Lesbók Morgunblaðsins - 20.12.1997, Blaðsíða 5

Lesbók Morgunblaðsins - 20.12.1997, Blaðsíða 5
SÓL EG SÁ/ svo hún geislaði /að eg þóttist vætki vita. Úr sömu myndröð. SÓL EG SÁ/á sjónum skjálfandi/ hræðslufuilur og hnfpinn. Úr sömu myndröð.. til kvæðisloka í áttugasta og öðru erindi. Pvílík þáttaskipting er ekki alls kostar sannfærandi, en þó er erfitt að rökstyðja öllu skynsamlegri skiptingu. í fyrsta hlutanum, Dæmaþætti og Ráðatali, sem Björn M. Ólsen kallaði svo, eru hlutirnir séðir í birtu hins vakanda dags. Hér er hvergi myrkt að orði komist, málfar einkar vandað, svo sem í þessu erindi sem lýsir flaumslitum með fornvinum: Daprar þeim urðu hinar dimmu nætur, öngvan máttu þeir sætan sofa. En af þeim harmi rann heift saman milli virktavina. Einsætt er að fyrstu tuttugustu og fjögur er- indin standa sér, enda eru þar saman komnar fimm örstuttar dæmisögur af sérstæðu fólki, en í þær er ofið bæði spakmælum, sem eru að nokkru leyti veraldlegs eðlis, og einnig ofurlitlu af guðfræði. Spakmælin munu flest eða öll vera eldri en Sólarljóð, enda eiga mörg þeirra sér hliðstæður í öðrum ritum: „Margan það sækir er minnst varir“, „Engi ræður sáttum sjálfum", „Oft verður kvalræði af konum“, „Gott er ann- ars víti hafa að vamaði", „Sá hefir krás sem krefur“, „Gott er vammlausum vera“. Næstu átta erindi eru einnig út af fyrir sig; þau eru aðallega hollræði, almenns eðlis, nema eitt þeirra sem sem lýtur að skáldinu sjálfú; ég mun bráðlega víkja að þeirri vísu sérstaklega. Þetta upphaf stingur mjög í stúf við meginhluta kvæðisins, þann sem á eftir kemur; en þar fer einna mest fýrir sýnum skáldsins í hindurvöku, jafnvel þótt öðrum þráðum sé slungið saman við þær, einkum spakmælum og guðfræðilegum hugleiðingum, rétt eins og framan af. Slík tilhög- un í heild, veraldlegur inngangur í vöku og síðan kristinn meginbálkur með undrasýnum í hindur- vöku, minnir nokkuð á Himnasýn Jóhannis. Hún hefst með stuttum bréfum útlegðarmanns til sjö biskupa í Litlu-Asíu, sem vitaskuld heyra veru- leikanum tál, áður en meginhlutinn tekur við með kynngi mögnuðum vitrunum. í þrítugasta og þriðja erindi hefur skáld Sól- arljóða meginbálk sinn með því að líta sem snöggvast um öxl: Frá því er að segja hvé sæll ég var yndisheimi í. En áður gerði snillingur svofellda fyrir grein fór sinni í Ráðatali: Síðla eg kem snemma kallaður til dómvalds dyra. Þangað eg ætlumk, því mér heitið var. Vísu þessa þylur skáldið auðsæilega í vöku, eins og ég hef þegar minnst, og sama má segja um endurminningar þær um liðna ævi, sem koma síðar, en örðugt er að vita nákvæmlega hvenær hindurvakan sjálf tekur við. Svipuðu máli gegnir um Völuspá. Ein ástæðan til þess hve örðugt hefur reynst að túlka hana til hlítar stafar einmitt af því, að mörkin milli þeirra at- burða sem völvan minnist úr vöku annars vegar og hindurvöku hins vegar eru ekki glögg, enda má sennilegt teljast að skáldkonan hagi hlutun- um af ásettu ráði svo að báðar vitundir virðist stundum renna saman í eina. Engum ofsögum verður sagt af víðerni Sólar- Ijóða en um hitt verður þrætt hvemig sköpun kvæðis er farið. Einsætt er að frumþáttum þeirra, athöfnum, myndum, sýnum, sviðsetn- ingum, hugmyndum, heilræðum og staðhæfing- um um umbunir og refsingar, er vandlega rað- að niður, svo að við getum hiklaust talað um ákveðna gerð kvæðisins, smíði eða lögun. Þó er slíkt engan veginn jafn auðvelt og þeir Bjarne Fidjestpl og Njörður Njarðvík hafa talið. Sólar- ljóð era ort eftir annarlega reynslu, langa för um sundurleita heima, bæði þá veröld sem oss heyrir til og einnig um dimma dánarheima. Undrasýnir eru mikilvæg atriði í frásögninni, en skáldið gætir þess einnig vandlega að lýsa sjálfum sér annað veifið. 