Lesbók Morgunblaðsins - 20.12.1997, Blaðsíða 25

Lesbók Morgunblaðsins - 20.12.1997, Blaðsíða 25
GÖTUMYND frá Nordby. Húsin með stráþökum eða tígulsteinsþökum. í forgrunni er kona í þjóðbúningi, en hann er í heiðri haldinn á Fano. EITT SINN FAN0, ÁVALLT FAN0 TEXTI OG TEIKNINGAR: RAGNAR LÁR Á veturna er lífið á eyjunni í föstum skorðum, en | þrjú | þús- und manns hafa | þar fasta bú- setu. Þegar vorar verður held- ur betur breyting þegar ferða- menn flykkjast til Fano. TEIKNING frá Sonderho. FERJAN er lífæð fólksins á Fan0. Án ferjunnar væri fólkið einangr- að á þessari eyju, sem liggur skammt undan Jótlandsströnd og skýlir höfninni í Esbjerg íyrir vestanáttinni og þar með sjávar- ganginum frá Vesterhavet, sem við köllum Norðursjó. Fane er mikil ferðamannaeyja, en þangað koma tugir þúsunda ferðamanna ár hvert, flestir yfir sumarmánuðina. Baðströnd eyj- arinnar er víðfræg, margra kílómetra löng og 100 til 300 metra breið. Reyndar eru ferjurnar tvær og fer önnur frá Esbjerg þegar hin fer frá Nordby, sem er stærsta þorpið á eyjunni. Ferðin tekur ekki nema um það bil 15 mínútur. Fan0 er nyrsta eyjan í nokkuð samfelldum eyjaklasa sem liggur allt suður til Hollands og eru frís- nesku eyjamar hluti af þessum klasa. Fan0 er nyrst, þá Mando og loks Rome. Pá kemur eyjan Sild, en hún tilheyrir Þýskalandi. Hafnarborgin Esbjerg er á stærð við Reykjavík, mikill útgerðarbær og þaðan fara ferjurnar yfir til Englands, með danska beikonið og aðrar landbúnaðarafurðir. Með þeim koma einnig enskir ferðamenn og danskir gera mikið af því að fara með ferjunum yfir til Englands. í Esbjerg em ennfremur bækistöðv- ar skipa sem þjónusta borpallana í BÖRNIN gleymast ekki þeg- ar um þjóðbúninginn er að ræða. Teikningin sýnir litla dömu í Fanobúningi. Höfuð- búnaður er tvennskonar , eins og sjá má. Tölurnar í jakkanum eru úr rafi. Norðursjó, en það er mikil útgerð með til- heyrandi umsvifum. Breytingar með vorinu Þess var getið að stærsta þorpið á Fano héti Nordby. Eins og nafnið gefur til kynna er það norðarlega á eyjunni. Næststærsta þorpið heitir Sonderho og segir nafnið einnig til um staðsetninguna, sem er á syðsta hluta eyjarinnar. Milli þessara tveggja þorpa er svo Rindby, sem er ósköp lítið og á mörkum þess að geta talist þorp. Á veturna er lífið á eyjunni í föstum og ró- legum skorðum. Eyjarskeggjar sem hafa fasta búsetu á Fan0 era liðlega þrjú þúsund. Barnaskólar eru tveir, annar í Nordby en hinn í S^nderho. Framhaldsskólanemendur fara hinsvegar yfir til Esbjerg til náms. Þangað fara og margir eyjarskeggjar til vinnu. Reiðhjólaskýli em í báðum höfnum og er algengt að fólk eigi tvö reiðhjól, annað Fanomegin en hitt Esbjergmegin. Þegar vorar verður heldur betur breyting á. Þá flykkjast ferðamenn til eyjarinnar til lengi-i eða skemmri dvalar. Mikill fjöldi sum- arhúsa, tjaldstæða og húsbíla eru á eyjunni auk nokkurra hótela. Eyjan er sextán kílómetrar að lengd og gerð af sandi. Ekki er að finna einn einasta stein á Fano sem ekki er fluttur að. Nú gæti lesandinn haldið að lítið sé um gróður á þess- ari sandeyju, en það er öðra nær. Sandhól- amir era grasi vaxnir og talsverður skógur er um miðja eyna, þar sem meðal annars dá- dýr lifa góðu lífi. Þegar ekið er eða hjólað milli Nordby og Sonderho, er farið í gegnum þennan skóg og þá er eins gott að fara var- lega, því dádýrin eiga það til að stökkva yfir veginn. Flugvöllur á baðströnd Sem fyrr segir er vesturströndin breið og löng. Sandurinn er hreinn og þéttur í sér. Syðst á ströndinni er flugvöllur þar sem ferðamenn geta leigt sér flugvél til útsýnis- flugs yfir sumartímann. „Strætisvagninn“ gengur líka að hluta til eftir