Lesbók Morgunblaðsins - 20.12.1997, Blaðsíða 17

Lesbók Morgunblaðsins - 20.12.1997, Blaðsíða 17
CASPAR DAVID FRIEDRICH RÓMANTÍSKUR DULHYGGJUMÁLARI SEM GLEYMDIST í HEILA ÖLD EFTIR GÍSLA SIGURÐSSON Caspar David Friedrich, 1774-1840, var sérstæður og merkilegur málari. Hann var í fararbroddi rómantísku stefnunnar og lét eftir sig eftirminnilegar myndir af þokufylltum fjalldölum, krossfestum Kristi á fjallstindi, af rústum og gljúfrum og manneskjum sem eru einar í ógnarlegu tómi, stundum uppi á fjallstindum. Inntakið er andlegt og boðaði lotningu gagnvart náttúrunni. FYRRIPARTI þessarar aldar, meðan módemism- inn gekk sinn gang og myndlistin átti að ganga út á formrannsókn og yfir- borðslega flatadýrkun, gat naumast nokkur málari verið eins langt úti í kuld- anum og Caspar David Friedrich. A síðari áratugum aldarinnar hef- ur hinsvegar mátt sjá að rykið hefur verið dustað af honum; hann er tekinn til umfjöll- unar í listatímaritum og bókum og þykir merkilegur myndlistarmaður. Eins og málar- amir Poussin, Géricault, Tumer og Delacroix vann Caspar David að andlegu og táknrænu inntaki. Mörg verka hans þykja auk þess hafa „monúmental styrk og einfaldleika." Samt forðast hann breiðu spjótin. í stað þess að styrkja myndbygginguna með sterkum út- línum eins og síðar var gert, leitast hann eins oft við að útmá útlínur og láta myndhlutana flæða saman. Mörg verka hans em böðuð í hálfrökkri ljósaskiptanna og þykja þá jafn- framt endurspegla þunglyndi málarans. Caspar David Friedrich var öllum gleymd- ur, gagnrýnendum, listunnendum og almenn- ingi, frá því er hann lést 1840 og fram að síð- ustu aldamótum. Súrrealistanum Max Emst er eignaður heiðurinn af því að hafa uppgötv- að hann. Maðurínn á lindinum Caspar David F'ridriech átti heima í Dres- den á bökkum árinnar Elbe. Myndefni sótti hann sér annarsvegar í borgina og þá framar öðm rústir eða kirkjur, þar sem munkar í svörtum kuflum standa eins og myndastytt- ur. En hinsvegar leitaði borgarbarnið sem sannur rómantíker út til hinnar ósnortnu náttúm og þá annaðhvort á sjávarstrendur eða upp til fjalla, samanber Morgunn í Ries- engebirge þar sem Kristur er krossfestur uppi á fjalistindi, en maður og kona em að ljúka fjallgöngu upp til hans. Þessi mynd er hliðstæða við súrrealiskt málverk Dalis af Kristi á krossinum, svífandi yfir vatni. En morgunbirtan á Riesengebirge leiðir líka hugann að annari hliðstæðu, nefnilega kínverskri myndlist og er þó óvíst hvort Ca- spar David þekkti nokkuð til hennar. Hlið- stæðan birtist í þokunni sem læðist eftir laut- um og dölum, en tindamir standa uppúr og allt verður þetta landslag ævintýralegt og óraunverulegt. Sú þokumynd sem Caspar David er frægastur fyrir er „Göngumaður yfir hafi þokunnar“ frá 1818 og er hún prentuð á for- síðu Lesbókar. Þessi herramaður á fjallstind- inum á fátt sameiginlegt með nútíma klifur- görpum og Himalayafórum, sem mundu hlægja að búnaði hans. Berhöfðaður er hann og klæddur lafafrakka, en eftir því sem bezt verður séð er hann með hálstau eða silkitrefil og hann gengur við staf eins og heldri menn gerðu í þá daga. Morgunsól - eða kvöldsól - gyllir efstu lög þokunnar, en aðeins standa hvassbýndir tindar uppúr henni; einn þeirra vaxinn trjám sem bera keim af japönskum trjágróðri fremur en evrópskum. Þessi mynd sem hefur líkt og höfundur hennar öðlast