Lesbók Morgunblaðsins - 20.12.1997, Blaðsíða 14

Lesbók Morgunblaðsins - 20.12.1997, Blaðsíða 14
wlií 1 Mynd: Ámi Eifar. STÓRIBLESI var kominn í manndrápsham, hann prjónaði og barði frá sér með framfótunum og gneggjaði hátt. Svo uppgötvaði hann að hann var laus og tók á rás. Hnaukurinn brölti á fætur og rétt náði að grípa í spotta sem hékk niður úr öðru landakortastatífinu, Skandinavíuskagi ásamt nokkrum fleiri heimshlutum dróst hálfa leið útúr statífinu og þaut svo með dyn aftur upp á rúllur sínar. yfir þýfi og girðingar, Gamlajörp flæktist í ak- tygjunum og féll á bakið og drógst sprikiandi með, Þorsteinn stórbóndi á Bakka hentist af sláttuvélinni og fór úr axlarliðnum í iendingu, og það var eins og hver önnur mildi að brotin hlaupastelpa sláttuvélarinnar stakkst ekld í gegnum hann. Blesi linnti ekki hlaupunum fyrr en hann var búinn að slíta aftan úr sér bæði Gömlujörp og sláttuvélina. Þegar héraðslæknirinn var búinn að kippa Þorsteini í liðinn og Benedikt á Hjalla búinn að spengja hlaupastelpuna var annar kiár settur til að draga sláttuvélina með Gömiujörp. Já, Stóriblesi var ekki á allra færi, og það var svolítill óhugur í Hnauknum. Hnaukurinn var vetrarmaður á Bakka. Og hét þessu kolómögulega nafni. Halldór Narfi Austmann Kjartansson. Það var svo óþjált í munni að séra Skúli gamli mismælti sig þegar Halldór Narfi Austmann Kjartansson skyldi staðfesta skírnarheit sitt. „Halldór Karfi Naustmann“,-sagði hann,- „vilt þú leitast við. . . og söfnuðurinn í Bakka- kirkju skellti upp úr og séra Skúli gamli sem var alkunnur spaugari fyrir utan gráturnar, varð hvað eftir annað að nema staðar í athöfn- inni til að kyngja hlátrinum yfir eigin mismæli. Það var rétt með herkjum að hann lauk við að embætta fermingarbömin sem eftir voru. Og kirkjukórinn pískraði og ískraði og altaris- göngusálmurinn lenti í handaskolum: Hér kem ég seki syndarinn af sálarþorsta neyddur,- komst hann í gegn- um, en þá sprakk Vilborg á Hjalla, enginn var hláturmildari í Síðunni en hún, og kórinn fylgdi henni nema Ólafur í Dæli sem var hreppsstjóri og beit á jaxlinn og píndi sig fyrir Krists skuld til að halda áfram aleinn og mjóróma: og flý í náðarfaðminn þinn sem fyrir mig varst deyddur. Auðvitað var hann aldrei kallaður annað en Halldór Karfi eftir þetta. Nafnið fylgdi honum eins og leiður draugur um fátækt unglingsár- anna frá einum bæ til annars, því hann var sett- ur í vinnumennsku eftir ferminguna. Það það vék þó að lokum íýrir nýju ónefni þegar hann eignaðist nokkrar kindur og bað Benedikt á Hjalla að smíða fyrir sig brennimark, og Bene- dikt sem var bæði þjóðhagi og vildi hvers manns vanda leysa og var auk þess hverjum manni skyggnari á skoplega hluti smíðaði fyrir hann forláta brennimark úr rauðum kopar og setti upphafsstafina hans á: HNAUK. Og nú gekk Hnaukurinn hér í frostkælunni í Hekluúlpu og rauðum ofanálímingum og reykti þurrt grúnó úr gúmíhólkuðum pípusterti svo að Gamlajörp fékk tár í sljó augun og Stóriblesi frísaði fólskulega. í hendi hans hvíldi framtíðarmenntun Síð- unnar. „Yfir litlu varstu trúr, yfir mikið munt þú settur,“ - sagði séra Skúli gamli, og þó svo að Hnaukurinn ætti ekki alltaf gott með að fylgja bláþráðunum í predikunum Skúla höfðu þessi orð skotið rótum í hjarta hans. Víst var hann fæddur í fátækt og átti enga heimanfylgju utan þetta ábúðarmikla nafn, en væri hann trúr yfir því sem honum var trúað íyrir þá fannst það réttlæti sem mundi að lokum hefja hann úr lægingu upprunans. Og kannski var það rétt- læti í námd. Hér og nú. Hann