Lesbók Morgunblaðsins - 20.12.1997, Blaðsíða 15

Lesbók Morgunblaðsins - 20.12.1997, Blaðsíða 15
Mynd: Árni Elfar. „REYNDU hérna,“ - sagði kennslukonan og hneppti frá sér kápunni niður að mitti og gerði honum skjói við barm sér. Hann horfði á hönd hennar langa og hreina með beinum og grönnum fingrum. Breiður trú- lofunai-hringur mundi fara henni vel. Hann nam alveg staðar og dró upp grún- óbréfið, tróð í pípuna og reyndi að kveikja í henni, en þó að andvarinn væri svo lítill að hann fannst varla, þá vildi samt ekki lifa á eldspýt- unni. Hann reyndi nokkrum sinnum, saug píp- una af svo miklum kröftum þá örskömmu stund sem brennisteinninn blossaði upp að kinnarnar hurfu inn á milli jaxlanna, hann fékk sósu ofan í sig, hrækti og kúgaðist og fékk tár í augun. „Reyndu hérna,“ - sagði kennslukonan og hneppti frá sér kápunni niður að mitti og gerði honum skjól við barm sér. Hann hikaði, teygði svo varlega pípuna inn í leyndardóminn og smeygði hendinni sem hélt um eldspýtustokkinn á eftir. Úr barmi hennar sló svo höfgum ilmi að honum lá við andköfum. „Kveiktu nú,“ - sagði hún hlæjandi, - „en ekki kveikja í mér.“ Hann reyndi nokkrum sinnum, en honum var einhvem veginn svo þungt um andardráttinn og auk þess er ekki laust við að hann væri skjálfhentur. Hún var í prjónaðri peysu undir kápunni og það voru tveir hreintarfar að stang- ast á barmi hennar. „Sjáiði! Hnaukurinn er kominn á spena á kennslukonunni,“ - æpti þá Asbjörn á Hrauni, kjaftfor pottormur með fyrstu bólurnar á nef- inu. „Krakkar, ég sverða, hann er að sjúgana!" Halldór Narfi Austmann Kjartansson kippti höfðinu út úr skjólinu. Hann sá útundan sér að kennslukonan roðnaði. „Pegiðu fíflið þitt,“ - sögðu Lóa á Felli og Jóhanna á Bóli einum rómi og réðust með snjó- gangi á Ásbjörn. Stelpurnar héldu óskaplega uppá kennslukonuna og máttu aldrei heyra orði á hana hallað. Það gerðu nú reyndar strákamir líka, á sinn hátt, þeir í sinn hóp ræddu öðravísi um hana en þegar aðrir heyrðu tO. Komnir með hvolpavitið, eða um það bil að fá það. Hinar stelpurnar létu ekki sitt eftir liggja, þær gengu í lið með stöllum sínum og Ásbjörn varð undir þeim öllum, þær vora fantar og snjórinn kaldur. Hann æpti. Og hinir strákarnir bragðu auðvitað við eins og vera bar þegar einn verst í vök gegn ofurefl- inu. Þeir réðust á stelpumar og vora harðleikn- ir. Stína á Bakka fékk blóðnasir og klóraði Magga í Skarði og Maggi í Skarði sparkaði í hausinn á Jóhönnu á Bóli svo að hann logverkj- aði í stóratána, þeir voru svo grautlinir þessir gúmískór sem Steinn gamli í Nesinu límdi sam- an úr gömlum bílslöngum. Það fóra að renna tár. Þá fór einhver úr úlpunni sinni, enginn veit hver byijaði á þessu, og notaði hana sem barefli á þvöguna. Og áður en hendi var veifað vora allir krakkavitleysingamir komnir úr úlpunum sínum og farnir að beija með þeim hver á öðrum. Það líkaði Stórablesa ekki. Um það bil sem kennslukonan skarst í leikinn og fór að skilja krakkana var Stóriblesi orðinn æstur af öllum látunum, harður á brún rykkti hann í tauminn sem var bundinn fastur í oka í vagninum, hann reis upp á afturfætuma og frísaði, lét sig falla niður á framfæturna og setti upp rassgatið og hristi sig. Hnaukurinn sá hættumerkið og henti frá sér pípunni, hann greip í höfuðleðrið á Stórablesa með báðum höndum og rykkti í. „Stilltu þig, helvítis bikkjan þín,“ - æpti hann og rykkti aftur í höfuðleðrið: „Stilltu þig!