frægð á þessari öld er nú í eigu Hamborg Kunsthalle. Ekki er víst að málar- inn hafi nokkru sinni staðið í þessum sporum, en þó gæti það verið. Að öllum líkindum er málverkið skáldskapur, mynd af hugará- standi. Hún er um mann sem leitar upp á við í óeiginlegri merkingu; mann sem hafinn er yfir lágkúruna, en óvíst er það hinsvegar hvort hann finnur það sem hann leitar að. Þetta er einskonar rómantísk helgimynd, án þess þó að persónan sé dýrlingur eða á annan hátt guðleg. Þetta er venjulegur, mennskur maður, sem þó er kominn á tindinn þaðan sem dýrð heimsins blasir við - ofan þokunnar. Þrátt fyrir rómantískt inntak er þessi mað- ur hvorki hetja né neinskonar „súpermaður". Öðru nær; hann er augsýnilega lítið eitt við aldur og það segir eitthvað um ástand hans, að hann þarf að ganga við staf. En það má líka lesa þunglyndi út úr þessari mynd; kannski þunglyndi málarans, sem fór vaxandi eftir því sem á ævina leið. En það er ljóst, hvað sem vakað hefur fyrir höfundinum, að þessi mynd vekur margar spurningar og gef- ur engin svör önnur en þau að fjallatindarnir ofan þokunnar eru mikilfenglegir. Caspar David Friedrich varð með árunum sífellt líkari munkunum sem hann málaði. Hann einangraði sig í vaxandi mæli unz þunglyndi eyðilagði allt hans vinnuþrek. Hann hafði átt sína aðdáendur og bakhjarla. Myndlistin tók að vísu hægum breytingum á móti þvi sem gerzt hefur á 20. öld, en hún stóð heldur ekki í stað og þegar verk málar- ans voru látin í sölu 1842, tveim árum eftir dauða hans, fékkst aðeins lágt verð fyrir þau. Samt hafði Caspar David unnið hylli skálda, rithöfunda og hugsuða og hann gat talið Vil- hjálm keisara III af Prússlandi meðal áköf- ustu aðdáenda sinna. Það er með ólíkindum að 80 ár liðu unz Max Emst sá málverk eftir Caspar David í Köln 1922 og kom auga á að það var eitthvað verulega gott í verkum þessa gleymda mál- ara. Aratugi síðar eyðilagðist hluti verka hans í eldsvoða og loftárásimar á Berlín 1945 tóku enn frekari toll. Segja má að fleiri en fáeinir innvígðir hafi fyrst kynnzt Caspar David á sýningunni „Rómantíska hreyfingin" í Tate Gallery í London 1959 og þá fór áhugi á verkum hans KALKBJÖRGIN á Rugen, 1818. í augum nútíma náttúruskoðenda er klæðnaður fólksins svolítið broslegur. Lengst til vinstri hefur Caspar David málað konu sína. að vakna. Mest hefur þó munað um yfirlits- sýningu í Tate Gallery 1972 og síðar í Dres- den og Hamborg. Þarmeð var létt af Caspar David Friedrich gleymskunni sem hafði legið eins og þoka yfir nafni hans og verkum. Heimsókn verðandi Rússakeisara Caspar David Friedrich fæddist í Greifswald í Norður-Þýzkalandi 1774, en staðurinn var þá á sænsku hemámssvæði. Heimilið var fátækt, faðirinn kertagerðar- maður. Æskudagar Caspers litla voru dapur- legir; móðir hans dó á meðan hann var korn- ungur, systur hans einnig litlu síðar og bróðir hans drukknaði. Heimilið var mjög mótað af trúariðkun og þann arf tók Caspar David með sér. Litlar heimildir em um listnám, en eins og áður segir kaus Caspar David sér búsetu í Dresden og ekki þurfti hann að kvarta yfir því að vera lítils metinn. Hátindurinn á ferlin- um var líklega í desember 1820 þegar hinn verðandi Rússakeisari, Nikulás erkihertogi, heimsótti listamanninn í vinnustofu hans í Dresden. Þau kynni leiddu til þess að Caspar David einaðist keisaralegan bakhjarl, sem