5. Leiðsla Frásögn af persónu IN EXTASI eða í HINDURVÖKU sem tekst á hendur ferð undir annarlegri leiðsögn kallast LEIÐSLA, og svo hafa Sólarljóð löngum verið kölluð, jafnvel þótt skáldið virðist vera eitt á ferli. Freistandi hefði verið að rekja þessa ferðasögu, og þá mörgu staði sem þar eru skynjaðir: Ægisheimur, Ynd- isheimur, Dvalarheimur, Dimmheimar, heljar grind sem þaut þunglega, gylfar straumar sem grenjuðu á annan veg, kvölheimar, brunnur baugregins, Fégjarnsborg, Herðisdyr, og svo alla leiðina að dyrum Dómvalds. En handan þessara áfanga eru skilnaðarorð skálds og hin fegursta bæn sem prýðir íslenska tungu: Hér við skiljumst og hittast munum á feginsdegi fira. Drottinn minn gefi dauðum ró en hinum líkn er lifa. Dyr eru sá hluti húss sem góðskáldum er einna tamast að nefna í dulrænum kveðskap, en þó getur svo farið að þau láti engan vita húsið sjálft stendur. Öll þau kennileiti sem nefnd eru í fórinni dyrum Dómvalds fela í sér leyndar hugmyndir, sem engum hefur enn tekist að ráða. Þau heyra til þeirri veröld sem önd skáldsins kannar í hindurvöku. Einstaka nafn, svo sem aldaheimur, dvalarheimur og yndis- heimur, virðist merkja jörð vora, en ýmis önnur örnefni eru hulin myrkvaþoku, og þó eru þau órofa hlutar af andarsýn hins forna skálds. Sambandið milli annarlegra staða Sólarljóða og þeirrar veraldar sem oss er helst kunn, er öll- um hulið nema goðunum einum. 6. Táknmál Sólarljóð eru víða svo toi-skýrð að um þau mætti fella áþekkan dóm og gert er í Tveggja postola sögu Jóns og Jakobs um Himnasýn Jó- hannis sem ég nefndi áðan: „Apocolipsis hefir í stöðum þungar fígúrur, luktar og læstar án nokkurri skýring,“ enda ætlar þýðandi sögunn- ar sér ekki „þá höfuðdul að ganga í djúpasta verk Jóhannis með nokkurri glósu“. Furðu mörg nafnorð og sérheiti í Sólarljóðum böggl- ast skýröndum fyrir brjósti, og vafalaust er það einskær mistekja að ætla sér að geta leyst allar þær gátur sem skáldið hefur fólgið í torræðum vísuorðum. Skáldið beitir ýmsum táknum, sem það hirðir ekki að skýra. Kvæðið er torrætt að öllu eðli, enda er ekki auðhlaupið að færa við- burði og lýsingar í hindurvöku til sanns. Hér er á ferðinni skáld sem kann þá töfrandi list að gefa hlutina eftirminnilega í skyn án þess að gera þá skýra. Með slíku móti tekst skáldi að lauma ugg og kvíða í brjóst lesanda. Þess er vert að minnast hér sem trúað var fyrr á öldum: að betur gangi að muna fræði á torskildu máli en einfóldu. Um Himnasýn Jó- hanms segir skýrum orðum í Tveggja postola sögu Jóns og Jakobs: „En fyrir þá sök vildi drottinn sín stórmerki undii- myrkum fígúrum leynast láta svo sem ilmandi kjarna, að góður kristinn maður héldi þau því framar í minni sem hann fengi þeirra skilning með heitari iðn og meira erfiði, og af annarri hálfu leyndust þau því sterklegar fyrir illum manni sem þau færi lægra og væri lengra brott borin frá al- þýðlegu orðtaki." Með öðrum orðum, þá skal yrkja myrkt í því skyni að góðum mönnum festist skáldskapur betur í minni og einnig til hins að skáldskapurinn þvælist sem mest fyrir illu fólki. Sólarljóð voru ort handa góðu fólki ekki síður