“ Þá reis Stóriblesi upp á afturfætuma með svo miklu offorsi að okinn í vagninum brast og Hnaukurinn hrataði til hliðar, sem vildi honum til lífs því nú var Stóriblesi kominn í mann- drápsham, hann prjónaði og barði frá sér með framfótunum og gneggjaði hátt. Svo uppgötv- aði hann að hann var laus og tók á rás. Hnauk- urinn brölti á fætur og rétt náði að grípa í spotta sem hékk niður úr öðra landakortastatíf- inu, Skandínavíuskagi ásamt nokkram fleiri heimshlutum dróst hálfa leið útúr statífinu og þaut svo með dyn aftur upp á rúllur sínar. Það gerir Stórablesa alveg hamslausan, hann hendist af stað, Hnaukurinn dregst um stund með á meginlandi Asíu, en missir svo takið og nú æðir Stóriblesi eins og fárviðri til baka niður Síðuna. Það er eins og átthagamir gömlu sem vora teknir af honum með saltpínslum séu aftur á sínum stað. Landakortin blaka um hann eins og vængir. Hnaukurinn snerist nokkra hringi um sjálfan sig í ráðaleysi áður en hann hljóp af stað á eftir Stórablesa. Gamlajörp naut hvíldarinnar nokkra stund og lygndi augum og lét neðrivörina hanga með- an kennslukonan skammaði krakkana og skip- aði þeim aftur í úlpurnar. Svo hristi hún sig með aktygjaglamri og lagði af stað heimleiðis með mjólkurbrúsana og afganginn af eigum farskólans á vagninum. Hún var djúpvitur, Gamlajörp, og leiddi spekingslega á vangann til að stíga ekki í tauminn. Svo hélt kennslukonan snjó við nefið á Stínu á Bakka og nuggaði stóra- tána á Magga í Skarði. Blóð og tár hættu að renna og loks hélt hún með allan hópinn í humátt á eftir Gömlujörp. Hnaukurinn og Stóriblesi hlupu í gagnstæða átt. Það var á einskis manns færi að hlaupa Stóra- blesa uppi þegar hann var í þessum ham, og eins og fyrr segir var Halldór Narfi Austmann Kjart- anson enginn spretthlaupari. En hann var seigur og þolinn og hann vissi af reynslu að enn hefur engin hestur verið gripinn shkri fælni að hann hafi ekki numið staðar um síðir. En ofanálímingamir vora þungir og Stóra- blesa bar hratt undan. Þegar Hnaukurinn kom lafmóður niður í Skottulág, þar sem hestar áttu til að fælast í myrkri, lá meginland Ameríku skyndilega fyrir fótum hans. Það var ljót sjón, kortið hafði rifnað af statífinu og lá nú þama í skafli. Hann stakk við fótum og hryllti við við- urstyggð eyðileggingarinnar. Grunaði líkt og Kólumbus forðum, að þessi mikli landafundur yrði honum til lítillar gleði. Hann vafði kortinu saman í skyndi og hljóp svo af stað á ný með það í fanginu. Hann var orðinn ákaflega móður þegar hann hljóp loks í flasið á Grímu gömlu á hlaðinu á Skarði „Blesi. . . nýju kortin. . . hringdu . . .,“ - másaði hann, og Gríma skildi ekki baun. Eftir að hafa blásið þarna nokkra stund tókst honum að gera sig skiljanlegan og Gríma gamla hljóp inn í bæ og hringdi í ofboði niður að Bóli, en þá var Stóriblesi hlaupinn þar um fyrir góðri stundu svo Jóhannes á Bóli hringdi í ofboði niður að Dæli og Ólafur í Dæli lagði af stað niður túnið í veg fyrir Stórablesa en hann var ekki kominn hálfa leið þegar Stóri- blesi geystist hjá með þandar nasir og trylltan eld í augum og slitrin af kortastatífunum enn hangandi á klyfberanum. Ólafur í Dæli hljóp til baka sem fætur toguðu og hringdi niður að Haugum, en þegar hann loksins náði sambandi var Stóriblesi hlaupinn hjá. Og þannig gekk það niður alla Síðuna, alltaf var Stóriblesi hlaupinn hjá þegar samband náð- ist við næsta bæ. Því var það að fólk sagði seinna að hann hefði hlaupið hraðar en hljóðið. Skammdegisrökkrið var að síga yfir austur- fjöllin þegar Gísli í Tungu kom syngjandi á Gemsanum með allt nýmetið á pallinum fram Hringsstaðamelana. Hann hafði svo mikla þörf fyrir að syngja núna uppá síðkastið. Hann var alveg óvenjulega fullur lífsgleði um þessar mundir. Það var varla einleikið, svona á miðjum þorra. Og Gemsinn vöðlaðist yfir lausamjöll og hjarn, það var eins og hann vildi taka virkan þátt i lífsgleði eiganda síns, gírkassi og mótor tóku undir sönginn: „Tondeleió, To-hondeleió. Svo áhyggjuSaus og alsæll íörmum þínum églá, oft hef ég elskað síðan en aldrei jafnheitt og þá, aldreijafn eldh...