var ekkert smáræði í þá daga, og í kjölfarið fylgdi sala á mörgum myndum. Um þetta leyti voru málsmetandi málarar mjög upptendraðir af nýklassískum viðfangs- efnum og athygli þeirra beindist mest að ítal- íu. Það er eftirtektarvert, að þessi tízka höfð- aði ekki til Caspars Davids og þegar hann fékk hina tignu gesti úr Rússlandi var hann farinn að íhuga myndefni sem var veruleg andstæða við nýklassíkina og hinar ljúfu Ital- íumyndir. Athygli Caspars Davids hafði af einhverjum ástæðum beinzt að norðrinu; að helkulda íssins og lengra varð ekki komizt frá Ítalíu. Málverk eftir Caspar David sem nú er glatað nefndi hann „Skipsstrand við Græn- landsströnd“. Það er út af fyrir sig merkilegt val á stað og viðfangsefni því á þær slóðir kom Caspar David aldrei. Þessa mynd hafði tilvonandi keisaraynja í Rússlandi pantað og átti hún að sýna norræna náttúru í allri sinni „ógnvekjandi fegurð", en um leið átti hún að mynda mótvægi við suðræna náttúrumynd eftir nú gleymdan málara, Martin von Rod- hen. Bæði þessi verk hafa glatazt. En fjórum árum síðar, 1824, málaði Caspar David aðra útgáfu af sama myndefni og nefndi hana Is- hafíð. Það er sú mynd sem hér er prentuð en frummyndin er varðveitt í Kunsthalle í Ham- borg. Þetta er áhrifarík mynd og mögnuð. Um leið er eitthvað langt á undan sinni sam- tíð, fyrirheit um módernisma ef til vill, í hinni stílfærðu uppbyggingu, sem þó er útfærð á natúralískan hátt eftir kröfu tímans. Hér hrannast ísjakar upp undan ógnarlegum þunga og væru eins og hvert annað ísahröngl við árbakka ef ekki sæist á skut skips, sem hefur molast í sundur undan ágangi íssins og er að sökkva. Handan við himinháa íshrönn sem rís í miðju myndarinnar má sjá möstur og annað brak úr skipinu. Með þessu myndefni tekst Caspar David að sýna hið skelfilega; öfl sem maðurinn ræð- ur ekki við. En ísblokkirnar sem hrannast svo tígulega upp eru ekki þykkar miðað við það sem sést af skipinu. Þótt ísinn virðist raunsæislega útfærður er eitthvað sem segir nútíma áhorfanda, að heimskautaís sé ekki svona. Skýringin er sú að Caspar David skoð- aði einungis þann ís sem hrannaðist upp með- fram bökkum árinnar Elbe þegar hún ruddi sig á vorin. Kannski er þar skýringin á því, að á málverkinu virðist heimskautaísinn furðu óhreinn. Fræðimenn hafa bent á að þarna hafi málarinn líka innleitt þá reglu í myndlist sinni, að allir hlutar myndarinnar væru gerð- ir jafn þýðingarmiklir. Hvort það var fyrir frumkvæði Caspai-s Davids er ekki víst, en svo mikið er víst að á tímabili komust strönduð skip og sjávarhásk- ar í tízku sem myndefni. Leiðangi-ar norður í Ishafið þóttu æsilegir og tveir þeii-ra, árin 1820 og ‘24 höfðu fengið mikla umfjöllun; annar þeirra hét hét raunar „Hecla“. En þeg- ar aðrir málarar voru að lýsa veðrum og sjó- gangi, þá var það huglæga og andlega í þessu myndefni sem var kjarni málsins hjá Caspar David. Það sem vakti fyrir honum var lífssiglingin - navigatio vitae - sem óhjákvæmilega endar með dauða. Skip sem maskast í sundur tákn- gerir það vel. Þarna er vonin keyrð í kaf; eng- inn kemst lífs af. Auk þess hafði ísinn per- sónulega merkingu fyrir Caspar David og var sú merking bundin við sára endurminningu frá barnsaldri; hann féll niður um ís við strönd Eystrasalts og bróðir hans drukknaði þegar hann reyndi björgun. Stundum hafa menn jafnað saman