leit afturfyrir sig og sá kennslukonuna í gegnum tóbaksreykinn, svona líka fjallmynd- arleg hafði hún sest á auða barðsbrún og brotið kápulöfin um hnén, hún var að hella snjó úr lakkstígvélunum, það fór um hann straumur og hann leit snöggt undan. Svelgdist á pípureykn- um og nam staðar til að hósta. Gat ekki stillt sig um að gjóa aftur á hana augunum, og þá leit hún upp á móti og brosir við honum svo það fór aftur um hann straumur og hann fékk nýtt hóstakast. Svo spyrnti hún sér í lakkstígvélin og dró kápulöfin niður um langa leggina. Hvað var hún að brosa? Við honum? Var það kannski vitleysa sem hann hafði heyrt, að Gísli í Tungu hefði nýlega ekið niður sveit seint um kvöld undir fullu tungli að því er virðist alveg að tilefnislausu og gert sér upp eitthvert erindi að Felli þar sem farskólinn var þá stundina? Hnaukurinn þoldi engan samjöfnuð við Gísla í Tungu. Það vissi hann vel. Gísli í Tungu hafði verið á bændaskóla og átti það til að stökkva helj- arstökk þar sem hann kom, bara svona upp úr þurru af tómri lífsgleði, og setti auk þess héraðs- met í hundraðmetrahlaupi á íþróttamótinu í vor. Hnaukurinn var þolinn smali, en hann var enginn spretthlaupari og hann gat ekki stokkið heljarstökk. I smalamennsku í vor hafði hann að vísu reynt það þegar hann var kominn í hvarf frá öðrum. Þetta virtist svo einfalt þegar Gísli gerði það, örlítið tilhlaup og upp og svo í hring og niður á fæturna. Hnaukurinn valdi sér mjúk- an sinuflóa til að reyna heljarstökkið, hann kom niður á höfuðið og sá stjörnur og hann heyrði ískyggilegan brest í hálsinum. Þegar hann staulaðist á fætur var hann allur útsvínaður í mýrarrauða og hann hallaði unair flatt og hafði hálsríg frameftir sumri. Enginn söng betur en Gísli í Tungu, hann hafði skæran tenór sem skar sig úr öðrum röddum, jafnvel Hnaukurinn heyrði hvað hann söng vel, þrátt fyrir eigið lagleysi. Og svo átti Gísli bll. Frambyggðan trukk með drifi á öllum hjólum sem Gísli keypti af Kanan- um eftir að Kaninn hafði sigrað óvini sína til sjós og lands. Það var kjörgripur frá General Motor’s Corporation, á honum stóð með gullnu letri GMC. Þessvegna er bíllinn kallaður Gems- inn í Síðunni. Já, hann átt engan Gemsa hann Halldór Narfi Austmann Kjartansson, hann átti fátt þeirra gersema sem gera unga menn aðlaðandi í augum fallegra stúlkna. Sá hlutur í eigu hans sem komst næst því að vera þannig var tóbaks- pípan hans. Ekki það að hún væri neitt öðruvísi en aðrar pípur, svona fyrst í stað, en svo brotnaði hún í brjóstvasa hans einn góðan veðurdag þegar hann þurfti að leggja niður hrút. Það var bólu- setningai-dagur og Þorsteinn á Bakka var í af- leitu skapi svo það var eins gott fyrir Hnaukinn að vera snar í snúningum. Þegar kom að hrútun- um þreif hann í vinstra homið á Hermanni Gör- ing, sem dró nafti af skaplyndi sínu, hann var blátt áfram lífshættulegur um fengitímann, - og skellti honum I einum hnykk á tortuna. Það var ekki laust við að hann sæi svolitlum viðurkenn- ingarglampa bregða fyrir í reiðum augum Þor- steins, svo skaðinn varð minni þótt hann heyrði og fyndi pípuna fara í tvennt í brjóstvasanum. Það var mjaltavél á Bakka, kýrnar vom alltof margar fyrir staðarkerlingarnar, sem vom auk þess báðar með handadofa, svo það var ráðist í mjaltavélarkaup. Neðan úr Nesi kom Gísli í Tungu með þennan líka dísilmótor á Gemsan- um og Benedikt á Hjalla steypti undir hann stöpul og lagði mjaltavélarslöngur um Bakka- fjósið og vélvæddur kúabúskapur hófst í Síð- unni. Mjaltavélin var margbrotið fjölmúlavíl með