessu sviði, en Húsfriðunar- nefnd var höfð með í ráðum. Jöfnunarsjóður sókna og Húsafriðunarsjóður hafa tekið þátt í kostnaði. Leitað var að upprunalegum litum inni í kirkjunni og fundust allir grunnlitir. Kirkjan á að líta nákvæmlega eins út og hún gerði ný. Timburklæðning er á kirkjunni að utan- verðu og var ytra byrðið endumýjað á þrem- ur hliðum og síðan málað. Snemma á öldinni var aftur á móti sett jám á þakið. Það var áð- ur rauðmálað, en er nú grátt. Athyglisvert er þegar litið er á kirkjuna frá hlið, hvað hún er að formi áþekk Dóm- kirkjunni í Reykjavík; gerð tumsins þar á meðal og hlutföllin í honum. Gluggamir em þó að sjálfsögðu frábmgðnir. Eitt af því sem sérstaklega prýðir Reynistaðarkirkju er hin hófsama en smekklega skreyting að utan- verðu; gluggamir rammaðir inn með gulum lit sem endurtekinn er á þakbrúnum, á dyrakarmi og tuminum. Sérstaklega þykir mér til eftirbreytni, að kirkjan hefur ekki verið kaffærð í skógi, en sá misskilningur veldur því víða, að kirkjumar sjást illa og ekki er lengur hægt að ná viðundandi mynd- um af þeim. Verra er þó hitt þegar laufkrón- ur trjánna valda myrkvun innan dyra. Sá háttur var venjulega hafður á, að kirkj- ur stóðu á hlöðnum gmnni án sérstakra fest- inga, enda fór það stundum svo að þær fuku af granni sínum. Munaði ekki miklu að illa færi á Reynistað eins og áður segir. Festing- ar Reynistaðarkirkju þóttu ótryggar og því var hún tjökkuð upp, en grjótið í granninum tekið upp, endurhlaðið og þá einnig steyptar sérstakar festingar. Gólfborð vora tekin að gliðna. Þau vora færð saman, en viðurinn er sá sami. Tré- smiðjan Borg á Sauðárkróki sá um verkið, en reyndur maður við uppgerð gamalla húsa, Bragi Skúlason smiður vann verkið og með honum Gísli Kristjánsson. Loftið er boga- dregið og blámálað. Því er skipt í reiti með listum en ein gyllt stjama í hverjum reit. Það sem að öðra leyti gerir Reynistaðar- kirkju sérstaka er milligerð milli kirkju og kórs og er hún uppranaleg. í henni era þrír afar haglega smíðaðir bogar og renndir pílárar eins og sést af myndunum; hvorttveggja málað í bláum og grænum lit- um, sem fer vel við Ijósbrúnan lit innan á veggjunum og náttúralegan lit timbursins í gólffjölunum. í annan stað er óvenjulegt að predikunar- stóllinn stendur yfir altarinu og á bak við það. Sú skipan er einnig uppranaleg og má benda á hliðstæðu í Viðeyjarkirkju, en alls munu vera til 5 kirkjur á Islandi með predik- unarstól í kór. En vegna þessa fyrirkomu- lags hefur aldrei verið hægt hafa altaristöflu í Reynistaðarkirkju. Hróðmar Margeirsson bóndi og sóknar- nefndarmaður á Ögmundarstöðum hefur verið í forsvari fyrir viðgerð kirkjunnar. Á miðju sumri tafði ég hann frá bústörfum og hitti hann við kirkjuna, þar sem hann veitti þær upplýsingar sem hér hafa komið fram. Hróðmar benti á, að þótt þess hefði verið gætt að hafa allt sem uppranalegast, væra fimm steindir gluggar Leifs Breiðfjörðs ný viðbót. Kirkjan tekur 100 manns í sæti og kirkjubekkir era þeir sömu og áður. íslenzkar timburkirkjur grotnuðu venju- lega niður af fúa á fáeinum áratugum; Dóm- kirkjan í Reykjavík þar á meðal. Menn hafa gjarnan komizt að þeirri niðurstöðu í nútím- anum, að orsökin hafi verið sú að í þeim var engin upphitun. Óupphituð timburhús geti ekki enzt. Það kann að koma á óvart, en Reynistaðarkirkja er óupphituð, nema þegar messað er, og hún var að sjálfsögðu ekki upphituð áður fyrr. Það hefur hinsvegar stuðlað að góðri endingu, að grannurinn undir henni var mjög óþéttur og hefur loftað vel í gegnum hann og þá kirkjuna einnig. Stöðug upphitun verður heldur ekki höfð í kirkjunni í framtíðinni, en þannig var gengið frá granninum, að áfram á að lofta inn í kirkjuna og í norðlenzku veðurfari virðist það vera nægilegt til þess að veija timbur- hús fúa. JÓHANN HJÁLMARSSON VERÖND Þetta ljóð sem er hluti af ævi minni mun líða eins og hún. Sól Aragón hremmir mig. Snjóa leysir í hlíðum Moncayo. AprQdagur þegar allt verður lifandi. Bjöllur koma fljúgandi úr aldagömlu myrkri og marglitt fiðrildi birtist íþyrlulQá, hangir í loftinu fyrir ofan mig og hættir við að setjast á bókina sem er opin en óskrifuð í hendi minni. SKUGQI PARADISAR Fallbyssudrunur þrumanna í fjöllum Aragón færast nær. Að sextíu árum liðnum er það aðeins einn og einn héri sem fellur hljóðlega og liggur í eigin blóði án þess að þekkja Söguna, Stríðið og Heiðurinn. Aðeins eldinguna, skugga Paradísar. Dali 1938 ÚLFARNIR Ulfarnir eru ekki enn komnir, en sést hefur til arnarins, hauksins og gammsins íloftum Kastilíu yfír hrjóstrugu landinu, landi fárra trjáa, skrælnaðrar jarðar og nakinna kletta. Hver maður er öðrum vargur. Fyrir sólsetur færist allt nær, jörðin er rauðlituð eins oghún boði orustu, dynur, skelfur. Myrkrið er fró og ógn. Sumarið 1996 dvaldist höfundurinn í Tarazona, miðaldaborg í Aragónfylki. Þá voru liðin sextíu ár frá upphafi borgarastyrjaldar á Spáni, en í fjöllum Aragón var einna harðast barist. Skuggi Paradísar nefnist ein kunnasta Ijóðabók skáldsins Aleixandre. LESBÓK MORGUNBLAÐSINS ~ MENNING/USTIR 20. DESEMBER 1997 7

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.