Lesbók Morgunblaðsins - 20.12.1997, Blaðsíða 3

Lesbók Morgunblaðsins - 20.12.1997, Blaðsíða 3
LESBÖK MOIK.l \I!I \I>SI\S ~ 1ME\NI\Í. LISTIR 50TÖLUBLAÐ - 72.ÁRGANGUR EFNI Stefnt að kjarna Sólarljóða. Eftir Hermann Pálsson. Kirkjan á Reynistað 130 ára. Heimskona með koparrautt hár. Sólveig K. Einarsdóttir skrifar um Rannveigu K. Þorvarðardóttur. Atburður á Þorra. Frásögn eftir Böðvar Guðmundsson. Caspar David Friedrich. Rómantískur snillingur sem gleymdist í 100 ár. Blóm málarans. Smásaga eftir Freystein Jóhannsson. Ungt fólk og ástin á 19. öld. Eftir Sigurð Gylfa Magnússon. Goðsagan um drekabanann. Eftir Heimi Steinarsson. Nokkur veraldarundur í tómarúmi heimsins. Terry G. Lacy skrifar frá Páskaeyju. Hamlet í Þjóðleikhúsinu. Verðlaunamyndagáta og verðlaunakrossgáta. FORSÍÐUMYND: Göngumaður ofan við þoku- hafið. Mólverk eftir Caspar David Friedrich, sem fjallað er um í blaðinu. HALLDÓR LAXNESS MARIUKVÆÐI Hjálpa þú mér helg og væn, himnamóðh'in bjarta: legðu mína bljúgv bæn barninu þínu að hjarta. Þá nnum ávaltgrösin græn ígarðinum skarta, ígarðinum mínum skai'ta. Bænheit rödd mín biður þín, blessuð meðal fljóða; vertu æ uns ævin dvín inntak minna Ijóða; móðh' guðs sé móðir mín og móðir þjóða, móðir allra þjóða. Kenn mér að fara í förþín ein, fram að himnaborðum, leiddu þennan litla svein, líkt og son þinn forðum. Líkt og Krists sé heyrn mín hrein að hlýða orðum, hlýða þínum orðum. Úr nýrri bók með úrvali Ijó&a eftir Halldór Laxness sem ber heitið Únglíngurinn í skóginum. Myndir eru við Ijóðin eftir 11 íslenzka myndlistarmenn. Við Mariukvæði, sem hér er birt, er mynd eftir Kristínu Gunnlaugsdóttur, sem þekkt er fyrir ikona sína. Útgefandi bókarinnar er Vaka-Helgafell. MUNURINN A HÁTÍÐ OG AFÞREYINGU RABB Jólakvíði var nýlega fréttaefni í fjölmiðlum. Einkum var rætt um ungt fólk í þessu sambandi og ástæðan talin vera upplausn á heimilum í tengslum við jólaund- irbúninginn, minnst var á skemmtanahald foreldra í desem- ber, mikil fjárútlát og spennu í samfélaginu. Þetta kemur niður á ungu fólki, misjafnlega eftir fjölskylduaðstæðum. Hér var einkum átt við þá sem búa við erf- iðar aðstæður, fjárhagserfiðleika, skilnað foreldra, drykkjuskap, fíkniefnaneyslu og sitthvað fleira. Þessi frétt vakti marga til umhugsunar um jólaundirbúning og jóla- hald. Jólin setja einstaklinginn í ákveðið sam- band við samfélagið. Hið mikla umstang snýst ekki aðeins um undirbúning undir trúarhátíð - ef svo væri ætti sambærilegt umstang að vera fyrir páska og hvíta- sunnu. Umstangið snýst að verulegu leyti um verslunarmennsku og neysluhyggju. Astæðan er sú að einn þáttur jólanna í það minnsta, sá siður að gefa gjafir, hefur vaxið úr öllu hófi. Annað atriði er einnig umhugsunarvert: Jólin eru eindregin fjölskylduhátíð sem er gott og blessað en það hefur engu að síður sínar skuggahliðar. Glansmyndin af kjarnafjölskyldunni er aldrei eins sterk og í kringum jólin en á tímum upplausnar í hefðbundnu fjölskyldumynstri orkai- hún tvímælis. Myndin af hamingjusömum for- eldrum og börnum að leik á fögru heimili stingur í stúf við þann raunveruleika sem flestir þekkja. A jólunum skerpast slíkar andstæður og þar með eymd og einstæðingsskapur býsna margi-a sem finna sig utan veggja hinnar hamingjusömu fjölskyldu og þar með utan jólanna. En út á hvað ganga jólin þá hjá okkur nútíma-íslendingum og út á hvað