ströndinni, nóg er plássið. Til gamans má geta þess, að árið 1924 var sett heimsmet í hraðakstri á þessari strönd, 240 kílómetrar miðað við klukku- stund og þótti ógnarhraði. Mjög er aðgrunnt við ströndina og má sumsstaðar ganga nokkur hundrað metra „á haf út“. Vegna grannsævisins hitnar sjórinn mjög er sólin skín og er hann því heitur og þægilegur til sjóbaða. Vestanáttin er ríkj- andi á Fan0 og er aldan því mikið notuð af brimbrettasigluram, en þeh- hafa sitt eigið svæði á ströndinni til að forðast árekstra við þá baðgesti sem ekki stunda íþróttina. Eftir vestanbrim má sjá fjölda fólks bograndi í fjöraborðinu. Fólk þetta er að leita að raf- molum, en þeir berast gjarnan upp að ströndinni í vestanbriminu. Úr rafinu era m.a. gerðir skartgripir, en raf var á sínum tíma ein dýrmætasta útflutningsvara Fano- búa. Enn era nokkrir handverksmenn á Fano sem smíða listilega skartgripi úr raf- inu. I dag er engin eiginleg höfn á Fan0 nema í Nordby og er hún þó lítil. Sérsmíðað lægi er fyrir ferjurnar, en þær flytja fólk og bifreið- ar og þurfa því flotbryggju. Á tímum segl- skipanna var skipalægi við Sonderho. Á Fane vora byggð hafskip, en þess sér nú lít- inn stað, nema á gömlum myndum í sjó- minjasafninu í Nordby og „byggðasafninu“ í Sonderho. Til skamms tíma var rekinn myndarlegur sjómannaskóli í Nordby og þótti til fyrirmyndar. Römm er sú taug Á blómatíma seglskipanna byggðu skip- stjórnarmenn sér hús á Fano, gjarna í hol- lenskum stíl. Flest standa húsin enn og era mörg varðveitt sögunnar vegna. Þau era hlaðin úr múrsteini með háu risi og mörg hver með stráþaki, þó vissulega hafi stráþök- unum fækkað með árunum. Húsin vora flest nokkuð löng, enda vora húsdýr höfð í öðram endanum, nokkrar kindur og ein eða tvær kýr. Heyið var geymt á loftinu. Það var hlut- verk kvenna, gamalmenna og barna að hirða um skepnurnar og afla heyja, enda vora flestir karlmenn í langfart á seglskipunum m.a. fyrir Þjóðverja, Englendinga og Hollendinga, auk samlanda sinna. Þegai' gufuskipaöldin gekk í garð, krafðist hinn nýi tími betri hafna og varð Esbjerg fyrir valinu. Þessi breyting hafði það í för með sér að margar fjölskyldur fluttu burtu frá Fan0 og ekki síst frá Sonderho, sem að mestu var farmannaþoi'p. Þar era því mörg húsanna eingöngu notuð sem sumarhús í dag og gjarna af afkomendum þeirra sem reistu þau í fyrstu. Á afkomendunum sannast hið fornkveðna, að römm sé sú taug sem rekka dregur fóðurtúna til. Flest húsin í Sonderho eru friðuð og er því þorpsmyndin heilleg og segir sögu fyrri tíma. Máltæki Fan^búa í dag er einfalt. „En gang Fan0, altid Fan0.“ Það geram við að fyrirsögn þessarar greinar. Margt við að vera Ferðalangur sem leggur leið sína til Fano hefur úr mörgu að velja. Hann getur stundað baðstrandarlífið með öllum þess möguleik- um. Hann hefur úr fjölda veitingastaða að velja, söfnum og listhúsum. Minigolf er vin- sælt meðal ferðalanga, en nokkrir slíkir vell- ir eru á eyjunni. En á Fano er að finna elsta golfvöll í Danmörku, 18 holu völl af þeirri gerð sem kylfingar kalla „Links“ golfvöll upp á skosku. Það var þýskur dvalargestur sem lagði fyTstu brautir vallai’ins um alda- mótin síðustu. I upphafi var völlurinn aðeins örfáar holur, en strax að lokinni fyi-ri heims- styrjöld var hann orðinn 18 holur. Listamenn hafa löngum valið Fano sem dvalarstað og eiga bæði málarar og rithöf- undar athvai'f á eyjunni. Þeir íslendingar sem hafa dvalið á Fan0 skipa sér í raðir þeirra sem segja; „en gang Fane - altid Fan0“. Höfundurinn er myndlistarmaSur og kennari. LESBÓK MORGUNBLAÐSINS ~ MENNING/LISTIR 20. DESEMBER 1997 25

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.