mál- verki Caspars Davids, íshafínu og Medúsa- fíekanum, þeirri stórbrotnu og frægu mynd Géricaults frá 1818. Þar er aðframkominn hópur skipbrotsmanna á fleka, en Géricault gefur í skyn von um björgun með því að skip birtist við sjóndeildarhring. Ishaf Caspars Davids er dæmigert fyrir það sem nefnt er á ensku „spiritual landscape", þ.e. andlegt eða huglægt landslag; eitthvað úr ríki náttúrunn- ar er notað til að tákngera lífið og gefa hug- mynd um niðurstöðu. Landslag látið túlka hifi háleita A 19. öldinni varð sú breyting á landslags- málverki að í stað nýklassískrar viðleitni var landslag, a.m.k. utan Frakklands, notað sem myndefni í þeim tilgangi að túlka það himneska og háleita. I þeirri viðleitni fengu ógnarleg björg og himinháir fjallatindar sér- staka þýðingu. Þetta var mystískur natúral- ismi og var sér á parti, ólíkur flestu af því sem áður hafði verið gert, þó að hliðstæður megi finna; til dæmis hafa menn þózt sjá eitt- hvað því líkt hjá Leonardo þremur öldum áð- ur. Menn fengu sérstakan augastað á Alpa- fjöllunum í þessu augnamiði og hvert mál- verkið af öðru lýsti hættulegum fjallaskörð- um með skriðjöklum og snjóflóðahættu. Það var jafnvel talað um „innra afl“ Alpanna og meðal þeirra sem rannsökuðu skriðjökla og snjóflóð var Joseph Mallord William Turner, 1775-1851, einn af höfuðsnillingum myndlist- arsögunnar. Hann tók sér ferð á hendur í Alpana 1802 og varð bergnuminn. Sumir hafa eignað Turner heiðurinn af því að hafa rutt braut, bæði fyrir inpressjónisma og ex- pressjónisma, en jafnframt hefur .verið bent á, að eftir Alpaferðina hafí hann nálgast mjög hugmyndir Dresdenarskólans og Caspars Davids sérstaklega. Caspar David Friedrich hafði snemma leit- ast við að mála náttúruna sem helgidóm; mik- ilfenglega á móti smæð mannsins. Hann er við þetta heygarðshom þegar hann málar Rísandi þoku í Riesengebirge. Þar fyllir mist- ur lautir og dali, en fjöllin hverfa alveg í fjarska í mistrinu, og nú væri það einfaldlega skilgreint sem mengun og þætti ekki fagurt. Hvers eðlis sem mistur Caspars Davids er má þó slá því föstu að það hefur naumast ver- ið af manna völdum. Rómantíski skólinn í Þýzkalandi varð til í nokkrum borgum og átti sér rætur í fornöld- inni. Skóli franska málarans Davids, sem frægur er t.d. fyrir myndir af Napóleon, hafði haft víðtæk áhrif utan Frakklands, en skáld eins og Hölderlin og Friedrich von Schlegel áttu líka sinn þátt í þessari tízku. Einn af brautryðjendum rómantísku stefn- unnar í myndlist var málarinn Philipp Otto Runge sem dó liðlega þrítugur úr berklum, en það var þá bæði algengur dauðdagi og fyr- ir listamann var hann rómantískur þó að við skiljum það kannski ekki alveg. Runge kom til Dresden 1798, sama ár og Caspar David, og báðir höfðu þeir þá svipaða afstöðu, sams- konar „weltgefuhl“. Báðir voru staðráðnir í að skapa „andlegt landslag" á þýzkan máta og að snúa baki við Ítalíu, sem þá var ásamt forngríska heiminum sú uppspretta lista sem flestir sóttu innblástur í. Annar náinn vinur Caspars Davids á yngri árum var Carl Gustav Carus, 1798-1869, mál- ari, eðlisfræðingur, grasafræðingur og nátt- úruheimspekingur. Jafnframt því að aðhyll- ast kenningu um guð í öllum hlutum var hann nemandi Caspars Davids í málaralist og sum- ar myndir hans urðu svo líkar lærimeistaran- um að þeim hefur verið ruglað saman. En