“ Hver grefillinn kemur þarna á móti á þessu líka spani? Hestur? Með reiðinginn undir kvið?“ Og Gísli bremsaði og drap á Gemsanum, reif sig úr örmum Tondeleió og stökk út úr dálitlum svertingjakofa niður í snjóþvælinginn á Hrings- staðamelunum. Það urðu svolitlar sviptingar en skammar. Stóriblesi leitaði á svig en það var farið að draga af honum og leifarnar af kortastatífunum og reiðingurinn þvældust um afturfætur hans, Gísli náði í taumaslitrin og hélt fast, hljóp við hlið hans, talaði róandi til hans og klappaði honum á hálsinn. Stóriblesi stansaði loks í skafli, blés eins og smiðjubelgur og gafst upp. Átthagarnir hringsnérust fyrir honum, hann hneggjaði einusinni sárt og lengi, nuddaði höfðinu ákaflega við öxlina á Gísla og logsveið í eyran. Þegar hann hafði blásið mæð- inni um stund var hann ljúfur eins og lamb. Gísli gyrti af honum og setti reiðinginn ásamt leifum kortanna á Gemsapallinn og teymdi hann síðan niður að Hringsstöðum, klifraði svo aftur upp í hlýjuna hjá Tondeleió og ók syngj- andi í hlaðið á Felli að selja Gerðu og Dodda ýsu og rafabelti. Framhald þessara atburða liggur alveg í aug- um uppi. Að beiðni fræðslunefndar Síðunnar gerði Benedikt á Hjalla við landakortin. Það tók auð- vitað langan tíma og skólinn var kortalaus það sem eftir var þessa vetrar, en það bar öllum saman um að þau væru eins og ný á eftir. Þeir sem efast um það geta skoðað það sem eftir er af þeim á byggðasafninu í Nesi. Auðvitað var ekkert vit í öðru en að Gísli í Tungu flytti Jóhannes skírara og frelsarann og læmingjana og Scott og aðra góða gripi farskól- ans næst þegar farskólinn fór á kreik. Kennslu- konan sat eðlilega frammi í Gemsanum hjá Gísla og krakkami góluðu eins og vitleysingar og létu öllum illum látum á pallinum. En Hnaukurinn fann ekki pípuna sína hvemig sem hann leitaði, hann bretti ofanálím- ingana uppí klof og skreið á hnjánum fram og aftur um staðinn þar sem örlögin létu hann reyna að kveikja í grúnóinu við barm kennslu- konunnar. Hann boraði krókloppnum fingrun- um hvað eftir annað niður í hrákaldan snjóinn, en fann aldrei neitt. Hann fann ekki pípuna fyrr en um vorið þegar allur snjór var orðinn að vatni sem fossaði og byltist í straum-þung- um fljótum og ólgandi lækjum sem voru bakka- fullir af kátínu. Það var um svipað leyti og þau opinberaðu trúlofun sína Gísli í Tungu og kennslukonan. Höfundurinn er rithöfundur fró Kirkjubóli í HvílársíSu en býr nú i Danmörku. ÁGÚSTÍNA JÓNSDÓTTIR AÐVENTA Bjarta aðventu gafstu þér sjálfur Ijósálfur kom hvergi nærri utan eitt sinn með gjöf sannleikans byrði eftir myrkur og aðrar hillingar jafnvel blekkinguna má blekkja en ekki á hátíðum bjarta aðventu gafstu mér einnig álfurinn minn Þögult IjóS Fótatak þræðir hvítar perlur í kyrrðina skínandi hönd manns létt um vanga ósýnileg tár í hlýjunni sérhverperla skín íþögn Heitar næturfjólur Nýelskuð ljóðin opnast heit íhuga þess sem andar þau eru einu trén í víðáttumiklum skóginum Nýelskuð ljóðin opnast heit sem næturfjólur Höfundurinn er skáld og kennari í Reykjavlk. Ljóðin eru úr nýrri Ijóðabók Ágústínu, sem heitir Lifakur og er jafnframt fjórða Ijóðabók hennar. Utgefandi er Fjölvaútgáfan. KRISTINN GÍSLI MAGNÚSSON KVEIKUR Það Ijós sem í hönd þinni lýsir best er lítið eitt kerti á jólum. Þótt bernska vor líði og barn hafi elst þá bjarmar það ofar sólum. Og skuggarnir hverfa ef skilurðu veg að skjóli frá Drottins barmi. Því ungur og gamall og einnig ég mun eiga þar von í harmi. Geym ætíð þá dýrð, sem undrið þitt var frá æskunnarglóð íhöndum með lítið kerti, sem kærleikann bar að Kristi frá öllum löndum. Höfundurinn er skáld og fyrrverandi prentari i Reykjavík. LESBÓK MORGUNBLAÐSINS ~ MENNING/LISTIR 20. DESEMBER 1997 1 5

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.