rauðum og svörtum slöngum, sem sumar vom óþarflega langar, svo daginn eftir fjárrag- ið, þegar Þorsteinn á Bakka var aftur kominn í gott skap, sagði hann við Hnaukinn þar sem hann stóð dapur með brotinn pípustertinn og var að totta kónginn, að hann mætti sem best skera sér hólk framanaf rauðri slöngu og sam- eina á ný munnstykki og kóng. Þar sem rauða slangan á Bakkamjaltavélinni var I raun og vem alltof löng, þá bar það stund- um við að ungir menn bám brotnar pípur sínar fyrir Hnaukinn og báðu hann ásjár. Hann tók ævinlega vel beiðni manna um hólk og sagðist skyldi bera það undir hann Þorstein. Hann skar aldrei bút af slöngunni án þess að tala fyrst við Þorstein, því yfir litlu var hann trúr. Væri svelj- andi í Þorsteini, einkum kringum smalamennsk- ur, þá beið hann í nokkra daga með erindið, væri Þorsteinn glaður og hefði hátt þá var ævin- lega von góðra málalykta, því Þorsteinn var höfðingsmaður þrátt fyrir skapsmunina. „Húsbóndi", - sagði þá Hnaukurinn, - „ekki mætti ég nú hjálpa manni um slöngubút?" „Það er aldrei þú bútar slönguna", - - hneggjaði þá kannski Þorsteinn. „Bæt þú bút á bút uns bútað er!“ Þetta svar skildi Hnaukurinn svo að honum væri heimill búturinn. Þetta varð síðar tíska í Síðunni, til voru þeir ungir menn sem brutu pípur sínar að óþörfu til að vera gúmíhólka- menn með öðmm gúmíhólkamönnum. Og hvað sem menn svo pískruðu annars um Hnaukinn, þá var það hann sem fyrstur manna bar rauðan gúmíhólk á pípu í Síðunni. Það vissi kennslukonan auðvitað ekki þegar hún kom í haust, og það mundi hún aldrei fá að vita ef hann segði henni það ekki sjálfur. Og hann hafði langað til þess alveg síðan hann sá hana nýkomna vera að leika sér við krakka- þvöguna úti á túni á Haugum. Hún var svo ný- komin að það vom engar sögur komnar á kreik og hann var sendur með tuddadjöfulinn niður að Haugum, honum var ekki verr við nokkra skepnu á jarðríki því tuddinn var kolmannýgt blótneyti, og þó svo að hann væri með nasa- hring þá var lífshætta að fara með hann milli bæja. Það var sko engin skemmtiferð að toga bölvandi tuddann á eftir sér og ekkert næði til að kynda upp í gúmíhólkaðri pípu og vera svo- lítið flottur á því. Þá var meiri ró yfir henni Gömlujörp og full ástæða til að fá sér ærlega í hólkpípuna þar sem honum hafði óvænt fallið sú hamingja í hlut að flytja skólann þar sem hann var á heim- leið með mjólkurlestina. Það var reyndar venja þessa vetur, þegar mjólkurbíllinn komst ekki nema á neðstu bæina vegna ófærðar, að Gísli á Gemsanum safnaði saman mjólkinni, því Gemsinn göslaðist jafnt yfir fónn og forað. En einmitt þennan dag, þeg- ar skólinn skyldi flytja frá einum kortbærum húsakynnum til annarra, þá var Gísli vestur á Nesjum að kaupa soðningu sem hann svo seldi uppum sveitir. Þess vegna var Hnaukurinn sendur með mjólkina í hestvagni aftaní Gömlu- jörp og sinn hvorn mjólkurbrúsann hengdan til klakks á Stórablesa. Gott ef þetta voru ekki örlögin enn eina ferð- ina. Hann hætti loks að hósta og rölti aftur af stað, löturhægt því kannski kæmi hún upp að hlið hans. „Er eitthvað að?“ - spurði hún svo þegar hún loksins dró hann uppi. „Af hverju ferðu svona hægt?“ „Klárarnir," - sagði hann óöruggur og sló öskuna úr pípunni á vagnkjálkanum. „Merar- djöfullinn er orðin hundgömul og fótalaus." „Auminginn," - sagði hún og dró vettlinginn af mjúkri hendi sinni og klappaði Gömlujörp á múlann. 1 4 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS ~ MENNING/LISTIR 20. DESEMBER 1997

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.