en Himnasýn Jóhannis, og enginn skyldi efast um að þeim, sem hafa spreytt sig á að skýra Sólarljóð, muni þau seint úr minni líða. Þegar fengist er við að skýra Sólarljóð, að gera lesöndum ljóst hvert skáldið er að fara og leysa þær gátur sem tefja allan skilning, þá verður að fara mjög varlega í hverja sök. Að minni hyggju hefur skýröndum hætt við að ganga helsti langt fi-á kvæðinu sjálfu í því skyni að gera það viðráðanlegra. Óðsmiður minnist þess í 35. erindi Sólarljóða hve sæll hann var í yndisheimi; þá virðist hann vera að gefa í skyn Ijúfar minningar frá værum dægrum. Allt öðru máli gegnir um 37. erindi, enda kveður þar við hrjúfari tón: Heljar reip komu harðlega sveigð að síðum mér. Um þenna vísuhelming segir Njörður Njarð- vík, sem jafnan tekst ótrauður á hendur að þýða táknmál hindurvöku á tungu veruleikans: „Mælandinn er hnepptur í fjötra dauðans, og hlýtur þar að vera átt við sjúkdóm þann er varð honum að aldurtila," en með því að ég er jafn illa að mér í læknisfræði og flestum vísindum öðrum, þá sé ég litla ástæðu til að ætla að hér sé verið að lýsa sóttlera manni. Ég hef mikla samúð með Nirði Njarðvík og öðrum fræði- mönnum sem fást við að skýra Sólarljóð, en er það ekki einskær villa að ætla sér að finna raunsæjar lausnir á öllum þeim gátum sem kvæðið felur í sér? I næstu vísu er kveðið: Einn eg vissa hve alla vega sullu sútir mér, og um þenna helming segir Njörður: „Hér er lögð áhersla á einmanakennd. Enginn getur skynjað sorgax-angist hins deyjandi, nema hann sjálfur.“ Með slíkum orðum kinokar skýrandi sér hvergi við að bendla lýsinguna við dauðann, þótt skáldið sjálft víki ekki að honum einu ein- asta orði. 7. Sólarsýn Nú koma sjö vísur, einhverjar hinar fegurstu í öllum Sólarljóðum, og hefst hver þeirra með orðunum SÓL EG SÁ. Sól eg sá, sanna dagstjörnu, drúpa dimmheimum í. En heljar grind heyrðeg annan veg þjóta þunglega. Merkilegt má það teljast hve tíðrætt skáldinu verður um sólarsýn, enda eru fáir sem geta horft á sólina til lengdar. Þó bentu forfeður vorir hik- laust á eina undantekningu. í Tveggja postola sögu Jóns og Jakobs segii- afdráttarlaust að örn sé „svo snarsýnn uppi eftir sig móti geislum sólarinnar að hann horfir rétt hið gegnsta og hið beinasta móti henni og blöskrar ekki.“ Nú var öminn tákn Jóhannesar, höfundar Himna- sýnar, sem hann orti á útlegðarárum sínum; og Tveggja postola saga getur þess sérstaklega að „því stendur Jóhannes vel í arnar mynd hjá hinum hæsta veldis stóli að hans augasjáldur brjáði ekki móti bjartasta guðdómi." Enginn getur horft á sjálfan sig án spegils eða skugg- sjár nema í hindurvöku. Þegar Himnasýn hins forna guðspjallaskálds er höfð í huga kemur ekki á óvart þótt höfundur Sólarljóða liki sólu, hinni björtu dagstjörnu vorri, við guðdóminn sjálfan: Sól eg sá svo þótti mér sem eg sæja göfgan guð. Henni eglaut hinsta sinni alda heimi í. Sögnin að „lúta“ er ekki valin af handa hófi, enda gefur hún í skyn að skáldið veiti lotningu bæði sólu og guði. Hér mun vera vikið að þeim ilmanda kjarna Sólarljóða sem er sambærileg- ur við innstu leyndarmál Himnasýnar. Aðrir vísuhelmingar í Sólarljóðum sem fjalla um sól- arsýn láta þess sérstaklega getið hvernig skáld- inu sjálfu var farið: Sól eg sá setta dreyrstöfum mjög var eg þá úr heimi hallur. ► i LESBÓK MORGUNBLAÐSINS ~ MENNING/LISTIR 20. DESEMBER 1997 5

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.