ganga þau ekki? Jólin hafa misst einfaldleikann, þau eru ekki lengur hátíð trúarinnar í djúpri merk- ingu. Jólahaldið hefur greinilega fjarlægst trúarlegt inntak sitt og jafnfí-amt uppruna sinn. Það mætti sjálfsagt til sanns vegar færa að jólin væru orðin íyrrverandi trúarhátíð, þar sem hefðbundin trúarhátíð hefði breyst í að verða eingöngu frí frá skóla og vinnu án nokkurs sérstaks innihalds. Ekki hátíð í orðsins fyllstu merkingu þar sem tíminn er hafinn í æðra veldi og lífið öðlast nýtt gildi. Slík sjónarmið eru umhugsunarverð. Við tölum gjarnan um andstæðurnar vinnu og frítíma. I þeim andstæðum lenda hátíðir og tyllidagar innan marka frítím- ans og sama máli gegnir um trúariðkun. Frítíminn þjónar því hlutverki að hvíla fólk eftir vinnuna og endurnýja það til þess að taka á nýjan leik þátt í atvinnulíf- inu. Frí og hátíð eru samt sitt hvað og byggja einstaklinga og samfélag upp á mismunandi hátt. Hátíðin hefur djúpt inntak en afþreying- in ekki. Sá sem heldur hátíð hverfur út úr hinum líðandi, hverfula tíma um sinn en í frítímanum miðast allt við afslöppun og af- þreyingu. Þjóðfélagið hefur þörf fyrir frí og afþreyingu. En hvað um hátíðir? Hátíðir gegna mun dýpra og mikilvæg- ara hlutverki en frí frá vinnu. Þær eiga sér oftast djúpar rætur í sögu þjóðar og samfé- lags eða í reglubundnum gangi náttúrunn- ar. Á hátíðum, sem eiga sér tilefni eins og jólin, sem er að mestum hluta sögulegs eðl- is, er sagan riíjuð upp og endurlifuð, tengd líðandi stund eina ferðina enn þar sem hún fær nýja skírskotun og gefur lífi mannsins nýja og endurnýjaða merkingu. Hátíðin minnir ekki aðeins á varanleg lífs- gildi heldur styrkir hún þau einnig. Það er eldurinn, sem er borinn áfram í þessu mikla boðhlaupi sögunnar, en ekki aðeins askan. Hátíðin er mikilvæg sérhverju samfélagi út frá öðru sjónarhorni. Hún losar um stund um þá festu sem hversdagslífið þarfnast. Hátíðum fylgir skapandi óreiða þar sem hversdagsleikinn gleymist. Mann- legt samfélag hefur þörf fyrir festu og reglu en það hefur einnig þörf fyrir skap- andi óreiðu. Með of mikilli festu er allri ný- sköpun hætta búin en með of lítilli festu blasir glundroðinn við. Hvorugt má ná yfir- höndinni heldur verður að nást jafnvægi þar á milli. Þegar horft er til okkar kirkjulegu hefðar á þessu sviði blasir það óðara við að þar skortir hvorki hátíðir né tyllidaga. Þar eru stórhátíðir og helgidagar af ýmsum gerðum svo að augljóst er að kirkjan hefur frá upp- hafi gert ráð fyrir því að kristnir menn gerðu sér oftar dagamun en á sunnudögum. Á síðari árum og áratugum hefur reynd- ar oft verið talað um það meðal guðfræð- inga að sýnileg þreyta væri komin í margar kirkjulegar hátíðir (og jafnvel fleiri teg- undir hátíða) og sumir hafa talað um tíma- bil upplausnar í þessu efni. Þeir hafa bent á að hvítasunnan væri ekki stórhátíð lengur og páskamir hefðu misst gildi sitt víða sem kirkjuleg stórhátíð, svo hefðu jólin breytt vemlega um svip og inntak frá því sem áð- ur var og eðlilegt væri miðað við tilefni þeirra. Hátíðaþreyta og hátíðakvíði era fyrir- bæri sem ekki verður gengið framhjá leng- ur, hvort tveggja er umhugsunarefni. Hvar er hátíðin? Ætli hún fáist einhvers staðar fyrir fríkort? SR. GUNNAR KRISTJÁNSSON REYNIVÖLLUM. LESBÓK MORGUNBLAÐSINS ~ MENNING/LISTIR 20. DESEMBER 1997 3

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.