þar skildi með þeim félögum, að Carus var mikill veraldarmaður, virtur kennari og félagi að- alsmanna og náttúruvísindamanna. „Dauðinn er hreinn og hvítur snjór" Eftir Caspar David liggja náttúrumyndir með djúpu, andlegu inntaki og áhorfandinn áttar sig ef til vill ekki á því strax. A fyrstu ár- unum eftii’ 1800 málaði hann nokkrar innan- fSHAFIÐ, 1824. Caspar Da- vid málaði norðurhjarann þegar aðrir litu mest til ítal- íu. Það er hluti myndarinnar sem hér sést. SJÁLFSMYND 1802, blýants- og pennateikning. hússmyndir, sem eru einfaldleikinn sjálfur, næstum geómetrískar og afai’ ólíkar náttúru- myndum hans. Sumar þeirra minna á hinar sérstæðu innanhússmyndir eftir Hammarshöi hinn danska. En 1808 verður veruleg breyting á yrkisefnum með mynd sem nefnd er Tetschen-altaristaflan og markar upphaf trú- arlegra viðfangsefna hjá Caspar David. Þar málar hann krossfestan Krist efst á snarbrött- um fjallstindi; sama minni átti hann eftir að endurtaka með tilbrigðum nokkrum sinnum. Enda þótt Caspar David léti sem minnst á sér bera var hann kjörinn til setu í Akademí- unni í Berlín 1810. Andlegur jöfur Þjóðverja á þessum tíma, Göthe, gerði sér meira að segja ferð til Dresden til þess að heimsækja málarann. í dagbókum sínum ber hann sér- stakt lof á eitt af þekktum málverkum Ca- spars Davids, sem sýnir munk við hafið en myndin er þó mestan part af skýjafari. Önn- ur mynd, Klaustur í eikarskógi, hreif Göthe líka og seinna keypti Vilhjálmur III Prússa- kóngur báðar þessar myndir. Ekki er vitað hvort þessi fundur Göthes og Caspar Davids hafi orðið til þess að sama ár gaf Göthe út kenningu sína um liti; langt mál í fjórum kap- ítulum, og hélt því m.a. fram, að litur eigi minna erindi við augað en sálina. Hvítur er litur dauðans: „Dauðinn er hreinn og hvítur snjór“, orti Jónas Hall- grímsson. Caspar David notar ekki aðeins snjó til að tákngera dauðann, heldur er um- hverfið kirkjugarður. Á einni myndanna af þessu tagi er nýlokið að moka ofan í gröf og skóflurnar standa þar enn. Snjórinn liggur að öðru leyti á sáluhliði, legsteinum og nöktum trjágreinum. Allt er það harla dapurlegt og gæti verið tilbrigði við þá fornu rómversku áminningu, Memento mori, mundu að þú átt að deyja. Ári eftir að Göthe heimsótti Caspar David - til Dresden gerði málarinn ferð sína til Jena til fundar við skáldjöfurinn. Þá var Caspar David á hátindi viðurkenningarinnar, en um- deildur samt og þeir voru til sem lýstu sig andvíga túlkun hans á trúarlegum viðfangs- efnum, sem var þó ekki byltingarkennd og fólst í því að líta á landslag sem „tæki“ til að koma andlegum boðskap áleiðis. Það var meira en við mátti búast að Caspar David skyldi ráðast í að heimsækja Göthe. Hann var innhverfur, líklega feiminn og af einhverjum ástæðum merkti hann hvorki né ársetti myndir sínai-. Boð um að koma til ítal- íu 1816 afþakkaði hann, enda ekkert upprif- inn af þvi landi. Menn héldu samt áfram að n heiðra hann og sama ár, 1816, hlaut hann sæti í Akademíunni í Dresden, sem var ein- hvers virði því árslaun fylgdu með. Fram að þvi hafði hann lifað spart eins og munkur ► 1 6 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS ~ MENNING/LISTIR 20. DESEMBER 1997 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS ~ MENNING/LISTIR 20. DESEMBER 1997 1 7

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.